Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 9. aprfl 1973. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrili: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakið. Blaöaprent hf. Þriggja mánaða árið Til skamms tima hefur það verið sérislenzkt efnahagslögmál, að verðbólgan næmi um 10% á hverju ári að meðaltali. Þetta lögmál kom til sög- unnar i heimsstyrjöldinni siðari og réð siðan lögum og lofum i rúman aldarfjórðung. Hver rikisstjórnin á fætur annarri setti bar- áttuna við þessa verðbólgu efst á verkefnaskrá sina. En sú barátta gaf aldrei verulegan árangur. Framfærslukostnaðurinn hækkaði árlega um sin 10%, hvað sem hver gerði. Eins og aðrar rikisstjórnir reyndi viðreisnar- stjórnin að halda verðbólgunni i skefjum. Og eins og aðrar stjórnir náði hún takmörkuðum árangri. Á valdatima hennar nam verðbólgan 9,7% á ári og var þannig rétt undir meðallagi. En nú hefur lögmálið rofnað, siðan vinstri stjórnin tók við völdum fyrir tæpum tveimur árum. Eftir tæpan mánuð verður fr^mfærsluvisi- talan að áliti Hagstofunnar komin upp i 430 stig. Hefur hún þá hækkað um 14,4% á ári að meðal- tali. Er það helmingi örari verðbólga en var á tima viðreisnarstjórnarinnar. Þessi verðbólga hefur ekki verið jöfn og sam- felld siðastliðin tvö ár. Fyrstu mánuði vinstri- stjórnarinnar var verðbólgan svipuð og áður. Siðan hefur hún smám saman magnazt og er nú komin á fljúgandi ferð. Frá 1. febrúar til 1. mai er verðbólgan hvorki meira né minna en 9,6%. Framfærslukostnaður eykst um þetta hlutfall á aðeins þriggja mánaða timabili. Þetta er nokkurn veginn sama aukning og var að meðaltali á heilu ári á viðreisnar- timanum, 9,7%. Verðbólgan hefur þvi tekið heilt viðreisnarár á aðeins þremur vinstristjórnarmánuðum. Þetta sýnir, hve margföld verðbólgan er um þessar mundir i samanburði við verðbólgu fyrri ára og áratuga. Hrunadansinn verður hraðari og hraðari. Skurðaðgerðir i formi gengislækkana verða tiðari og tiðari. Ekki er hægt að sjá nein merki þess, að verðbólgan fari að hægja á sér og komist niður i eða niður fyrir hin árlegu 10%. Launþegar fá verðbólgu mánaðanna febrúar, marz og april að nokkru leyti bætta 1. júni. Þá munu laun hækka um 9% vegna visitölu- hækkunar. í kjölfarið munu svo koma nýjar hækkanir, bæði á landbúnaðarvörum og öðrum vörum, svo og á margvislegri þjónustu. Áður fyrr rýrnaði hundraðkallinn um tiu krón- ur á ári. En það var á timum hinnar gamalkunnu og svokölluðu „óðaverðbólgu”. Nú er öldin önnur. Allar horfur eru á þvi, að hundraðkallinn sé um þessar mundir að rýrna um helming á ári. Þannig gufar sparifé og önnur peningaeign upp á skömmum tima. Með sama áframhaldi verða stjórnvöld senn að láta yfirstimpla peningaseðlana eins og gert var i Þýzkalandi i hruninu mikla milli heims- styrjaldanna. Gengislækkanir, sem áður voru tvær að meðaltali á hverjum áratug, verða nú á nokkurra mánaða fresti. Þessi vitfirringslegi dans getur aðeins endað illa. iiiiiiiiiiii ffi) SHflKJ Við verðum heilsulaus í stofukróknum / Matstofan á þakhæðinni i aðal- \ stöðvum Alþjóöa heilbrigðis- / málastofnunarinnar er feikivin- \ sæil matstaður og mikið sótt af / erlendum gestum, en af þeim er \ urmuil í þessari alþjóðaborg við / Genfarvatnið. Allir vilja boröa \ hádegisverð í heilbrigðismála- / stofnuninni. \ Vegna þess að maturinn er svo / hollur? Hröð afgreiðsla? Ómeng- ] að loft? — Nei, það er ekkert af ( þessu, sem laðar að. Þarna eru j langar biöraöir og þykkur tóbaks- ( reykur rétt eins og á öðrum mat- j sölustöðum miili kl. tólf og tvö I / Genf. j En i gegnum glerveggina geta / gestirnir notið bezta útsýnis til j Mont Blanc, hins tignarlega kon- ( j ungs evrópskra fjalla. Enginn út- / lendingur stenzt hann. WHO i heilsuhöll og jvesöld. j Það er langur vegur frá hinum / rafreiknisstýrðu aðalstöðvum \ WHO (Alþjóða heilbrigðismála- ( stofnunarinnar) í Avenue Appia i j Genf til drulluprammans, sem ( selflytur sjúkraliðann með bólu- j setningaráhöldin milli byggðar- ( laga Amazon. Það kann lika að jvera naumt um tækjabúnað trú- / boðslæknisins, sem berst við jdrepsóttir i striðshrjáðum (nýlendum Afriku eða meðal jflóttamanna SA-Asiu. ( En sá straumur fjármuna, jhjálpargagna og sérfræðiaðstoð- (ar, sem rennur i gegnum j WHO-bygginguna i Sviss til ótelj- (andi framvarða i striðinu gegn jhungri og veikindum, hefur lifs- (nauðsynlega þýðingu. j Og eins langt og þarna er á (milli, er breitt bilið milli þess jWHO sem var, þegar það var (stofnað 1948, og þess sem það er jnúna að 25 árum liðnum. !!! Það voru 16 aðildarriki Sam- einuðu þjóðanna, sem lögðu grundvöllinn að alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni. 1 dag eiga 136 riki aðild að henni. 20-földuð fjárlög. Niðurstöður fyrstu fjárlaga WHO sýndur 35 milljónir dollara. Á siðasta ári höfðu þau næstum tuttugufaldast. Þróun þessarar stofnunar endurspeglar i rauninni atburði heimsmálanna. 1 upphafi samtakanna komu nýlenduveldin fram i nafni margra þeirra, sem i dag eru sjálfstæð riki. Frá Afriku sunnan við Sahara voru aðeins tvö riki aðilar að WHO. Árið 1957 voru þau orðin fimm. En þá kom Uhuru — eins og sjálfstæðishreyf- ingin þar syðra hefur verið nefnd, og i dag eru 30 riki þaðan aðilar að WHO. En stærsta skrefið til þess að gera WHO að alheimssamtökum, var stigið i fyrra, þegar alþýðu- lýðveldið Kina var viðurkennt, sem eina löglega kinverska að- ildarrikið. Umfangsmikil, en hvað um árangurinn? Er þá árangurinn i samræmi við framlag aðildarlandanna, svæðisskrifstofanna, sérfræð- inganefndanna, rannsóknarstof- anna og áróðursherferðanna? Á 25 ára afmælinu, sem miðast við alþjóða heilbrigðisdaginn, sem var núna á laugardaginn (7. april), er við hæfi að lita ögn yfir farinn veg. Jafnvel einnig gefa gaum að þvi, sem enn er óunnið, áður en WHO hefur náð hinu háfleyga takmarki — að skapa andlega, likamlega og félagslega velmegun fyrir öll jarðarinnar börn. Byrjar það eða endar á heimilinu? Annað hvort af hógværð eða kænsku hefur Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin valið aö beina sviðsljósinu á þessum merkistimamótum að uppsprettu framlaganna, sem það byggir tilveru sina á. „Heilbrigði á rætur sinar að rekja til heimilisins” er slagorðið i ár. Það kann að þykja ögn mót- sagnakennt. Er það ekki einmitt heimilisins vegna, sem við leggj- um heilsuna í hættu. Slys i Séð yfir Genfarvatn. heimahúsum eru efst á blaði i skýrslum yfir óhöpp. Það brestur i saumum fjölskyldunnar og heimilisins, þessari grundvallar- einingu samfélags mannanna. Sjónvarpsstóllinn dregur úr getu okkar. Hávaði nágrannanna hef- ur gert okkur að taugahrúgu. „Allir geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta heiminn með að gera heimili sitt heilbrigðara”, sagði æðsti maður Who, dr. M.G. Candau, i ávarpi til aðildarland- anna á heilbrigðisdeginum. „Allt frá upphafi hefur stofnunin unnið baki brotnu að heilbirgðisvanda- málum milljóna manna, já, 'hundruða milljóna, sem okkar árangur stendur og fellur með”. „Það er ungbarnaumhirða, rétt notkun á matvörum, aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni, fjöl- skylduáætlanir, góð sambúð, umhyggja fyrir hinum eldri, slysavarnir heimila.... þessi og óteljandi önnur atriði, sem sjúkdómar geta sprottið upp af.. sjúkdómar, sem siðan geta smitað allt umhverfið”, segir dr. Candau. Mótorhjól vekur 100 þúsunda. Þegar WHO nefnir heimili, er það oftar með leirkofa i huga, heldur en ibúð i fjölbýlishúsi. Flest heilbrigðisvandamál heimilanna i vanþróuðu rikjunum hafa verið meira og minna yfir- unnin i vestrænum löndum. En við höfum i staðinn orðið okkur úti um önnur einkum á andléga sviðinu. Það hefur til dæmis verið reikn- Umsjón:* Guðmundur Pétursson að út, að eitt einasta öflugt bif- hjól, sem þeytist um göturnar, geti rænt 100.000 manns svefnin- um. Börn þrifast orðið verr og verr vegna svefnskorts og skorts á leikjum, sem stafar af allri set- unni fyrir framan sjónvarpstæk- ið. Mörg skólabörn verja meiri tima daglega fyrir framan sjón- varpið, heldur en þau gera i kennslustofunni. Og það geta þau þvi aðeins, að það gangi út á svefntimann. Heimilið var áður það örugga hæli, sem við leituðum. 1 dag er það á leið með að verða „gildra”, sýna skýrslur yfir slys i heima- húsum. Að undanskildum örfáum aðgerðum gegn hættum heimilis- ins, er þessi litla samfélagseining æ meir látin ein og óafskipt. Allir hafa sinn skólalækni, iþrótta- lækni, trúnaðarlækni á vinnustað, heilbrigðiseftirlit iðnaðarins. En það sést sjaldan orðið læknir á heimilum nágrannalanda okkar, nema þá til þess að gefa út dánar- vottorðið. Og slik virðist reyndar vera þróunin einnig hér á Islandi. Staðreyndabanki hinna veiku Hvaö alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni verður gefið að gera fyrir „heimilisheilbrigðið” á komandi árum, þyrfti spámann til þess að segja fyrir um. Hinar miklu herferðir gegn farsóttum, munu áfram krefjast síns, þótt bólusetning og ný lyf hafi verið sigursæl. Þrír fjórðu hluta þeirra ibúa, sem lifa i þeim heimshluta, þar sem malaria var landlæg, eru nú nær alveg lausir við hana. 1 37 löndum hafa þannig 1346 milljónir manna verið losaðir við þennan erkifjanda sinn. En hann gæti alltaf snúið aftur. Það er gert ráð fyrir að bólusótt verði útrýmt, áður en árið 1975 verður á enda, samkvæmt hinni bjartsýnu 10 ára áætlun WHO, sem gerð var 1967. Um það leyti var tilkynnt um 131.000 tilfelli bólusótta i heiminum. Sú tala lækkaði niður i 52.000 tilfelli, en hefur siðan stigið aftur. Kólera hefur blossað upp aftur og borizt til landa, þar sem ekki hafði komið upp kólerutilfelli i hálfa öld. Kynsjúkdómum hefur farið fjölgandi eftir að þeir höfðu legið niðri á árunum milli 1950 og 1960. Berklaveiki er enn við liði. Sér- fræðingar gera ráð fyrir að 15 milljónir berklasjúklinga muni smita 50 milljónir barna og ung- linga á árinu 1973. En staðreyndabankinn i heilsu- höllinni i Genf hefur þvi miður að geyma fleiri slikar óheilla mill- jónatölur: 11 milljónir jarðarbúa eru holdsveikir. 400 milljónir eru með augnsjúkdóminn fakom, 450 milljónir eru með iðraorma. Fyr- ir svo utan hjartasjúklinga, krabbameinssjúklinga, geðsjúk- linga, eiturlyfjasjúklinga o.s.frv. Takmarkið gæti virzt fjarlægt: „Að skapa öllum ibúum jarðar likamlega, andlega og félagslega velmegun.” En þeim hjá WHO finnst það þýða einungis það, að WHO verð- ur að berjast áfram. Alþjóðo heilbrigðismálastofn- unin varð 25 ára um helgina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.