Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 9
Þrátt fyrir stranga gæzlu tókst Einari Magnússyni aö skora nfu mörk gegn Armanni f gærkvöldi og ná þar með 10» mörkum. Þarna ætlaöi Einar (nr. 4)) i gegn, en tókst ekki. . ., . . ., ° a Ljosmynd Hjarnleifur. „Mikill léttir þegar ég skoraði 100 markið"! — sagði Einar Magnússon eftir að hafa sent knöttinn níu sinnum í mark Ármanns — Ég var eiginlega búinn að gefa upp alla von að ná þessum 100 mörkum í 1. deildinni, en til þess þurfti ég að skora niu mörk i leiknum gegn Ármanni. Þau urðu fjögur i fyrri hálfleiknum, en siðan gekk ekkert lengi vel. Ármenningar voru fastir fyrir i vörninni. En undir lokin fóru mörkin að koma hjá mér eitt af öðru, og það var mikill léttir, þegar knötturinn hafnaði i markinu eftir vitakastið rétt fyrir leikslok. Þá var mörkunum 100 náð, sagði Einar Magnússon, landsliðsmaðurinn kunni i Vikingsliðinu, eftir að hann hafði sett Ahorfendur þustu inn á völlinn, þegar Einar haföi skoraöi 100 markiö. Þarna má sjá á kollinn á honum. Ljósmynd Bjarnleifur. nýtt markamet i 1. deild á stórum velli — orðið fyrstur til að ná hinum skemmtilega áfanga — 100 mörkum. Undir lok leiksins snérist allt um Einar og 100 mörkin hans. Spennan i Laugardalshöllinni var gífurleg eftir að raunverulega allir höfðu gefið það á bátinn, að Einari tækist að skora þessi niu mörk, sem á vantaði. Hann er ekki eigingjarn i leik sinum og var það ekki i þessum leik, en þó kom á óvart hve leik- menn Vikings — nema Jón Hjaltalin Magnússon, sem er hér heima i frii frá náminu i Sviþjóð — gerðu litið til að hjálpa Einari til að ná þessum áfanga. Það var eins og þeir allir væru að keppa að sama marki. Einar skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum — eitt úr viti, en fyrstu 22 min. skoraði hann ekki mark i siðari hálfleiknum. Þá komu allt i einu tvö mörk hjá honum á sömu minútunni — vonin vaknaði á ný og þá allt i einu vöknuðu allir leikmenn Vikings. Þeir höfðu örugga forustu i leiknum — en það var ekki hugsað um að verjast mörkum Armenn- inga, heldur að ná knettinum sem fyrst aftur — jafnvel með þvi að láta Ármann skora. Þetta heppnaðist. Einar skoraði þrjú siðustu mörk leiksins — hið siðasta úr vitakasti, og um leið og 100 mark hans hafnaði i net- möskvunum þustu fjölmargir inn á leikvöllinn og fögnuðu. Leikur- inn tafðist rúma minútu — en það skipti engu máli, aðeins mörkin hans Einars. Fleiri urðu þau ekki og Vikingur sigraði 21-19. Annað skemmtilegt var i þessum leik — að sjá Jón Hjalta- lin á ny hér i Laugardalshöllinni. Jón lét ekki mikið að sér kveða á sinu aðalsviði — markskotunum, en sýndi oft stórskemmtilegan leik og opnaði vörn Armanns með fallegum fléttum. Hann er hiklaust i hópi okkar alfremstu leikmanna — tvivegis stiliti hann kanónuna, og knötturinn þaut i mark Armanns. Hvilik skot! Vikingur hafði nokkra yfirburði i leiknum, þó góða menn vatnaði eins og t.d. Guðjón Magnússon. Armenningum tókst sárasjaldan að ógna sigri Vikings — jafvel ekki undir lok leiksins, þegar Vikingar beinlinis opnuðu mark sitt. Vikingur skoraði þrjú fyrstu mörkin — en Armanni tókst að jafna i 5-5. Siðan sigu Vikingar framúr á iiý — staðan i hálfleik var 11-7. Munurinn jókst enn i byrjun siðari hálfleik — komst i 14-9. A 19 min, var staðan orðin 14-12, en Vikingur komst aftur fljótt fjórum mörkum yfir, þegar Einar fór að skora á ný. Og loka- minúturnar var allt á suðupunkti — spennan ekki siður meðal áhorfenda en leikmanna, og kunnir borgarar hrópuðu eins og smákrakkar. Og Einar náði áfanganum — og Vikingur sigrin- um. Mörk Vikings skoruðu Einar 9, (2 viti), Jón Sigurðsson 4, Jón Hjaltalin, Magnús Sigurösson, Sigfús Guðmundsson og Viggd Sigurðsson 2 hver. Fyrir Armann skoruðu Ragnar 6, Björn Jóhannesson4 (1 viti), Hörður, 2, Þorsteinn 2, Jón Astvaldsson, 2, Vilberg 2 (viti), og Olfert 1 (viti). Dómarar voru Kristófer Magnús- son og Haukur Hallsson. Ricky Bruch byrjar vel! — ftg reikna með þvi að nú þegar séú 68-70 metra köst I kroppnum á mér og likur eru á að mér takist að kasta kringlunni og koma heims- metinu vel yfir 70 m. i sumar. Þetta sagði Ricky Bruch, sænski kringlukastarinn frægi, eftir að hafa kastað 65.18 metra i keppni i Malmö i gær. Það er bezti árangurinn i heiminum i ár. Næst bezta kast hans mældist 64.54 m. aðeins nokkra dropa og....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.