Vísir - 14.04.1973, Síða 3

Vísir - 14.04.1973, Síða 3
Vísir. Laugardagur" 14. apríl 1973. 3 Fokhelt á einni viku 30% minni byggingarkostnaður með nýjum byggingaraðferðum Að koma upp fok- heldu húsi á einni viku og fyrir 30% lægra verð er — ef rétt er — heldur en ekki tiðindi fyrir okkur íslendinga, þar sem flestir eru sér- fræðingar i hús- byggingum. En þetta telja forráðamenn Verks hf., að sé auðvelt með verksmiðjufram- leiðslu veggeininga úr steinsteypu, sem siðan eru settar saman á byggingarstað. Sýningarhús hefur verið reist að Espilundi 10, í Garðahreppi. Það hús er að mestu fokhelt, og tók ekki nema tvo og hálfan dag að koma upp öllum útveggjum og reisa þaksperrur. Það gæti veriö komið í fokhelt ástand á einni viku og þar af leiðandi lánshæft samkvæmt kröfum Húsnæðismálastjórnar. Framleiðslan byggist ásænsku einkaleyfi, og eru vegg einingarnar allar 60 senti metra breiðar, en mismunandi háar, 2,67 metrar, sem er full lofthæð, 92 sentimetrar undir glugga og 45 sentimetrar yfir glugga. Ekki er nauðsynlegt að nota krana við að koma eining- Enginn mótauppsláttur Ekkert mótatimbur Verksmiðjuframleiddar veggeiningar Engin múrhúðun utanhúss unum upp, og eru veggeiningar endanlega frágengnar að utan. Steypuverksmiðjan Verk hf. hefur nú hafið framleiðslu á þessum veggeiningum, og með verksmiðjuframleiðslunni og meiri byggingarhraða telja for- ráðamenn hennar sig geta lækk- að byggingarkostnaöinn um að minnsta kosti 30%. Aðallega telja þeir að vinnu- kostnaður sparist og einnig, að mun betri nýting fáist út úr steinsteypunni. Sem dæmi um verðið benda þeir á, að útveggir i meðal- einbýlishús mundu kosta með hinni nýju aðferð 120-140 þúsund en það er ekki fjarri þvi, sem kostar að múrhúða slikt hús að utan. Einnig benda þeir á að all- ur kostnaður við mótatimbur fellur niöur og vinna við upp- slátt. Verk hf. býður upp á þak sperrur, sem það framleiðir. Forráðamennirnir telja, að með nákvæmri hönnun og nýjung um við samsetningu geti þeir boðið þær ódýrari en ella. Þrátt fyrir það, að aðal- sparnaðurinn vegna hinna verk- smiðjuframleiddu eininga komi fram á fyrstu byggingarstigum, þá telja forráðamenn Verks hf., að með þeim aðferöum, sem þeir hafa i huga, þá geti þeir lækkað heildarbyggingar- kostnaðinn um 30%. Verk hf. bendir sérstaklega á, að hér getur opnazt leið til sparnaðar á sérhæfðu vinnuafli i byggingariðnaði, en ávallt er hér mikill skortur á slikum mönnum. Margir aðilar hafa sýnt þessari nýjung mikinn áhuga. Eru nú þegar seld 50-60 hús, og á að reisa þau viðsvegar um land- ið, en nokkur eru þegar i bygg- ingu. Flutninga um langan veg telja þeir hjá Verki hf. ekki vandamál, og er til dæmis verið að ganga frá samningum um sölu til kauptúna á Austurlandi. — ÓG. Kjartan Blördal og Birgir Frimannsson forstjórar Verks hf. fyrir framan nýja verksmiðjufram leidda einingarhúsið að Espilundi 10, i Garðahreppi. Þeir standa við veggeiningarnar, sem eiga að fara i veggi bifreiðageymslunnar. EIMREIÐIN RENNUR AF STAÐ AÐ NÝJU Fyrsti dýradag- urinn ó morgun Nýir eigendur og nýr ritstjóri taka við hinu 79 óra gamla tímariti Við fslendingar erum miklir lestrarhestar og höfum stöðugt verið að fá fram á markaðinn ný og ný blöð og timarit. Blöð, sem fæsteiga sér langa lifdaga. Hætta þegar nýjabrumið er farið af þeim. Eitt er þó það blaö, sem aldrei hefur látið bilbug á sér finna, nefnilega timaritið EIMREIÐIN. Það blað hefur nú hafið sinn 79. árgang, en blaðið hefur komið út óslitiðfrá upphafi. Aldrei fallið úr einn einasti árgangur. Útgáfa tölublaðs fyrir siðasta ár dróst raunar eitthvað á langinn fyrir sakir eigendaskipta, sem urðu þá ÞINGMENN VILJA ALGERT BANN VIÐ LAXVEIÐI í SJÓ Það hefur verið yfirlýst stefna tslendinga að leyfa ekki laxveiði í sjó. Frá þessu hefur verið vikið með undanþágum, sem ná til fáeinna aðila. Þingmenn úr fjórum flokk- um bera fram frumvarp um algert bann við laxveiöi I sjó. Þeir segja, að það veiki að- stöðu okkar að hafa I lögum undanþáguákvæði. Flutningsmenn eru Geir Hallgrimsson (S), Steingrim- ur Hermannsson (F), Jón A. Héðinsson (A) og Helgi F. Seljan (AB). Frumvarpiö var samið i samráöi við sjávarút- vegsráöherra. —HH á blaðinu, en nú hefur verið sett á markaðinn rit, sem kemur út sem 78. árgangur EIMREIÐARINN- AR. ,,Ég er á leiðinni með fyrsta tölublað þessa árgangs í prentun, en það kemur væntanlega út snemma i næsta mánuði”, sagði nýskipaður ritstjóri timaritsins i viðtali við Visi i gær. Magnús Gunnarsson heitir hann og er við- skiptafræðingur að mennt. Hann upplýsti, að fyrst til að byrja með hygðist hann gefa út þrjú tölublöð á ári, en þegar fram i sækti vonaðist hann til að þau gætu orðið fleiri. „Með nýrri ritstjórn er EIM- REIÐINNI ætlað að færast nær Björn Jónsson stóð með stjórn- arandstöðunni við atkvæða- greiðslu um fjárveitingu til stofn- linu milli Norður- og Suðurlands. Magnús Jónsson lagði til, að ekki yrði ákveðið um fjárveitingu til lagningar slikrar linu, heldur varið fé til rannsókna á möguleik- um til orkuöflunar fyrir Norður- land. Við nafnakall um breytingartil- lögu Magnúsar sagði Björn já, en flokksbróöir hans, Magnús Torfi Ólafsson ráöherra, nei. Var uppruna sinum, þ.e. fjalla um visindi, þjóðmál, listir og bók- menntir”, útskýrir Magnús i rit- stjórnarspjalli sinu. Og hann segir ennfremur: „Fá blöð á tslandi geta státað af svo háum aldri. EIMREIÐIN var á sinum tima eitt viðlesnasta tima- rit landsins. Liggja til þess vafa- laust margar ástæður, en harð- fylgin og umdeild skrif blaðsins um islenzk þjóðmál, islenzkar listir og bókmenntir áttu stærstan hlut i velgengni þess á þeim tima. í EIMREIÐINA 72 rita margir landskunnir menn um ólik mál- efni, en viðtal ritsins er að þessu sinni við Jónas Haralz banka- stjóra, og ber það yfirskriftina: „Kjölfesta frjálshyggjunnar er trúin á manninn”. „Með þessum orðum kemur kannski bezt fram sá andi, sem blaðinu er ætlað að fylgja”, sagði Magnús Gunnarsson að lokum. — ÞJM. breytingartillagan felld meö jöfn- um atkvæðum. Breytingartillagan var viö þann lið framkvæmdaáætlunar stjórnarinnar, sem segir, að 13 milljónum skuli verja til lagning- ar stofnlinu Norður-Suöurland, þannig að orka geti fengizt að sunnan. Var i umræðum minnzt á hættur af jarðskjálftum og eld- gosi, sem gæti eyðilagt orku- stöðvar fyrir norðan, sem væru á jarðskjálfta- og gosasvæði. Framkvæmdaáætlun stjórnar- innar var siðan samþykkt. —HH Fyrsti dýradagurinn hér á landi er á morgun, en þá gengst Samband dýraverndunarfélaga á íslandi fyrir tveim skemmtunum i Reykjavík. Fyrr um daginn á að skemmta börnunum. Verður borgarbörnum gefinn kostur á að koma á dýrasýningu, sem sett verður upp á Fákssvæð- inu. Þar veröa til sýnis m.a. geitur, kiðlingar, kaninur og svo auðvitað valdir reiðhest- ar. Verður börnunum gefinn kostur á að hoppa á bak, og þau sem tolla nógu lengi á baki geta lika fengið tekna af sér mynd til að eiga. í Fáksheimilinu verður hægt að tylla sér niður eftir að hafa skoðað sýninguna og fá sér kaffi og kökur. Þá er að geta kvöld- skemmtunar, sem haldin verður i Austurbæjarbiói ann- aö kvöld, en þar veröa forseta- hjónin á meðal gesta. A skemmtuninni ávarpar Laxness gesti, og Litiö eitt mun leika nokkur lög. Ein- söngvarakórinn mun flytja nokkur lög og sömuleiðis Guð- rún Á. Simonar. Sýnd verður stutt kvikmynd um dýr og menn, og sitthvað fleira verð- ur á dagskránni. A þessari skemmtun Dýra- verndunarsambandsins verö- ur Mark Watson gerður að heiðursfélaga, en Watson hef ur sýnt dýraverndunarfélög- um hérlendis velvilja sinn oft- lega i verki, núna siðast er hann ákvað að gefa hingað visi að langþráðum dýraspitala. Þess má geta, að dýra- spitalinn kemur hingað til lands seinnipart næsta sumars. Hafa yfirvöld ákveð- ið, að fella niður tolla og að- flutningsgjöld af sendingu þessari. — ÞJM VISIR VISAR A VIÐSKIPTIN SIIV1I 86611 Björn með stjórnorand- stöðunni í línumólinu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.