Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 3
Visir. Miövikudagur 18. april 1973. 3 „STOFNUNIN" VARD SAMT DÝRARI Skrifstofumunir, teppi og gluggatjöid á stofnkostnað Framkvæmda- stofnunin kostaði drjúgum meira en þær stofnanir samtals, sem i henni sameinuðust. Fyrir utan sjö milljónir, sem fóru i skrifstofu- muni, teppi, gluggatjöld og fleira slikt og voru færðar sem stofn- kostnaður, kostaði reksturinn 32,8 milljónir árið 1972. Samanlagt kostuðu hinar þrjár stofnanir, sem voru sameinaðar i Framkvæmdastofnun, hins vegar 26,3 milljónir, þegar kostnaðurinn er umreiknaður á verðlagi 1972. Auk þess var deilt á þingi i gær um það, hvort Fram- kvæmdastofnunin hefði verið að fullum störfum allt áriö og vildi Ingólfur Jónsson (S) aðeins ætla henni niumánaða störf, svo að kostnaðurinn yrði miklu meiri á ársgrundvelli. Ragnar Arnalds (AB) formaður Framkvæmda- stofnunarinnar andmælti bvi sjónarmiði. -HH. Nú er ekki skömm að Núverandi stjórnar- sinnar kölluðu sjóðinn „flóttamannasjóðinn”, þegar fyrri stjórn fékk lán úr honum. Nú er hann kallaður ,,við- reisnarsjóður Evrópu” i herbúðum stjórnarinn- ar, eins og áður var gert i herbúðum fyrri stjórnar. Stjórnarandstæðingar létu þess getið i umræðum á þingi i gær, að sjóðnum þeir mundu eftir sem áður kalla sjóðinn „viðreisnarsjóð”, þótt þeir væru komnir i andstöðu. Gárungar hafa á þvi orð, að viða tali stjórnarsinnar nú tungu fyrri stjórnar og stjórnarand- stæðingar tungu fyrri stjórnar- andstöðu, og éti menn hratt ofan i sig, það sem þeir héldu fram fyrrum. SEXFÖLD FERMINGARVEIZLA HJÁ ÞRENNUM TVÍBURUM Það má segja, að það hafi verið sexföld fermingarveizla i Dansskólanum við Háaleitisbraut siðast- liðið sunnudagskvöld, en þá héldu þrennir tvi- burar boð inni. Allir eru tviburarnir syst- kinabörn, tvennir úr Reykja- vik, en þeir þriðju frá Akureyri. Akureyrartvíburarnir, Ingi- björg Hrönn og Kristján Arnar Sveinsbörn, höfðu fermzt fyrir norðan fyrsta dag þessa mánað- ar, en slógu fermingarveizlunni á frest þangað til núna siðastlið- inn sunnudag, að frændsystkini þeirra i Reykjavik höfðu verið fermd i Laugarneskirkju. Tviburaaysturnar heita Sigriður Björg og Guðrún Stella Gunnarsdætur, en tviburabræð- urnir Hallgrimur Óli og Magnús Karl Björgvinssynir. Mikið var lagt i hina stóru fermingu og urðu gestirnir ekki færri en 160 talsins. „Þessi ferming verður manni ábyggi- lega sex sinnum eftirminnilegri en aðrar”, varð einhverjum gestanna að orði, þegar hann hafði lagt frá sér állar fermingargjafirnar og tekið til við að gæða sér á krásunum, sem voru á borðum. Má fullvist telja, að fáum hafi tekizt að þiggja veizluboð jafn margra fermingarbarna i einu sömu kvöldstundina. — ÞJM. Hér eru fermingarbörnin búin aðstilla sér upp til myndatöku á ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirsson- ar. Trúlega eina hópmyndatakan, sem sá Ijósmyndari hefur tekið af fermingarbörnum þann daginn. — (Ljósmynd Bjarnlcifur). 18 ÁHUGAMINN SÝNA MÁIVERK Þau eru i daglegu tali kölluð „listaakademia”, en sjálf kalla þau sig Myndlistarklúbb Sel- tjarnarness. Þctta er 18 manns, sem sýna yfir páskana um 130 verk i iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi, sem kunnara er af körfu- bolta en málaralist. Klúbburinn hefur starfað siðan 1971 og kemur saman vikulega i teiknistofu Mýrarhúsaskóla. Leiðbeinandi klúbbsins er Sigurð- ur Kr. Arnason listmálari. Þetta er önnur sýningin, sem klúbbur- inn heldur á verkum félags- manna. Sýningin er opin 14-22 alla páskadagana. A morgun, skir- dag, verður aðgangur ókeypis. Félagar úr myndlistarklúbbnum voru í gær aö undirbúa uppsetn- ingu mynda sinna i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. A myndinni sjást talið frá vinstri:Anna Karlsdóttir, Magnús Valdimarsson, Sigrún Jónsdóttir, Jensey Stefánsdóttir, Garðar ólafsson, Anna Bjarnadóttir, Auður Sigurðardóttir, Maria Guðnadóttir, Asgcir Valdimarsson, Björg tsaksdóttir, Sigriður Sigurðar- dóttir formaöur klúbbsins, Jnhannes ólafsson og Sigurður Kr. Arnason leiöheinandi klúbbsins. Og einn œtlar á loft í follhlíf í páskafríinu Menn eyða páskafriinu sinu á margvislegan hátt nú sem endra- nær. Þó fæstir eða engir á sama liátl og sá marguinræddi llolhcrg Másson. Ilann ætlar nefnilega að verja mestu af fritima sinum bundinn við fallhlif, sem hann lætur draga sig á loft I. „Fg nota tvær fallhlifar, sem ég eignaðist i Ameriku i vetur,” sagði Holberg i viðtali við Visi. „Fallhlifarnar eru 9 metrar i þvermál og duga vel, eins og ég sannreyndi á sunnudaginn fyrir austan fjall og svo aftur i fyrra- dag á Sandskeiðinu.” Ekki hefur Holberg neinar áætlanir á prjónunum hvaö snert- ir loftbelgjaflug um páskana. Nú er áhugi hans mestur á fallhlif- inni, en loftbelgjunum hyggst hann snúa sér að þegar veður leyfir að prófum loknum. —ÞJM EGG í ÓSKILUM Nokkrir bakkar af eggjum — liklega nálægt 20 kg — fundust við vegbrúnina nálægt Rauða- vatni i gær. Nokkrir piltar, sem þar voru á ferð urðu varir viö pappakassa, heldur óhrjálegan og þegar betur var að gáð reynd- ist hann fullur af eggjum. Óliklegt er að kassinn hafi dottið af bifreið, þvi þá væri lik- lega meira brotið af innihaldinu heldur.en raun ber vitni. Eggin eru i vörzlu lögreglunn- ar i Arbæjarhverfi og ef einhver kynni að sakna eggjanna, sem nota átti i páskabaksturinn, þá gæti hann vitjað þeirra þangað. -ÓG. TVEIM BIFREIÐUM STOLIÐ Á AKUREYRI — önnur ófundin Tveim hilrciðum var stoliö á Akureyri i fyrrinótt og er önnur þeirra ófundin ennþá. Þegar eig- andi nýlegrar Volkswagen bif- reiðar á Akureyri ætlaði að nota bifreið sina i gærmorgun greip hann i tómt, bifreiðin var horfin. Ilann var þó svo heppinn, að hún fannst skömmu siöar og hafði ein- hver sem talið hefur sig bifreiðar- þurfi tekið hana til handargagns en skilið hana siöan eftir að lok- inni notkun og virtist hún að mestu óskemmd. Annar bifreiðareigandi á Akur- eyri var ekki svona lánsamur, þvi bifreið hans, sem stolið var frá Grænumýri 1, hefur ekki fundizt ennþá. Skrásetningarnúmerið er A-2351 en gerðin Ford Taunus I5M, smiðaár 1968. Hún er dökk- græn að lit. —ÓG ANNO TÁNINGASETTIÐ í mörgum litum HÚSGAGNAVERZLUNIN BÚSLÓÐ Borgartúni 29 Sími 18520

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.