Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Miövikudagur 18. april 1973. 5 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Þjóðverjar seldu Rhodesíu Boeingvélar þrátt fyrir viðskiptabannið Kaup Rhodesiu á þrem farþegaflugvélum af gerðinni Boeing 720 sem áður tilheyrðu vestur-þýzka flug- félaginu Calari hafa hleypt illu blóði i ýmsa fulltrúa Afriku- og Asiurikja, þar sem þeir eru staddir i Genf. Afrikufulltrúar hjá Sameinuöu þjóöunum hafa látið i ljós þá per- sónulega skoðun sina, að vita beri Vestur-Þýzkaland fyrir þetta augljósa brot á viðskiptabanninu við Rhodesiu. — Eitthvert fyrir- tæki i Lichtenstein virðist einnig blandað i málið. Eftir að Calair varð gjaldþrota, stóðu flugvélarnar þrjár við Baselflugvöllinn i Sviss en i siðustu viku var þeim flogið til Rohdesiu með viðkomu i Lisboa, og höfðu einkennismerkin ekki einu sinni verið máð af vélunum. Roger Hawkins, samgöngu- Vestur-Þjóðverjar seldu Rhodesiumönnum þrjár slikar farþegavélar. málaráðherra Rhodesiu, lýsti þessum flutningi á vélunum, sem þvi stærsta gati, sem gert hefði verið á viöskiptabannmúrinn. Hann vildi hins vegar ekkert segja um, hvernig kaupin höfðu fariö fram, hvaðan véiarnar væru ,eða hve mikið Rhodesia (rikis- eign) hefði greitt fyrir þær. — Hann sagði aðeins, að verðið hefði verið mjög sanngjarnt fyrir Rhodesiu, og lét i það skína, að þessi viðskipti gætu orðið undan- fari fleiri slikra kaupa. Flugvélarnar þrjár verða settar á áætlun i september i haust, eftir að áhafnirnar hafa verið þjálfaðar til þess að fljúga Boing 720. Fyrst um sinn verða vélarnar á leiðum milli Salisbury og Jóhannesborgar og Durban. S—Amerikubörn œttleidd Mikið veður hefur verið gert I Braziliu sfðustu vikuna út af „Ung- barnahneykslinu”, eins og blööin þar hafa nefnt málið. Dönsk kona var tekin til. yfirheyrsiu af iögreglunni vegna útflutnings é braziliskum kornabörnum til ættleiðingar i hinum og þessum lönd um. Konan fékk þó að fara úr landi og engar kærur voru bornar fram é 1 hendur henni né neinum öðrum, þvi að allt virtist vera með felldu i | sambandi við þessar ættleiðingar, þrátt fyrir allt moldviðrið i blöð- , unum. Birtu biöðin myndir (sjá að ofan) af braziiiskum ungbörnum er | lendis og töldu að um væri að ræöa skipulagöan útfiutning á ung i börnum. 9 daga á reki á frystikistu Þrir bandariskir fiskimenn, sem flestir höfðu talið af, fundust i gær á reki ekki fjarri Beiem i Braziliu. Braziliskur fiskibátur kom að mönnunum á reki á frystikistu og tómum gaskútum. Tveir mannanna voru með- vitundarlausir, þegar báturinn kom aö þeim, enda voru þeir bún- ir að vera á reki i niu sólarhringa. Auk hrakninganna voru mennirn- ir þjakaðir af 2. og 3. gráðu brunasárum, sem þeir hlutu, þeg- ar bátur þeirra „Captain Cliff- ord” fórst í sprengingu úti fyrir ströndum Braziliu. Tveir skipsfélagar þeirra eru enn ófundnir. Söfnuðu 1,3 milliónum nafna gegn klámi Andstæðingar kláms i Bretlandi fylktu liði og stormuðu að skrifstofu Edwards Heaths, for- sætisráðherra, i gær, þar sem þeir afhentu honum undirskriftar- lista með nöfnum 1.350.000 manna, sem krefjast strangari laga Forystu fyrir þessum hópi klámandstæðinga hafði miðaldra ' -kona að nafni Mary Whitehouse, en hún hefur hrundið af stað her- ferð gegn hverju þvi, sem á ein- hvern hátt minnir á klám. Fyrr i gær átti frúin fund með 'blaðamönnum, og réðst hún þá harkalega gegn klámþróun, sem henni fannst hafa orðið i sjón- varpi og útvarpi. — Sér til stuðn- ings hafði hún á blaðamanna- fundinum danskan yfirlögreglu- þjón, Aage Nielsen, sem sagðist hafa verið á móti þvi á sinum tima, aö klámið var gefið frjálst i Danmörku. Yfirlögregluþjónninn sagði rétt, að minniháttar kynferðisaf- brotum hefði fækkað við tilkomu klámsins en alvarlegri glæpum, eins og nauðgunum, hefði i stað- inn fjölgað. Reyndar sagðist hann halda, að fækkun minniháttar brota stafaði af þvi, að mönnum þætti ekki lengur taka þvi að til- kynna þau eða kæra. Mótmœla H-sprengju Niu riki við syöri hluta Kyrra- hafsins fordæmdu í gær kjarn- orkusprengjutilraunir Frakka I Kyrrahafinu, og sökuðu þau Frakkland um að sýna vítavert kæruieysi varðandi framtiö þess- ara níu rikja. 1 yfirlýsingunni, sem gefin var út aðtilstuðlan Gough Whitelams, forsætisráðherra Astraliu, var jafnframt komizt svo að orði, að rikin i syðri hluta Kyrrahafsins mundu beita öllum tiltækum ráð- um til þess að hindra slikar sprengjutilraunir i framtiðinni. Löndin niu, sem að yfirlýsing- unni stóðu, eru: Astralia, Nýja-Sjáland, Fiji, Nauru, Tonga, Cokk-eyja, Nive, Papua, Nyja Guinea og Vestur-Samoa. SINATRA SKEMMTl GESTUM NIXONS Á fyrsta degi heim- sóknar Guilio Andreotti, forsætisráðherra ítaliu, efndi Nixon forseti til kvöldverðarboðs i Hvita húsinu i gærkvöldi, gest- inum til heiðurs. Til þess að hafa ofan af fyrir gestum sinum fékk forsetinn söngvarann Frank Sinatra til þess að koma fram.Hélt Sinatra uppi 40 minútna skemmtun aleinn og þótti takast mjög vel. Andreotti forsætisráðherra var afar þakklátur Nixon forseta fyrir að veita honum tækifæri til þess að hlusta á Sinatra syngja — „Ég veit, að fyrir bragðiðmun ég vaxa mjög i áliti hjá börnum minum,” sagði hinn léttlyndi for- sætisráðherra. Hann var hrókur alls fagnaðar i kvöldverðarboðinu, en mjög bar á italskættuðum Bandarfkjamönn- um meðal gesta. Sagðist Andreotti furöa sig á þvi, hve margir Italir væru i Bandarikj- unum, en hann hefði hitt á ferða- lögum sinum i landinu italsk- ættaðan mann i hverju riki: „Ég hitti i hádeginu i dag geimfarann Michel Collins og sagði við hann: „Þú, að minnsta kosti ert ekki italskur!”' — Og hann svaraði: „Nei, ég er ekki italskur, en ég fæddist i Róm”. Þessi mynd var tekin af Sinatra og Nixonhjónunum, áður en hann féll I ónáð hjá forsetanum, en nú hefur Nixon tekið Sinatra aftur I sátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.