Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 7
Yisir. Miðvikudagur 18. april 1973. 7 ÍinimI Bceirnir breyto um svip! !k M Skíðafólkið flykkist út um land. Umsjón Edda Andrésdóttir Skiðaiþróttin er sennilega aldrei eins mikið iðkuð eins og einmitt um páskana. Páskarnir eru lika oftast nær á þeim tima sem bezta tækifærið gefst til þess að iðka þessa ágætu iþrótt, og páskunum fylgir yfirleitt gott og mikið fri. Flestir reyna að koma sér eitthvað út úr bænum. t borginni er nefnilega ekki mikið um að vera fyrir friskt fólk. Dansstað- ir eru litið opnir, nema þá helzt á annan i páskum, og þá eru flestir farnir að tinast heim aft- ur, og yfirleitt er heldur fá- mennt á götum og torgum. Og hvað er þá heilnæmara og hollara en að bregða sér út fyrir ryk borgarinnar, eitthvað út i tært loftið og sveitasæluna með skiði og allan tilheyrandi útbún- að. Annars er útbúnaðurinn ekk- ert nauðsynlegur. Sumir láta sér nægja það allra helzta og skemmta sér ekkert siður. Útbúnaðurinn kostar lika skild- inginn, en hann er óneitanlega oft mjög glæsilegur. Þeir virðast lika vera margir sem ætla að skreppa á skiði um hátiðarnar. Að minnsta kosti er búizt við þvi á helztu skiða- stöðum landsins og undirbún- ingur miðaður við það. Mest verður liklegast um að vera á Akureyri, tsafirði og Siglufirði, en fjölmennt verður að öllum likindum i Bláfjöllum og i Skálafelli. Við hér á Innsiðu höfðum samband við Þóri Jónsson for- mann Skiðasambands Islands og fengum hjá honum upplýs- ingar um helztu áformin um páskana hjá skiðafólkinu, og einnig höfðum við samband við Akureyri, tsafjörð og Siglufjörð. Þórir tjáði okkur, að i Blá- fjöllum og i Skálafelli yrði ekki um að ræða nein sérstök skiða- mót. Þar ætti þó að geta verið ágætasta færi, en i Skálafelli er venjuleg kennsla og einnig i Bláfjöllunum. Dvalið er i Skála- felli og farið i dagsferðir i Blá- fjöll. Þess skal lika getið að i Blá- fjöllum verður trimmganga fyrir almenning á vegum Skiða- félags Reykjavikur i samráði við trimmnefnd ISl. Þar verður genginn 3—5 kilómetra hringur og einhver viðurkenning verður veitt að lokum. Mót verða haldin á ýmsum stöðum, en stærstu mótin eru á Siglufirði og tsafirði. Á öðrum stööum eru smærri mót, svo sem héraðsmót, t.d. á Seyðis- firði og annars staðar. Þórir tjáði okkur einnig, að hinn ágætasti snjór væri á flest- Mikið um að vera á Akureyri, Isafirði og Siglufirði um þeim stöðum, þar sem búast má við a'ð mest verði um skiða- fólk. „Jú, hér er undirbúningur i fullum gangi. Ég er nú hræddur um það", sagðiOddurPétursson á tsafirði, þegar við höfðum samband við hann um skiða- málin, en hann var þar manna fremstur i flokki. Skiðafólkið notar ser svo sannarlega tækifærið um pásk- ana og bregður sér út fyrir bæ- inn. Einna fjölmennast virðist ætla að verða á Akureyri, isa- l'irði og Siglufirði, en liklega verður allfjölmennt í Bláfjöll- um og Skálafelli lika. ,,Við höldum unglingamót hérna, þar er um að ræða ald- ursflokkana 13—14ára og 15—16 ára. Þetta er unglingalandsmót á skiðum, og hingað koma kepp- endur frá Reykjavik, Húsavik, Siglufirði og af flestum, ef ekki öllum skiðastöðum landsins. Samtals verða hér 120—130 keppendur". „Jú, við búumst við að hér verði fjölmennt um páskana. Gullfoss kemur hingað á skir- dagsmorgun með um það bil 200 farþega, og svo skilst mér að það sé heilmikið af fólki sem kemur hingað flugleiðis. Eg held það skipti hundruðum sem þegar er búið að panta far með flugvélum”. „Þetta er 38. skiðavikan hér á Isafirði, og þessa viku er alitaf mjög fjölmennt hér. Það má sjá mikinn mun á fólksfjöldanum hérna á Isafirði og bærinn breytir um svip. Mikið er um skemmtanir og annað slikt, skiðalyftur i gangl og þar fram eftir götunum”. „Veðurútlit held ég að sé nokkuð gott. Að minnsta kosti er hér góður snjór og alveg feyki- nóg af honum". En bregðum okkur nú yfir til höfuðborgar Norðurlands, Akureyrar, og látum okkur sjá hvað þeir hafa um skiðaiþrótt- ina að segja. „Hér verður ekki um að ræða nein stór skiðamót", sagði Her- mann Sigtryggsson hjá Skiða- ráði Akureyrar, þegar við höfð- um samband við hann. „En hins vegar er hér alltaf sami undir- búningurinn i sambandi við hinn almenna skiðamann. Þeir eru alltaf margir, en aftur á móti hefur verið minni aðsókn hingað i ár, en undanfarin ár". „Hvað veldur, þori ég ekki um að segja, en ég gæti gizkað á að meira væri um snjó á landinu i heild, og fólk kysi þá heldur að halda sig heima i héruðum og fara þar á skiði". „Um páskana verða hér möt fyrir börn, unglinga og fullorðna og svo verður hér skiðakennsla eins og tiðkazt hefur i allan vet- ur". „Um páskana hefur yfirleitt alltaf verið fullt á hótelunum. Fólk kemur hvaðanæva að af landinu, en einn fjölmennastir held ég að séu gamlir Akureyr- ingar, sem nú eru búsettir ein- hvers staðar annars staðar. Þeir koma hingað um páska og hátiðar og gista þá hjá fjöl- skyldum sinum eða kunningj- um. En það er vist óhætt að segja, að um páskana á sér stað gjörbreyting á bæjarlifinu hérna”. — Hvað um veðurútlit? „Ég þori ekki að segja um veðrið um páskana, en hér hefur verið gott veður undanfarið. Að visu er nokkuð þungbúið i dag og hálfgerð rigning, en snjórinn er nægur, og hann hverfur ekki héðan af fyrir páska. Lyftur eru i fullum gangi og snjór skilst mér að sé nægur alls staðar”. A Siglufirði fer fram Skiða- mót Islands, og var það sett i gærdag klukkan þrjú. „Hér hefur verið geysimikill undirbúningur", $agði okkur Kári Eðvaldsson á Siglufirði, þegar við höfðum samband Gullfoss leggur úr liöfn á vegum Kimskipafélagsins til ísafjarð- ar i kvöld. Undirbiiningur var i fullum gangi i gærdag og verift var meftal annars aft bera mjólk og vistir um borft. þangað. „Hér fara fram göngur, stökkkeppni, stórsvig karla og kvenna, 3x10 kilómetra boð- ganga og fleira og fleira”. ,,A föstudag sitja menn skiða- þing Skiðasambands Islands, sem fram fer um leið og skiða- mótið. A laugardag verður svo til dæmis svig karla og kvenna, 30 kilömetra ganga o.fl. Þá um kvöldið verður einnig verð- launaafhending og mótslit”. „Skemmtanir eru hér i bæn- um alla daga, dansað verður hvenær sem leyfi er fyrir hendi, og stundum i tveimur húsum. Karlakórinn Visir skemmtir til að mynda og hljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveit Islands eru með prógramm, svo að eitt- hvað sé nefnt". „Aðfaranótt mánudagsins verður svo haldinn lokadans- leikur. Hann hefst klukkan 12 á miðnætti og stendur til kl. 4. Slikir dansleikir held ég að tiðk- ist ekki nema hér á Siglufirði og svo á ísafirði". „Samgöngur eru hér með bezta móti, sannkallað sumar- færi. Flugfélagið Vængir og Flugfélag tslands munu sjá um ferðir hingað á hverjum degi, en aðkomufólk er þegar farið að koma i bæinn. Gott útlit er með veður, vorveður segir veður- stofan, og snjór er nógu mikill til þess að hægl sé að halda skiðalandsmót. Nú, ekki sakar svo að peningalyktina leggur yfir bæinn, þvi hér er verið að bræða i sildarverksmiðjunum ! ” —E A Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? irmraMIi ITTSTuT |BB ■ IM !■ 1 »■ Veggfóður Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene ásamt fjölda annarra gerða. UTAVER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.