Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 18.04.1973, Blaðsíða 10
10 Vísir. Miðvikudagur 18. april 1973. DAGURINN KEMUR Hátiöum kirkjunnar má likja við engla, sem stiga niður frá himni til jarðarinnar með boð- skap frá Guði. Snautt væri lifið án þeirra. Gleymum þvi ekki aö þakka þær og fagna yfir gjöfum þeirra. Elzt af þessum hátiöum eru páskarnir, frumhátiö kristninn- ar. Aður en kristnin var til héldu Gyðingar páska, og úr hebresku er nafniö komið og þýðir eigin- lega framhjáganga. Liggur þeirri hátiö til grundvallar lausn ísraelsmanna undan oki Egypta. En orðið sjálft á rætur að rekja til þess, er fárengillinn fór um landiö,'grandaði frum- burðum Egypta, en fór fram hjá bústöðum Israelsmanna sjálfra fyrir Guðs vernd. — Þó aö þetta væri mikill og undursamlegur atburður liggur annar stærri, heimssögulegrar þýðingar aö baki páskum kristinna manna. Þá reis Jesús upp af sinni gröf, i dýrð frá dauða. Það má segja að þessi atburður hafi borgiö kristindóminum. An upprisunnar hefði tilveru hans verið lokiö meö skelfingum föstudagsins langa, þegar þeir, sem stóðu Jesú næst, höfðu enga von, og voru aumkunarverðast- ir allra manna. Það er þvi ekki aö ófyrirsynju, aö páskarnir hafa veriö kallaöir sigurhátið, og kristnir menn fagnað og sungið frelsisljóð, við minning- una um Jesúm upprisinn og dýrölegan. Enn viljum vér taka undir með skáidinu og syngja: Sigurhátlð sæl og bliö ljómar nú og gleði gefur, Guðs son dauðann sigraö hefur... Nú berast fagnaðarorðin frá þjóð til þjóðar, frá landi til lands: Kristur er upprisinn.Það er skammur spölur frá Golgata til grafarinnar, þar sem Jesús var lagður og reis upp. Og þa8 er skammur timi frá föstudeg- inum langa til páskamorguns. Og þó birtast oss þarna tveir gjörólikir heimar. A föstudag- inn langa er eins og makt myrkursins sé algjör og hún hrósi endanlegum sigri. En páskamorgunninn rennur upp, ljósið flæðir yfir, myrkrið hefur lagt á flótta, broddur dauðans er brotinn, lffiö lifir fyrir Guðs kraft. — Upprisa Jesú gaf læri- sveinum hans nýjan dug og kjark til þess að hefja sókn og berjast fyrir Drottin sinn, i heimi, sem var þeim fjandsam- legur. Þeir vissu nú, að hann lifði og barðist meö þeim. Upp- risa hans var þeim sigurlagiö, sem þeir gengu undir út i heim- inn i baráttu við ill öfl. Hún var vonin, sem lýsti þeim i hættum og dauða. Eða öllu heldur vissa. Þeir höföu fengið aö sjá Jesúm upprisinn, jafnvel tala viö hann, þreifa á honum. Fleiri vitna þurfti ekki við. I eldmóöi sannfæringarinnar héldu þeir land úr landi og predikuðu um Jesúm krossfestan og uppris- inn. Þeir lögðu undir sig lönd, borgir og þjóðir, þó að heiðnum þjóðum væri predikun þeirra ýmist hneyksli eða heimska, til að byrja með. Þó að eldmóður frumherj- anna hafi dofnaö, er enn haldið af staö sömu erinda. Krossinn, upprisusigurinn, er boðaður meöal heiðinna þjóöa. Enn fjölgar þeim ár frá ári, er taka undir sigursöng páskanna og eignast hina lifandi von fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Boðskapurinn um upprisu Krists er kóróna fagnaðarerind- isins, boðskapur um þann Guð, sem Jesús opinberaði og þjón- aði. Hann er Guð sköpunar og lifs. Hann sigrar hið illa og frelsar frá dauða. Ef vér nem- um boðskapinn um upprisuna burtu, hvar erum vér þá stödd meö það, er Jesús kenndi oss með oröum sinum og lifi? — Þegar makt myrkranna var mest og hún safnaöi sarnan kröftum sinum til að brjóta á bak aftur sendiboða Guðs, þá opnaði guðlegur máttur gröfina, er menn höfðu lagt hann i, og andi hans birtist vantrúðum sigri hrósandi. — Menn geta ei grafiö Krist til lengdar, þvi að með honum og málefni hans i heiminum er Guðs eilifi máttur. I hvert sinn, er svo virðist að málefni hans hafi tapað, og neikvæðu öflin séu að vinna tafl- ið, þá ris lif hans aftur upp af gröfinni, og vinnur nýjan sigur. Það er trúin á þetta undur, sem vér þurfum viö. Sú trú, sem boöskapur upprisunnar vill vekja I oss, er ekki aðeins trú á undursamlegan atburð endur fyrir löngu, heldur trú á Guð sannleikans, réttlætisins og. kærleikans, sem kom fram i lifi Jesú og reisti hann upp frá dauða og gröf, er makt myrkursins var mest. Boðskapur kristindómsins hefur ekki aö ófyrirsynju verið kallaöur evangelium, sem er út- lagt fagnaðarboðskapur. Einn snarasti þáttur hans er sá, að maðurinn lifi þótt hann deyi. Þetta er fyrirheitið dýrlega, er byggir á oröum Jesú, sem vér könnumst öll við, og hefur verið ótæmandi fagnaðarlind kristn- um mönnum öld af öld. ,,Ég lifi og þér munuð lifa”. Ég er upprisan og lifið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Enginn veit, hve mikla birtu og fögnuð þessi orð og fyrirheit hafa fært mönnunum. Skilningi manna er það ofvaxið, aö sá, sem dáinn er skuli lifa iklæddur nýjum likama i öðrum heimi. Hér þarf trúna til. t þessu sambandi kemur mér i hug saga um einn mesta visindamann heimsins, sem var um leið innilega trúaður, kristinn maður. — Til eðlis- fræðingsins mikla, Isaks Newt- ons, kom einu sinni efagjarn maöur og spurði hann: „Hvernig má það ske, að duft dáins manns, sem jafnvel veður og vindar hafa dreift, skuli i upprisunni safnast saman i nýjan bústað fyrir sálina?” Eðlisfræðingurinn þagði um stund, hræröi saman svarfögn- um og mold og spuröi siöan: ,,Hver getur safnaö saman þessum örsmáu járnögnum?” Sá, er spurður var, gat engu svarað. Þá tók eðlisfræðingur- inn sjálfur segul, hélt honum yf- ir blöndunni, og allar járnagn- irnar runnu saman. Með alvar- legri röddu sagði þá gamli meistarinn: „Mundi ekki sá, sem gæddi dautt járnið þessum krafti, megna það sem meira er, þegar vorar ódauðlegu sálir eitt sinn skulu iklæðast dýröar- likama?” Skyldi þvi ekki þannig fariö, þegar um þýðingu upprisu Krists fyrir oss og lif vort er aö ræða, að vér nemum staðar viö þá staðreynd, að vér eigum eitt sinn að deyja, og aö upprisa hans veitir oss vonum þaö, að Guð muni vekja oss upp til nýs lifs. Upprisa Jesú gefur oss sjálfum lifandi von i dauðan- um, lifandi von fyrir ástvini vora, sem dauðinn tekur frá oss j Fyrir hana er oss veitt hugrekki og móöur til að horfa fram og eygja vitt land og fagurt. En þetta er ekki hið eina gildi, Páskahugvekja eftir sr. Sigurjón Guðjónsson fyrrv. prófast í Saurbœ sem upprisan hefur fyrir oss, þó að það sé sjálfsagt mest. Fyrir postula og frumherja kristin- dómsins hafði hún tilgang og þýðingu einnig fyrir lifið hér. Hún var grundvöllur að nýju og betra lifi hér i timanum, benti manninum til nánara samfélags við Guð og aukinnar þjónustu við vilja hans. — Að þeirra dómi átti hún aö verða hverjum kristnum manni hvöt til þess aö deyja frá þvi gamla og fánýta og risa upp til nýs og fyllra lifs, meðan hann væri enn hér á veg- inum, á leiðinni yfir brúna. -- I sjálfu sér er hver morgunn páskamorgunn og ber mynd upprisunnar i sér. Svefninn er bróðir dauðans. Þegar vér vöknum endurnærð og orku- hlaðin af svefni vorum, þá er það smækkuö mynd af þvi er vér vöknum upp af svefni dauð- ans á páskamorgninum mikla. Aö risa upp af svefni er skylt þvi að risa upp frá dauðum. Timinn steöjar áfram. Jafn- vel lengsti dagur liöur að kvöldi, og ævidagurinn rennur á enda. En „sjá ljós er þar yfir er lagður var nár!” Dauði, gröf og nótt eiga ekki siöasta oröiö. — Á leg- steini einum sá ég þessa fögru áletrun: Dagurinn kemur.Dagur eilifs lifs skal eitt sinn renna upp yfir oss, upprisunnar bjarti vor- morgunn mun ljóma. Og vér sem höfum hvilt i gröfinni, sem oss stóð eitt sinn geigur af, eig- um að ganga móti ljósinu, við Höfundur páskahugvekj- unnar á Kirkjusiöu Vísis I ár er sr. Sigurjón Guöjónsson fyrrum prófastur aö Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann er Rangæingur aö ætt f. 16.9. 1901, iauk stúdentsprófi 1925 og varö kandidat i guöfræöi 4 árum siöar og gekk I þjónustu kirkjunnar er hann vigðist aö- stoðarprestur sr. Einars Thor- lacius I Saurbæ 14. júni 1931. Þar var hann prestur I 35 ár, þar af prófastur Borgfiröinga I 20 ár. Eins og sjá má i prestatali o.v. hefur sr. Sigurjón haft æriö aö starfa á sviöi menn- ingar.og féiagsmáia bæöi inn- an kirkju og utan. Yröi þaö of langt mál aö rekja öll þau störf I nefndum, ráöum og félagastjórnum, sem hann hefur innt af hendi, og sýna bezt hve mikils trausts og trúnaöar sr. Sigurjón hefur notiö meöal samtiöarmanna sinna. A bókmenntasviöinu er sr. Sigurjón kunnastur fyrir sálma sina. En sex sálmar eru eftir hann I nýju sálmabók- inni. Kona sr. Sigurjóns er Guö- rún Þórarinsdóttir listmálara I Rvik., Þoriákssonar. kall hans, sem er upprisan og lifið. — Engill hans hefur velt frá steininum sem er tákn sorg- ar og dauða. Staöreynd lifsins blasir við i mynd engilsins, er segir: Óttizt eigi. Leiðin er opin, Steininum er velt frá, hann fær engu lokað. Sorgarleikur föstudagsins langa og gleðiboðskapur páskp- morgunsins haldast i hendur. Dauði Jesú felur i sér upprisu hans. An kraftar Guðs, er varð opinber i henni, hefði kristin- dómurinn verið stöðvaður. — Hannlifir —hann lifir, sem lagður var nár. — Þetta er sigurlagiö, fagnaðarsöngurinn, er vér syngjum á páskunum. Það er sigurlagiö, er fylgir oss út yfir gröf og dauða. Og ekkert er þessu meira og dýrlegra mannlegri þrá, er haldin er af lifsvilja og von um fyllingu æðstu drauma sinna og vona, er náðu svo litt að rætast i þessum ófullkomna og forgengilega heimi. Fyrir fárum öldum vissi eng- inn, hvað var öðrum megin við suðurodda Afriku. Allir sjófar- enduróttuðusthann. Þar virtust ávallt æða miklir stormar og mörg skip fórust viö sker hans og brimgarða. Hann var lika kallaöur Stormahöfði. En um 1500 sigldi frægur landkönnuöur fram hjá höföanum og flutti þær fréttir, að handan hans væri mikið, kyrrt haf — sjóleiðin til Indlands fögru stranda. Nafninu var breytt, og höfðinn kallaður Góðrar-vonar-höföi. Aður en Kristur reis upp frá dauðum, haföi dauðinn verið Stormahöfði, þar sem vonir mannanna bar á sker óg þær tortimdust. Enginn vissi hvað bjó aö baki. Og nú, I ljósi pásk- anna, hefur dauðinn orðið „góðrar-vonar-höföi” fyrir alla þá, sem trúa á Krist. Bak við dauöans dyr eygir hver kristinn maður friðarhöfn, blámóöu eða ljóma vafða. Ósýnilegum, eilifum Guöi séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Á hann i trúnni horfi ég, og himneskt ljós i myrkri skin, meö honum geng ég grafarveg sem götu lifsins heim til þin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.