Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 14. mai 1973 3 Grímsá 7.2 milljónir á ári Stangveiðifélagið leigir útlendingum daga i annarri laxá, sem það leigir, þ.e. Grimsá í Borgarfirði. Þar fara 60 stangveiðivikur til útlend- inga, en 70 stangveiðivikur fara til innlendra veiðimanna. Dagurinn i Grimsá kostar 1575 dollara fyrir útlendinga með alveg sambærilegum kjörum og gilda i Norðurá. — Verðið fyrir Islendinga er hins vegar i 4-8.000 krónur. Félagið leigir Grimsá fyrir 6.2 milljónir króna, auk þess sem 1 milljón i afskriftum af veiði- húsi, sem félagiö á i smiðum við ána, gengur til bændanna. Heildarverðið er þvi 7.2 milljón- ir. Ekki allir ríkir Töluverðar sögur hafa gengið um ævintýraleg aðæfi erlendu laxveiðimannanna. Slikarsögur eru auðskildar á Islandi, þar sem mikill hluti veiðimanna stefnir að þvi að veiða fyrir a.m.k. veiðileyfinu, og þar sem menn ganga jafnvel svo langt, að þeir láta færa sér kaffið út i ána. Asgeir sagði Visi, að er- lendu veiðimennirnir væru alls ekki allir milljónamæringar, þó að þeir teídust allir veí efnaðir, a.m.k. ef miðað er við Island. Þarna eru á meðal margir eftirlaunamenn, sagði Ásgeir. Aörar ár hjá Stang- veiðifélaginu Stangveiðifélagið hefur all- margar aðrar ár á leigu, en þær eru eingöngu leigðar lands- mönnum. — I Elliðaánum kostar hálfur dagur 2.800 kr.,i Leirvogsá kostar stöngin 2.800.- 4.500 kr., Gljúfurá 3.000.-6.400 kr.,Breiðdalsá 1000 kr. og Stóru- Laxá 1.400 kr. — Það má því sjá, að enn er hægt að komast i lax fyrir nokkuð skikkanlegan pris, þó að ljóst sé, að veiðivonin er oftast að sama skapi minni, sem verðið er minna. — Unnt er raunar að fá enn ódýrari ár hjá félaginu. 1 sumar veröa i fyrsta skiptið leigðir út dagar á vatna svæði Lagarfljóts fyrir austan. Eins og sagt hefur verið frá hér i Visi, leigir Stangaveiðifélagið allt vatnasvæði Lagarfljóts þ.e. bæði Lagarfljótið sjálft og þver- ár þess. Rafmagnsvéiturnar hafa heitið þvi, að laxastiginn i fossinum, þar sem nú er unnið að virkjun, verði kominn i gagn- ið i sumar, og þvi er dálitil veiðivon þar eystra. Þeir sem ekki vilja fara eins langt, geta rennt fyrir silung i Brúará og Hólsá, sem rennur i Brúará. Þar kostar dagurinn aðeins 500 kr. Innifalið i verðinu eru m.a. afnot af ágætu veiðihúsi. — VJ þó ekki eiga að verða nema milljón isl. krónur. Nú reiknast mér til að ef allir peningarnir seljist á 1500 krónur, þá komi 7.5 milljónir i sjóð Nyborgs hins danska, minus sölu- laun einhver og auglýsinga- kostnaður, sem er þó litill, þvi hann lætur dagblöðin auglýsa sig ókeypis. Vart getur Nyborg haft minna en 1.5 til 2 milljónir út úr þessum eina peningi, en kemur Grænlandspeningi að auk i umferð á markað hér. 1 sjálfu sér hef ég ekkert á móti þvi að menn hagnist á fyrirtækjum sinum. Hitt finnst mér öllu lélegra, þegar neyð fólksins i Eyjum virðist svo augljóslega notuð til að næla sér i peninga. Það lýsir kannski bezt auglýsingamennskunni að forstjóri Flugfélags Islands, Hollywoodleikarinn Bing Crosby og aðrir slikir fengu að gjöf silfurpening,- en minjasaffl Vest- mannaeyja fékk að sjálfsögðu ekki slikan pening. Góðu blaðamenn, leggið ekki i vana ykkar að gleypa hrátt allt, sem ykkur er sagt. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra”. GOSIÐ LIGGUR AÐ MESTU NIÐRI - lét þó aðeins ó sér krœla í nótt Gosið i Eyjum lá að mestu niðri um helgina. t nótt virtist þó koma að- eins meiri hreyfing á það, en i morgun lá það niðri aftur. Gufubólstra hefur lagt frá gign- um en litið hefur heyrzt i honum. Engir eldstrókar hafa sézt, en öðru hverju koma öskuhrinur frá honum. Gosið hefur þvi augsýni- lega minnkað mikiö frá þvi sem það var, og tæpast er hægt að segja að gjósi, þó að reyk leggi frá gignum. Eyjaskeggjar eru bjartsýnir á að endalok gossins nálgist, en talsvert hraunrennsli virðist þó vera ennþá. Töluvert hraun renn- ur til suðausturs og eitthvað renn- ur einnig til austurs, þó öllu minna. Um miðjan dag i gær virtist þó hraunrennslið eitthvað minnka, en jókst svo er liða fór á. Kjarnabor frá Jaröborunum rikisins er nú kominn til Eyja. Ætlunin er að bora niður i hraunið til þess að kanna hversu mikið og langt hefur náðst að kæla það. I gærkvöldi var hafizt handa við að bora aðeins niður i hraunið, en enga niðurstööu var þó að fá svo fljótt. Mikill mannfjöldi kom til Eyja um helgina en fór fljótt aftur. Að minnsta kosti 200 manns skoðuðu gosið. — EA Maímánuður talsvert undir meðallagi —en von um hlýindi á nœstunni Þvi er ekki að neita, að maimánuður, eða það sem af honum er, hefur verið allkaldur. Að þvi er veöurfræðingar tjáðu okkur i morgun er hann talsvert undir meðallagi þó að þeim væri ekki enn kunnar tölur þar um. Þó að veður sé milt og gott á landinu i dag, þá var þvi ekki að heilsa um helgina. A laugardag var haustlegt um að litast. Þá var allhvöss norðanátt og snjókoma fyrir norðan. 8-9 vindstig voru sums staðar á landinu, og á Blldudal var dansleik frestað vegna veðurs. 1 gær gekk veður þó niður og bjart var viðast hvar. Von eru um hlýindi á landinu, að þvi er veður- fræðingar sögðu, að minnsta kosti er lægð við Suður-Grænland og stefnir i átt hingað. Af henni stafa hlýindi, — hversu lengi sem þaö kann þó að vara. I dag er hægviðri um allt land, vestan gola á Suðvesturlandi og Vilja klœða utan Vestmannaeyjahúsin — kynna sœnska utanhúsklœðningu ú heimilissýningunni „Við höfum tröllatrú á þessari utanhússkiæðningu og það er að fenginni reynslu síöustu fimm ára,” sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Andra h.f. og handlék hamarinn sinn fagmann- lega. Haraldur var að klæða utan sumarhús, sem á að vera til sýnis á heimilissýningunni. „Þessi vatnsþétta og óeldfima veggklæðning er að visu viða gagnleg, en trúlega er hennar hvergi meiri þörf en einmitt i Eyjum núna, þar sem húsin eru bókstaflega soðin og sprungu- myndanir i útveggjum,” hélt Haraldur áfram. Og hann skýrir frá þvi, að fulltrúar framleiðendanna sænsku séu einmitt staddir hér á landi þessa dagana til þess að ræða um afslátt, sem veita mætti þeim Vestmanneyingum, sem klæða vilja hús sin með umræddri plastklæðningu. Enn er ekki af- ráðið hversu mikill sá afslátttur kunni að verða. Að þvi er einn Svlanna tjáði blaðamanni VIsis, selur verk- smiðjan mest til Noregs af fram- leiðslu sinni, ef frá er talin salan á sænskum markaði. Helzt er gripið til þessarar klæðningar, þegar hressa þarf upp á gömul hús sem eru farin að gefa sig i baráttunni gegn veðrum og vindum. Klæðning utan á eitt einbýlishús venjulegrar stærðar vegur tæplega hálft tonn, Plöturnar eru ekki þyngri en það. Verðið er svo 840 krónur á fermetrann. „Kannski dýrt i dag, en ódýrt á morgun,” sagði Haraldur. Hann sagði, að fyrsta húsið hafi verið klætt á þennan hátt árið 1967 eða strax þrem árum eftir að framleiðslan hófst i Sviþjóð. Siðan hafi verið beðið I þrjú ár og fylgztmeð þvi hvernig klæðningin stæði sig. Sala hafi svo byrjað að ráði I fyrra, en þá seldi Andri h.f. klæðningu utan á um 150 hús. -ÞJM. Unniö að þvl að klæða utan húsið, sem Andri hf. sýnir á heimilis- sýningunni, sem hefst I næstu viku. Haraldur Haraldsson framkvstj. fylgist með nokkrum umboðsmönnum sinum utan af landi spreyta sig á kiæðningunni — nokkuö sem hver húseigandi á að vera einfær um.... smáskúrir. Hiti er 4-5 sitg. Fyrir snjó-eða slydduél. A Raufarhöfn norðan andar þó af hafi og þar er var 3ja stiga frost i morgun.-EA. MIKIL AUKNING HJA FLUGFÉLAGINU Millilandaflugið iókst um 20.4% i vetur. Jú, útlitið fyrir sumarið hjá okkui' cr ákaflega ánægjulegt. Bókanir miðaðar viö 1. mai núna voru 16.1% flciri cn á-sama tima i fyrra, sem er mjög heilbrigður vöxtur, jafnvel I cfri kantinum, sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fuiltrúi Flugfélags tslands, þegar V'isir forvitnaðist um það hjá honum, hvernig útlit fyrir sumarið væri. Bókanir segja að sjálfsögðu ekki allt um raunverulega aukn- ingu farþegaflutninga i sumar. En þær gefa visbendingu um það, hvert stefnir. Aukningin gæti þess vegna orðið meiri, sagði Sveinn. — Aukningin á bókunum er sér- staklega á Norðurlandaleiðunum og þá ekki hvað sizt á Færeyja- leiðinni, þó að hún vegi auðvitað ekki svo ýkjaþungt. I vetur reyndist aukningin vera enn meiri en bókanir gefa i skyn að hún verði i sumar. I milli- landaflugi félagsins varð aukningin hvorki meiri né minni en 20.4% á timabilinu nóvember til april. Mest varð aukningin á Norðurlandaleiðum. — VJ ,Sparnaður'eða kœruleysi? Ilvort sem það er af sparnaðar- ástæðum cða hreinu og kláru kæruleysi, þá brjóta ökumenn mjög mikið regluna um stöðvunarskyldu á gatnamótum Suðurlandsvegar og Þorláks- hafnarvegar við Ilveragerði. Við látum okkur detta sparnað I hug vegna þess, að sekt við brotinu i Arnessýslu er ckki nema 1000 krónur, en hér i Reykjavík 2 til 4000 krónur. Lögreglan á Selfossi sagði, að þetta væri mjög alvar- legt mál, ef ekki tækist að stemma stigu við þessu. Stövðunarskylda heföi verið ákveðin þarna vegna margra og alvarlegra umferðaslysa, en það væri verr farið en heima sctið, ef ökumenn færu ekki almennt eftir þessum reglum. —ÓG tizkuverzlun ungu konunnar Kirkjuhvoli Sími 12114 Margar gerðir og litir Á morgun ný sending af dönskum prjónakjólum, stuttum og síðum omi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.