Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 4
4 Vísir. Mánudagur 14. mai 1973 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MOR KAPPASKÓH ineft ökklabandi — gerð 551. Koinnir altur. Nr. 21-38. verð 880 kr. Kauðir'og bláir með skrautból- um og livitum sóluin. PÓSTENOUM SAMDÆGURS DOMUS MEDICA, TEgilsgötu 3 pósthóK 5060. Simi 18519. við staur Franskur skattrannsóknar- maður fannst bundinn viö ljósa- staur á aðaltorginu i Toulouse i Frakklandi i miðri siðustu viku. Hann hafði verið tekinn til fanga af félögum úr CID-Unati, en hver og ein þeirra hafði hött yfir höfði sér, svo að skattamað- urinn gæti ekki borið kennsl á þá til að segja til þeirra. CID-UNATI eru samtök smá- kaupmanna og þeirra, sem vinna við eigin smáfyrirtæki, en þessi samtök berjast gegn hækkandi sköttum. Eftir að hafa tekið skatt- rannsóknarmanninn, vöfðu mannræningjarnir hann í hvítan dúk, sem á var stimplað merki samtakanna, hengdu skilti um hálsinn á honum og bundu hann við ljósastaurinn. Á skiltinu stóð: „Þrem klukkustundum eftir skattrannsókn framdi einn verzlunareigandi sjálfs- morð.” Ekkert benti til þess, að skattrannsóknarmaöurinn þessi hefði verið viðriðinn sjálfsmorðið, sem menn telja, að um sé að ræða. „Gerði aldrei neina skýrslu" — segir John Dean, fyrrum ráðunautur Nixons forseta Einn úr ráðgjafahópi Nixons Bandaríkjaforseta, John Dean, fyrrum lög- fræðilegur ráðunautur hans, varaldrei beðinn um að gera neina skýrslu um Watergatenjósnirnar. I viðtali við vikublaðið „News- week” segist Dean hafa orðið ekki litið hverft við, þegar hann heyrði á sinum tima forsetann lýsa þvi yfir i sjónvarpsræðu, að skýrsla frá Dean sýndi, að eng- inn ráðgjafanna i Hvita húsinu væri viðriðinn málið. — Timaritið „Time” birti um helgina svipuð ummæli eftir Dean. I þessu siðasta tölublaði „Newsweek” heldur Dean enn fast viö fyrri ummæli sin um, að Richard Nixon forseti hafi óskað honum til hamingju meö velunnið starf. Og segist Dean hafa skilið það þannig, að forsetanum væri vel kunnugt um tilraunir, sem gerðar höfðu verið til þess að hilma yfir þætti starfsmanna Hvita hússins. Dean,sem var sá eini, er sagt var upp störfum i Hvita húsinu, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið staddur á hóteli i San Clemente i Kaliforniu þegar for- setinn hélt sjónvarpsræðuna, þar sem hann neitaði að starfsmenn hans ættu nokkra hlutdeild i Watergatenjósnunum. „Ég hafði ekki haft neitt sam- band við forsetann, meðan ég var i San Clemente. — Ég var einmitt á leiðinni út úr herberginu, þegar forsetinn byrjaði ræðu sina, og þarna stóð hann og fullvissaði bandarisku þjóðina um niður- stöðu skýrslu, sem ekki var til”, hefur „Newsweek” eftir Dean. Bundinn Bridgestone í fararbroddi ár eftir ár Þú getur treyst Bridgestone NÚ ER RÉTTI TÍAAINN til að skipta frá Bridgestone-snjódekkjum yfir á Bridgestone-sumardekk Laugavegi 178 * Sími 86-700 Umboðsmenn um allt land

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.