Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 14. mai 1973 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ,y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Slmi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakiö. Blaöaprent hf. Lífsfylling eða lifsfirring Allsnægtaþjóðfélaginu á íslandi fylgja marg- visleg vandamál, að ýmsu leyti svipuð þeim, sem hrjá nágrannaþjóðir okkar. Það hefur ekki reynzt nægilegt að efla hagvöxtinn sem mest og efla félagslegt öryggi sem mest. Þessi atriði hafa flutt velmegun inn á allan þorra heimila hér á landi. En samt rikir viss tómleiki meðal margra, eins konar skortur á lifsfyllingu. Einstaklingurinn er smærri og vanmáttugri en hann var áður. Mátturinn og dýrðin hefur færzt i hendur ópersónulegra bákna, hér á landi til rikisvaldsins. Lýðræðið er orðið meira forms- atriði með minna innihaldi. Frumkvæðið er komið i hendur embættismanna og sérfræðinga, sem skipuleggja og áætla i grið og erg. Valdið hefur þjappazt saman i hinu ópersónulega rikis- bákni. Þessi þróun er alls ekki óhjákvæmileg. Það er hægt að mæta nútimanum og framtiðinni á annan hátt en að þenja út rikisvaldið og þrautskipu- leggja einstaklingana. Það er ekki nauðsynlegt að gera fólk að ósjálfstæðum en kröfuhörðum lýð, sem rikisvaldið útvegar brauð og leiki. Að visu eru að verki i þróuninni öfl, sem geta leitt til lifsfirringar fólks. Tækniþróunin er ör og byggir umhverfis manninn vélrænt og tilbúið umhverfi. Hún leiðir fram þá tilfinningu margra, að þeir séu aðeins tannhjól i stórri vél. En tækniþróunin er hverjum einstaklingi lika ögrun til aukins sjálfstæðis. Hún er i sifellu að skapa nýjar og nýjar aðstæður i fellibyl breyting- anna. Hún hvetur menn til að hafa opinn huga, framtak og frumkvæði til að mæta sinýjum að- stæðum. Hér á landi hafa breytingarnar verið óvenju örar á aðeins tæpri öld. Þeir, sem nú lifa i hárri elli, hafa séð þjóðfélagið breyta um svip hvað eftir annað. Þessi sterka ögrun þróunarinnar hef- ur ræktað með íslendingum sterkan og sjálfstæð- an vilja og hlúð að ábyrgri einstaklingshyggju. Upp á siðkastið er samt eins og ein- staklingurinn sé að hopa undan hópsálinni, hinn frjálsi borgari undan rikisþegninum. Æ fleiri gefast upp i róti breytinganna og varpa öllum áhyggjum á herðar kerfisins, rikisbáknsins, sem útvegar brauð og leiki. Þessa þróun verður að stöðva með stjórnmála- legum aðgerðum. Stjórnmálamennirnir þurfa að taka upp ný vopn i baráttunni við lifsfirringu og önnur vandamál nútimans. Frjálshyggja og valddreifing þurfa að leysa rikisdýrkun og mið- stjórnarvald af hólmi. Umsvif og vald á að færa frá rikisvaldinu til landshlutasamtaka, sveitarfélaga, fyrirtækja, einstaklinga og samtaka þeirra. Leggja þarf niður hina fjarstýrðu skipulagshyggju Fram- kvæmdastofnunarinnar og einbeita efnahags- starfi hins opinbera fremur að sveigjanlegum efnahagsspám, einstaklingunum og samtökum þeirra til leiðbeiningar við ákvarðanir. Þetta gildir ekki aðeins um efnahagsmál, heldur einnig um félagsmái, mennta- og menningarmál, umhverfismál og önnur mál. Hvarvetna þarf frjálshyggja og valddreifing að koma i stað rikisdýrkunar og miðstjórnarvalds, lifsfylling i stað lifsfirringar. Þetta er núna mikilvægasta verkefni islenzku þjóðarinnar i stjórnmálunum. Jafnvel I þeim heimi dipló- matanna, þar sem samningar fara fram á bafc viö luktar dyr eöa i lágum hljóöum, er Gunnar Jarring þekktur undir nafninu ,,sænski sphinxinn”. — Eöa Ifka „maöurinn, sem kastar ekki skugga”. Þessi sextiu og sjö ára gamli diplómat, sem alla daga hefur veriö frábitinn öllu umtali, má á næstunni eiga von á þvi að verða á forslöum fréttablaða um allan heim, þegar friðarumleitanir hans i Austurlöndum nær komast á lokastig. Oryggisráðið vill, aö hann verði til staðar, þegar deila Araba og Gyöinga verður tekin fyrir á fundum þess núna á næstunni. Það gæti þýtt að þetta stærsta verkefni hans væri nú á enda. Fundir öryggisráðsins um þetta mál munu hefjast núna um mánaðamótin mai og júni, en til þeirra er kallað að beiöni utan- rikisráðherra Egyptalands, Mohammed Hassan El-Zayyat. Hann hafði látið I ljós mikil von- brigöi með, að Sameinuðu þjóðunum skuli ekki hafa tekizt Gunnar V. Jarring, sérlegur fulltrúi Sameinuöu þjóðanna í deilunni milli Araba og Gyðinga. — Jarring er annars ambassador Svfa f Moskvu. Sœnski sphinxinn // Gunnar Jarring að skera á þann hnút, sem myndazthefur í viöskiptum þjóð- anna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Eins og kom fram á blaða- mannafundi, sem Kurt Waldheim hélt í Kaupmannahöfn núna I siöustu viku á leiö sinni hingað til lands, þá hefur ráðið óskað þess af Waldheim framkvæmdastjóra S.Þ., að hann gæfi itarlega skýrslu um ástandið allt frá sex daga strlðinu 1967. Jarring var kallaður til frá störfum sínum sem ambassador Sviþjóðar I Moskvu til þesss að aðstoöa við að ganga frá skýrslunni. Jarring hefur starfaö sem sér- legur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Austurlöndum nær siöan i nóvember 1967, þegar þá verandi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, U Thant, skipaði hann til þess I kjölfar sex daga striðs Israelsmanna og Araba. öryggisráöið hafði búið til þessa stöðu „til þess að vinna að samkomulagi og liðka fyrir öllum tilraunum til þess að vinna að friðsamlegri lausn deilunnar”. Núna áður en umræðurnar hefjast, eru fulltrúar stór- veldanna ekki sérlega vongóðir um, að nein töfralausn muni finnast við fundarborðið. Aðilarnir hafa ekki virzt svo lik- legir til þess að koma til móts við hvorn annan I sáttaumleitunum. Erindi Gunnars Jarrings er kannski kunnast af „Jarring uppkastinu” frá þvi i febrúar 1971, en þaðgerði ráð fyrir þvi, að Israel og Egyptaland” skuld- Gunnar Jarring styöur hönd undir kinn og hlýðir á Abba Eban utan- rikisráðherra tsraels, og Mohammed Hassan El-Zayyat, utanrikisráð- herra Egyptalands, flytja mál landa sinna úr ræðustól á þirigi Sam- einuðu þjóöanna. bindu sig bæði jafnt” gagnvart honum. Þar I fólst um leið tillaga um, að ísrael kveddi á brott allt herlið sitt af hernumdu svæðunum og inn fyrir hin gömlu landamæri þeirra Palestinu, eins og hún var undir stjórn Breta — En ísraelsmenn höfnuðu þeirri tillögu, og frekari tilraunir Jarr- ings til að miðla málum hafa ekki borið árangur. Jarring er fæddur á bóndabýli i suðvesturhluta Sviþjóðar, og var sá eini sjö systkina, sem sendur var til framhaldsnáms i mennta- skóla. Hann varö prófessor i tyrk- nesku við háskólann i Lundi, en gekk I utanrtkisþjónustuna eftir að hafa starfað sem túlkur með sænskum herráðunautum i Ankara I seinni heimsstyrjöld- inni. Meðal annars, sem hann hefur inntaf höndum þennan tima,sem hann hefur starfaö i utanrikis- þjónustu Svia, er sex ára þjónusta sem ambossador Sviþjóðar i Washington og tvö ár sem fastafulltrúi Sviþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum. Arið 1951 sendi öryggisráðiö hann til Kashmir sem sáttasemjara i deilum Indverja og Pakistana. Hann bjó i fljótabát allan timann, meöan hann reyndi að koma á sáttum milli aðilanna, en þær til- raunir báru annars ekki árangur. Árið 1942 fékk Jarring smjör- þefinn af rússnesku fangelsi, þegar hann var tekinn fastur á landamærum Ráðstjórnar- rikjanna og Irans. En Jarring, sem talar rússnesku reip- rennandi, fékk sig lausan. Eiginkona hans, Agnes, er dóttir prófessors viö háskólann I Lundi og lauk einnig eins og maður hennar prófi i rússnesku. Þau eiga eina dóttur. Starfsfélagar Jarrings viö utanrikisráðuneyti Svia segja, að Jarring kunni þá list „að hlusta, vinna linnulaust og kerfisbundið, hafi óbrigðult minni fyrir smá- atriöi, næmt eyra fýrir málflutn- ingi þeirra, sem hann hlýðir á, þolinmæði engils og ljóstri aldrei upp leyndarmáli”. Jarring er hófsmaður I mat og drykk, en honum þykir unun að þvi að grúska i gömlum bókum. Hann á eitt bezta safn austur- lenzkra bóka i Sviþjóð. — Hann er ólatur við að skrifa vinum sinum bréf. Reglulega berast þeim löng bréf frá honum, og þeirra á meðal eru tveir sænskir trésmiðir, sem unnu við sænska sendiráðið i Teheran, þegar Jarring var ungur ritari þar. Illlllllllll UmsjónGuðmundur Pétursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.