Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 11
Ragnhildur setti ís- iandsmet ó Englandi Þaöstóöekkiá ísiands- meti, þegar Ragnhildur Pálsdóttir hóf að keppa á mótum á Englandi. Eins og við sögðum frá í vikunni fór Ragnhildur utan til námsog keppni á miðvikudag og hún keppti á fyrsta mótinu á laugar- dag. Það var í Wolver- hampton og Ragnhildur setti met í 1500 metra hlaupinu — hljóp á 4:54,6 min. Eldra íslandsmet hennar var 4:57.7 mín. sett í júni í fyrra. Hún á eftir að ná miklu betri árangri i keppni hér, sagði Ron Ward, þjálfari, eftir hlaupið, — þvi aðstæður voru slæmar, þegar hlaupið fór fram og með aukinni' keppnisreynslu verður þetta miklu léttara hjá henni. Ron Ward mun þjálfa Ragn- hildi meðan hún dvelst ytra og hannveit vel hvað hann syngur. Það var hvasst og rigningar- suddi, þegar keppt var þarna i Wolverhampton á laugardag. Keppt var i tveimur riðlum i 1500 metra hlaupinu. Ragnhildur var i riðli með Lyn Ward og skiptust þær um forustuna lengi vel. Niu kepp- endur voru i riðlinum og var lokaspretturinn mjög harður. Stúlka, sem við vitum ekki nafnið á, kom með mikinn enda- sprett og geystist framúr þeim Lyn og Ragnhildi i lokasprettin um. Hún sigraði á 4:51.7 min. en Lyn, sem Ragnhildur sigraði hér heima i viðavangshlaupun- um, varð önnur á 4:53.8 min og Ragnhildur varð fjórða á 4:54.6 min., sem er eins og áður segir Islandsmet. Árangur i hinum riðlunum var mjög svipaður. 1 gær keppti Ragnhildur svo i 800 metra hlaupi fyrir skóla sinn. Það var á móti i Solihull — i keppni skóla i Warwickshire. Ragnhildur varö i öðru sæti i hlaupinu — hljóp á 2:25.3 min. sem er talsvert frá Islandsmeti Lilju Guðmundsdóttur, ÍR, en það er 2:20.2 min. Þetta er fyrsta 800 metra hlaup Ragnhildar i ár, og hún náði þarna miklu betri tima, en i fyrsta hlaupi sinu á þessari vegalengd i fyrra. Þá hljóp hún 2:32.0 min. á svipuðum tima. Ragnhildur Pálsdóttir, sem aðeins er fimmtán ára, mun keppa á nokkrum mótum i þess- ari viku — og væntanlega mun- um við geta skýrt frá árangri hennar. HEPPNISSIGUR KR GEGN VÍKING KR-ingar hlutu tvö heppnisstig gegn Víking í Reykjavíkurmótinu, þegar liðin mættust á föstudags- kvöld á Melavellinum, KR, sem var án nokkurra af beztu leikmönnum sin- um, meðal annars Halldórs Björnssonar og Atla Þórs Héðinssonar, átti lítið í leiknum, en tókst samt að sigra 2-1. Vikingur hafði mikla yfirburði allan fyrri hálfleikinn og skall þá stundum hurð nærri hælum við markKR. Aðeins eitt mark tókst Vikingum þó að skora, Stefán Halldórsson unglingalandsliðs- maðurinn, sendi þá knöttinn i mark eftir að Eirikur Þorsteins- son hafði átt góðan skalla á mark, sem Magnús Guðmundsson gerði vel i að verja. 1 siðari hálfleiknum tókst KR að skora tvö mörk og það nægði til sigurs. Fyrst jafnaði Halldór Sigurðsson með góðum skalla eftir hornspyrnu og Baldvin Baldvinsson skoraði sigur- markið, en hann er nú byrjaður að leika með KR aftur eftir dvöl á Húsavik. mKARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA fÓLKSINS HERRAR Nýkomið: ☆ Föt með vesti ótrúlega margar efnisgerðir ☆ Stakar buxur margir litir köflótt- einlitt ☆ Gallabuxur Baggy úr upplituðu denim ☆ Baggy- buxur Flauel-burstað denim ☆ Skyrtur- einlitar köflóttar- röndóttar- munstraðar ☆ Bolir stutterma langerma ☆ Sportjakkar ☆ Leðurjakkar ☆ Stakir jakkar ☆ Bindi-slaufur ☆ Herrapeysur LAUGAVEGI20A 0G LAUGAVEGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.