Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 24
vísm Mánudagur 14. mal 1973 Stálu 15 hnífum og 2 öxum Tveir drukknir Islendingar, sem höföu veriö i heimsókn um borö í norskum fiskibát hér i höfninni aöfararnótt sunnudags- ins, voru heldur fingralangir og höföu ýmislegt af eigum skip- verja á brott meö sér þegar þeir fóru. Tóku þeir ýmsan fatnaö, 15 hnifa af misjöfnum stæröum og auk þess 2 stórar axir. Norð- mennirnir kæröu þjófnaöinn tii rannsóknarlögreglunnar, en ekki höföu þjófarnir fundizt er sföast fréttist. _ FEIGÐARMERKI A RÍKISSTJÓRNINNI Þegar Björn Jónsson er búinn aö taka sæti i ríkisstjórninni er það skýrt feigöarmerki á henni. Ekkert samráö um ráöherra- efni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var haft viö okk- ur i Reykjavíkurfélaginu. Viö i Félagi frjálslyndra I Reykjavik teljum aö Björn sé andvigur rikisstjórninni og hafi veriö þaö frá upphafi. bað er Bjarni Guðnason, alþingismaðUr, sem hefur orðið um þá ákvörðun þing- flokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna að tilnefna Björn Jónsson til að taka við ráðherradómi af Hannibal Valdimarssyni. — Björn Jóns- son hefur átt i sérstökum sam- einingarviðræðum við Gylfa Þ. Gislason og það var hann sem knúði fram gengisfellingu i desember siðast liðnum. Þar með klippti hann á trúnaðar- streng milli rikisstjórnarinnar og vinstra fólks i landinu. Enn- fremur virðist hann hafa sömu afstöðu til Haagmálsins og Hannibal eða tekur ekki beina afstöðu til málsins," sagði Bjarni. „Þess má og geta að Björn Jónsson hefur lýst þvl yfir, að rikisstjórnin hafi 8 sinnum gert tilræði við gildandi kjarasamn- inga. Hann hefur ákallað Alþýðuflokkinn til að koma til liös við sig i varnarbaráttunni gegn þessum vinnubrögðum rikisstjórnarinnar. Stjórnmálanefnd samtakanna i Reykjavik mun taka afstöðu til tilnefningar Björns. Eins og um mæli min um þetta mál bera með sér má vænta þess, að ekki verði nú mikill fögnuður með tilnefninguna." „Hver er staða þin i Félagi eða félögum frjálslyndra i Reykjavik?” „Hér i Reykjavik er aðeins eitt félag og ég er formaður þess. Lögbann var sett á klofn- ing félagsins”. „Hvað með nýjar kosning- ar?” „Eðlilegast væri að fá kosningar til að skýra linurnar. Erfitt er auðvitað aö spá i framtiðina, en óliklegt er að mikið gerist i sumar. En i haust — segir Bjarni Guðnason um það, ef Björn Jónsson tekur sœti í henni — Nýjar kosningar eðlilegar munu skella á rikisstjórnina þrjú stór mál. 1 fyrsta lagi koma efnahagsmálin til og gerð nýrra kjarasamninga. í öðru lagi eru það varnarmálin. Annað hvort verður rikisstjórnin nú að fara að gera eitthvað i þeim eða gef- ast upp. 1 þriðja lagi verður að- taka afstöðu til þess, hvort senda á málsvara til Haag. Ég á eftir að sjá rikisstjórnina sigla fleyi sinu yfir þann ólgusjó”, sagði Bjarni, þegar Visir spurði hann, hvort einhver likindi væru til þess, að efnt yrði til nýrra kosninga áður en kjörtimabilinu lýkur. VJ. SÁST TIL GULLRÆNINGJANNA? I skýrslum lögreglunnar frá þvi uin nóttina, sem brotizt var inn hjá Ulrieh Falkner, er sagt frá útkallii Austurstrætið vegna undarlegra mannaferða. Það var næturvörður Hressingar- skálans, sem tilkynnti lögregl- unni um mannaferöir I portinu bak við Nýja Bió og verkstæöi gullsmiösins. Lögreglumenn komu fljótlega á staðinn, en sáu engan og harfu þá frá við svo búið. Þá var einn- ig tilkynnt frá Bifreiðastöð Reykjavlkur, að piltar hefðu sézt á ferð yfir þök húsanna, sem loka portinu. „Það er sárt til þess að vita, að þarna hafi sézt til innbrots þjófanna, sem rændu frá mér gulli fyrir um hálfa milljón, en ekki lagt neitt sérstakt kapp á að hafa hendur i hári þeirra”, sagði Ulrich Falkner i viðtali við Visi. „Fullvist má telja, að þegar Iögreglan svipaðist um i portinu hafi þjófarnir verið að athafna sig á verkstæði minu”. Enn hefur ekki tekizt að hafa uppi á þjófunum eða þýfinu. ÞJM BYSSURNAR REYNDUST VERA LEIKFÖNG Honum brá ónotalega húseigandanum viö Safa- mýri/ þegar hann opnaði útidyrnar klukkan 6 á sunnudagsmorguninn, en dyrabjöllunni hafði verið hringt. Fyrir utan húsið stóð karlmaður, sem var gyrtur byssubelti og veifaði hann skamm- byssum og lét heldur ófriðlega. Húseigandinn lokaði dyrunum snarlega og hringdi til lögreglunnar, sem kom strax á vettvang i tveimur bifreiðum, þvi búizt var við, að þarna væri byssuóður maður á ferð. Þegar þeir komu á vettvang, var maðurinn ennþá við húsið, en lögreglumennirnir sáu fljót- lega að skammbyssurnar voru leikföng sem ekki mundi stafa ýkjamikil hætta af. Fariö var með manninn niður á stöö, en hann var með mikinn farangur með sér, meðal annars 2 kassa af bjór og eina ferða-1 tösku fulla af alls konar leik- föngum og fleiru. Þegar niður á lögreglustöö kom, reyndist maðurinn vera utanbæjarmaður, en ekki átti hann gott með að gefa skýringar á farangrinum. Þó var það helzt að skilja, að hann heföi verið boðinn i samkvæmi i húsi, sem hann vissi ekki hvar var. Þar heföu verið fyrir tveir bræður, sem hefðu orðið ósáttir og annar þeirra heitið honum þvi, ef hann vildi styðja sig i rifrildinu, að hann mætti hiröa það fémætt, sem hann vildi úr ibúðinni. Kvaðst hann hafa gert svo og hefði hann verið á leið úr samkvæminu með verkalaunin, þegar lögreglan kom að. -ÓG. Stakk af frá árekstursstað Ekið var á kyrrstæöa bifreið, scin stóð við Ræsi á Skúiagötu i gærkvöldi. ökumaöur bifreiöar- innar, sem olli árekstrinum gaf sig ekki fram heldur fór á brott, án þess aö láta vita. Fólksbifreið var stoliö á Njáls- götunni i fyrrinótt en hún fannst litt skemtnd á Meistaravöllum i gærkvöidi. þvi greiddist loks. Eftir aö trukk- urinn tékkneski haföi lokið sýningu sinni, tóku jeppaeigendur til viö aö sýna, og stærri myndin er einmitt af þeirra þætti, en sú minni er af tékkneska bilnum. i morgun — setti geðbilaðan Othello l Akureyri sjómann á land Brczka eftirlitsskipiö Othello kom til Akureyrar i morgun um klukkan 9. Erindiö var aö koma togarasjómanni, sem bilazt haföi á geösmunum, undir læknishend- ur. Ekki er aðstaöa til að geyma slika sjúklinga á sjúkrahúsinu á Akureyri og átti að flytja mann- inn beint suður til Reykjavikur, en þar sem áætlunarvél flug- félagsins var farin og næsta flug er ekki fyrr en klukkan 7 I kvöld, var verið aö athuga hvort ekki væri'hægt að flytja manninn I leiguvél. Að sögn Péturs Bjarnasonar, hafnarstjóra á Akureyri, hafði ekki verið farið fram á neina aðra fyrirgreiðslu við eftirlitsskipiö, en þá, sem varðaði sjúka manninn, enda mundi þaö ekki veröa leyft þar sem það væri gagnstætt þeim reglum sem sett- ar hefðu verið við upphaf land- helgisdeilunnar. Othello er um það bil 1200 lesta skuttogari, sem verið hefur brezku togurunum til aöstoðar, en hann hefur litið komiö við sögu i viðureignum islenzku varðskip- anna við landhelgisbrjótana og brezku dráttarbátana. — ÓG „FRAMLENGING VÖÐVAAFLSINS" Þaö liefur oft veriö sagt, að það sé einskonar „fra m lenging vöövaaflsins”, þcgar aflmiklar vélar sýna kraft sinn og getu. Þegar slikt er haft til sýnis kemur i ljós, aö almenningur er áfjáöur i að fylgjast með. Þetta kom ber- lega í Ijós i Kópavogi um heigina. þegar tékknesk bifreiö var sýnd þar i torfæruakstri. Nærliggjandi götur hreinlega stifluöust og fólk lagöi mikiö á sig aö komast nálægt staðnum þar sem trukkur- inn óimaðist og sýndi listir sinar. A timabili komust steypubllar frá Verk hf. ekki leiðar sinnar, en úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.