Vísir - 24.09.1973, Page 14
Leeds slœr ekki
met Tottenham!
— Náði ekki nema jafntefli á heimavelli gegn Manch. Utd.
og fékk fyrsta leikmanninn bókaðan
Þessi ínynd var tekin á White Hart Lane i Lundúnum 15. september,
þegar Shcff. Utd. sigraöi Tottenham þar 2-1. Þaðer Martin Peters, sem
sækir að markverði United, Tom McAlister, en John Flynn fylgist með.
Hann skoraöi sigurmark Sheff. Utd. gegn Norwich á íaugardag — og
Peters skoraði þá gegn Liverpool.
Ekki tókst Leeds að bæta
met Tottenham frá 1960
hvað beztu byrjun á leik-
tímabili snertir — Manch.
Utd. sá til þess á laugar-
dag. Leeds, sem hafði sigr-
að í sjö fyrstu leikjunum,
varð nú að láta sér jafntefli
nægja og það á heimavelli.
En þriggja stiga forskotinu
heldur Leeds í 1. deildinni.
Ahorfendaf jöldinn var hinn
mesti hjá Leeds i sumar,
rúmlega 47 þúsund, en
hrifning var ekki mikil.
Leeds tókst ekki að skora
og fyrsti leikmaðurinn liðs-
ins á leiktimabilinu, Joe
Jordan, var bókaður fyrir
brot á Brian Kidd.
Leeds sötti miklu meira i leikn-
um, en tökst sárasjaldan að
skapa sér tækifæri gegn sterkri
vörn Manch. Utd., þar sem mið-
vöröurinn Jim Holton átti stór-
leik. Lokakafla leiksins sótti
Leeds stanzlaust, en Manchest-
er dró alla sina menn i vörn og
meira að segja kippti þá sóknar-
manninum Lou Macari út af, og
setti varnarmanninn Martin
Buchan inn á i hans stað.
Það var annað upp á téningnum
i Derby. Þar vantaði ekki mörkin.
Derby komst i annað sæti með 6-2
sigri gegn Southampton. Kevin
Hector, sem nýlega var valinn i
enska landsliðshópinn, hélt upp á
það með þvi aö skora þrennu —
tvö markanna i lok leiksins. Alan
Hinton hóf markaregn Dérby með
þvi að skora úr vitaspyrnu á 8.
min. eftir að brotið hafði verið á
Hector innan vitateigs. Roger
Davies skoraði á 22. min. og Hect-
or sitt fyrsta á 37. min. með
hörkuskoti. Brian O.Neil skoraði
fyrir Dýrlingana og staðan i hálf-
leik var 3-1. Davies kom Derby i
4-1 áöur en OnNeil breytti stöð-
unni i 4-2, og svo komu lokamörk
Hectors. Ahorfendur 25.500.
Annars urðu úrslit þessi:
1. deild
Arsenal—Stoke 2-1
Coventry—Newcastle 2-2
Derby—Southampton 6-2
Ipswich—Burnley 3-2
Leeds—Manch. Utd. 0-0
Liverpool—Tottenham 3-2
Manch. City—Chelsea 3-2
QPR—Birmingham 2-2
Sheff. Utd,—Norwich 1-0
West Ham—Leicester 1-1
Wolves—-Everton 1-1
2. deild
Aston Villa—Orient 2-2
Blackpool—Middlesbro 0-0
Bristol City—Sheff. Wed 2-0
Carlisle—Oxford 2-1
C. Palace—Cardiff 3-3
Hull City-WBA 0-0
Nottm. For,—Preston 1-1
Portsmouth—Notts. C. 1-2
Sunderland—Luton 0-1
Swindon—Millvall 1-3
Leikur Liverpool og Tottenham
var afar tvisýnn — og Chris Law-
ler, bakverði, tókst að tryggja
Liverpool sigur með siðustu
spyrnu leiksins — og það voru
bakverðir, sem skoruðu öll mörk
Liverpool.
Martin Peters náði forustu fyrir
Tottenham á 8. min. eftir að
Larry Lloyd haföi „blokkerað”
fyrsta skot hans. Liverpool sótti
mjög og Chris Lawler skallaði i
mark og jafnaði fyrir heimaliðið.
1-1 i hálfleik. A 49. min. skoraði
Martin Chivers annað mark
Tottenham og Lundúnaliðið virt-
ist stefna i sigur. En á 75. min.
var dæmd vitaspyrna á Totten-
ham — Emlyn Hughes tók hana,
en Pat Jennings gerði sér litið
fyrir og varði. En dómarinn var
ekki ánægður — taldi Pat hafa
hreyft sig áður en Hughes
spyrnti, og spyrnan var endurtek-
in. Þá kom Alec Lindsay, bak-
vörður, til skjalanna og skoraði
örugglega úr vitinu. Og á loka-
minútunni skoraði Lawler svo
sigurmarkið við mikinn fögnuð
49.200 áhorfenda.
Arsenal vann sinn 3ja sigur i
röð — á laugardag i erfiðum leik
gegn Stoke. Þegar á 3ju min.
skoraði Radford fyrir Arsenal, en
eftir að Stoke hafði varizt
grimmilega, tókst liðinu óvænt að
jafna á 36. min. Jimmy Green-
hoff. Varnarmistök Stoke á 72.
min. gáfu Arsenal svo sigurinn —
Alan Ball var skilinn eftir frir á
vitateigspunkti, fékk knöttinn og
skoraði einfaldlega.
Eftir markalausan fyrri hálf-
leik blossaði leikur Manch. City
og Chelsea upp i þeim siðari.
Fimm mörk á tólf minútum!
Tony Towers og Francis Lee
komu City i 2-0, en Tommy Bald-
win minnkaði muninn i 2-1. Þá
fékk City viti, sem Lee skoraði úr,
og Baldwin bætti svo við öðru
marki. Denis Law lék ekki i liði
City vegna meiðsla, og missir af
þeim sökum einnig landsleik
Skota gegn Tékkum á miðviku-
dag. Óheppnin eltir hann enn.
Ahorfendur 32.000.
QPR skoraði tvö mörk á einni
minútu gegn Birmingham, og þá
var útlitið dökkt hjá neðsta liði
deildarinnar. Fyrra markið var
sjálfsmark Roger Hynd, en Stan
Bowles skoraði hið siðara. Bob
Latchford tókst að minnka mun-
inn i 2-1 rétt fyrir hálfleik. 1 siðari
hálfleiknum missti Lundúnaliðið
Bowles meiddan — og fjórum
min. fyrir leikslok tókst Burns að
jafna. Ahorfendur 18.700.
Með venjulegum mótherja i
marki hefði West Ham náö góðum
sigri gegn Leicester, en liðið
mætti engum venjulegum manni,
þar sem Peter Shilton var. Hann
varði hreint ótrúlega i leiknum -
en mistök hans áttu þó þátt i
marki West Ham. Shilton mis-
heppnaðist þá spyrna frá marki
— knötturinn fór beint til Dudley
Tyler, sem sendi þegar á Pop
Robson og markakóngur 1. deild-
ar frá i fyrra, sendi knöttinn
framhjá Pétri. En fjórum min.
fyrir leikslok urðu hinum sterka
miðverði Tommy Taylor á mistök
— Frank Worthington náði
knettinum og jafnaði fyrir
Leicester.
Enn gengur litið hjá Olfunum —
aðeins jafntefli gegn Everton á
heimavelli. Markaskorarinn
mikli frá siðasta leiktimabili,
John Richards, getur ekki skorað
nú. Hann missti af opnu færi i
leiknum af 2ja metra færi! Joe
Royle skoraði fyrir Everton i
byrjun siðari hálfleiks, en Derek
Dougan tókst að jafna. Dave Cle-
mence lék sinn fyrsta leik með
Everton og stóð sig vel.
Coventry og Newcastle gerðu
jafntefli i stórgóðum 'leik að við-
stöddum 24 þúsund áhorfendum,
þar á meðal var landsliðsein-
valdurinn Ramsey. Malcolm Mc-
Donald skoraði fyrsta mark leiks-
ins fyrir Newcastie á 24. min. en
Coventry tókst að ná forustu fyrir
hlé. Brian Alderson jafnaði með
þrumuskoti utan vitateigs og
Colin Stein kom Coventry i 2-1
með ágætu skalla marki á 40.
min. Stein meiddist i siðari hálf-
leik og þá fór mestur broddur úr
heimaliðinu. John Tudor, gamli
Coventry-leíkmaðurinn hjá New-
castle, jafnaði fyrir lið sitt eftir
undirbúning McDonalds.
Burnley, liðið, sem komst upp i
1. deild i vor, tapaði nú sinum
fyrsta leik og það i Ipswich. Lam-
part var þeim erfiður ljár i þúfu.
Hann lagði upp öll mörk Ipswich.
Bryan Hamilton, irski landsliðs-
maðurinn, kom Ipswich i 2-0 áður
en Leighton James skoraði fyrsta
mark Burnley. Staðan i hálfleik
var 2-1 og Ipswich komst i 3-1 á 56.
min. þegar Colin Harper skoraði.
En Burnley gafst ekki upp —
Doug Collins skoraði, en ekki
tókst Burnley að bjarga stigi.
I 2. deild kom tap Sunderland
á heimavelli mest á óvart. Bristol
City er þar nú i efsta sæti með 11
stig eftir 7 ieiki. Aston Villa,
Nottm. Forest, Fulham og
Middlesbro hafa 9 stig, Orient og
Luton átta. 1 3. deild er Bristol
Rovers i efsta sæti með 12 stig —
Tranmere og Oldham hafa tiu.
Staðan i 1. deild er nú þannig.
Leeds 8 7 1 0 19 4 15
Derby 9 5 2 2 14 8 12
Coventry 9 5 2 2 11 7 12
Newcastle 8 4 3 1 14 8 11
Leicester 8 3 5 0 10 6 11
Burnley 8 4 3 1 15 10 11
Manch. City 8 4 2 2 12 9 10
Liverpool 8 4 2 2 10 8 10
Sheff.Utd. 8 4 1 3 11 8 9
Arsenal 8 4 1 3 12 11 9
Everton 8 2 4 2 9 8 8
Q.P.R. 8 1 5 2 10 11 7
Manch. Utd. 8 3 1 4 8 10 7
Ipswich 8 2 3 3 12 17 7
Chelsea 8 3 0 5 11 11 6
Southampton 8 2 2 4 9 16 6
Stoke 8 0 5 3 7 1(1 5
Tottenham 8 2 1 5 10 15 5
Norwich 8 1 3 4 8 14 5
Wolves 8 2 1 5 8 14 5
West Ham 8 0 4 4 10 15 4
Birmingham 8 0 3 5 8 18 3
Smjör&Ostur
Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum.
Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá
börnin eggjahvítuefni (protein), vítamín og
nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið
af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri
starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir
þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d.
sjónina og D vítamín tennurnar.
Gefiö þeim smjör og ost í nestið.