Vísir - 01.10.1973, Side 1

Vísir - 01.10.1973, Side 1
63. árg. — Mánudagur 1. október 1973 — 225 tbl BRÉF ÓLAFS TIL HEATHS - BAKSÍÐA Sló knöttinn í markið og ís- firðingar kom- ust í 2. deild Sjá íþróttir bis. 11, 12, 13 og 14. ★ Meiri tími í viðgerðir en akstur á bílum björgunar- manna Hjálparsveit skáta, Flug- björgunarsveitin og Stakkur i Keflavik æföu um helgina björgunaraðgerðir i Saltvik. Þeir eru ekki neitt tiltakan- lcga hressir yfir tækjakosti sinum skátarnir. Bílarnir eru hreinustu forngripir og timinn, sem fer i aö lappa upp á þá, er meiri en timinn, sem fer i aö aka þeim, segja þeir. — BLS. 3. ★ Skœrulið- arnir fengu að lenda í Líbýu Annar arabisku skæru- liöanna sést hér á myndinni i gegnum bilglugga meö vél- byssu sina á lofti, en bak viö hann sést einn gislanna, Gyöingakona, sem var á leiö til flóttamannahjálpar Austurrikis i Schönau, þegar skæruliöarnir létu til skarar skriöa. Sjá bls. 5 JÞótti golan undariega heit' segir Erlendur Magnússon á Dalatanga en þar mœldist 24 — stiga hiti í nótt „Það var vestan strekk- ingur þegar ég kom út um þrjúleytið í nótt, en golan varundarlega heit. Þegar ég leit ó hitamælinn, sá ég, að hann stóð á 23 stig- um. Þetta er langmésti hiti, sem ég veit til að hafi mælzt hér á þessum árs- tíma, en hann fór upp í 24 stig á milli kl. 3 og 6 í nótt", sagði Erlendur Magnússon á Dalatanga, en þar var óvanalega mikill hiti í nótt. Einnig var mjög heitt á fleiri stöðum austanlands, t.d. á Egilsstöðum, en þar mældust 18 stig i nótt. „Viö erum nú þvi miður búin að taka upp úr öllum göröum, en tómatarnir spretta vel hérna i hlýjunni. Viö höfum ekkert frost fengiö ennþá og nú þurfum viö ekki einu sinni aö kynda húsin.” „Hvernig var veöriö hjá þér i morgun?” „Þaö er ákaflega sérkennilegt og skemmtilegt aö koma út. Þaö er bjart úti, en þó mistur yfir. Hitinn er 19 stig núna, þótt engin sé sólin, og golan er jafn glóövolg og hún var i nótt,” sagöi Erlendur. Blaöið fékk þær upplýsingar hjá Veðurstofunni að þetta veðurlag kallaöist hnúkaþeyr, en þá myndast hiti yfir landinu, þegar loft streymir yfir þaö og missir úr sér raka við upp- streymiö. Rignir þá gjarnan á vestanverðu landinu, en hlýnar fyrir austan. Er þvi alls ekki um að ræða aökomiö heitt loft, eins og margir halda. Stendur þetta venjulega stutt yfir, en mjög sjaldgæft er að hitinn komist yf- ir 20 stig að nóttu til á þessum árstima. — •—ÞS Slökkviliösmenn i filmugeymslu Hafnarbíós á laugardagskvöldiö (Ljósmynd Visis BG) „BORGARUÓS" CHAPUNS FÓRU ÁSAMT 50 ÖÐRUM FILMUM — í brunanum hjó Hafnarbíó „Mér telst til aö þetta hafi verið einar 50 filmur sem eyði- lögðust i brunanum, bæði gaml- ar og nýjar. Þarna voru margar gamlar, góöar filmur, t.d. „Borgarljós” Chaplins. Að minnsta kosti 6 nýjar, ósýndar filmur brunnu einnig”, sagði Jón ó. Ragnarsson, forstjóri Hafnarbiós í viðtali viö blaðiö i morgun, en á laugardagskvöld- ið brann til grunna geymslu- braggi við hlið Hafnarbfós. Eldurinn kom upp um 10 leyt- ið, þegar hlé var á sýningu, og varð að hætta sýningunni. Slökkviliðið kom strax á vett- vang, en ekki tókst að bjarga neinu og brann bragginn til grunna. Aldrei var sjálfur sýningarsalurinn þó i hættu, þótt bragginn væri sambyggður honum, þar sem steyptur vegg- ur er á milli. Sagði Jón að þetta hefði verið mjög Iftið tryggt og þvi mikiö tjón. Ekki er vitað um eldsupptök, en allt bendir til að um íkveikju hafi veriö aö ræða. — ÞS. Dagbók Bakkusar Dýrkun Bakkusar konungs um helgar veröur oft til þess aö eftir helgar er ýmsar sögur aö segja af lögreglu- sviöinu. Svo er einnig i dag. A baksiöu er greint nánar frá ýmsu þvi, sem finna mátti þegar dagbók lögreglunnar var flett eftir helgina. — BAKSIÐA Einar talar í dag Einar Agústsson flytur í dag ræðu á allsherjarþingi Samein- uöu þjóöanna, eins og veriö hefur háttur fslenzkra utanrikisráö- herra i upphafi þingsins undan- farin ár. Aöalviðfangsefni utanrikisráö- herra verður að sjálfsögöu land- helgismálið. —HH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.