Vísir - 25.01.1974, Side 1

Vísir - 25.01.1974, Side 1
64. árg. — Föstudagur 25. janúar 1974. — 21. tbl. ALÞÝÐUSAMBANDIÐ LÆKKAR KRÖFURNAR Búizt við tilboði frá atvinnurekendum í dag Alþýðusambandið lækkaði kröfur sinar i gær og kom til móts við tiiboð vinnuveitenda að nokkru. Gert er ráð fyrir nýju gagntilboði frá Vinnuveitenda- sambandinu á fundi, sem boðaður hefur verið kiukkan fjögur i dag. Alþýðusambandið hefur ekkert tekið undir kröfur um endurskoðun visitölugrund- vallarins. —ÓG Áfengis- neyzlan vaxandi 2,88 lítrar á mann árið 1973 Eins og gerist og gengur finnst mörgum landanum sop- inn góður, enda sýnir það sig, að áfengisneyzlan á mann, miðað við 100% áfengi, hefur hægt og hægt aukizt frá þvi t.d. á árinu 1965. Aðeins datt neyzlan þó niður á árunum 1968 og ’69. Arið 1973 er talið, að neyzlan á mann sé 2,88 lítr- ar. Þar áður var neyzlan á manninn 2,81 litri, en árið 1965 var neyzlan 2,07 lítrar. Neyzluaukning á árinu 1973 frá árinu 1972 er 0,07 litri eða tæp 2,5%. Við erum þó neðarlega á lista miðað við önnur lönd. Á skýrslu Áfengisvarnarráðs kemur það fram, að Frakk- land er lang efst á listanum,- árið 1971, en siðan skipar Italia annað sætið. Af 34 lönd- um er Island i 30. sæti. Það af Norðurlöndunum.j sem efst er á lista er Dan- mörk, sem skipar 15. sætið. Neyzlan á íslandi er samtals i 100% áfengi 2,7 1, en i Frakk- landi t.d. 16.7. Island er eina landið af þessum 34, sem ekki hefur sterkt öl. —EA Geta ekki efnt loforðið um herinn, viðurkennir einn þingmanna stjórnar- innar — sjó bls. 6 ,Maður rekur sig alltaf ó vegg' Sjó viðtal við fréttamenn útvarps og sjónvarps ó bls.7 Tíu þúsund undirskriftir komnar hjó Vörðu landi Mikið fjör og kraftur er i undirskriftasöfnun gegn brottför v ar narliðs ins. Undirskriftir eru hafnar um allt land og áhugi virðist alls staðar mikill. 10.000 hafa skrifað undir á Reykjavíkur- svæðinu einu saman. Sjá baksiðu. SKÁLAFELL SH SÖKK Héngu ó stefni bátsins þegar þeim var bjargað — þrem skipbrotsmönnum bjargað. — Skálafellið hvarf í sjóinn um leið og þeim síðasta hafði verið bjargað um borð í Víði 11. GK frá Sandgerði ,,Það hefði ekki mátt muna nema fáeinum minútum, að félagarnir þrír hyrfu i sjóinn með bát sinum. Það var aðeins blástefnið, sem stóð upp úr sjónum þegar við komum að á Viði, og á stefninu héngu þeir félagarnir aðfram- komnir.” Þannig er 1 ý s i n g K r i s t i n s Jónssonar skipstjóra á Viði, sem i gærkveldi bjargaði skipbrots- mönnum af Skálafelli SH. „Báturinn er 12 tonna súðbyrð- ingur og ekki beinlinis til stórræð- anna, enda fór hann á hliðina eftir að hafa tvivegis fengið á sig brot- sjó,” hélt Kristinn áfram. „Þetta var skammt norðan við Hvalsnesið um þrjár milur frá landi. Veðrið hafði farið versn- andi ogkominnsótsvartursjór og 7 til 8 vindstig af suðvestri” hélt Kristinn áfram lýsingu sinni. „Við á Viði vorum á leið til Sajid- gerðis og áttum eftir um þrjár milur um klukkan að verða hálf- elleíu. Þá munu þejr á Skálafelli hafa verið búnir a'ð berjast við veðrið i nær klukkutima. Það var einstök gæfa, að við skyldum eiga leið þarna hjá. Við vorum þeir siðustu, sem voru að koma úr róðri frá Sandgerði, og það var bara fyrir góða aðgæzlu stýri- mannsins á landstiminu, að við skyldum verða varir við skip brotsmennina, þvi það sást aðeins ljóstýran i mastri bátsips. Myndin er tekin af múrara við uppsetningu á milliveggjum úr plötunum, sem Guðmundur Sigvaldason jarðeðlisfræðingur telur liíshættulegar I miklum jarðskjálftum. Arkitektar hugsi meira um jarðskjólftahœttuna Arkitektar og aðrir, sem teikna og hanna byggingar, þyrftu að hafa það meira i huga, að við búum i jarðskjálftalandi, segir Óttar P. Halldórsson forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins Sjá baksiðu. Skipverjarnir á Skálafelli eru allir þrir rétt liðlega tvitugir. Þeir voru orðnir illa hraktir þegar þeim var bjargað. Þrátt fyrir það, hversu illa bátur þeirra lét i veðrinu höfðu þeir verið ákveðnir i þvi að fara alla leið inn fyrir skagann. Gúmbjörgunarbátinn misstu þeir strax úr höndum sér þegai þeir ætluðu að gripa til hans. Keflavikurlögreglan beið skip brotsmannanna á bryggjunni i Sandgerði og flutti þá á sjúkra- hús. —ÞJM STÓÐ BLÓÐUGUR VIÐ VEGINN - ENGINN STANZAÐI „Hann stóð þarna blóðugur og illa til reika út við veginn og veifaði bilum sem óku framhjá. Þegar ég stanzaði höfðu margir bílar ekið framhjá, og enginn þeirra svo mikið sem hægt á sér.” Þetta sagði kona i Hvera- gerði, sem hafði samband við Visi i morgun. Konan var á austurleið frá Hveragerði i gærkvöldi. Til móts við Kotströnd i ölfusi stóð ungur piltur út við veginn, og veifaði bil hennar. Konan stöðvaði, og sá þá að pilturinn var blóðugur. Hann var einn af þremur, sem voru i bil, sem hafði farið útaf veginum þarna. Billinn lá á hvolfi talsvert fyrir utan veg, og piltur og stúlka, sem einnig voru i bllnum, höfðu slasast, pilturinn ökklabrotnað og stúlkan fengið höfuðhögg. „Ég ók i snatri á lögreglu- stöðina á Selfossi, og bað um hjálp. Þar var einn maður á vakt. Þegar ég sagði honum hvað hafði gerzt, sagði hann að ekkert væri hægt að gera. Hann sagði, að lögreglubillinn væri I Þorlákshöfn að sinna útkalli, og hann gæti ekki farið frá og skilið lögreglustöðina eftir mann- lausa. Það leið hálftími frá þvi ég kom á lögreglustöðina og þangað til við komumst með lögreglu á slysstaðinn,” sagði konan. Þegar svo illa gekk að fá lögreglu, leitaði konan fyrir sér með læknishjálp. Læknirinn, sem átti að vera tiltækur, var að sinna útkalli annars staðar, og enginn annar læknir gat komið. „Þegar konan kom á stöðina, var þessi eini maður við, hinir voru I Þorlákshöfn. Hann hringdi I mig, og nokkra aðra lögregluþjóna, sem voru heima hjá sér og við fórum af stað á lögreglubil og einkabil. Auðvitað vorum við ekki búnir undir þetta, og þar að auki flug- hált á veginum,” sagði Jón Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, i viðtali við blaðið. Lögregla og lœknir í útkalli og komust ekki á slysstaðinn „Þess vegna var ofurlitil töf á að við kæmumst á staðinn. En þetta er það, sem við megum búa við, og eina úrbótin á þessu ástandi er að fjölga á vöktum. En það kostar peninga,” sagði Jón. Alls fóru sex lögregluþjónar á staðinn, fjórir frá Selfossi, og þeir tveir sem voru i Þorláks- höfn komu einnig. „Læknirinn fór ekki á slys- staðinn. Enda veit ég ekki hversu mikið hann hefði getað gert þarna, i hrið og myrkri. Fólkið var fyrst flutt á sjúkra- húsið á Selfossi, og þaðan á slysavarðstofuna i Reyájavik,” sagði Jón að lokum. -ÓH.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.