Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 9. febrúar 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson Fljótandi gengi ..gæti hún heitift þessi mynd, sem birtist i einu Parisarblaöanna skömmu eftir að franska stjórnin ákvað að láta gengi frankans fljóta, eins og brezka pundið og italska liran. Þessir tveir 100 franka seðlar fljóta i gosbrunninum á Concorde-torginu. Lausir eftir verkfall Þessi bilalest flutti tvær milljónir punda af kjöti (nei, ekki stolnu (!)) frá Council Bluffs i Iowa til Chicago og austurstrandar Bandaríkjanna. Ástæðan var verkfall sjálfstæðra vörubilstjóra, sem reynt var með þessu að brjóta. Bilarnir minntu helzt á brynvagna, eins og frá öllu var gengið til þess að tryggja öryggi bilstjóranna. Leynilöggon fann Biggs, en varð að flýja land Þetta er yfirlögregluþjónninn Jack Slipper frá Scotland Yard, sem hefur um árabil unnið að þvi að elta Ronald Biggs, en er hér þungur á svip eftir komuna heim til Englands frá Braziliu tómhentur. ,,fcg var mjög vonsvikinn,” sagði hann, en þeir tveir félagarnir i Scotland Yard urðu aö yfirgefa Braziliu i hasti. Stjórnvöld þar brugðust illa við, þegar þau uppgötvuöu, að Bretar höfðu ætlað að laumast úr landi með Biggs, án þess aö kveðja kóng né prest. f TRÚARBRAGÐASTRÍÐ Lögreglumennirnir á mynd- inni hér fyrir ofan eru á leið inn i mosku i Brooklyn i New York, þar sem byssuþófar úr einni deild „Black Muslims” brutust inn á dögunum og létu kúlunum rigna. Kjórir þeirra, sem voru inni i moskunni, þar á meðal lciðtogi þeirra eða æðsti prestur, létu lifið. og einnig tveir árásarmannanna i skot- bardaganum, sem brauzt út milli hinna striðandi svertingja- flokka. V’ið l'ætur lög- reglumannsins i dyrunum sést lik cins fórnarlambanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.