Tíminn - 12.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1966, Blaðsíða 3
MI*VVTK*Tr>AOTTO 1 ?. Í3«<'.nr 1O0R 3 TÍfVIBNN Hin fagra, þýzka leikkona Dag mar Putz, 22 ára, var áður fyrr hjúkrunarkona, en hún komst til Cannes og með því að nota fegurð sína og hæfileika var hún kjörin ,,drottning kvik myndahátíðarinnar", sem svo aftur varð til þess, að hún fékk reynslu hlutverk hjá 20th Cent ury Fox í Hollywood og samn ing hjá kvikmyndafyrirtækinu. Adolf Eichmann, stríðsglæpa maðurinn, sem var dæmdur til dauða og hengdur í ísrael fyrir að hafa skipulagt morð á 6 milljónum Gyðinga, var sann- færður um að fölsku tennurnar hans hafi átt sök á því að Gyð- ingar handtóku hann í Argen tínu 1960. Eftir að hann hafði verið hand tekinn skrifaði hann lýsingu á aðdraganda þess að hann var handtekínn. Þessi iýsing birtist síðan fyrir skemmstu í þýzíku blaði. Hann lýsti Því yfir að ráðizt hefði verið á hann á heimili hans í Argentínu. ,,Eg datt og missti gleraugun mín. Án þeírra sé ég mjög illa. Fölsku tennurnar mínar hrukku ofan í mig. Þetta hefði sannarlega farið öðru vísi, ef það hefði ekki gerzt. Ef til vill væri ég þá ekki hér (í fangelsi í fsra el).“ ★ Kvikmyndaleikarinn Ant- hony Quinn, sem nú er fimmt- ugur er nú nýlega genginn í hjónaband. Konan, sem hann nú giftist er 31 árs gömul stúlka frá Róm og voru þau búin að búa saman í mörg ár og eiga tvo drengi. Ástæðan til þess að þau nú fyrst nafa getað gift sig er sú að Quinn gat ekki fengið fyrr skilnað frá fyrri konu sinni, sem hann hafði verið giftur í 27 ár. + Nú hefur Anna Maria Grikkjadrottning haldið sína fyrstu ræðu á grísku við mik- inn fögnuð Grikkja. Drottningin, sem er aðeins nítján ára hélt þessa ræðu sína, þegar hún skar fyrstu sneiðina af nýársköku við veizlu, sem haldin var til ágóða fyrir góð- gerðarstarfsemi. „Ég þakka ykkur öllum fyr- ir vinnu ykkar og iðni á und- anförnum árum. Ég læt í ijósi ósk mína um að nýja árið gefi Heímsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, Cassius Clay, var nýlega handtekinn í Chic ago vegna ósæmilegrar fram- komu á almannafæri. Hér sést hann skrifa nafnið sitt í sekt arbókina á lögreglustöðinni ó- venju hógvær á svip, en honum var sleppt eftir að hafa greitt 25 dollara í sekt. ★ okkur nýjan styrk til þess að þjóna landi okkar með góðum árangri." sagði drottningin og talaði hátt og skýrt og átti ekki í neinum erfiðleikum með grísku orðin en talaði þó með örlitlum hreim. ★ Frans'ka kvikmyndastjarnan Martine Carol er nú orðin þreytt á Thahití og hyggst nú snúa 1 sér aftur að kvikmyndunum eft ir þriggja ára hlé. Maríine er 41 árs og var ein mesta kvik myndastjarna Frakka þar til hún dró sig í hlé og leitaði friðs og róar á Kyrrahafseyj unni Thahiti. Nú hefur ferða- mannastraumur þangað aukizt svo mikið, að Martine finnst hún alveg eins geta verið í París. Fyrsta kvikmyndin, sem hún leikur í heitir Helvíti er ' svo tómt og það er eitt sem kvikmyndahúsgestir fá ekki að sjá og það er leikkonan í skúmbaði. ★ Blýantsteikning af fótum Johns F. Kennedy, forseta var fyrir skemmstu seld á upp- boð.t 1 New York fyrir 950 dollara. Teikningu þessa gerði skósmiður nokkur í Lon don, þegar hann átti að smíða skó handa öldungadeildarþing- manninum Kennedy. Hafði Kennedy sjálfur skrifað nafn sitt á teikninguna, sem bók- sali nokkur í New York síðar keypti. Á sama uppboði var selt bréf frá Jacqueline Kenn edy á 900 dollara. Bréfið var svar við auglýsingu hjóna nokk urra, sem sóttu um stöðu sem þjónustufólk. Hér eru tvær mæðgur á Lund únaflugvelli. hin ungversk ætt aða leikkona Eva Bartok og átta ára dóttir hennar. Deana Eva Bartok var að koma heim til Bretlands eftir nokkra mán aða dvöl í Berlín, þar sem hún lék í músik-revíu lnnan skamms mun hún halda til ísr ael og leika þar aðalhlutverk í nýjum leik „Sabina and her Harem“ I r Á VÍÐAVANGI Vísindaleg verðbólga Gylfi Þ. Gíslason, viðsldpta- málaráðherra, og mesti efna- hagsmálaspekingur ríkisstjóm- arinnar, ritar fræðilega grein um fósturbarn ríkisstjórnarinn- ar, verðbóiguna, í blað sitt í gær og lýsir þar eindæma lang- lundargeði stjórnarinnar við að sitja með króann í skauti á ráð herrastólum. Gylfi hefur grein sína á þessum orðum, og ber vafalaust að líta á þau sem hina vísindalegu skýringu á hugtakinu verðbólga, þó að orðalagið sé ofurlítið vafninga- samt og lítið skiljanlegra en sjálft fyrirbærið: „Þegar menn tala um verð- bólgu í blöðunum og í daglegu tali, er venjulega átt við það, þegar almenn hækkun verður á verðlagi í kjölfar þess, að meiri hækkun verður á heildar- eftirspurninni í þjóðfélaginu, það er heildarpeningamagninu, er svarar til þeirrar aukningar á raunverulegum verðmætum, sem þessi heildareftirspurn beinist gegn“. Svo mörg og hávísindaleg eru þau orð. Að fara eða sitja Síðar í greininni segir Gylfi: „Svo fór og að lokum (og er þá átt við vinstri stjómina) að verðstöðvunarstefna stjórnar Hermanns Jónassonar beið skipbrot, óábyrg stefna í kaup- gjaldsmálum fékk yfirhöndina, sprengdi verðlagskerfið og rík- isstjórnina“. Þessi orð eru í sjálfu sér rétt, en þau birta í sjónhendingu meginmuninn á lýðræðislegri skyldurækni ríkisstjóma. Stjórn Hermanns Jónassonar barðist ötullega við verðbólg- una, og henni tókst að halda henni niðri á þriðja ár. Þá tókst ábyrgðarlausum aðilum, aðallega vegna áróðurs Sjálf- stæðisflokksins, að „sprengja verðlagskerfið“ með hækkuniun eins og Gylfi segir, og það „sprengdi" ríkisstjórnina líka. Vegna hvers „sprengdi" þetta vinstri stjórnina, munu menn spyrja? Vegna þess, að þá var forsætisráðherra maður, sem hafði þá pólitísku siðgæðisskoð un, sem næsta ríkisstjórn virð- ist telja úrelta, að ríkisstjóm í lýðræðisríki beri að segja af sér, þegar liún kemur ekki fram yfirlýstri stjórnarstefnu sinni. Og ha...í baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sprengjuheld ríkis- stjórn. Það var einnig sem kunnugt er aðalstefnuheit „viðreisnar“- stjórnarinnar að hafa hemil á verðbólgunni, og' hún greip til gamalkunnra íhaldsráðstafana í því efni. Þær dugðu ekkert. Hvað eftir annað „sprakk verð Iagskerfið" í höndum hennar. Verðbólguvísitalan þaut upp úr öllu valdi. Allt fór úr skorðum, ekki vegna of mikilla kaup- hækkana, þvi að enn er kaup- máttur launa ekki meiri en 1959, heldur beinlínis vegna óviturlegra stjórnarathafna. En þetta „sprengdi“ ekki ríkis- stjórnina! Hún hefur reynzt algerlega sprengjuheld, hvað =p>n á hefur gengið. Þó að yfir- ' stjórnarstefna hennar hafi þannig beðið skipbrot og strandað hvað eftir annað, sit- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.