Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Miövikudagur 15. mai 1974 —75. tbl. OFBELDISMENN GANGA LAUSIR — nóg fangelsisrými — sjó baksíðu ■■■■■■ Giscard og Mifterrand hníf jafnir Frambjóöendurnir i frönsku forsetakosningunum eiga nú hvor um sig jafn- miklum vinsældum aö fagna samkvæmt siöustu skoðana- könnunum, sem blaöið France-Soir birtir i dag. Skoöanakönnun þessi, sem spáir Valery Giscard d’Estaing 50% og Francois Mitterrand 50% Iika, var gerö, áður en leiötogi sósial- radikala, Jean-Jacques Servan-Schreiber, lýsti þvi yfir, aö flokkur hans mundi styöja Giscard. Sjá nánar um kosningaundir- búninginn á bls.6 Scheel nœsti forseti Þýzkalands í hádeginu skýrði NTB-- fréttastofan frá þvi, að Walter Scheel heföi veriö kjörinn næsti forseti Vestur-- Þýzkalands. 1036 kjörmenn komu saman i Bonn I morgun til að kjósa þar eftir- mann Gustavs Heinemanns I forsetaembættið. t fréttinni segir, að Scheel hafi hlotið hreinan meirihluta kjör- mannanna fékk 530 atkvæöi. (Sjá bls. 5) -BB- Vilja fó Akur- eyringinn ó golfmót í Sviþjóð! — Sjó íþróttir í opnu Þeir fljúga gegnum Akrafjall og Skarðsheiði - bls. 2 Virðing manna fyrir Alþingi - sjó VÍSIR SPYR ó bls. 2 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ BHM samdi í gœr — BSRB langt komið Algengt að kauphœkkunin hofi verið tvðfölduð Samningamál BSRB og Banda- lags háskólamanna eru nátengd. Enn er ógengið frá samningum nokkurra félaga i BSRB. — HH. Nú man ég, - ... og þó! — Þórður Breiðfjörð? Hver er nú það? Er það ekki einhver stjórnmálamaður? .... Hvort spurt var um Þórð Breiðfjörð á landsprófi i eðlisfræði, sem háð var i morgun, vitum við ekki. En þessa þungt hugsandi lands- prófsnemendur festi Bjarnleifur á filmu i Vogaskóia i morgun. Þetta er væntanlega i siðasta sinn, sem landspróf er háð þar, þar sem breyta á skólanum I menntaskóla. Spurningin um Þórð Breiðfjörð kom hins vegar sem aukaspurning á söguprófi fyrir stuttu, og svariö einnig. Við fjöilum um iandsprófið á siðu 3 i biaðinu I dag, og þær breyting- ar, sem gerðar hafa verið á prófinu að undanförnu. — Sjá frétt um landsprófið á bls. 3. opinberra starfsmanna þó enn talsvert undir meðaltalshækkun i samningum ASí i febrúar. Launaráð Bandalags háskóla- manna gekk frá samningum fyrir sitt leyti i gær. Hin einstöku félög i bandalaginu munu siðan gera samninga, hvert fyrir sig. Strax i gær og nótt gengu fimm félag- anna frá sinum samningum, félag háskólakennara, félag háskóla- menntaðra kennara, dýralækna- félagið, félag islenzkra fræða og prestaíélagið. Stærsta félagið i BSRB, Starfsmannafélag rikis- stofnana semur liklega i dag. Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur, formaður launaráðs bandalagsins, sagði i morgun, að „meira svigrúm” hefði fengizt með þvi, að launaflokkum hefði verið bætt við. Hann vildi hins vegar ekkert segja ■ um kauphækkunina i krónum. Algengt er, að launahækkun opinberra starfsmanna hafi verið tvöfölduð við þá endur- skoðun á samningum, sem staðið hefur yfir. Þetta fólk fékk gjarnan um 7% kauphækkun i samningunum í desember síðast liðnum, sem sumir hafa kallað „óliu- samninga". Nú mun algengt, að álika miklu hafi verið bætt ofan á, þannig að launahækkunin verði alls svo sem 14-15%. Þetta hefur gerzt við breytingar á launaflokkum og slikar tilfærslur. Með þvi verður launahækkun Arabískir hryðjuverkamenn hertóku skóla í ísrael ÆTLA AÐ MYRÐA 100 BÖRN KLUKKAN FJÖGUR ÍSft Klukkan 16 i dag að ís- lenzkum tíma ætla ara- bískir hryðjuverkamenn að drepa 90-100 skóla- börn, sem þeir hafa í haldi í bænum Maalot í israel, ef ekki verður gengið að kröfum þeirra, um að 20 skemmdar- verkamönnum verði sleppt úr haldi í l'srael og fluttir til Sýrlands. Hryðjuverkamennirnir hafa krafizt þess, að sendiherrar Frakklands og Rúmeníu í Israel komi til Maalot og verði sam- fylgdarmenn þeirra flug- leiðis til einhvers Araba- rikis. Moshe Dayan, varnar- málaráðherra Israels, er kominn til Maalot og hef- ur byrjað samninga- viðræður við hryðju- verkamennina. Segir Dayan, að Israelsstjórn standi frammi fyrir því, hvort hún eigi að yfir- buga mannræningjana með vopnavaldi eða láta undan kröfum þeirra og þyrma þannig lífi barn- anna. Fram til þessa hafa Israelsmenn aldrei látið fanga lausa vegna hótana hryðjuverkamanna. -BB- Sjá frétt á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.