Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Miövikudagur 15. mai 1974'.' VÍSntSPTR: Hefur virðing yðar fyrir Alþingi og alþingis- mönnum breytzt á undan- förnum vikum? Guftrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri: — Ég hef alltaf boriö frekarlitla viröingu fyrir Alþingi, 3g ekki hefur viröingin aukizt. Mér finnst alþingismenn hafa sýnt, aö þeir eyöa timanum i mál- aeöi, og þvi ætti álitið á þeim frekar aö minnka núna. Haukur II. Magnússon, stöövarstj. Aöalstiiövarinnar: — Virðingin hefur dofnaö mikið. Alþingi undanfarið minr.ir mig á reviurnar, sem voru haldnar i Keflavik þegar ég var strákur. Jón K. Magnússon, starfsm. hjá ísal: — Hún hefur ekki mikið breytzt. En atburðir undan- farinna daga sýna, hvað störf al- þingismanna eru ábyrgðarmikil og krefjast mikils af þeim, og reyndar stjórnmálamönnum öllum. Sigvaldi Jónsson, loftskeyta- nemi: — Ég mundi segja, að virðingin hafi sigiö niður á við hjá mér. Mér hefur ekki fundizt Alþingi standa sig. KristjánvJónsson, leikstjóri: — Mér finnst Alþingi og þingmenn standa i óábyrgara ljósi fyrir mér en ég gerði mér grein fyrir, og trúin á þingið hefur stórlega minnkað. Ég held það hafi aldrei komið jafnvel fram eins og að undanförnu, hvillkur skollaleikur fer fram á þinginu. Hér þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu al- þingismanna til, ef þetta á að breytast. Jón ivarsson: — Ég virði Alþingi að vissu leyti, þótt ákvarðanir þess séu ekki alltaf eins og maður óskar sér. Ég er hins vegar hræddur um, að þingmenn séu að missa tengsl við þau mál, sem þeir fást við, með þvi að vasast of litið i þeim sjálfir, en láta aðstoðarmenn um slikt. EINN FLAUG Á AKRAFJALLIÐ OG SUMIR STEFNA BEINT Á ESJUNA EÐA í SJÓINN — Það gengur á ýmsu, þegar flugnemar œfa blindflug, en hvernig fer það fram, þegar þeir lyftast ekki svo mikið sem hœnufet frá jörðu? Hér er Ottó kominn i hlutverk flugstjórnarmanns i fiugturni og er aö segja Jóni tii um beygjur og aöra loftfimleika. Kortiö i tækinu á bak viö Ottó er af Glasgowfiugvelli, en þarna i tækinu er hægt aö æfa aöflug aö flestum flugvöiium heims. birtist svart andlit á rúðunni! Það er negri á glugganum i þessari hæð, og það glugga- pússari! Iiann er að pússa rúðuna! Hvernig i fjár... — Var það furða, þó að flugmann- inum hefði orðið bilt við i þessu tilviki, og var það furða þó hann hefði ekki farið einn og óstuddur út úr stjórnklefanum i þetta sinnið. Yrði nokkur hissa, þó að maðurinn hefði jafnvel fengið taugaáfall? allan heim. Nefndu bara staðinn, og þú getur flogið þangað. En vertu ekki of viss um, að umhverfið hafi breytzt, þegar þú stigur út. Þennan kassa kalla þeir Link, og svipuð tæki fyrirfinnast viðs vegar i heiminum. Það heitir Link, einfaldlega vegna þess að sá, sem fann það upp, var orgel- smiður og hét Link. Hann fann þetta upp á striðsárunum, þegar gripa þurfti til flugmanna i skyndi, og þá þurfti auðvitað að hraða þjálfun eins og frekast var unnt. Flugmaðurinn, sem við sögðum frá i upphafi, var að æfa sig i slikum kassa i Banda- Ottó aö loka „linkinu”, áöur en Jón hefur „aðflugið” til tsa- fjarðar. treysta á tækin, sem fyrir framan hann eru i stjórnklefaeftirliking- unni. Það er ekki alltaf gott að átta sig á fluginu, þegar maður sér ekkert i kringum sig, ef til vill ekkert nema ský, og i „linkinu” aðeins veggina. En til þess þurfa flugmenn að læra blindflug, og það er fljótt að koma hjá mörgum. i fyrstu timunum i „linkinu” fara sumir i sjóinn, segir Ottó okkur. „Þá bendi ég þeim rólega á skiltið, sem er fyrir framan þá, sem á stendur: Life vest under your seat, eða björgunarvesti undir sætinu. Og Ottó kimir. Það þýðir heldur ekki að fárast yfir þvi, og það dugir ekkert annað en að bita á jaxlinn, þó maður fljúgi beint á Akrafjalliö rikjunum. Negrinn var ósköp saklaus hreingerningarmaður, sem hafði fengið fyrirskipun um að gera hreint! Sá, sem fræðir okkur Visis- menn á þessu, heitir Ottó Tynes, flugmaður hjá Flugfélagi Islands. Ottó hefur haft umsjón með „linkinu” og séð um kennslu i þvi i eittár. Við fengum leyfi hjá Ottó til þess að fylgjast með kennslu i „linkinu”, og hann lét ekki þar við sitja, heldur dreif fávisa Visismenn upp i kassann, þvi fljúga skyldu þeir. En það er hægara sagt en gert að fljúga blindflug, ef engin reynsla er fyrir hendi. En það er einmitt blindflug, sem flugnemar læra i „kassanum” hjá Ottó. Blindflug þarf hver flugmaður að kunna, ef allt i einu skipast veður i lofti og syrtir, þannig að ekkert sést niður. „Farðu bara i loftið og klifraðu i 3000 feta hæð”, segir Ottó við flugnemann, sem hann er að kenna þessa stundina. Sá heitir Jón tvarsson og er að fljúga „linkinu” i 3. sinn. Að sjálfsögöu hefur hann góða flugþjálfun, þvi fyrr lærir enginn blindflug. Og Jón býr sig undir flugið, en sér að sjálfsögðu ekkert út, hann verður eingöngu að fljúga eftir og — Hann er i aðflugi og er i um það bil 1500-3000 feta hæð. Það er orðið stutt eftir i að hann lendi á braut, og hann hugsar ekki um annað þá stundina en það, sem honum ber að gera. Athygli hans beinist að brautinni, og hann er undir það búinn að lenda fljótlega. En....allt i einu Nei, liklega ekki, ef flug- maðurinn hefði verið um borð i flugvél, en það er öllu undarlegra, hvernig þetta má vera, þegar maðurinn hefur aldrei lyfzt eitt hænufet frá jörðunni, og þó.... Á Reykjavikurflugvelli, i hýbýlum Flugskóla Helga Jónssonar, er að finna kassa, ef kassa má kalla, sem hefur að geyma eins konar gervistjórnklefa. Og þó er hann alls ekki svo mikið gervi, þvi að hann er nákvæm eftirliking alvöru stjórnklefa i flugvél. Aðal- munurinn er sá, aö þessi stjórn- klefi færist aldrei úr stað, en samt er hægt að fljúga i honum út um LESENDUR HAFA ORÐIÐ Húsaleiguokur Jón Þorgcir Guðmundsson hringdi: „Mig langar til að segja nokkur orð um húsaleiguokur. Það eru engar reglur eða lög um það, hvað fólk, sem leigir út herbergi, eða ibúðir, getur leigt það dýrt. Enginn greinarmunur er heldur gerður á þvi, hvort það er i gömlu húsi eða nýju. T.d. eru herbergi leigð i dag frá 4000 krónum á mánuði upp i allt að 8000 krónur, tveggja herbergja ibúðir á tiu til fimmtán þúsund, þriggja her- bergja fimmtán til tuttugu og tvö þúsund o.s.frv. Hver getur borgað slikt, eða finnst mönnum þetta annars vera sanngjarnt? — Svo bætist ofan á þetta, að menn eru reknir út fyrirvara- laust. Sem sagt, fólk er réttinda- laust. T.d. leigi ég litið risherbergi á 4000 krónur á mánuði, og mér var sagt upp, en ástæðan var sú, að fólkið ætlaði að leigja herbergið túristum i sumar á 1000 krónur nóttina”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.