Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Miðvikudagur 15. maí 1974. Vefnaðarvöruverzlun Ólafs Jóhannessonar, Grundarstig 2, tilkynnir: Vefnaðarvöruverzlun min á Laugavegi 2 -fer flutt að Grundarstíg 2, og er ég þar með búinn að sameina i eina verzlun hinar ýmsu verzlanir, sem ég starfrækti víðs- vegar um borgina, i Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi. Það segir sig sjálft, að þar sem lager úr 10 verzlunum er sameinaður á einum stað, kennir margra grasa. Vöru- úrvalið hér á Grundarstignum er þvi óvenjulega fjölbreytt, og um leið er verðið með ólikindum lágt. Vil ég þar með benda á: Gallabuxur á unglinga frá kr. 300, næl- onsokkar á kr. 25, bómullarsokkar á kr. 25, nærfatnaður unglinga á gömlu og góðu verði. Auk þess koma svo nýjar vörur daglega. T.d. eru til gluggatjöld í miklu úrvali, sængurfataefni i mörgum litum, handklæði i ýmsum litum og stærðum og vinnuskyrtur i úrvali. Ég vil þvi benda minum fyrri viðskiptavinum úr hinum ýmsum hverfum á, að sjón er sögu rikari og á Grundarstignum fáið þið það, sem þið leitið að. ólafur Jóhannesson. Héraðshjúkrunarkona óskast til starfa frá 1. júli n.k. i Bolungar- vikurlæknishéraði. Upplýsingar i simum 7166 og 7113. Stjórn Heilsugæzlustöðvar. Frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar I kvöld, miövikudaginn 15.5. veröur flutt slöasta erindiö I fræösluerindaflokki, sem Félagsmálastofnun- in hefur gengist fyrir aö undanförnu, fyrir konur, sem annast daggæzlu barna á einkaheimilum. Þar mun Dr. Þuriður Kristjánsdóttir ræða um börn á skólaaldri. Að erindinu loknu mun Margrét Sigurðardóttir tala um framkvæmd daggæzlu barna á einkaheimilum. Erindin verða flutt að Norðurbrún 1. (inngangur um noröurdyr) og hefst kl. 20. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. Skipzt á skoðunum Frambjóöendur D-listans viö borgarstjórnar- kosningarnar I Reykjavík eru þeirrar skoðunar aö opið stjórnmálastarf og aukin tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra sé mikilvægur þáttur i árangursriku og uppbyggjandi starfi I þágu velferöar borgaranna. Þvi cr vakin athygli á að frambjóöendur eru reiðubúnir, sé þess óskaö, til aö: — Koma i heimsóknir i heimahús til að hitta smærri hópa að máli. — Eiga rabbfundi með hópum af vinnu- stöðum. — Taka þátt i fundardagskrám félaga og klúbba. — Eiga viðtöl við einstaklinga. Frambjóöendur D-listans vona, aö þannig geti fólk m.a. kynnzt skoöunum þeirra og viöhorfum til borgarmálanna og komiö á framfæri ábendingum og athugasemdum um borgarmál. Þeir, sem áhuga hefðu á að notfæra sér framangreint, hringi vinsamlega i slma 82605. Kappreiðar Kappreiðar hestamannafélaganna Gusts og Andvara verða að Kjóavöllum sunnudaginn 19. mai kl. 15. Keppt verður i 250 m skeiði, 250 m tölti, 250 m folahlaupi, 300 m stökki, 2000 m brokki og viðavangshlaupi. Góðhestakeppni félaganna verður laugar- daginn 18. mai kl. 15 að Kjóavöllum. Skráning góðhesta og kappreiðahesta fer fram á Kjóavöllum i kvöld kl. 20,30, eða hringið i sima 4-10-26. Kappreiðanefnd. Keflavík Tilboð óskast i eftirtaldar vélar og tæki frá Ahaldahúsi Keflavikurbæjar! 1 st. jaröýta International TD 24 árgerö 1953 1 st. vélsóp Wayne á International bil LS 1700 árgerö 1965. 1 st. dráttarvél Dodge 1950. 4 st. vatnsdælur rafmagns og bensindrifnar. 1 st. valtari 1 tonn. 1 st. vökvatjakkur á lyftara fyrir 4 tonna lyftigetu. 1. st. vörubilssturtur 7 tonn. Vélarnar verða til sýnis viö vélaverksæði Keflavikur- bæjár við Flugvallarveg mánudaginn 20., þriöjudaginn 21. og miövikudaginn 22. mai frá kl. 7-17 alla dagana. Tilboðin veröa opnuö miövikudaginn 22. mai kl. 18 i skrif- stofu Ahaldahúss Keflavíkurbæjar Vesturbraut 10. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Áhaldahús Keflavikurbæjar 5 óra þrœlkun — síðan 2 óra útlegð Sovézki visindamaðurinn Vavriel Superfin hefur verið dæmdur i fimm ára hegningar- vinnu og tveggja ára útlegð siðan, en hann var fundinn sekur um fjandskap við Sovétrikin i 6 tilvik- um. Superfin starfaði eitt sinn með rithöfundinum Alexander Solsjénitsin, en var tekinn fastur fyrir 10 mánuðum og ákærður m.a. fyrir útgáfu og dreifingu á neðanjarðarblaði, og fyrir að hafa smyglað út úr fangelsi dag- bók Edward Kuznesov. Kuznesov afplánar 15 ára fangelsisdóm fyr- ir að hafa átt þátt i tilraun til flug- vélaráns i Leningrad 1970. Við réttarhöldin neitaði Super- fin þvi statt og stöðugt, að hann væri sekur. Náðo glœpa- menn—ekki pólitíska þó Það eru taldar vera líkur á þvi, aö hin 4 mánaða gamla sam- steypustjórn Tyrklands neyðist til að segja af sér eftir að þjóðþing Tyrkja felldi tiilögu um að sleppa öllum pólitiskum föngum úr fangelsum landsins. Bulent Ecevit forsætisráðherra kallaði saman rikisráðsfund i morgun til þess gagngert að ræða hugsanlega afsögn sina og stjórnarinnar. Þingið hafði áður samþykkt að náða um 46.000 refsifanga, sem sitja inni fyrir almenn afbrot. En tillagan um náðun til handa pólitiskum föngum var felld, þegar 20 þingmenn annars stjórnarflokksins greiddu at- kvæði með stjórnarandstöðunni. CROWN-bílaviðtœkin eru langdrœg og örugg Verð er sem hér segir. Car-100 kr. 4.980.00 Car-200 kr. 5.700.00 Car-300 kr. 7.350.00 Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999 Akureyri. Sími 21630

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.