Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 15. mai 1974. cTMenningarmál Quinn svíkur aldrei TÓNABIÓ: ,,Across llOth Street". Það er sama, hvort Anthony Quinn fer með hiutverk biskups eða fyllirafts, striðshetju eða glæpamanns, honum bregzt aldrei bogalistin. í myndinni sem Tónabió sýnir þessa dag- ana, fer hann með hlutverk rannsóknarlögreglumanns i Ilarlem, sem er orðinn 55 ára og beitir fantabrögðum við yfir- heyrslur. Og enn á ný sannar Quinn stórkostlega leikhæfi- leika sina. En það er ekki aðeins nærvera Quinn, sem gerir myndina „Across. llOth Street” eftir- minnilega: leikur allra annarra i myndinni, leikstjórn, tónlist, myndataka og klipping er með slikum ágætum, að fullkomnun nálgast. Myndin er þrungin spennu frá upphafi til enda, sem hver ein- asti áhorfandi i kvikmyndasaln- um verður gagntekinn af. Fylg- ist með samtaka ópum áhorf- endanna, ánægjuklið, já, og lófaklappi. öll atriði myndar- innar, stór og smá, hitta þráð- beint i mark. „Across llOth Street” hefur til að bera það, sem langlokuna „The Godfather” skorti. Nákvæmnin er algjör. bað er aldrei dauður punktur i mynd- inni. Til að það fari nú enginn að imynda sér, að framleiðendur myndarinnar séu teprulegir, er sérstök vandvirkni lögð i allar slagsmála- og likamsmeiðinga- senur. Blóð slettist hraustlega út um allt, sérhvert hnefahögg skiiar sér svo vel, að áhorfand- inn' lyftist upp i sætinu — og þrýstist svo niður aftur við það næsta. bað ætti að vera ástæðulaust að fara hér út i að rekja söguþráð myndarinnar. bess skal getið, að myndin gefur góða mynd af lifinu i Harlem, að sögn sérfróðra. Við skyggnumst inn i veröld þeirra fátæku, sem þar lifa, og við fáum lika ljósa mynd af „eigendum” negra- hverfisins, glæpalýðnum, sem á i sifelldum átökum innbyrðis jafnt sem útávið. Atriði úr myndinni „Across HOth Street”. Anthony Quinn i hlutverki lögregluforingjans, sem les hér yfir svarta skúrkinum, sem stjórnar öllu illu I Harlem —■ og skammtar lögregluforingjanum væna „jólagjöf” ár hvert....... Lítt hroll- vekjandi... GAMLA BÍÓ: „Svarta kóngulóin" Rétt er að taka það fram, að þessi mynd er ekki hrollvekja, eins og auglýsingar blaðanna benda ótvirætt til. Eða réttara sagt: myndin er ekki hroll- vekjandi. Sjálfsagt hefur það vakað fyrir framleiðendum myndar- innar að framkalla hroll hjá áhorfendum, en það mis- tekst. Myndatöku og tón er þar helzt um að kenna. Söguþráðurinn er, að þvi er manni virðist, sóttur i lélegan reyfara. Litlar kröfur eru gerðar til frumleika. Fátt kemur á óvart, ja, nema kannski það, hver morðinginn er, en það er nú lika lág- markskrafa áhorfandans. Myndin greinir frá morðum, þar sem fórnar- lömbin — öll kvenmenn — eru lömuð, en siðan skorin i tætlur ( án þess að áhorfandinn geti greint það á likunum-!!) Hinn þunglyndi lögreglu- maður, er á að hafa hendur i hári morðingjans, er alltaf „einum of seinn”. Að lokum er það orðið hálfkjánalegt, hversu svifaseinn hann er. betta eru allt sætustu stelpur, sem sjáum i þessari mynd. bað má lika segja, að einstaka atriði myndarinnar sé spennandi. bað er þvi svo sem óhætt að fara og sjá þessa mynd — ef maður er hvorteðer búinn að sjá hinar hasarmyndirnar i bió- húsunum og það er ekkert sér- stakt á dagskrá sjónvarps- ins. LANG- DREGIN OG YFIR- BORÐS- KENND SAMTÖL NÝJA BlÓ: „B.S. I love you" „B.S. I love you” er mis- heppnuð kvikmynd um mis- heppnaðan auglýsingafram- leiðanda. Margendurteknir kaflar og langdregnir er það, sem fellir myndina. Engin leikaranna sýnir tiltakanlega góðan leik, en það er samt ekki útilokað, að þau Peter Kastner og JoAnna Cameron geti leikið — ef þau fá verðugra viðfangsefni. EFTIR ÞÓRARIN J. MAGNÚSSON Myndin segir frá Paul Bongard (Peter), ungum og ósjálfstæðum pilti, sem vinnur við gerð sjón- varpsauglýsinga. í upphafi myndarinnar fylgjumst við með gerð sjón- varpsauglýsingar, þar sem maður einn á að stökkva fram af griðarlega mikilli brú með kók- flösku I annarri hendi og hrópandi: „Ég mundi hoppa milu fyrir kók”. Gosdrykkjaframleiðendurnir eru óánægðir með auglýsinguna, og Paul hrökklast yfir til annarrar auglýsingastofu. bar verður honum betur ágengt — þó mest i samskiptum sinum við vinnuveitandann, sem er ból- fimur kvenmaður.... Vesalings Paul á við þann vanda að etja að vera i tygjum við tvo kvenmenn til viðbótar; Annarri þeirra er hann búinn að vera með i sex ár, kennslukonu, sem er mjög vönd að virðingu sinni, og svo hins vegar kynóðri stelpu, sem kallar sig Marilyn Monroe. Sú sprettur upp á ólik- legustu stöðum, nauðgar Paul og hverfur svo án þess að skilja eftir sig nokkur spor. Paul er orðin ruglaður i riminu og þvælist um eins og stjórnlaust rekald. Leikstjórinn hefur óstjórnlega gaman af þvi að elta piltinn með myndavélina, þar sem hann þrammar niðurlútur um göturnar, eða byltir sér i divaninum heimafyrir. Kúlutyggjólist þeirra Jimmy Dale og Mark Shekter megnar ekki að gera þá sýningu skemmti- lega. begar annað og þriðja leiðindakastPaul hefst, er manni skapi næst að labba út. Upphaf myndarinnar og upphaf flestra atriðanna er með ágætum. bað er einhver ferskleiki yfir byrjuninni sem lofar góðu. En mestur glansinn fer af fram- haldinu, vegna þess hve lang- dregin atriðin eru. 011 samtöl verða yfirborðskennd eftir fyrstu fjórar eða fimm sekúndur. bað eina, sem er með sæmilegu tempói, er það, þegar hin kynóða Marilyn ryðst fram á sjónar- sviðið. Að lokum: Endir myndarinnar er sá allra slappasti, sem hér hefur sézt á siðustu mánuðum. Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630 sutnd optioníu A-25 A-10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.