Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 8
Vlsir. Miðvikudagur 15. mai 1974. Visir. Miðvikudagur 15. mai 1974. msjón: Hallur Símonarso Þessir fögnuöu 5. mai i Rotterdam, þegar Magdeburg vann AC Milan svo óvænt i úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa. En hverjir fagna í Brussel i kvöld? — Magdeburg er fyrsta austantjaldsliðið, sem sigrar i Evrópukeppni i knattspyrnu — og 2-0 sigur liðsins gegn Milan var afar óvæntur. Austur-Þjóö- verjar eru sannarlega komnirá knattspyrnuhnöttinn — lúrslitum HM ifyrsta skipti isumar. Skotinn tók Wales! Brezka meistarakeppnin í knattspyrnu hélt áfram í gærkvöldi og léku þá Skot- land og Wales á Hampden Park í Glasgow. úrslit urðu þau, að skozka liðið sigraði með 2-0 án þess þó að sýna veruleg tilþrif. Skozka liðið fékk mörg góð tækifæri i leiknum gegn hinu slaka liði Wales, en tókst aðeins tvisvar að skora. Fyrra markið skoraði Dalglish á 24. min. en Sandy Jardine hið siðara á 44. min. úr vitaspyrnu. Gary Sprake,' sem varði mark Wales, sýndi mikla hæfni á köflum. Kenny Dalglish, Celtic, var nú bezti maður skozka liðsins, en hann átti hreint afleitan leik gegn Irum sl. laugardag — var þá slak- asti maður Skotlands. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á skozka liðinu frá þeim leik. Boston Celtic vann Boí lon Celtic varð meistari I Bandarikjunum i körfuknatt- leik atvinnumannaliðanna — sigraði Milvaukee Bucks i úr- slitakeppninni. Alls háðu lioin sjö leiki, en Celtic sigraði i keppninni á austurströndinni — Bucks á vesturströndinni. Eftir sex fyrstu leikina var alveg jafnt, hvort lið hafði sigrað I þremur leikjum. Sjö leikir eru háðir i þessari úrslitakeppni efstu liðanna — og hinn sjöundi var háður sl. sunnudag. Þá sigraði Celtic með 102 stigum gegn 87 og tryggði sér þar með meistara- tignina. Þeir Denis Law og Willy Morgan voru settir úr liðinu, en Joe Jor- dan, Leeds og Jimmy Johnstone, Celtic, komu i þeirra stað. Þá gat Donachie, Manch. City, ekki leik- ið vegna meiðsla. Don Ford, Hearts, var 3ji nýi maðurinn i skozka liðinu. 1 kvöld leika Eng- land og Norður-lrland i keppninni og verður leikurinn á Wembley- leikvanginum i Lundúnum. Bæði löndin verða með óbreytt lið frá sigurleikjunum sl. laugardag. Það kom á óvart á Englandi i gær, að framkvæmdastjóri QPR, Gordon Jago, sagði starfi sinu lausu vegna deilna við formann félagsins, J.A. Gregory, og er það ekki i fyrsta skipti, sem milljóna- mæringurinn kunni, Gregory, sem ,,á" QPR, lendir i útistöðum við framkvæmdastjóra sina. Gordon Jago náði mjög góðum árangri hjá QPR — og menn eru nú að spá i að Sir Alf Ramsey verði ráðinn til QPR i hans stað. Trúir á sigur, en van- metur ekki mótherjana Bayern Munchen og Atletico Madrid keppa til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í Brussel í kvöld. Hvorugt liðið hefur áður sigrað í þessari merkustu knattspyrnukeppni Evrópu. Ég álít að lið mitt sé mun sigurstranglegra í úrslita- leik Evrópukeppninnar í knattspyrnu, sagði Franz Beckenbauer, fyrirliði þýzka liösins Bayern Munchen, þegar hann kom til Brussel á mánudag. I kvöld verður úrslitaleikur- inn háður þar— milli Bay- ern og Atletico Madrid, tveggja stórliöa í evrópskri knattspyrnu. Flestir sér- fræðingar eru á sömu skoðunog Beckenbauer. Evrópubikarinn — keppni meistaraliða — er merkasta knattspyrnumótið i Evrópu og sigurvegarinn hlýtur titilinn „Bezta félagslið Evrópu" og rétt Mótherjar ís- lands töpuðu Skotland, sem leikur i riðli með tslandi I UEFA-keppninni i Sviþjóð — það er leikmenn 18 ára og yngri — tapaði fyrir Wales 2-4 i brezku keppninini á laugardag. Robertson og Young skoruðu fyrir Skota, en Thomas, Roberts, Townsend og Thomas aftur fyrir Wales. England sigraði I brezku keppninni, en skozka liðið gerði jafntefli við það enska 1-1. Þess má geta, að enska liðið, sem sigraði i UEFA-keppninni i fyrra á ttalíu, komst ekki i úr- slitakeppnina I Svlþjóð að þessu sinni. Léku i riðli með Wales og Hollandi — og þar sigraði Wales. t riðli tslands I Sviþjóð leika Rúmenía og Finniand auk Skot- lands. til að keppa um heimsmeistara- titil félagsliða. Franz Beckenbauer sagði enn- fremur við belgisku blaðamenn- ina við komuna til Brussel. Þó ég telji Bayern sterkara lið vanmet- um við þó á engan hátt mót- herjana. Það komast ekki nema frábær lið i úrslit Evrópubikars ins — og við teljum Atletico ekki veikara lið fyrir það, að þrir af leikmönnum liðsins, sem reknir voru af velli i Glasgow á dögun- um, fá ekki að taka þátt i úrslita- leiknum. Varamenn liðsins sýndu það i siðari leiknum við Celtic að þeir kunna sitt fag. Á sunnudaginn tókst okkur hjá Bayern Munchen að sigra i vest- ur-þýzku deildakeppninni þriðja árið i röð. Það var fagnaðarefni fyrir okkur og mikið atriði að sá sigur skyldi vinnast fyrir úrslita- leikinn gegn Atletico. Þá þurfum við ekki að hugsa meira um þá keppni, sagði Beckenbauer, en pressan var mikil lengi vel vegna hinnar hörðu keppni við Borussia Mönchengladbach. Já, leikmenn Bayern gera sér von um að verða fyrsta vestur- þýzka knattspyrnuliðið, sem sigr- ar i Evrópukeppninni. Það hefur oft náð langt — en aldrei alveg á toppinn i þeirri keppni. Spánska liðið kom til Brussel á laugardag. Við komuna sagði þjálfari liðsins, Juan Carlos Lorenzo, sá frægi maður, að lið hans myndi leika sóknarleik. Ég álit mig gjörþekkja Bayern Munchen — en ég vil þó ekki gizka neitt á urslit. Atletico verður án sins kunnasta leikmanns, Luis Ayala frá Argentinu, en hann var rekinn af velli i Glasgow. 1 undan- keppninni fyrir HM kom Ayala Argentinu öðrum fremur i úrslit. Hann skoraði fimm af nfu mörk- um liðsins i undankeppninni. Flugvél þeirri, sem flutti leik- menn Bayern Munchen til Brussel, seinkaði talsvert, þar sem sá orðrómur gaus upp, að eitthvað mundi koma fyrir flug- vélina. Farþegar voru látnir yfir- gefa vélina — farangur tekinn út og rannsakaður nákvæmlega, en þegar ekkert athugavert fannst, fékk flugstjórinn leyfi til að fljúga til Brussel. Verða að leika tíl úrslita að nýju! Að leikjum loknum I Sigur- geirsmótinu i sundknattleik eru lið Ármanns og Ægis jöfn að stig- um, og verða þvi að leika að nýju til úrslita. Sá leikur verður i sund- höllinniá föstudaginn og hefst kl. 9.45 um kvöldið. Einstakir leikir fóru þannig, að Ármann vann KR með 5-3 i fyrsta leik mótsins. Siðan léku.Ármann og Ægir og varð jafntefli, hvort lið skoraði þrjú mörk. Þriðji og sið- • asti leikurinn var svo sl. föstudag og þá vann Ægir KR með 7-2. Lið Ægis og Ármanns eru þvi með þrjú stig hvort — en lið KR hlaut ekki stig i mótinu að þessu sinni. Björgvin Þorsteinsson :í golfvelli á Skotlandi. KLP tók myndina. Vilja fá Akureyringinn á golfmót í Svíþjóð! — Björgvin Þorsteinsson sjaldan verið betri en nú i srðustu viku dvaldist stór hópur íslenzkra golf- ara i Skotlandi, þar sem menn og konur á öllum aldri léku golf af fullum krafti iátta daga. I þessum hópi voru margir af beztu kylfingum landsins, m.a. Þorbjörn Kjærbo frá Golf- klúbbi Suðurnesja og is- landsmeistarinn frá í fyrra/ Björgvin Þorsteins- son frá Akureyri, auk fleiri þekktra kylfinga. Þessi ferð var mikil fræðgarför fyrir Björgvin. Var það samróma álit allra i hópnum, en það voru um 140 manns, að hann hefði aldrei slegiðeða spilað eins vel og nú. 1 þessari ferð lék hann að jafnaði 36 holur á hverjum degi — 18 holur fyrir hádegi, en siðan aðrar 18 á öðrum velli eftir há- degi. Þá var honum boðið að taka þátt i 36 holu opinni keppni, þar York gegn Val í kvöld 1 kvöld leikur enska atvinnu- mannaliðið York City annan leik sinn hér á landi og mætir þá Val á Melavellinum. Þeir, sem sáu þetta enska lið leika gegn IBK i fyrrakvöld, voru mjög hrifnir af liðinu og einstök- um leikmönnum þess — enda þarna á ferðinni menn, sem kunna sitt fag. Ef Valsliðið finnur formið frá þvi I fyrra má búast við skemmti- legri viðureign, en aðdáendur Vals segja að aðeins sé um tima- spursmál að ræða hvenær liðið fari aftur i gang. Eins og fyrr segir fer leikurinn fram á Melavellinum og hefst hann kl. 20.00. sem keppendur voru flestir af beztu áhugamönnum Skotlands, og stóð hann sig þar með ágætum. Keppni þessi fór fram á þekkt- um golfvelli, sem ber nafnið Longniddry, og voru þátttakend- ur 78 talsins — allt kylfingar með forgjöf 0 til 3. Björgvin lék 36 holurnar á 154 höggum — (77:77) — og hafnaði i 23. til 29. sæti af 78. Töldu aðrir keppendur það mjög gott hjá hon- um, þar sem hann hefði þekkt völlinn mjög lítið og farið óundir- búinn til keppninnar. Tveim dög- um fyrir hana lék Björgvin þennan völl á 70 höggum, sem er rétt við par og gefur honum for- gjöf núll. Þá lék hann nokkra aðra velli i ferðinni mjög vel, eða þetta frá 70 til 75 höggum. Hæst fór hann á hinum heimsfræga Muirfield, þar sem mörg af stærstu golfmót- um heims hafa farið fram. Hann lék á 79 höggum, eftir að hafa verið á pari eftir 12 holur. I ferðinni hafði einn af forstjór- um Pierre Robert sriyrtivöru- verksmiðjunnar i Sviþjóð tal af Björgvini, en hann var þarna einnig til að leika golf. Bauðst hann til að gera allt, sem hann gæti til að koma honum i hina stóru Pierre Roberts-golfkeppni, sem frara fer i Sviþjóð dagana 22. til 24. mai n.k. Þessi keppni er þegar fullskipuð, þrátt fyrir að lágmarksforgjöf, sem þarf til að komast inn i hana, sé þrir. Þátt- takendur eru allir beztu kylfingar á Norðurlöndum auk meistara frá ttaliu, Frakklandi, Portúgal og fleiri löndum, en þeim er sér- staklega boðið til keppninnar, sem er ein stærsta golfkeppni á Norðurlöndum á hvérju ári. Bert Hanson forstjóri tslenzk- ameriska verzlunarfélagsins, sem hefur umboð fyrir Pierre Robert hér á landi sagði I viðtali við blaðið i gær, að hann biði eftir svari frá Sviþjóð um, hvort Björgvin kæmist inn i keppnina, og væri von á þvi i dag. Ef jákvætt svar fengist, færi hann utan 3-4 dögum fyrir mótið til að æfa sig á vellinum, þar sem keppnin færi fram. -klp. Törring er frábœr Jesper Törring, sem fyrir tveimur dögum setti nýtt, danskt met i hástökki — stökk 2.23 metra, sem jafnframt er nýtt Norðurlanda- met, sýndi i gær hve frábær alhliða iþrótta- maður hann er, þegar hann sigraði I 400 metra hlaupi á móti i Árósum i gær. Hann hljóp vegalengdina á 47.7 sekúndum. Törring hefur sem kunnugt er oft keppt I tugþraut. Timinn hans i 400 metra hlaupinu i gær er hinn þriðji bezti, sem danskur iþróttamaður hefur náð. Arne Jonsson, sem Törring sigraði i gær, á danska metið og er það 47.1 sekúnda. • Halldór á betri tírna Halldór Guöbjörnsson, hlauparinn góðkunni úr KR, á betri tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi en við sögðum frá hér á síðunni í gær í sambandi við árangur Ágústs Ásgeirssonar, iR, á móti í Englandi. t sex-landa keppninni i Brussel i fyrrasum- ar hljóp Halldór vegalengdina á 9:26.4 min. og bætti bezta tima sinn um nákvæmlega 10 sek. - en 1971 hafði hann hlaupið 3000 m hindrunarhlaup á 9:36.4 min. og það var ná- kvæmlega sá timi, sem Ágúst náði á Eng- landi. tslandsmetið i greininni á Kristleifur Guð- björnsson, KR — bróðir Halldórs — og það er 8:56.4 min.sett 1961. t öðru sæti á isl. afreka- skránni er svo Borgfirðingurinn Haukur Engilbertss., sem 1958 hljóp á 9:26.2 min. Siðan kemur Halldór Guðbjörnsson i þriðja sæti 9:26.4 min. Þá Agúst Asgeirsson með 9:36.4 min. Fimmti er Stefán Árnason, UMSE, með 9:38.0 min. og sjötti Agnar Levy, KR, sem náði bezt 9:38.2 min. • Gáf u aldrei leikinn! Vegna frétta i sjónvarpi, hljóðvarpi og á iþróttasiðum dagblaða viljum við i stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks taka það fram, að i leiknum við t.A. i Litlu bikar- keppninni, sem fram átti að fara s.l. laugar- dag, var frestað. Þetta var gert með sam- komulagi við forráðamenn t.A., enda munú þeir votta það. Samskipti U.B.K. og I.A. hafa alltaf verið hin beztu og að öllu til fyrirmynd- ar. Breiðablik hefur aldrei gefið leiki. Guðni Stefánsson formaður knattspyrnudeildar U.B.K. Stórveldin slegin út! Furðuleg úrslit hafa að undanförnu átt sér stað i Davis-cup keppninni I tennis, og aðeins eitt kiiid er nú eftir I átta-liða úrslitum, sem áður hefur sigrað i keppninni, Frakkland. Uavis cup er útsláttarkeppni niilli þjóða og er löndunum fyrst skipt i riðla eftir álfum. 1 Amerikuriðlinum kom það á óvart, að Kolombia sló Bandarikin út — og um sfðustu helgi gerði Indland sér litið fyrir og sigraði Astraliu með 3-2. Það er mesta maraþon- keppni, sciii háð hefur verið frá þvl keppnin hófst árið 1900. Eftir fimm daga keppni — með 227 lotum i leikjunum fimm — sigraði indverski.keppandinn i siðasta einliðaleikn- um og tryggði þar með sigurinn. Þar með var hitt stórveldið i tennisheiminum einnig úr lcili, en Astralla og Bandaríkin hafa skipzt á að sigra i þessari keppni sfðustu áratugina, Frakkland sigraði 1927 til 1932 og Bretland hefur af og til komizt á blað. Davis cup er keppni karlmanna og I átta- liða úrslitum leika Júgóslavia, Sovétrikin, Tékkóslóvakla, Vestur-Þýzkaland, Suður- Afrika, Frakkland, Rúmenia og Indland. Austantjaldslöndin eru sem sagt heldur betur komin á skrið i tennis-iþróttinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.