Vísir - 15.05.1974, Page 12

Vísir - 15.05.1974, Page 12
12 SIGC3I SIXPEIMSAR CÉg er i baði og Flóra M __ er að leita að húsi! : ^.JIBBiiií ÞAU ERU AÐ^) 11 1 í_:j | T.] u □ | í Austan gola, þurrt að mestu og 9-12 stiga hiti. Stinnings- kaldi og 6-8 stiga hiti i nótt. Tveggja tigla opnunin úr Rómankerfinu, sem sýnir þri- lita hönd, er orðin afar vinsæl meðal keppnisspilara, ekki siður hér á landi en annars staðar. Spilið, sem við sýnum 1 dag, kom nýlega fyrir i keppni i USA. Norður opnaði á 2 tiglum og suður sagði tvö- grönd, sem biður norður að segja frá einspili sinu eða eyðu. Norður stökk i fjögur lauf og sýndi með þvi mikinn styrk. Nú vissi suður, að lauf hans var litils virði, og sagði þvi fjögur hjörtu sem loka- sögn. En norður var bjartsýnn og stökk i sex. Útspil vesturs spaðania. A AKD73 V KDG4 ♦ AD62 ♦ ekkert A 95 ¥ A83 ♦ G954 + 8653 A G862 ¥ 97 ♦ 87 A AD974 A 104 ¥ 10652 ♦ K103 * KG102 Útspilið var tekið á drottningu blinds, og spilar- anum i suðri leizt engan veginn á spilið. Trompin þurftu að falla 3-2 ásamt jafnri legu i spaða eða tigli. Eins og spilið liggur, er ekki hægt að vinna það nema með aðstoð varnarinnar — og þá aðstoð fékk suður. Eini möguleikinn er að taka tvisvar tromp, áður en reynt er að trompa. Vestur gerði það mögulegt með þvi að taka strax á hjartaás, þegar kóngnum var spilað frá blindum i öðrum slag, og spilaði spaða áfram. Lauf frá vestri hefði eyðilagt áform suðurs, þvi þá hefði hann orðið að trompa i blindum. Spaðinn var tekinn á kóng, og nú hafði suður vald á spilinu. Hjarta- drottningu var spilað — siðan litlum spaða, sem trompaður var með tiu. Vestur gat ekki kastað tigli og lét þvi lauf. Þá spilaði suður þrisvar tigli og trompaði þann fjórða með sið- asta trompi sinu. Blindum var nú spilað inn með þvi að trompa lauf — siðasta trompið tekið, og vinningsslagirnir i spaða tryggðu spilið. A skákmóti i Szelnok 1942 kom þessi staða upp i skák Abel og Szekly, sem hafði svart og átti leik. 1. -- e3!! 2. fxe3 (Rxc5 - exd2+ 3. K1 —• Hel mát) — Dxe3+ 3. Kdl —Del+ !! 4. Bxel — Hxel mát. LÆKNAR Keykjavik Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00 — 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla upplýsingar i lögreglu- varðstofunni simi 50131. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka vikuna 10. til 16. mai er i Ingólfsapóteki og Laug- arnesapóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli ki. 1 og 3. | í DAB HEILSUGÆZLA Slysavaröstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði, simi 51336. Hitaveitubilanir simi 25524 Vatnsveilubilanir simi 35122 Simabilanir simi 05. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 50131, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51336. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Simar: 26627 22489 17807 26404 Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósend- ur flokksins, sem ekki verða heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram i Hafnarbúðum, alla virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22. Sunnudaga kl. 14-18. Sjálfstæðismenn á Húsavik hafa opnað kosningaskrifstofu að Ketilsbraut 5. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 20.30 - 23, en laugardaga og sunnudaga kl. 17-19. Simar 41202 og 41310. Upplýsingar á öðrum tima dagsins i simum 41234 Ingvar Þórarinsson og 41310 Jóhann Kr. Jónsson. Kef Ivikingar Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin alla daga frá kl. 14-18 og 20- 22. Sjálfstæðismenn komið eða hafið samband i sima 2021 og látið skrá ykkur til starfa á kjördegi. Jafnframt verður félagsheimilið opið á sama tima. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna i Keflavik. Visir. Miðvikudagur 15. mai 1974. Kristniboðssambandið. Almenn samkoma verður i kristniboðshúsinu Betania, Laufásvegi 13 i kvöld kl. 8.30. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur talar. Allir velkomnir. Kvöldferð 15/5. Gönguferð með Elliðaánum. Brottför kl. 20frá B.S.l. Verð: 100 kr. Frá Sjálfsbjörg, Reykja- vík. Farið verður i einsdags ferð 25. mai nk. Félagar látið vita um þátttöku i sima 25388 fyrir 21. mai. Ferðanefndin. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði. Félagsvistin i kvöld miðvikudag 15. mai. Verið velkomin. Fjölmennið. VIÐKOMUSTAÐIR BÓKABÍLA Arbæjarhverfi Hraunbær 162 mánud. kl. 3.30- 5.00. Verzlunin Hraunbæ 102 þriðjud. kl. 7.00-9.00. Verzl. Rofabæ 7-9 mánud. kl. 1.30- 3.00, þriðjud. kl. 4.00-6.00. Breiðholt. Breiðholtsskóli mánud. kl. 7.15- 9.00, fimmtud. kl. 7.00-9.00, föstud. kl. 1.30-3.00. Fremristekkur fimmtudaga kl. 1.30- 3.00. Verslunin Straumnes fimmtu- daga kl. 4.15-6.15. Verzlanir við Völvufell þriðju- daga kl. 1.30-3 , föstudaga kl. 3.30- 5.00. Háaleitishverfi. Alftamýrarskóli fimmtudaga kl. 1.30- 3.30. Austurver, Háaleitisbraut, mánudaga kl. 3.00-4.00. Miðbær, Háaleitisbraut, mánu- daga kl. 4.30-6.15. miðvikudaga kl. 1.30-3.30, föstudaga kl. 5.45- 7.00. Holt — Hlíðar Stakkahlið 17 mánud. kl. 1.30-2.30 miðvikud. kl. 7.00-9.00. Æfinga- skóli Kennaskólans miðvikudaga kl. 4.15-6.00. Laugarás Verzl. Norðurbrún þriðjud. kl. 5.00-6.30, föstud. kl. 1.30-2.30. Laugarneshverfi Dalbraut/Kleppsv. þriðjud. kl. 7.15- 9.00. Laugalækur/Hrisateigur föstud. kl. 3.00-5.00. Sund Kleppsv. 152 við Holtaveg föstu- daga kl. kl. 5.30-7.00. Tún Hátún 10 þriðjud. kl. 3.00-4.30 Vesturbær KR-heimilið mánud., kl. 5.30-6.30, fimmtud. kl. 7.15-9.00. Skerjaf jörður — Einarsnes fimmtud. kl. 3.45-4.30. Verzl. Hjarðarhaga 47 mánud. kl. 7.15- 9.00 fimmtud. kl. 5.00-6.30. 3 KVÖLD | Q □AG | Q KVÖLD | Sjónvarp kl. 21.05: RIMNAKVEÐSKAPUR, GÖMUL KVIKMYND, SJALDSÉÐAR BLÓMA- TEGUNDIR, STÓR- VINNINGARNIR OG NEYTENDASAMTÖKIN „i þætti mínum, Á TÍUNDA TÍMANUM, í kvöld verður m.a. sýnd kvikmynd úr Reykjavík og inn í hana fléttað rímnakveðskap og viðtali við konu, sem var á bezta aldri, þegar kvikmyndin var gerð. Hún var þá aðeins 50 ára gömul". Þannig komst ólafur Ragnarsson að orði í viðtali við Vísi i gær. Og . hann hafði fulla ástæðu til að komast þannig að orði um aldur konunnar — hún er nefnilega 100 ára i dag. ,,Kvikmyndin, sem við sýnum i kvöld, er úr safni kvikmynda, sem Loftur Guðmundsson tók árið 1924, eða i frumbernsku kvikmyndagerðar”, hélt Olafur áfram máli sinu. ,,Þessi kvik- myndasyrpa er úr flokki kvik- mynda, sem Loftur nefndi „Island i lifandi myndum”, en það safn var orðið nokkuð stórt, áður en lauk. Þá verður i þættinum rætt við fólk, sem hefur hlotið stóra vinninga i happdrætti”, sagði Ólafur. ,,Ég ræði við einn, sem hefur fengið eina milljón, og annan, sem hefur unnið hálfa milljón. Ennfremur ræði ég i þættinum við fólkið, sem fékk DAS-húsið á dögunum og er að flytja þangað núna”. I þættinum verður einnig fjallað um starfsemi Neytenda- samtakanna og sagt frá kvörtunum, sem samtökin hafa fengið til meðferðar. Og loks”, sagði Ólafur, „verður spjallað við Ólaf Björn Guðmundsson lyfjafræðing, sem fæst við það i tómstundum sinum að rækta er- lendar blómategundir, sem hafa ekki sézt hér áður”. Þetta verður fjórði og siðasti þáttur ólafs ,,A tiunda timanum”, en þessi þáttur tók við af þætti Magnúsar Bjarn- freðssonar „Krunkað á skjáinn”, sem hætti göngu sinni, þegar Magnús sneri sér að póli- tikinni. Aðspurður svaraði Ólafur þvi til, að sér hefði likað vel að vinna þáttinn ,,A tiunda timanum” og hann væri reiðu- búinn til að taka til við hann að nýju, þegar vetrardagskráin hefst — ef timi og aðstaða verður til slikra hluta. „Það er ágæt tilbreyting frá hraðanum við fréttamennskuna að fá öðru hverju tækifæri til að vinna að þætti af þessu tagi. Þætti, sem hægt er að gefa sér tima til að vinna af meiri vand- virkni en fréttaviðtöl og beinar útsendingar”, sagði Ólafur að lokum. —ÞJM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.