Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 20. mai 1974. 3 „Umfangsmesfu rœktunar- framkvœmdirnar í Breið- hohi í sumar" „Langmestu og umfangsmestu ræktunarframkvæmdirnar munu eiga sér stað i Breiðholtshverfi i sumar”, sagði borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson, i viðtali við Visi. Og það cr ekki að sjá annað, þegar litið er á kort, en ibúarnir fái að sjá meira af grænum svæðum en þeir hafa hingað til. t Hólahverfi verða til dæmis miklar framkvæmdir. Bak við blokkirnar i þvi hverfi myndast eitt stórt svæði, eða ein stór lóð, og frá þvi svæði verður alveg eeneið. Litillega var byrjað á fram- kvæmdum á þessu svæði i fyrra- sumar, en haldið verður áfram i sumar. Til dæmis verður komið fyrir skrúðgarði á svæðinu, sleða- og leijtaðstöðu, og gæzluvöllur, sem verið hefur til staðar, reyndar aðeins til bráðabirgða, verður allur endurbættur. Ibúar kunna kannski að furða sig á þeim haugum, sem eru á svæðinu, en þeir haugar verða áfram, enda myndast þar hin ákjósanlegasta sleðaaðstaða fyrir börn að vetrinum til. Bilastæði munu ekki verða á svæðinu, heldur verða þau að öllum likindum fyrir framan blokkirnar. Svæðið verður þvi eins og ein stór lóð fyrir þetta hverfi, enda er ibúðamagn mikið i húsunum i kring. Það verður stutt og skjólsælt fyrir ibúana i þessum húsum að fara i strætisvagninn. Endastöð verður nefnilega við svæðið. Kannski það verði þá ekki eins napurt að koma sér út i vetrar- kuldann á morgnana,-enda skjól vegna húsanna allt um kring. —EA Það verður brátt öðruvísi um að litast fyrir ibúa I Hólahverfi. Þetta svæði verður ein sameiginleg lóð þeirra, og þar munu eiga sér stað miklar ræktunarframkvæmdir I sumar. Ljósm: Bragi. Leitað langi yfír skammt? Hittu Laxness í Þýzkalandi — vildu viðtal á íslandi ÚTLÖNDÍ MORGUN Umsjon: Bp/GP LÖGRíGLAN FtLLDI RÆNINGJA HíARST - EN HÚN ÓFUNDIN Um 500 manna lög- reglulið Los Angeles- borgar lagði aðfaranótt laugardags 5 félags- menn i Symbioneska frelsishernum að velli i skotbardaga á götu i Los Angeles. Talið er, að félagsskapur þessi hafi rænt Patriciu Hearst 4. febrúar s.l. t bardaganum féll foringi öfga- sinnanna, annar karlmaður og þrjár stúlkur. Eldur kom upp i Patricia Hearst, sem öfga- mennirnir rændu á sinum tima, en er nú sökuð um að hafa slcg- izt i hóp með þeim. húsinu, þar sem „frelsisher- mennirnir” höfðu leitað hælis. Erfitt var að bera kennsl á likin, en i gær þótti ljóst, að Patricia Hearst hafi ekki verið i hópi hinna látnu. ' Lengi vel var lögreglan i vafa um, hvort iikið af sjöttu manneskjunni, sem fannst i brunarústunum, gæti verið af Hearst. Faðir hennar, Randolph Hearst, tók þó af skarið um það, og reyndist það ekki vera. Bardaganum var sjónvarpað beint á Los Angeles svæðinu. Lög- regluforinginn, sem stjórnaði að- förinni, sagði, að ekki væri unnt að likja henni við annað en styrjöld. Átökin stóðu i eina klukkustund. Ef upplýsingar lögreglunnar um Symbioneska frelsisherinn og félagsmenn hans eru réttar, ætti helmingur „hersins” að hafa fall- ið á laugardag. Lögreglan telur, að alls hafi verið 12 manns i öfga- hópnum. Núna i nótt umkringdi lögregl- an annað hús, aðeins fimm hús- lengdum frá brunarústunum, þar sem áður var barizt við SLA (frelsisherinn), en það lék grunur á, að þeir symbionesku ættu sér aðra bækistöð þar. — Hafði ekk- ert frétzt, hvað úr þeirri leit kom, þegar blaðið fór i prentun i morg- un. Russar yfirheyra fanga „Sovézkir atvinnumenn í yfirheyrslum hafa haft ísraelska striösfanga undir höndum frá því í október- stríðinu og rakið úr þeim garnirnar", fullyrðir Lundúnablaðið Sunday Times um helgina. „Þessir sérfræðingar i yfir- heyrslum hafa notað læknislyf og aðra tækni til þess að brjóta niður mótstöðu fanganna, og augljós- lega hafa margir þeirra talað”, skrifar blaðið. Sunday Times fullyrðir, að með þessu móti hafi arabisk hern- aðaryfirvöld fengið upplýsingar um allar hliöar á israelskum landvörnum — En blaðið segist hafa sinar upplýsingar frá öruggum heimildum meðal ara- biskra hernaðarsérfræðinga og stjórnmálamanna. lsraelsstjórn og tveim rikis- stjórnum á Vesturlöndum ku hafa verið kunnugt um þetta i nokkra mánuði, en þessum upplýsingum hefur verið haldið leyndum, svo að þær spilltu ekki fyrir sam- komulagsumleitunum Kissingers utanrikisráðherra. Til dæmis um þær aðferðir, sem sovézku yfirheyrendurnir eru sagðir viðhafa, er inngjöf meðals- ins succinyl kolin, sem leiðir af sér mjög sársaukafulla vöðva- samdrætti, en lamar siðan fórnarlambið algerlega. Þó þannig, að það heldur fullri rænu. — Áhrif meðalsins vara i tvær minútur, og þá er fórnardýrinu hótað nýrri inngjöf, ef það ekki skýri frá. „Þessir menn náðu i mig úti i Þýzkalandi, þar sem ég dvaldist fyrir stuttu. Þeir vildu hafa viðtal við mig, en alls ekki þar, heldur hér heima”. Þetta sagði Halldór Laxness rithöfundur i samtali við blaðið i gærkvöldi. Mennirnir, sem Halldór ræðir um, eru þýzkir sjónvarpsstarfsmenn. Þeir áttu viðtal við rithöfundinn stuttu fyrir helgi, en eru nú horfnir til sins heima. „Þeir komu hingað til landsins fyrir viku siðan, en ég tafðist i Þýzkalandi og kom ekki til landsins fyrr en nokkrum dögum á eftir þeim. Erindi þeirra var ekkert sérstakt með viðtalinu, heldur var þetta ákaflega venjulegt blaðamannaviðtal. Ég man satt að segja ekki, hvað þeir voru að spyrja um”, sagði Halldór. Rithöfundurinn sagðist ekki hafa spurt Þjóðverjana, hvað ætti að gera úr upptökunni. „Þó skildist mér, að eitthvað væri þetta i sambandi við sjónvarpstimaritið Spectrum, en það er feiknamikið timarit, prentað i rúmlega milljón eintökum. Viðtalið tók 4 til 5 klukkustundir, þar sem mikill hluti timans fór i vesen með vélar”, sagði Halldór Laxness að lokum. —ÓH Litlu munar á Neskaupstað Meirihluti Alþýðubandalagsins á Neskaupstað bvildi á aðeins fjórum atkvæðum i siðustu kosningum. Alþýðubandalagið fékk þá 390 atkvæði, sem þýðir, að fimmti maðurinn á lista þeirra hafði á bak við sig 78 atkvæði. Alþýðu- flokkurinn fékk þá engan kjörinn, en 77 atkvæði. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk 199 atkvæði og 2 kjörna, sem þýðir, að 3. maður á þeirra lista hafði á bak við sig 66 1/3 at- kvæði. Framsóknarmenn fengu 155 atkvæði og 2 kjörna, og var sá siðari býsna tæpt staddur, þvi að á bak við hann voru aðeins 77 1/2 atkvæði. A þessu sést, að hefði Alþýðu- flokkurinn fengið 2 atkvæðum meira og Framsókn einnig 2 at- kvæðum meira, hefði Alþýðu- bandalagið misst sinn „forna” meirihluta á staðnum. —HH Höfum vérið að taka upp mjög mikið af nýjum vönduðum fallegum vörum, á góðu verði. — Gjörið svo vel og lítið inn Skólavöröustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.