Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 20. mai 1974. vism Útgcfandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Aujflýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Fétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Sími 86G11 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Sibreytilegar útgáfur Margvislegan fróðleik má lesa úr framboðun- um, er birt voru i kosningahandbók Visis, sem fylgdi blaðinu á fimmtudaginn og endurtekin verður i blaðinu á morgun. Athyglisverðar eru hinar flóknu útgáfur vinstri framboða. t þessum sveitarstjórnakosningum er minna um sameiginleg vinstri framboð en var i siðustu kosningum. Þá buðu vinstri menn sam- eiginlega fram á Seltjarnarnesi, Flateyri og Eyrarbakka, en hafa nú klofnað i fleiri framboð á öllum þessum stöðum. Mesti ruglingurinn á vinstra vængnum er i framboðum Hannibalista. Þeir bjóða sums staðar fram sérstaklega, annars staðar með Alþýðuflokknum, enn annars staðar með Fram- sóknarflokknum og ioks einnig með Alþýðu- bandalaginu og fylgismönnum Bjarna Guðnason- ar. Þessi glundroði endurspeglar ástandið i lands- málunum. Eftir strand þjóðarskútunnar i hönd- um vinstri stjórnarinnar eru vinstri menn á harðahlaupum i átt hver frá öðrum. Það er vissu- lega athyglisvert, að menn, sem kalla sig félags- hyggjumenn, skuli helzt þurfa að vera hver i flokki út af fyrir sig. Engin leið er að átta sig á, hvernig þessi flokks- brotastefna muni þróast. Alþýðuflokknum og Hannibalistum gengur ekki vel að mynda Jafnaðarmannaflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur þar komizt upp á milli hjónaefna i Kópa- vogi og á Dalvik, og býður þar fram með Hanni- balistum. Jafnframt eru Möðruvellingar, hinir brott- reknu pariar Framsóknarflokksins, að kanna möguleika á samstarfi við eitthvert af brotum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Hannibalista, Magnúsar Torfa liðið eða Bjarna menn Guðnasonar. Eitthvað er lika að kvarnast úr vinstra kanti Alþýðubandalagsins, þar sem myndazt hafa nokkur byltingarsinnuð samtök utangarðs- manna, sem segjast jafnvel ætla að bjóða fram i alþingiskosningunum. Fleiri atriði en vinstri glundroðinn eru at- hyglisverð i kosningahandbókinni. Þar kemur fram, að Sjálfstæðisflokkurinn tekur alls ekki þátt i bræðslum milli flokka, og að hann hefur munmeira fylgi i sveitarstjórnakosningum en al- þingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er viðast langstærsti flokkurinn i bæjar- og sveitarstjórnum. Hann hef- ur allt að 65% fylgi, þar sem það er mest. Og mjög viða hefur hann rúmlega eða tæplega helming fulltrúa. Á allmörgum stöðum vantar hann aðeins herzlumuninn að ná meirihluta fulltrúa i þessum kosningum. Skýringin á þessu er sumpart sú, að i bæjar- og sveitarstjórnum yfirgnæfa hin áþreifanlegu verkefni á kostnað hugmyndafræðilegra deilna um atriði eins og vinstri og hægri, sem einkenna landsmálin svo mjög. Þegar kemur að fram- kvæmdunum, virðast menn treysta sjálfstæðis- mönnum betur en sundruðu liði vinstri manna. -JK. KGB - augu og eyru leiðtoganna í Kreml — jafnt innan Sovétríkjanna sem utan þeirra KGB er njósna- og öryggis- stofnun Sovétrikjanna. Nafnið, sem stafirnir standa fyrir á rúss- nesku, má þýða með orðinu: Rikisöryggisnefndin. Stofnunin er jafnrétthá og ráðuneyti, og hún heyrir beint undir leiðtogana i Kreml. Opinbera lýsingin á starfssviði stofnunarinnar er ein- föld: ,,að leita uppi, hafa hemil á og berjast gegn and-sovézkum öflum, sem vilja veikja sovézka kerfi.” Þetta gerir KGB jafnt inn- an landamæra Sovétrikjanna sem utan. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að afla sér haldgóðra heim- ilda um starfsemi KGB. Nýlega er þó komin út i Bandarikjunum bók um leyniþjónustuna. Þessar- ar bókar verður nánar getið hér i blaðinu á morgun, þegar tekin verður til meðferðar starfsemi KGB á Islandi. 1 þessari grein er ætlunin að draga upp grófa mynd af þvi starfi, sem KGB sinnir. Einkum er stuðzt við grein eftir Mischa Scorer, sem birtist nýlega i blaði BBC, The Listener. Lubianka á Dzerzhinsky-torgi i Moskvu er miðstöð allrar starf- semi KGB. I sömu byggingu er einnig eitt alræmdasta fangelsi allra Sovétrikjanna. Á þriðju hæð i Lubianka situr forstjóri KGB — Yuri Valdimisovitch Andropov. Hann er mjög valdamikill, þvi hann fer einnig með pólitiskt vald, sem einn af félögunum i stjórnmálanefnd flokksins. Siðan Beria leið hefur enginn KGB-for- stjóri verið jafn valdamikill og Andropov. KGB er skipt niður i deildir, sem fara með ólik hlutverk, þótt markmiö þeirra allra sé það sama — að tryggja stöðu Kommúnistaflokksins innan- lands og efla veldi Sovétrikjanna i öðrum löndum. Til þess að ná þessu markmiði svifst KGB einskis. Fyrsta deildin, sem hefur bæki- stöðvar i úthverfi Moskvu, annast njósnastarfsemi utan landamæra Sovétrikjanna. Talið er, að starfsmenn hennar séu ekki undir 10.000 manns. önnur deildin og nú sú fimmta, sem er nýlega stofn- uö, bera ábyrgð á þvi, að allt sé með kyrrum kjörum i Sovétrikj- unum. Þessar deildir berjast gegn sovézkum andófsmönnum. Þær eru augu og eyru einræðis- herranna og þeim er ekkert mannlegt óviðkomandi. Talið er, að fastir starfsmenn þeirra séu um 100.000. Fjórða deildin annast gæzlu sovézku landamæranna. A vegum hennar starfa um 300.000 landa- mæraverðir. Þriðja deildin hefur venjulega verið kölluð SMERSH. Hún hefur það hlutverk að tryggja trúnað við herinn. Sjö- unda deildin leggur til sérþjálfað- an mannafla og tækjakost til að fylgjast með ferðum manna i Sovétrikjunum. Áttunda deildin annast fjarskipti bæði fyrir KGB og aðrar stjórnarstofnanir. Hún stundar einnig hleranir og les úr dulmálslyklum erlendra aðila. Niunda deildin ber ábyrgð á þvi, að leiðtogum Sovétrikjanna og flokksbroddum sé ekki grand- að. A vegum hennar starfa um 15.000 manns. Tæknideildin er ónúmeruð. Eins og nafnið gefur til kynna er verkefni hennar að veita öllum öðrum deildum KGB tæknilega aðstoð. Hún bruggar eitur, býr til hlerunartæki, ljós- myndavélar o.fl., o.fl. Að lokum ber að nefna deildirnar, sem ann- ast skrifstofurekstur og starfs- mannahald, þær eru ónúmeraðar. Ef önnur deildin er sérstaklega athuguð, sést, að hún hefur auga með öllum útlendingum, sem eru búsettir i Sovétrikjunum eða koma þangað. Sex skrifstofur á vegum deildarinnar fylgjast með öllum sendiráðum erlendra rikja I Moskvu. Þriðja skrifstofa deild- arinnar hefur t.d. það verkefni að hafa auga með sendiráðum Vest- ur-Þýzkalands, Austurríkis og Norðurlandanna. Sendiráðin eru hleruð, njósnarar eru sendir til heimilisstarfa i þeim og tilraunir gerðar til að leiða sendiráðsmenn á glapstigu. Þeir útlendingar, sem vekja mesta tortryggni hjá KGB, eru blaðamenn og fréttamenn er- lendra fjölmiðla i Moskvu. Anthony Astrachan var i þrjú ár fréttaritari Washington Fost i Moskvu. Hann lýsir starfi KBG á þennan hátt: „Næstum allir útlendingar i Moskvu, þ.á m. fréttaritarar, verða að búa i sérstökum hverf- um — þyrpingu fjölbýlishúsa, sem er umlukt háum gaddavirs- girðingum. Þeirra er gætt af vörðum, sem eru i einkennisbún- ingi venjulegra lögreglumanna, en eru þó leynilögreglumenn KGB. Við fengum ágæta staðfest- ingu á þvi, þegar sjónvarpstæki var stolið úr ibúð eins vina okkar. Hann var svo barnalegur, að hann hljóp til varðarins við hliðið á gaddavirsgirðingunni og kæröi þjófnaðinn fyrir honum. Vörður- inn svaraði: „Ó, já, þetta heyrir Umsjón: B.B. Yuri Andropov, yfirmaöur KGB. Hann hefur gifurleg völd, þvi að hann er fyrsti KGB-forstjórinn siðan Beria leið, sem situr i stjórnmálanefnd Kommúnista- flokksins. ekki undir mig, þú verður að fara á lögreglustöðina handan við hornið og kæra þetta fyrir þeim þar.” KGB hefur útsendara sina i öll- um stofnunum og fyrirtækjum rikisins. Gildir það jafnt um ráðu neýti sem ánugámarinaté'log úm bætt samskipti við erlend riki. Fjöldi mikilvægra stofnana lýtur beinlinis stjórn KGB og margar þeirra eru eins konar dulargervi fyrir starfsemi leyniþjónustunn- ar. Þannig er Sputnik, ferðaskrif- stofa unga fólksins, beinlinis hluti af viðtæku neti KGB. Yevgenni Petrovich Pitovranov, varafor- seti sovézka verzlunarráðsins, er háttsettur KGB-foringi. Hann er talinn i hópi þriggja eða fjögurra hæfustu starfsmanna KGB. For- setaembættið i verzlunarráðinu notar hann til að leiða vestræna kaupsýslumenn afvega. KGB-for- inginn Yerzhin var til skamms tima einn af rektorum Lumumba- háskóla i Moskvu. En skólinn hef- ur verið notaður til að afla KGB starfsmanna úr hópi erlendra námsmanna. Ivan Ivanovich Udaltsov, yfirmaður Novosti fréttastofnunarinnar, er KGB- foringi. Hann var i sovézka sendi- ráðinu i Prag, þegar innrásin var undirbúin inn í Tékkóslövakiu 1968. Höfuðstöðvar KGB, Lubianka á Dzerzhinsky-torgi I Moskvu. Eldri hluti byggingarinnar, til vinstri, varö bækistöð forvera KGB eða Cheka, sem komið var á fót 1918. Lubianka-fangelsið alræmda er i þessum hluta byggingarinnar. Nýlegri hlutinn, til hægri, var byggður af pólitiskum föngum og þýzkum striðsföngum eftir siðari heimsstyrj- öldina. Þessi bygging i úthverfi Moskvu hefur siðan 1972 hýst fyrstu deild KGB, sem stundar njósnir erlendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.