Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 20. maí 1974. Visir. Mánudagur 20. mai 1974. 13 Steindautt jafntefli! Valsmenn heimsóttu Akurnesinga á Skipa- skaga á laugardaginn. þar sem liðin léku sinn fyrsta leik i 1. deildar- keppninni i knattspyrnu i ár- keppni, sem flestir telja að verði spenn Seifoss sigraði isafjörð i 2. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu i gaer með tveimum mörktim gegn engu. Hvorugt jliðið skoraði mark i fyrri hálfleik, en snemma i siðari hálfleik skoraði Sumarliði Guð- andi og skemmtileg Ekki var þó þessi leikur neinn forboði um það. Hann var hvorki skemmtilegur né spennandi, og knattspyrnulega séð verður hann ekki skráður á annála fyrir gæði. Þó brá fyrir sæmilegum köflum á báða bóga, en öll upphlaupin, sem lofuðu góðu i byrjun, voru brotin niður af sterkum vörnum, bjartsson. Markvörður isfirðinga hafði hendur á boltanum, en missti hann aftur fyrir og inn Nokkru siðar skoraði svo Gisli Sváfnisson annað mark Sel- fyssinga og var það hálfgert klúðursmark eins og hið fyrra. sem voru mest áberandi i þessum leik. Bæði liðin áttu nokkur tækifæri — það bezta átti Ingi Björn Albertsson Val, er hann stóð óvaldaður fyrir marki en...? Jóhannes Eðvaldsson átti stór- leik með Val og hélt Matthíasi Hallgrimssyni og fleiri sóknar- mönnum Ákraness alveg niðri. Matthias var orðinn svo smeykur Selfossvöllurinn var ekki upp á sitt bezta eins og reyndar fleiri vellir, scm leikið er á I 2. deild um þessar mundir, en leikmennirnir komust samt þokkalega yfir hann svo og dómarinn Sævar Sigurðs- son, sem dæmdi mjög vel. við Jóhannes, er leið á leikinn, að hann tók stóran krók fram hjá honum og fór stundum heldur i öfuga átt en að lenda í návigi við hann. Jón Gunnlaugsson átti einnig góðan leik i vörninni hjá Akranesi og hélt framlinu Valsmanna i hæfilegri fjarlægð frá markinu. Eyleifur Hafsteinsson kom inn á I siðari hálfleik, en hann hefur ekki leikið með liðinu i eitt ár. Hann virkaði þungur i þessum leik, en það gerðu fleiri, þvi völlurinn var þungur og érfiður yfirferðar: Leikurinn var eins og sagt er á skákmáli ...steindautt jafntefli... það sýna lokatölur hans glögg- lega — 0:0 — og stigaskiptingin — 1:1. Dómari leiksins var Guðmundur Haraldsson og dæmdi að mestu leyti óaðfinnanlega eins og hans er vani. —klp- (B.E.) Selfoss vann ísafjörð! t N euOiritað þarf málninpin ð þaki húss yðar ekki að þola eins mikið og gðð skipamðining en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-lifakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. REX SKIPAMÁLNING á skipin - á þökin Vfkingar fagna — knötturinn iiggur I marki Vestmannaeyja eftir aö Hafii&i Pétursson, nr. 12, hafði skoraö úr vitaspyrnu. Arsæll Sveinsson, hinn snjalli markvörður ÍBV, kom engum vörnum viö— misreiknaði knöttinn og kastaði sér I ,,öfugt”j horn. Ljósmynd Bjarnleifur. Strangur vítaspyrnu- dómur fœrði Víkingi stig gegn Eyjamönnum og jafntefli voru réttlát úrslit hjá Víking og ÍBV Vestmannaeyingum tókst ^ það eftir niu minútur gegn Víkingum, sem Reykjavíkur- liðunum hafði ekki heppnazt í 450 mínútur — að skora mark hjá Víkingi. Það var í fyrsta leik liðanna í 1. deild á Mela- vellinum í gærkvöldi, en Vik- ingur jafnaði, þegar 15 min. voru til leiksloka. Þá var dæmd vítaspyrna á ÍBV og var það afar strangur dómur, svo ekki sé meira sagt. Hafliði Pétursson skoraði úr vítinu og má segja, að réttlætinu hafi verið f ullnægt, því rétt áður en þetta atvik átti sér stað, hafði Friðfinnur Finnbogason, mið- vörður IBV, brotið mjög ilia á Jóhannesi Bárðarsyni inn á markteig. Dómarinn Guðjón Finnbogason dæmdi þá ekki neitt — sleppti afar augljósri vítaspyrnu. Jafntefli var að mörgu levti sanngjörn úrslit — að minnsta kosti hefði það verið „hrottalegt” fyrir Vlk- ing að tapa báðum stigunum eftir að knötturinn hafði verið nær allan siðari hálfleikinn á vallarhelmingi Vest- mannaeyinga. Vikingar sóttu þá miklu meir — án þess að skapa sér veruleg tækifæri gegn sterkri vörn IBV og góðum markverði, Ársæli Sveinssyni. Það var fjör i leiknum — hraði og barátta, en litið um fallega knatt- spyrnu. Arsæll og Diðrik björguðu vel — Arsæll á marklinunni, Diðrik með góðum úthlaupum. Það var greinilegt i byrjun, að Vikingar voru mjög þjakað- ir af taugaspennu augnabliksins, og þeir náðu raunverulega ekki valdi á taugunum fyrr en IBV hafði skorað. Þá kom sami baráttuviljinn og ein- kenndi liðið i Eeykjavikurmótinu. Mark IBV kom eftir varnarmistök. Langspyrna fram völlinn að vitateign- um og auðvelt hefði átt að vera fyrir varnarmenn að skalla frá. Þeir létu knöttinn „hoppa” i staðinn og Orn Óskarsson, eldfljótur að venju, fylgdi fast eftir — náði knettinum og var allt i einu frir i vitateigshorninu. Lék aðeins nær og fast jarðarskot hans réð Diðrik ekki við. Þá voru niu minútur af leik. Nokkru siðar var aftur hætta við Víkingsmarkið — Diðrik missti fast skot Arnar. Knötturinn fór til Haralds Júliussonar, sem skaut á mark afl stuttufæri, en Diðrik varði þá snilldar- lega. Hinu megin varði Arsæll mjög 1 vel skot Kára Kaaber — Friðfinnur bjargaði á marklinu, og Ásgeir varði aftur vel frá Gunnari Erni. Vest- mannaeyingar voru betri i þessum hálfleik mest vegna góðs framvarða- leiks óskars Valtýssonar og Vals Andersen — og örn var hættulegur i framlinunni. 1 siðari hálfleik snerist dæmið við — Vikingar sóttu miklu m'eira, en tæki- færi voru fá. Óskar Tómasson, unglingalandsliðsmaður Vikings, átti skot ofan á stöng, og það kom á óvart, þegar þessum hættulegasta framherja Vikings var kippt út af. Hafliði Péturs- son kom i hans stað og það var kannski heppilegt, þvi hann er vitaskytta liðs- ins. Og á 30 min. var dæmd vitaspyrna á IBV, sem Hafliði skoraði örugglega úr. Gunnar Gunnarsson lék þá inn i vitateig IBV — hafði sennilega misst knöttinn frá sér, þegar varnarmaður stjakaði við honum, og Gunnar féll við inn við markteig. Margir vildu meina. að Gunnar hefði látið sig falla af ásettu ráði. Undirlokin sóttu Vikingar ákaft — fengu margar horn- og auka- spyrnur, en fleiri urðu mörkin ekki. Það er talsverður kjarni i liði IBV og liðið verður áreiðanlega gott, þegar liður á sumarið. Valur og Óskar „áttu” miðjuna meðan úthaldið var i lagi *— og i vörninni var Friðfinnur sterkur. Ólafur Sigurvinsson fékk það hlutverk að elta Jóhannes Bárðarson. Vikingar verða að gera betur en aö þessu sinni ef þeir ætla sér einhvern hlut i ftlandsmótinu — flest það fina vantar i leik liðsins. Auk Diðriks voru Eirikur Þorsteinsson og Jón Ólafsson beztu menn liðsins — en framverðirnir náðu ekki góðum tökum á leiknum, nema helzt Þórhallur Jónasson, sem lék siðari hálfleikinn. — hsim. Landsliðsmarkvörður Vikings, Diðrik ólafsson, sér á eftir knettinum i mark I , fyrsta skipti i leikjunum i vor — hörku- skot Arnar Óskarssonar réð hann ekki við, en að öðru leyti átti hann snjallan leik. Ljósmynd: Bjarnleifur. Þrjú mörk ó 10. mín. gerðu út um Ármann umn átií ckfimmn síðar annað I hnltann oe halda honum. Armenningar fóru enga frægðarför til Húsavikur á laugar- daginn til að leika þar við Völsunga i 2. deild. Þeir komu aftur til Reykjavikur með 4/1 tap á bakinu og ógleymanlegan 10 min. kafla, sem þeir sjálfsagt vilja aldrei uppiifa aftur. Hann kom snemma i fyrri hálf- leik, eftir að bæði liðin höfðu verið að kanna „bitið” hjá hinum. Hinn eldfljóti miðherji Völsunga, Her- mann Jónasson, stakk þá Ármannsvörnina af þrisvar sinnum röð, eftir að hafa fengið stungubolta fram völlinn. I öll skiptin sendi hann knöttinn i netið við mikinn fögnuð heimamanna, sem bjuggust nú við einhverri markasúpu frá sinum mönnum. En það var nú ekki. Armenn- ingar skoruðu næsta mark úr vitaspyrnu, sem fyrrverandi þjálfari og leikmaður Völsunga, en núverandi þjálfari og leik- maður Ármanns, Halldór Björns- son tók. Hann átti skömmu siðar annað skot að marki af svipuðu færi, en markvörður Völsunga bjargaði meistaralega með þvi að kasta sér upp i markhornið-gripa boltann og halda honum. Skömmu fyrir leikslok skoruðu Völsungar sitt fjórða mark i leiknum og var Siguröur þar að verki... ..Við verðum að borga með okkur úrvalsliö KSI, sem á að mæta enska 2. deildarlið- inu York City á morgun, verður tilkynnt i dag — þ.e.a.s. ef Englending- arnir verða ekki farnir af landi áður. Þeir eru mjög óánægðir með veruna hér, ekki móttökurnar og aðbúnað- inn, heldur fjárhagshlið- ina á dvölinni. Samningurinn, sem þeir gerðu við Val og Þrótt, er þeim mun óhagstæðari en þeir áttu von á, og segjast leikmennirnir borga með sér hér á tslandi. Þeir áttu að fá i sinn vasa hagnaðinn af innkomu á leikina hér og bjuggust við góðum pen- ing, þvi þeim hafði verið sagt, að áhugi fyrir ensku liðunum væri mikill hér á landi. En áhuginn fyrir York City er ekki eins mikill og fyrir Liverpool, Leeds og Manchester United, og hefur aðsóknin verið léleg og vasapeningarnir þvi litlir og fljótir að hverfa. Leikmennirnir hafa haft á orði, að þeir fari heim, ef þeir fái ekki að leika siðasta leikinn á Laugardalsvellinum. Það komi ekki nokkur maður til að horfa á þá leika á malarvelli, sem þar að auki sé framtið þeirra og heilsu stórhættulegur. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.