Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 14

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 14
14 Vísir. Mánudagur 20. mai 1974. ÞÆGINDI DRIFNAÐUR DJÓNUSTA HANDKLÆÐAKASSAR FYRIR SAMKOMUHÚS OG VINNUSTAÐI VERO KRÓNUR: 6830 7960 LEIGA EÐA GÖÐ GREIÐSLUKJÖR LITLAR BARNATÖSKUR Höfum yfir 100 tegundir af körfum, inn- kaupapokum og innkaupatöskum. Skólavörðustig 8 og l.augavegi 11. (Smiðjustigsmegin ) Siglfirðingurinn skoraði sigur- nrark Akureyringa Samúel markvörður Akureyringa hafði yfirleitt litið að gera i leikn- um gegn KR og þurfti sjaldan að taka til hendi. Hér hefur hann þá orðið að lyfta sér og handsama boltann, áður en KH-ingurinn nær honum. ,,Þú mátt segja, ef þú þorir að setja það á prent, að þetta hafi verið....(þori ekki að setja það á prent)...Ef strákarnir ætla að halda svona áfram, þá förum við beint niður i 2. deild. Þeir spiluðu ekki fót- bolta — þeir spiluðu hreint ekki neitt,” sagði Tony Knapp, þjálfari KR-inga, er hann kom út úr bún- ingsklefa þeirra á Melavellinum i gær, eftir að hafa flutt yfir þeim einhverja mestu skammaræðu, sem þar hefur verið flutt — og eru þær þó margar góðar, sem þar hafa fokið. Tony hafði ástæðu til að vera vondur. Strákarnir hans höfðu tapað fyrir Akureyringum i sin- um fyrsta leik i 1. deildarkeppn- Aðgangur bannaður Þegar blaðamenn komu að búningsklefa KR-inga eftir leikinn við ÍBA i gær til að heyra i þeim hljóðið, bannaði þjálfari þeirra Tony Knapp þeim að fara þar inn og jafn- framt að ræða við þá um leikinn. „Þetta eru reglur, sem ég hef sett mér og hef sjálfur vanizt frá þeim tima, er ég lék sjálfur. Leikmenn hafa yfirleitt nóg með sig eftir leikina, þótt þeir séu ekki að tala við blaðamenn þar fyrir utan. Ég skal svara i sam- bandi við liðið og leikina, en látið strákana i friði”. klp inni i ár. Að visu höfðu þeir ekki verið flengdir af norðanmönn- um. Tapið gat ekki verið minna, þvi leikurinn för 1:0. En 2 stig voru töpuð á móti liðinu, sem flestir töldu að yrði auðveldast að sigra i 1. deildinni i ár.og það sveið. 1 búningsklefa Akureyringa var hljóðið öllu betra eftir leik- inn. ,,Ég er mjög ánægður með þetta hjá minum strákum,” sagði Jack Johnson — danski þjálfarinn með enska nafnið. „Þetta voru 2 góð stig, sem við áttum fyllilega skilið, þvi við spiluðum þann eina fótbolta, sem sást i leiknum — hinir bara hlupu um og spörkuðu.” Það er mikið til i þessu hjá þeim danska, en ekki var hann samt merkilegur fótboltinn, sem Akureyringarnir sýndu, a.m.k. hefur maður oft séð betur gert hjá þeim. KR-ingarnir voru meira i boltanum og áttu með öllum sin- um hlaupum og spörkum meir i leiknum, en það er ekki það, sem telur, heldur mörkin. t fyrri hálfleik áttu KR-ingar ekki eitt einasta umtalsvert tækifæri. Eina tækifærið i hálf- leiknum áttu norðanmenn, er Eyjólfur Agústsson átti gott skot i þverslá eftir hroðaleg varnarmistök KR. Næsta tækifæri áttu þeir einnig — réttara sagt var það einn varnarmaður KR, er hann sendi boltann að sinu eigin marki á fyrstu min. siðari hálf- leiks, og engu munaði að hann færi framhjá Magnúsi mark- verði. En hann hafði ekki tök á að hafa hönd á boltanum á 9. min siðari hálfleiks, er Akureyring- ar fengu hornspyrnu — þá fyrstu i öllum leiknum — og Kári Árnason sendi fyrir mark- ið. Hálf KR-vörnin hljóp á móti boltanum — hinn helmingurinn stóð i sömu sporum. Boltinn fór fram hjá þeim öllum og beint á Siglfirðinginn Gunnar Blöndal, sem skallaði hann laglega i net- ið. Bæði liðin áttu nokkur sæmi- leg tækifæri það sem eftir var leiksins, en fæst þeirra umtals- verð, og fleiri voru þau við mark Akureyringa en KR-inga. En þeim tókst aldrei að koma bolt- anum fram hjá Samúel mark- verði, sem nú er kominn aftur i markið hjá IBA. Veður til keppni á Melavellin- um i gær var afleitt. Það var hávaða rok og mold eða sand- rokiðslikt, að stundum sást ekki út úr augum. Við þessar að- stæður var fótboltinn, sem iiðin sýndu, ekki upp á marga fiska og fáir skáru sig úr svo ein- hverju næmi. Það voru helzt Akureyringarnir Gunnar Aust- fjörð og Viðar Þorsteinsson og KR-ingurinn Ólafur Ólafsson. Dómari var Einar Hjartar- son, og hefur hann oft gert betur en i þessum leik, sérstaklega orkuðu tvimælis sumir dómar hans á brot innan vitateigs lið- anna. En hann var heldur ekki öfundsverður af þvi að vera þarna á vellinum i þessu slæma veðri og dæma jafn þófkenndan og leiðinlegan leik og þennan. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.