Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 20. tnai 1974. Sérn Ingi- berg í stað Asgeirs Séra Ingiberg J. Hannesson Hvoli, kemur i staö Asgeirs Péturssonar i 3. sæti á lista sjálf- stæBismanna á Vesturlandi. Jón Árnason alþingismaBur verBur i 1. sæti og FríBjón ÞórB- arson alþingismaBur i 2. I 4. sæti er Jón SigurBsson, framkvæmdastjóri tslenzks markaBar, 5. er DaviB Pétursson hreppstjóri, Grund, 6. Jónina Michaelsdóttir, Gufuskálum. 7. Bjarni Helgason, garByrkju- bóndi, Laugalandi. 8. Kristjana Agústsdóttir, frii, BúBardal. 9. Anton Ottesen, bóndi Ytra-Hólmi, og 10. Valdimar IndriBason, for- stjóri, Akranesi. — HH Jón Sólnes ef stur í Norðurlandi eystra Jón Sólnes bankastjóri mun verBa i 1. sæti á lista sjálfstæðis- manna i Noröurlandskjördæmi eystra. Magnús Jónsson lætur nú af þingmennsku. t 2. sæti listans veröur Lárus Jónsson alþingisma&ur og i 3. sæti Halldór Blöndal varaþingmaður. —HH Sigurlaug Bjarnadóttir Í3. sœtinu Sigurlaug Bjarnadóttir kennari mun skipa 3ja sæti á lista sjálf- stæoismanna á Vestfjöröum. Þaö sæti skipaöi sIBast Asberg Sigurðsson fógeti, Reykjavik. t 1. og 2. sæti ver&a áfram alþingismennirnir Matthlas Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. —HH Obreytt í 3 efstu ó Reykjanesi Sömu menn og fyrr veröa i þremur efstu sætunum á lista sjálfstæ&ismanna I Reykjaneskjördæmi. tþessum sætum ver&a alþingis- mennirnir Matthias A. Mathiesen i 1., Oddur óiafsson I 2. og Ólafur G. Einarsson I 3. Listinn mun a& ö&ru leyti ófrágenginn. —HH HRINGVEGURINNI SUNDUR í NÓTT — vegna jökulhlaups i Kolgrímu Hringvegurinn fór i sundur i nótt. Var það vegna jökulhlaups i Kolgrimu, sem hófst seint i gær og var i há- marki i morgun. Upp úr miðnætti i nótt varð vegurinn ófær, en þannig hagar til, að það rennur yfir veginn beggja vegna brúar- innar, og i morgun kom i ljós, að straumurinn hafði sett stórt skarð i veginn. „Vegurinn verður ófær í dag og sennilega á morgun. En strax og vatn sjatnar, verður komið þarna á sambandi aftur", sagöi Arnkell Einarsson hjá vegaeftirliti rikisins i viBtali viB VIsi i morgun. Arnkell viðurkenndi, að vegurinn á þessum slóðum væri einn veikasti hlekkurinn I hring- veginum. En samkvæmt vega- áætlun er fyrirhugað að ráðast I smiði nýrrar brúar yfir Kol- grlmu á næsta ari. „Þetta er nokkuð gömul brú, sem er byggð á klöppum, þar sem áin þrengist", litskýrði Arnkell. „En það, sem þarna fer úrskeiðis, er það, að vatn hefur aukizt I Kolgrlmu nuna á siðasta áratug, en hins vegar minnkað annars staðar". . T,, —ÞJM HEYRÐU ANDARDRATT BJARN DÝRSINS í GEGNUM DYRNAR Skutu bjarndýr norður í Fljótavík ó Vestfjörðum. — Bangsi kom þeim að óvörum og átti 3-4 metra ófarna til mannanna, þegar þeir veittu honum eftirtekt „Okkur leið ekki vel þar sem við vorum lokaðir inni I skýlinu, me&an bangsi hnusa&i af dyrunum og hélt okkur inni i drjúgan hálftima. Mestan kvi&a höfðum við þó vegna konunnar og drengjanna þriggja. Viö höfðum skilið þau eftir í sumarbústaOnum 2 1/2 km i burtu, en þau gátu tekið upp á þvi i gó&a ve&rinu a& ,fá sér göngutúr til a& lita eftir meO okkur. Þá kæmu þau beint i flasi& á bangsa". Þannig fórust Helga Geirmundssyni orð, þegar hann lýsti fyrir blaðamanni Visis þeirri kreppu, sem þau sjö höfðu lenti i á laugardag i ferö, sem i upphafi var ósköp saklaus, farin til aö dytta aB sumarhúsi norBur I Fljótavík. „ViB eigum, tvær fjölskyldur, sumarhús i Fljótavikinni, og viB ætluBum þrír aB fara og setja vél i jeppa, sem viB geymum hjá ¦slysavarnaskýlinu þarna norBur frá. — Hinir tveir voru Jón Gunnars trésmiður og Ingólfur Eggertsson útvarpsvirki, en kona Ingólfs, Herborg Vernharðsdóttir, slóst I förina og svo þrir drengir okkar Magnús og Helgi, báðir 11 ára, og HörBur 16 ára. ViB komum norBur I Fljótavík svona um hálftólf og vorum búin aB vera þar i rúmar tvær klukkustundir, þegar viB sáum bjarndýrið. — ÞaB hlýtur aB hafa komiB utan frá Kögri. Liklega hefur það heyrt til okkar og runniB á hljóBiB. Hins vegar veittum viB þvi enga eftirtekt, þegar þaB kom aB. ÞaB heyrBist ekkert i þvi og vissum ekki af neinu þvl, sem var i kringum okkur, þar «em viB vorum önnum kafnir viB aB segja vél i jeppskrifli, sem viB höfðum meB okkur frá IsafirBi. Jeppann höfum við þarna til að létta okkur ganginn. Bangsi hélt okkur þannig inni i hálftima, meðan hann þefaði úti fyrir dyrum, vitandi vel af okkur inni fyrir. Viö heyrðum i gegnum dyrnar andardráttinn i honum fyrir utan. — Þegar hann fékk leið á að skoða dyrnar, fór hann I dótið okkar. At þar appelsinur og gleypti heilt franskbrauð, en annað fann greyið ekki. Ferðaútvarpstækið okkar vakti mikla athygli hans. Hann hlustaði vendilega eftir músíkinni og velti tækinu um koll meö hrömmunum. Svo vék hann sér nægilega frá til þess að ég taldi óhætt að freista þess að ná til úlpunnar, Helgi Geirmundsson, — hann banabi birninum i Fljótavlk Ljósm. Leó og þá var ég ekki höndurn seinni að smella skoti i einhleypuna. Og eins og fáerið var stutt, þá var ekki vandinn að sálga bangsa. Ég sendi honum kveBjuna beint i hausinn. Það dugði. — Að visu sendi ég honum annað skot til þess að vera alveg viss, þvi að biðin inni i skýlinu hafði ekki beinllnis verið til þess að róa okkur félagana", sagði Helgi. Vopnið, sem varð Isbirninum að bana, var rússnesk einhleypa af hlaupvidd nr. 12, og skotin voru meB ósköp venjulegum „fuglahöglum", eins og Helgi sagði. En heppilegt hafði það reynzt að hafa byssuhólkinn með. „Já, það var nú annars meiri tilviljump", sagði Helgi blaða- manni VIsis. „Ég hef farið i þetta sumarhús fjölskyldunnar á hverju ári frá þvl að ég man bara eftir mér og aldrei hef ég nokkurn tlma haft meB mér byssu. — En mest fyrir einhverja gleymsku hefur þessi byssa veriB i bátnum hjá mér um skeiB, en hins vegar engin skotfæri I hana. Þegar viB vorum svo aB fara i gærmorgun, mundi ég allt i einu eftir byssunni, og því, aB engin voru i hana skotin. Þá datt mér allt i einu I hug aB hlaupa inn og sækja nokkur skot, sem ég stakk I úlpuvasann. — Það var meiri happahugsunin". „HvaB ætliB þi& aB gera viB dýriB?" „íslenzka dýrasafnið er búið aB biðja um það, og ég hef heyrt, aö bæjarstjórnin hérna á Isa- firði sé lika aB hugsa um þaB. — Ég veit ekkert, hvaB úr verður, enámeðanerhannhafBur hér I frystihúsi". —GP AMILLI BÆJA... „Við þurfum að skutla þessu húsi suöureftir", sög&u þeir flutningamenn, sem lögreglan stöðvaði á mörkum Reykja- vikur og Kópavogs, þegar umferöin var hvaö mest si&astli&i& laugardagskvöld. Ilúsií), sem þeir voru aö flytja var um átta metrar á breidd og flutningurinn allur mjög hægfara. Enda voru ökumenn, sem á eftir fylgdu I liiluiu simim, or&nir harla óþolin- móöir, þegar lögreglan stööva&i loks flutninginn. A& lokum var ákve&i& a& gera hlé á honum og var fer&inni ekki haldið áfram fyrr en á sunnudagsmorgun, þegar umferð var sáralitil orðin. Ljósm.: B.P. Framsókn ráðstafar „lausu þing- sœtunum" Framsóknarflokkurinn hefur rá&stafa& ýmsum sinna „lausu þingsæta", sem mikil barátta hefur staðiö um, sum hver. Eysteinn Jónsson og Páll Þor- steinsson láta af þingmennsku I Austurlandskjördæmi. Vilhjálm- ur Hjálmarsson flyzt upp i 1. sætið, en „sjagurinn" I 2. og 3. lauk með bvi, að Tómas Arnason, Framkvæmdastofnun, fluttist úr 4. sæti I 2., Halldór Ásgrimsson, sonur Asgrlms Halldórssonar kaupfélagsstjóra, Hornafirði, kemur i 3. sætið. Tveir þingmenn Framsóknar hætta I Suðurlandskjördæmi, Agúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björnsson. Talað var um, að Einar Agústsson ráðherra kynni að flytja sig þangaö, en við það er hætt. Enn stendur slagur um þessi sæti, og eru helzt nefndir Þórarinn i Laugardælum, Jón Hjálmarsson, Skógum og Jón i Seglbúðum. Gunnlaugur Finns- son, bóndi i Ilvilft, tekur sæti i Vestfjarðakjördæmi, þar sem Biarni Guöbjörnsson hættir. Gunnlaugur ýtir þar til hliðar Halldóri frá Kirkjubóli, sem áður var 13. sæti og stóð þvi næstur, að þvi leyti. Ólafur Þórðars., Súgandafirði verður 3. og Bogi Þórðarson, Pat- reksfirði 4. Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi, reif sig upp fyrir Jónas Jónsson, ráðunaut I Norðurlandi eystra og fer I sætið, sem Gisli Guðmunds- son hafði. Þar verða Ingvar Gislason,.þingmaBur, og Stefán Valgeirsson, þingmaðtir, i tveimur efstu sætum. Á Vesturlandi verður skipan 3ja efstu sæta óbreytt: Asgeir Bjarnason, Halldór E. SigurBsson og Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvik. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.