Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 7. júni 1974 vímsm: Reykið þér? Gar&ar Steinsson, flugmaftur: Ég reyki vindil alltaf annaö slagiö og mér finnst þaö allt I lagi. Ég reyki aldrei sigarettur eöa pipu. Egill Jónsson, iönrekandi: Ég reykti einu sinni og reykti þá einn pakka á dag. Ég reykti I 20 ár, en hætti 1959 og hefur aldrei langaö til aö byrja aftur, enda liöur mér mun betur. Guöni Guömundsson, veggfóör- ari: Ég reyki um einn pakka á dag, og mér hefur ekki tekizt aö hætta enn nema i einn mánuö. Anna Guörún Hafsteinsdóttir, bara húsmóðir: Nei, ég reyki ekki. Ég fæ hálsbólgu, ef ég reyni, svo aö þaö hefur sennilega haldiö mér frá þvi. Ebba Jakobsdóttir, húsmóöir: Hjá mér er þetta selskapsóvani, og ég vil helzt venja mig af þessu. En ég reyki hvorki vindla né pipu. Jóhann Rúnar Björgvinsson, viö- skiptafræðinemi: Ég reyki pakka á dag. Mér hefur ekki tekizt að hætta. Ég er ekki nægilega harð- ur. En þegar ég hef hætt i smá tima, hef ég veriö öllu frlskari. HÓTEL LOFTLEIÐIR: BÓKANIR ALLT FRAM TIL ÁRSINS 1977 — Miklar breytingar á Vínlandsbar og Blómasal. — Tízkusýningar hafnar að nýju og Ferðaleikhúsið að fara af stað landa og norrænt brunavarna- þing. Miklar breytingar Blómasalur Hótel Loftleiða og Vinlandsbar voru opnaöir I gær eftir gagngerar breytingar, sem ráðizt var i meðan á þjónaverk- fallinu sögufræga stóð. Báðir salirnir hafa verið innréttaöir á ný — veggir eru klæddir hnotu- viö, ný teppi eru á gólfum og komin eru ný húsgögn meö is- lenzku áklæöi. Vinlandsbar hefur verið stækkaÖur að mun, þannig að nú er hann þrefalt stærri en áður. Þar verður jafnframt setustofa fyrir gesti. Veggi Vinlandsbars skreyta m.a. sjö stórar, upp- lýstar ljósmyndir af flugvélum frá fyrri árum Loftleiða og Flugfélagsins. ,,Við vonumst til að geta skipt um i þessum römmum áður en langtum liður og setja þá i stað- inn oliumálverk af þessum myndum”, útskýrði Erling Aspelund hótelstjóri, er hann sýndi fréttamönnum salarkynn- in i gær. Og einhver benti á, að þessi myndskreyting væri eitt fyrsta áberandi tákn sameiningar flugfélaganna, sem sæist á Hótel Loftleiðum. Annar vakti þá athygli á þvi, i þessu sam- bandi, að staðsetning mynd- anna i salnum virtist vera út- hugsuð: „Sko, þegar gengið er inn um annan innganginn að salnum blasir við mynd af gam- alli Flugfélagsvél, en ef Loft- leiðamaður tekur með sér gest á barinn, getur hann valið hinn innganginn, og þá blasir við mynd af gamalli Loftleiðavél”. Blómasalurinn hefur ekki stækkað eins mikið og Vinlands- bar, en breytingar þar eru þó geysimiklar. Hljómsveitarpall- urinn er horfinn, en i stað hans er komið grill með tveim grill- ofnum. Annar er geislaofn, sem Gestkvæmt verður að Hótel Loftleiðum í sumar og fram á haust. Einnig lofa bókanir/ sem þegar hafa borizt fram í tím- ann, mjög góðu, en nú hefur verið bókaður fjöldi norrænna og al- þjóðlegra þinga allt fram til ársins 1977. Reykjavik er með öðrum orðum stöðugt að auka vinsældir sínar sem ráðstefnuborg. Flest verða þingin i sumar á timabilinu frá byrjun ágúst- mánaðar og fram I nóvember. Má þar m.a. nefna norrænt rit- höfundaþing, norrænt rafveitu- þing, þing norrænna dýralækna, þar sem verða allt að 500 þátt- takendur, fræðsluþing NATO, norrænt verkfræðingaþing, norrænt veðurfræðingaþing, norrænt ljósmyndaraþing, Evrópuráðstefnu skáta, þing norrænna Musterisriddara, sem tilheyra Góðtemplarareglunni, þing norska Skálklúbbsins, iþróttasambandsþing stúdenta á Norðurlöndum og loks tvö brezk tækniþing. Ef skyggnzt er lengra fram i timann, má geta þess, að á næsta ári þinga hér m.a. háls- nef- og eyrnalæknar frá Norður- löndum og viðar að úr heimin- um, norrænir búfræðingar og norrænir lögfræðingar. Fyrir árið 1976 er svo búið að bóka nú þegar þrjú norræn læknaþing. Koma þá hingað kvensjúk- dómalæknar, hjartasjúkdóma- læknar og giktarlæknar. Af þingum árið 1977 er óhætt að nefna þing Skálklúbba Norður- Þaö er sama hversu menn eru staöráðnir I aö fá sér steik i Blómasal Hótel Loftleiöa, þegar þeir koma i hádeginu aö þessu drekkhlaðna, kalda boröi, standast þeir ekki mátiö. En þeir, sem standast mátiö, geta snúiö sér aö hinu nýja grilii isalnum.... Ljósm.: Bragi LESENDUR HAFA ORÐIÐ SEINTEKNIR PENINGAR Þór Ostcnsen skrifar: ,,Ég get ekki orða bundizt, þvi að ég varð fyrir furðulegri reynslu hér á dögunum. Ég ætlaði i sakleysi minu að ná i orlofsféð mitt, þvi ég hafði fengið senda ávisun heim með pósti frá vinnu- veitanda minum að vestan. Snemma morguns fór ég i póst- húsið, en þar var mér visað á Ráðningarskrifstofu Reykja- vikurborgar, vegna þess að ég var ekki i fastri vinnu hér i bæn- um, en nýkominn af vertið fyrir vestan. Jæja, en þar var mér sagt, að þeir gætu ekki hjálpað mér. Aftur á móti gæti ég reynt að fara i félagsmálaráðuneytið eða Dags- brún og beðið þá um að veita mér lið. Nú komst ég ekki i báða staðina i einu, en valdi þá ráðuneytið fyrst. Þar hitti ég fyrir mann, sem fræddi mig á þvi, að til þess aö ná þessum peningum minum út þyrfti annaðhvort að fara vest- ur eða senda þeim þar vesturfrá ávisunina aftur til uppáskriftar. Þá sneri ég mér til Dagsbrúnar, og þar fékk ég loks helming þessarar langþráðu uppáskriftar. Aftur arkaði ég niður i pósthús, og var þá orðið liðið á dagina, þvi að allt hafði þetta ferðalag tekið sinn tima. En sem afgreiðslu- stúlkan er i þann veginn að rétta mér peningana, kippir hún að sér hendi og segir, að ég þarfnist ann- ars áskriftar vinnuveitanda lika. Þetta var orðið þónokkurt álag á taugakerfið hjá manni, svo að ég lét einhver orð falla um, hvort ég ætti bara ekki að taka mér ferð á hendur vestur á firði o.s.frv., o.s.frv. — Hvort stúlkutetrið hræddist mig eða hvað, þá ruddi þetta öllum siðustu tálmunum úr vegi, og ég fékk loks þessa pen- inga reidda fram. En það sem ég vildi nú annars sagt hafa með þessari sögu, var sem sé það, að fólk virðist mér verða mikið stressaðra af svona þindarlausum hlaupum á milli stofnana til þess að kria út aura þessa — heldur en af erfiðum stritdögunum, þegar það var að vinna sér þá inn. Og ekki kæmi mér það á óvart, ef i ljós kæmi, að einhverjir hefðu orðið að verja hluta af þessu tor- fengna orlofsfé sinu til heilsu- hælisvistar og hvildar eftir þvargið.” Framboð 1 Vor Framsókn er ekki I framsókn, þótt finnist þeim sjálfum, aö þeir gert hafi ýmislegt ágætt. Það efast vist flestir um þaö. En þeir farga öllum framagosum. Þaö framtak ég meta kann. Nú er aö rækta þá rikjandi stefnu og reka hvern Framsóknarmann. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.