Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 7. júni 1974 VISIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Kitst jórnarfulltrúi: Fréttastj, érl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Rétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. .Jóhannesson Hverfisgötu J2. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 22. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Við erum landvarnamenn Mikill meirihluti íslendinga telur, að varnarlið verði að vera hér á landi enn um sinn. Þessir landvarnamenn telja fráleitt, að þjóðin biði þjóð- ernisiegan eða menningarlegan skaða af varnar- liðinu, og visa til þess, að bandarisk tungumáls- áhrif eru margfalt sterkari á öðrum Norður- löndum en íslandi. Jafnframt vita landvarnamenn, að friðar- viðræður stórveldanna hafa til þessa ekki borið hinn minnsta áþreifanlega árangur, hvað sem siðar kann að verða. Meðan langvinnir friðar- fundir i Vin, Genf og Helsinki leiða ekki til gagn- kvæms samdráttar i vigbúnaði, vilja íslenzkir landvarnamenn forðast alla tilraunastarfsemi i öryggismálum þjóðarinnar. Þetta eru megindrættir landvarnastefnunnar, sem nýtur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar. Þessi stefna verður á oddinum i huga fjölda kjósenda i alþingiskosningunum 30. júni. Þá munu landvarnamenn sameinast um að stöðva þá tilraunastarfsemi i öryggismálunum, sem staðið hefur i þrjú vinstristjórnarár. Margir framsóknarmenn og alþýðuflokksmenn munu30. júni kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að lýsa vanþóknun sinni á ævintýramennsku i varnar- málum og til að knýja flokka sina til að taka á ný upp ábyrga stefnu i þeim flokkum. Alþýðuflokkurinn hefur flutt á alþingi tillögu um samdrátt i vörnum landsins. Þessa tillögu tók rikisstjórnin að sumu leyti upp i sina illræmdu varnarleysisstefnu. Það er þvi ekki lengur á Alþýðuflokkinn að treysta i öryggismálum þjóðarinnar, og munu landvamamenn flokksins láta forustumenn hans vita af þvi i alþingis- kosningunum. Verri er þó hlutur forustumanna Framsóknar- flokksins. Þeir hafa nú bolað úr þingflokki sinum landvarnamönnunum Birni Fr. Björnssyni og Birni Pálssyni og varamanninum Tómasi Karls- syni. Þessi hreinsun er liður i yfirlýstri stefnu flokksins um framhald vinstristjórnar eftir kosningar, ef þingstyrkur reynist nægilegur. Forusta Framsóknarflokksins hefur alla tið vinstristjórnarinnar verið á undanhaldi fyrir sjónarmiðum Alþýðubandalagsins i varnar- málunum. Smám saman hefur Framsóknar- flokknum verið att út á foraðið. Er nú svo komið, að varnarliðið verður látið fara á næstu tveimur árum, ef kjósendur framlengja lif vinstri- stjórnarinnar. Alþýðuflokkurinn getur vel orðið fjórða hjólið undir slikri rikisstjórn. Landvarnamenn eiga þvi þann kost einan að styðja Sjálfstæðisflokkinn i kosningunum 30. júni. Hvert atkvæði, sem Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá i kosningunum, er nagli i byggingu nýrrar vinstristjórnar, er mundi ljúka þvi verki, sem vinstristjórnin hóf fyrir þremur árum, brottrekstri varnarliðsins. Sem betur fer er nægileg landvarnahyggja i Is- lendingum til þess, að þeir hafni ævintýra- mennsku og tilraunastarfsemi i öryggismálum þjóðarinnar á timum gersamlega árangurs- lausra friðarviðræðna stórveldanna. Og sem bet- ur fer er nægilegt raunsæi i Islendingum til að sjá ? gegnum fullyrðingar um, að varnarliðið valdi menningarlegu og þjóðernislegu ósjálfstæði. Þvi miður hefur ekki fyrr verið kosið beinlinis um varnarmálin i alþingiskosningum. En það verður svikalaust gert i væntanlegum kosning- um. -JK Hér sjást þeir heilsast Maó formaöur og Edward Heath. Þeim sföarnefnda var boöiö aö hitta formann- inn á ferö sinní til Kina Ilok siöasta mánaöar. Sovézkir fréttaskýrendur telja, aö þessi ferö Heaths sanni enn einu sinni, aö Fekingstjórnin bjóöi „sig opinberlega fram sem bandamann allra svörnustu aftur- haldsaflanna og fjandmanna kommúnismans.” „Persónugervingur örgustu afturhalds- stefnu... ## — Sovétmenn skammast yfir ferð Edwards Heath til Kína brezkra kjósenda varð kunn, voru viðbrögð Kinverja þau að hrósa stefnu ihaldsmanna endalaust.... Pekingleiðtogarnir hafa af- hjúpað hið sanna stjórnmálaeðli sitt með að staðfesta boðið til Heath, eftir að verkalýður Bret- lands hafnaði stefnu flokks hans. Fyrir mánuði hættu brezkir námuverkamenn við ferö til Kina, vegna þess að formanni sendinefndarinnar, M. Mac- Gagey, var neitað um vegabréfs- áritun, en hann var einn af verk- fallsleiðtogunum. Það eru aðeins nánir pólitiskir bandamenn, sem hljóta eins við- tökur og Heath hlaut i Peking... Þegar fyrrverandi forsætisráð- herrann fór, voru aftur barðar bumbur á flugvellinum og 2000 börn dönsuðu og kölluðu kveðju- orö til mr. Heath.” 1 fréttabréfi Novosti, sem dag- sett er 5. júni, ritar S. Beglov, stjórnmálafréttaskýrandi frétta- stofunnar, grein undir fyrirsögn- inni: Brosað við Heath, grafið undan öryggi Evrópu. Þar er gerö grein fyrir þvi frá sovézkum sjónarhóli, hvers vegna Heath var svo vel tekið i Peking. S. Beglov segir m.a.: „...Það eru fáir stjórnmála- menn i valdaaðstöðu, þar með taldir leiðtogar þriðja heimsins, sem hafa hlotið þann heiður, er sýndur var þessum vestræna yfirstéttarstjórnmálamanni, er nýverið tapaði þingkosningum i landi sinu. En þetta þarf ekki að vekja furðu. Reynsla undanfarinna ára hefursýnt, að viðhafnarmóttökur á flugvellinum i Peking þjóna ætið þeim tilgangi að leggja áherzlu á eitthvert atriði i stefnu Maóista, sem þeir telja mikilvægt i það og það skipti. Herra Heath er áreiðanlega nógu glöggskyggn til þess að sjá, að brosin og fagnaðarlætin beinast öllu fremur að þeirri stefnu og stjórnmálaöfl- um i Vestur-Evrópu, sem eru andstæð friðarþróuninni, heldur en honum sjálfum. Það er persónulegt einkamál herra Heath, hvort hann lætur sér vel lika að vera þannig persónu- gervingur örgustu afturhalds- stefnu.... Það sem fyrst og fremst skiptir máli er, að hátterni Kinverja undirstrikar greinilega þá ætlun Maóistaleiðtoganna að hafa áhrif á þróunina i Evrópu, þótt hún sé fjarlæg Kina, i þvi skyni að etja sumum þjóöum gegn öðrum og auka andspæni (sic) auðvalds- rikja og sósialistarikja á megin- landi Evrópu... Hvað varðar Evrópu þá eru Kinverjar fylgjandi röð og reglu, þess konar „röð og reglu” er við- heldur andspæni i anda „kalda striðsins”. Pekingstjórnin vill tryggja friðhelgi hernaðarvélar NATO. Hún vill, að stórir sem smáir hópar heimsvaldasinna sameinist um að sverja hollustu sovétf jandskap og and- kommúnisma. I janúar 1973 lýsti Chou En-lai þvi yfir, að kinverska rikisstjórnin vildi, að Vestur- Evrópa treysti afstöðu sina og varnir sem „mótvægi” gegn Sovétrikjunum. í október 1973 endurtók kinverski forsætisráð- herrann i viðtali við bandariska blaðamanninn Sulzberger þá ósk Pekingstjórnarinnar, að „NATO og Vestur-Evrópa héldu áfram að vera sterk.” ....Pekingstjórnin býður sig opinberlega fram sem banda- mann allra svörnustu afturhalds- aflanna og fjandmanna kommúnismans.” Þessi harða gagnrýni sovézka stjórnmálafréttaskýrandans dregur mjög glöggt fram hræðslu Sovétrikjanna við aukin tengsl milli Kina og Vestur-Evrópu. Auðvitað eru Sovétmenn fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. Þeir segjast fylgja utanrikis- stefnu, sem miðar að minnkun herstyrks i Evrópu, þótt þeir hafi eflt sinn eigin herafla þar undan- farin ár. Þeir vilja vera öruggir á vesturlandamærum rikis sins og ekki þurfa að hræðast öfluga og sameinaða Evrópu i NATO og Efnahagsbandalagi Evrópu. Tak- ist þeim að skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir sig i Evrópu, eru þeir betur undir það búnir að glima við Kinverja i Asiu. Að sjálfsögðu er það ekki umhyggja fyrir velferð Vestur-Evrópu, sem veldur reiðinni i þessum og öðr- um skrifum Sovétmanna, þar sem reynt er að hnýta þá i eina kippu Maó og vestræna stjórn- málamenn, sem berjast gegn andvaraleysi i öryggismálum. Óvildin milli Kina og Sovétrikjanna brýzt út i ýmsum myndum. Alltaf öðru hverju sjást spá- dómar sérfræðinga um það I vestrænum blöð- um, að Sovétmenn verði að gripa til skjótra ráða og hernaðaraðgerða, vilji þeir eyðileggja kjamorkuvopn Kinverja i fæðingu. Sagt er, að ekki liði á löngu, þar til kinverski herinn ráði yf- ir eldflaugum, sem geta flutt kjarnorkusprengj- ur alla leið til Moskvu. Þótt bæði rikin auki sifellt her- afla sinn á landamærunum, er striðiö milli þeirra enn sem komiö er háö með orðaskaki. Sovétmenn hafa byrjað harða sókn á hendur Kinverjum, eftir að Edward Heath, fyrrv. forsætisráðherra Breta, fór til Peking i boði leið- toganna þar. Islenzkir fjölmiðlar fá alltaf nasasjón af þessu áróðursstriði i daglegum sendingum frá sovézku frétta- stofunni á tslandi, Novosti. Hér verður vitnað i nokkur skrif starfsmanna Novosti um ferðalag Heaths, en þau eru send fjölmiðl- um á islenzku. D. Ardamatsky skrifar i frétta- bréfi, sem dagsett er 4. júni: „Þegar mr. Heath kom til Peking-flugvallar kvað viö trumbusláttur og 4000 drengir og stúlkur dönsuðu, veifuðu fánum og hrópuðu fagnaðarorð til Heath. Hann ætti bara að óska sér þess, að honum væri jafnvel fagnað meðal kjósenda i Bretlandi. Þó kjósendur heima fyrir hafi hafnað stefnu hans, hann sé ekki lengur forsætisráðherra og staða hans sem ihaldsleiðtoga óstöðug, er samt staður i heiminum, þar sem hann mætir skilningi og stuðn- ingi. Upphaflega var mr. Heath boð- ið að koma til Kina, þegar hann var forsætisráðherra, en boðið var staðfest eftir ósigur hans i ( kosningunum. Þegar ákvörðun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.