Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 16
vísm Föstudagur 7. júni 1974 Verdens Gang: Hœlir Nínu Björk og leikurunum okkar Nina Björk Arnadóttir fær ágæta dóma fyrir sjónvarpsleik- rit sitt, Hæliö, i öðru stærsta dag- blaði Noregs, Verdens Gang, fyrir nokkrum dögum. Var leikritiö sýnt i norska sjónvarpinu i síðustu viku. „Nina Björk þarf sannarlega ekki að skammast sin fyrir verk sitt”, segir Jan Andrew Nilsen, gagnrýnandi blaðsins m.a. Hann segir og að hlutverki aðalpersónu leiksins, Bóbó, hafi vcrið gerð góð skil og hann hafi birzt á mjög sannfærandi hátt. „Leiklist á íslandi hlýtur að vera á háu stigi, og þaö þrátt fyrir að ibúarnir séu færri en ibúar Bcrg- en". Slöastnefnda athugasemdin er að visu röng. ibúar Bergen eru eitthvað um 130 þúsund, en ís- lendingar a.m.k. 320 þúsund. —JBP— GAMAN AÐ KOMA TIL ÍSLANDS? Sjóliöarnir i fylgdarliði Noregskonungs slepptu fram af sér beizlinu kvöldið, sem þeir stigu fyrst á islenzka grund, en það var i fyrradag. Eflaust hafa þeir verið fegnir að stiga á þurrt land eftir mót- byrinn I Islandsálum. Til að gleðjast innbyrtu fjölmargir þeirra áfengi, og flestir talsvert magn. A.m.k. mátti ráða það af ölvunarlátum þeirra I bænum. Þeir urðu þó yfirleitt ekki til vandræöa, enda flestir i góðu skapi, og héldu hópinn syngjandi og hrópandi. Nokkrir fóru á ball I Þórscafé og lentu þar i áflogum. Lögregl- an þurfti þó ekki að hafa afskipti af þeim. Daginn eftir, þ.e. i gær, sáust fáir þeirra á götunum. —ÓH Lenda i stórviðri, standa vaktir, mála og skrapa, skræla kartöfl- ur. Er kannski nokkur furða, þótt þeir iyfti sér upp, sjó- liðarnir, þegar þeir losna smá- stund undan þessu púli? Ljósm.: Gunnar Ingimundars. Brosir sínu breiðasta— og þá vilja allir hjálpa — rabbað við nokkra fulltrúa á norrœnu móti lamaðra og fatlaðra, sem hefst á Flúðum í dag Það var frisklegur hópur af ungu fólki, sem varð á vegi blaðamanna Visis, er þeir iitu inn aö Iiátúni 12 i gær. i mat- sainum sat hópurinn að snæðingi. Krakkarnir skröfuðu hátt á milli þess sem þau stungu upp i sig fiskbitum. Að eyrum bárust allar tungur Norður- landanna. Eini munurinn á þessu fólki og öðru glaðværu fólki var, að það sat i hjólastólum eða hafði lagt hækjurnar við stólhakið. Þessi 34 manna hópur kom til landsins i gærdag og hélt um kvöldið austur að Flúðum Þau sækja hér æskulýðsmót, sem haldið er á vegum Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum og Sjálfsbjörg á aðild að fyrir hönd Islands. Þetta er i fyrsta sinn, sem slikt þing er haldið hér á landi. Við töluðum fyrst við Thorsten Carlson frá Sviþjóð. „Ég kom i morgun, svo að mér hefur ekki gefizt tækifæri til að sjá mikið af tslandi enn. Það litla, sem ég hef þó fengið að kynnast, hefur mér likað vel. Sjálfur vinn ég hjá flug- hernum. En ég held, að i einka- fyrirtækjum sé skilningur að aukast á þörfum okkar. Nú er ekki eins örðugt að fá vinnu þar, þótt maður sé lamaður. Ég held raunar, að skilningur á þörfum okkar hafi aukizt á öllum sviðum. Við nýbyggingar er meira tillit tekið til bæklunar og fatlaðir sækja meira orðið al- menna skóla en áður var. Ég hef sjúlfur verið alla tið i sérskóla og kunnað ágætlega við mig, en þótelégþað miður heppilegt að loka okkur inni á slikum sér- stofnunum. Lise Inger Christiansen, kemur frá Noregi „Nei, ég kem ekki til að sjá Ólaf konung. Ég kem til að læra af félögum mínum á tslandi, og ef til vill geta þeir lika lært eitthvað af okkur. Við vorum fimm, sem vildum komast frá minni deild i Osló. Við drógum um, hver skyldi fara til tslands. Ég bað guð um að leyfa mér að komast og dró rétt. Svo hér er ég komin. Þangað til fyrir 4 árum bjó Thorsten Carison er kominn hingað frá Svfþjóö. Þetta fatlaöa, unga fóik er komið frá öllum Norðurlöndunum tii að þinga á tsiandi. A tsiandi I fyrsta sinn, Sonja Hammer og Helena Frlðheim frá Færeyjum. ég á vistheimili en nú hef ég sér ibúð i ibúðarhúsi fyrir fatlaða. Mér liður eins og bezt verður á kosið núna og vona, að ég þurfi aldrei aftur að fara á vist- heimili. Nú fæ ég heimilishjálp, það eru gerð innkaup fyrir mig og tekið til, en annað annast ég sjálf. Svo reyni ég stundum að brölta út. Ég verð að fara allra minna ferða i leigubil. Svo brosi ég bara min breiðasta og þá hjálpar fólkið mér”, sagði Lise Inger að lokum og brosti breitt. Sonja Hammer og Heiena Frlðheim koma frá Færeyjum. Þetta er i fyrsta sinn, sem Fær- eyingum gefst kostur á að taka þátt i sliku móti. Sonja er tvitug og ætlar i teikninám fyrst i Færeyjum og siðan i Danmörku. Hún býr i Þórshöfn, en Helena vinkona hennar kemur frá Austurey. „Nei, nei, við þekktumst- ekkert áður. Við kynntumst bara á leiðinni hingað. Okkur finnst fólkið og landið' vera ákaflega vingjarnlegt. Þetta er eiginlega mjög svipað og heima”. —JB Háspennulína féll niður — straumur áfram — 5 skepnur drápust áður en rafmagninu Talið er, að i tvo daga hafi há- spennuiina hangið niðri við jörð, skammt frá Staðarskála, án þess að rafmagni á henni slægi út. Tréstaur sem hélt linunni uppi féll niður. Á þessum tima snertu tvær kindur linuna, og sömuleiðis tveir hundar og ein veiðibjalla. 011 dýrin drápust samstundis. Veiði- bjallan virðist hafa leitt á milli linunnar og jarðar, og sló þá raf- magninu út og bilunarinnar var vart. Þessi háspennulina tilheyrir umdæmi rafveitunnar á Blöndu- sló út ósi. Asgeir Jónsson er rafveitu- stjóri þar. Hann sagði i viðtali viö blaðið, að linan hefði slegið út á annan i hvitasunnu. Þótt staurinn sem féll liggi rétt hjá Staðarskála IHrútafirði, varðenginn þess var að hann féll. Asgeir sagðist halda, að staurinn hafði gengið upp i frostum i vetur og siðan fallið ein- hvern tima um hvitasunnuna. Jarðvegurinn, sem staurinn stóð i er grjótlitill og verður að leðju á vorin. Staurinn hékk i háspennu- linunni, en náði aldrei að snerta Jörð- —OH Byssumennirnir œtla að borga brósann Byssumennirnir, sem stórskemmdu sumarbú- stað Hákonar Bjarna- sonar skógræktarstjóra og skátaskála, hafa samþykkt að bæta fyrir skemmdirnar. Það er ekki mjög algengt, að slikar sættir takist meö tjónvöld- um og tjónþolum, án þess að dómur hafi fallið i málinu. Mennirnir eru allir i vinnu, og ættu þvi að geta borgað. Ef þetta samkomulag hefði ekki tekizt, heföi eflaust þurft að biða lengur eftir þvi, að tjónið yröi bætt. Má reikna með a.m.k. nokkrum mánuðum og allt upp i nokkur ár. Þeir, sem urðu fyrir tjóninu verða sjálfir aö nálgast bæturnar, þvi enginn opinber aðili sér um það. Fyrir utan sumarbústaöinn og skátaskálann, skutu mennirnir á umferðarmerki, kind og hest. óH Steypubíll brann — grunur um íkveikju Grunur leikur á að kveikt liafi verið I steypubil, sem brann til kaldra koia i gærkvöldi. Steypubiiiinn stóð fyrir utan hús, hjá verkstæði, þar sem hann var til viðgcrðar. Enginn maöur virtist náiægur þegar kviknaöi i bilnum. Slökkviliðið kom á vettvang, en þá var billinn mjög mikið brunninn. Kannsóknarlögreglan i Reykjavik hefur máiið til rann- sóknar. —ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.