Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 1
vísm 64.árg. — Laugardagur 8.iúni 1974. — 93. tbl. „Svarti sauðurinn"(?) úr HJÓNABANDI Bergmans í Reykjavík - BAKSÍÐA Nú fœr Flug- félagið að kenna ú Dönskum — baksíða Landinn ekki hagstœður viðskipta- vinur — segir íslenzkur markaður - Sjó bls. 3 „Eins og að búa við höfnina" — segja íbúarnir í grennd við gamla Tívolí - BAKSÍÐA Nýr popp- fréttamaður Nýr poppþáttur hefur göngu sina i VÍSI i dag. Stýrir hon- um Örn Petersen, sem þekktur er orðinn fyrir dægurlagaþátt sinn „Tiu á toppnum”, sem verið hefur i útvarpinu i eitt ár. Mun örn einkum skrifa um nýút- komnar hljómplötur og verð- ur popp-siða hans i blaðinu á iaugardögum. Rétt er aö benda á það hér i leiðinni, að i dagbók VIsis er skýrt frá tilfærslu á þætti Arnar á dag- skrá útvarpsins. Fyrstu popp-skrif Arnar i Visi er hinsvegar að finna á bls. 4. Þessa mynd tók ijósmyndari Visis fyrir nokkrum dögum i Kristjaniu, þar sem nokkrir tugir Islenzkra ungmenna dvelja yfirleitt. (Ljósmynd VIs- is BG). Víxillán í lágmarki hjá bönkunum: „Núna, þegar árið er ekki hálfnað, eru við- skiptabankarnir langt komnir með þá 22% út- lánaaukningu, sem sam- komulag varð um að yrði á öllu þessu ári. Það er því ekki furða, þótt fólk verði vart útlánatregðu," sagði Kristinn Hallgrímsson Árs lánaaukning nœr búin! hagfræðingur Seðlabank- ans í viðtali við Vísi í gær. Almenningur hefur fundið fyrir þvi, að sifellt verður erfiðara og erfiðara að selja vixla i bönkum. Og þó slikar fyrirætlanir takist, þá eru upphæðirnar, sem beðið er um lækkaðar, allt að helming. Viðskiptabankarnir hafa slæma stöðu gagnvart Seðla- bankanum, að sögn Kristins Hall- grimssonar. Hann sagði einnig, að sú hringrás gæti ekki gengið endalaust, að lán fengjust til kaupa á gjaldeyri, þar sem slikt væri verðbólguaukandi og rýrði gjaldeyrisvarasjóðinn stórlega. Visir kannaði hjá vixladeild Landsbankans, hvort þar hefði orðið vart áberandi fækkunar á vixlum. bar var okkur tjáð, að vixlafjöldinn væri mjög reikandi frá degi til dags, mest eftir mánaðamót, en minna er á liði mánuðinn. bvi væri erfitt að átta sig á fjölda vixlanna, en ekki hefðu orðið neinar breytingar á þessu atriði, sem vektu athygli. Hins vegar væri áberandi, hve upp- hæðir vixla hefðu að jafnaði lækk- að mikið. Svokölluð bindiskylda hefur verið á innlánaaukningu bank- anna i nokkur ár. bá hafa 20-22% af innlánaaukningunni verið fryst i Seðlabankanum. — ÓH Ekið aö borholunni I Reykjadal við Hverageröi. Bifreiöarstjórar þessara bifreiöa hafa þurft dágóöan tima til að þrifa bilana eftir öku- ferðina austur fyrir fjall.... — Ljósm. Bragi. ,SKEMMTILEGUR FARÞEGI, KONUNGURINN" — segir bifreiðarstjóri forsetabílsins, sem hefur ekki farið w varhluta af heimsókn Olafs V Noregskonungs bað fór ekki á milli mála, að ekið hafði verið um isienzka þjóðvegi i rigningu og aur- bleytu, þegar litið var á biialest Noregskonungs, er hún kom i bæinn i gærdag eftir bingvalla- ferðina. Aur hafði sletzt upp á bilana i rikum mæli og bif- reiðarstjórarnir hafa þurft dágóðan tima til að pússa þá upp eftir ferðina, „bað hefur verið svo mikill hraði og þétt dagskrá þessa daga, að rétt hefur gefizt timi til að bregða sér i réttan galla, áð- ur en maður hefur þrif ið bilinn, en það þarf að gera helzt tvisvar á dag á meðan hann er i þetta mikilli notkun,” sagði Kristjón I. Kristjánsson, bifreiðarstjóri forsetans, þegar Visir ræddi við hann stuttlega i gær. Hann hvað Ólaf Noregskonung vera skemmtilegan farþega og grin- ast mikiö. bessari þriðju opinberu heimsókn konungsins lýkur á hádegi i dag, eftir að hann hefur litið i kringum sig i Vestmanna- eyjum. Kemur konungsskipið til Eyja um klukkan niu, en floti Vestmannaeyinga siglir á móti skipinu. Konungur tók i gær á móti Norðmönnum búsettum á ís- landi og átti með þeim stund i Frimúrarahöllinni. Klukkan átta tók hann svo á móti forseta- hjónunum og fleiri tignum gest- um um borð i konungsskipið. — ÞJM Kristjón I. Kristjánsson hefur átt annrikt meðan á konungs- heimsókninni hefur staðið. — Ljósm. Bj.Bj. íslenzkir lögreglumenn á ferð í Kristjaníu: ÓHUGNANLEG SJÓN Það var óhugnanleg sjón, sem mætti fjórum islenzkum lögreglumönn- um í Kaupmannahöfn fyrir stuttu. Þeir voru að kynna sér starf dönsku fíkniefnalögreglunnar og fóru með í leitir að fíkni- efnasölum. Einn þeirra er Sveinn Björns- son rannsóknarlögreglumaður. Hann segir m.a. frá hvernig neyzla hass hefur minnkað i ný- lendu dópistanna, Kristjaniu, en skaðlegra efni komið i staðinn, morfinbasi. Aætlað er, að á þessu ári deyi 60 manns af neyzlu þess efnis i Kaupmanna- höfn einni saman og hundruð á næstu árum. Sveinn lýsir einnig aðferðum dönsku lögreglunnar, aðferðum sem ekki er beitt hérlendis vegna mannaflaleysis. Sjá bls. 2-3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.