Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 3
Visir Laugardagur 8. júni 1974 3 „Við komum eina nóttina inn á veitingastað sem svertingjar og hvitar stúlkur sækja. Fólkið sýndi mótþróa, þegar átti að leita á þvi. Þá voru Danirnir ekki lengi að bregða skamm- byssum á loft, og það nægði. Þeir höfðu allir talstöðvar, og innan skamms voru tiu lög- reglumenn komnir á staðinn.” Sveinn sagðist hafa hitt einn Islending i Kristjaniu. Sá er alkóhólisti, en fæst litið við fikniefni. Lögreglan sagði, að i fyrrasumar hefðu um 30 Is- lendingar verið þarna, og búizt var við fleiri i sumar. ,/Hvers vegna sækja is- lendingar hingað," spurði danska lögreglan? „Þeir voru mjög hissa á þvi, hvað íslendingar væru að gera i Kaupmannahöfn. Þeir spurðu mig, hvort það væri atvinnu- leysi á tslandi. En yfirleitt virð- ast Islendingar, sem þarna dvelja, hafa nóga peninga. Ef þeir eru gripnir peningalausir eða skilrikjalausir, eru þeir samstundis sendir heim. Það sama gildir um alla út- lendinga. Þarna eru allra þjóða kvikindi, mest af svertingjum og Aröbum. Þeir eru lika taldir iðnir við söluna.” Fikniefnið, sem mest er sótt i, er morfinbasi. Vinsældir hass hafa minnkað mjög, og margir eru leiðir á þvi. Fáir þora að nota LSD. Morfin- sprautan er semsagt i hávegum höfð, og mikil áherzla virðist lögð á, að þetta efni skorti ekki, jafnt af neytendum sem seljendum. Deyja innan fimm ára af morínneyzlu „Morfinbasinn er hins vegar hættulegasta fikniefnið, sem þetta fólk getur neytt. Læknir þarna sagði okkur, að allir, sem dveldust núna i Kristjaniu og neyttu morfins, yrðu dauðir inn- an fimm ára, ef þeir héldu áfram neyzlunni. Það er ógeðslegt að sjá fólkið alsett kýlum og með stunguför út um allan likamann eftir sprauturnar. 011 þessi fikni- efnaneyzla kostar peninga, og fólkið virðist lifa á þjófnuðum. Stúlkurnar stunda vændi, og svo fara allir Danirnir þarna viku- lega til að sækja atvinnuleysis- styrk.” Sveinn sagðist hafa séð 11 ára gömul börn þarna. Þegar hann spurði, hvort ekki ætti að fjar- lægja þau, var honum tjáð, að foreldrarnir byggju þarna einnig. Kristjania var ekki það eina, sem lögreglumennirnir kynnt- ust. Þeir skoðuðu fangelsi og kynntust tækniaðferðum. Þeir hrifust mjög af meðhöndlun fanga i fangelsum þarna. Þar starfa læknar, og keppt er að þvi að aðlaga mennina þjóð- félaginu smátt og smátt. „Ekki láta íslenzk ung- menni fara ein til Kaup- mannahafnar." „Mér blöskrar tilhugsunin um þá islenzku unglinga sem fara til Kaupmannahafnar i sumar og lenda i þessum sora. Ég held, að foreldrar ættu ekki almennt að leyfa stúlkum og piltum að fara einum til Danmerkur til að vinna. Ég er lika hræddur um, að þessi ófögnuður, sem við kynnt- umst þarna, eigi eftir að sjást á Islandi, ef ekkert verður gert til að stemma stigu við þessu. Fikniefnaneyzla er þegar orð- in vandamál hér, og starfsliðið, sem vinnur á móti henni, er allt of litið. Hér vantar t.d. alveg menn, sem geta unnið bak viö tjöldin að uppljóstrun mála. „Verðum að koma í veg fyrir að morfínið berist hingað." Hræddastur er ég við, að morfinið verði flutt hingað inn i miklum mæli. Mér finnst ekki hægt að gera of mikið til að koma i veg fyrir, að sá ófögnuð- ur nái hingaö. Það þarf að fjölga starfsliði fikniefnadeildarinnar, herða viðurlög, og siðast en ekki sizt verður almenningur aö hjálpa til viö upplýsa þessi mál,” sagði Sveinn Björnsson að lokum. — ÓH. BROTTFARARFARÞEGAR W SLAKIR KUNNAR — segir talsmaður íslenzks markaðar „Þó að dómur sé fallinn i mái- inu milli Ferðaskrifstofu rikisins og isienzks markaðar vil ég gjarnan koma nokkrum atriðum að, serti við forráðamenn i.m. teljum að skipti mestu máli”, sagði Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri tsl. markaðar i viðtaii við biaðið i gær. Jón sagði, að varðandi dóm Hæstaréttar og túlkun „transit”- farþegahugtaksins hafi forráða- menn Isl. markaðar ávallt lit- ið svo á, að ,,transit”-farþegar væru þeir einir, sem kæmu og hefðu stutta viðdvöl á transit- svæðinu án þess að koma „inn i landið” þ.e. gegnum vegabréfs- eftirlit og tollskoðun. Greiðslu af þeim farþegum, sem sitja úti i vél, hefur Isl. markaður mót- mælt, þar eð þeir hafa engin við- skipti við fyrirtækið. Megindeilan hefur staðið um brottfararfarþegana, þ.e. annars vegar útlendinga og hins vegar íslendinga á leið til útlanda i við- skiptaerindum eða til sólarlanda. Af þessum farþegum hefur Isl. markaður neitað að greiöa, enda verzlun þeirra þvi nær engin. Islenzkur markaður var stofnaður 1970 af nokkrum stærstu iðnaðar- og framleiðslu- fyrirtækjum landsins á sviði sam- vinnu og einkareksturs. Stærstu hluthafar fyrirtækisins eru t.d. Samband isl. samvinnufélaga, Alafoss h.f., Osta og smjörsalan s.f. Glit h.f., Sláturfélag Suður- lands auk 14 annarra iðnfyrir- tækja. „Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins,” hélt Jón áfram, er að nýta betur þá möguleika, sem fyrir hendi eru á Keflavikurflug- velli til kynningar, markaðsrann- sókna og sölu islenzks iðnvarn- ings til þeirra hundruð þúsund göngu vörur framleiddar úr is- lenzkum hráefnum. Heildarvöru- sala fyrirtækisins frá upphafi er 303.9 millj. kr., þar af 285.6 millj. i erlendum gjaldeyri, eða um 94%. Til samanburðar má geta þess, að gjaldeyrisskil Frihafnar- verzlunar rikisins námu t.d. árið 1972 brúttó 41% af sölu. Fyrirtækið hefur undanfarin 3 ár gefið út 48 siöna póstpöntunar- lista i 100.000 eintaka upplagi hvert ár. Listanum hefur verið dreift viða um heim og verið mikil kynning á vörum okkar, landi og þjóð. Verzlun með þess- um hætti hefur farið vaxandi ár frá ári. Beinar greiðslur til is- lenzkra ferðamála hafa numið til þessa dags 23.8 milljónum kr. Islenzkur markaður hf. reisti algerlega á eigin kostnað 615 fer- metra viðbyggingu við flugstöð- ina fyrir verzlunaraðstöðuna. Byggingarkostnaður nam 8.5 milljónum kr„ og byggingin var w íarþega, sem fara um völlinn ár- lega. Söluvörur fyrirtækisins eru ein- afhent rikinu til eignar, en útlagð- ur byggingarkostnaður reiknaður sem fyrirframgreidd húsaleiga. „Það getur ekki með neinni skynsemi verið hægt að ætlast til, að hinn ungi útflutningsiðnaður, sem berst i bökkum, geti staðið undir fjármögnun til ferðamála- iðnaðarins,” sagði Jón að lokum. —EVI— Varanlegur vegur fyrir á 2. hundrað milljónir SJONVARPK) „VAKNAR" Á K-NÓTTINA „Sumarleyfi sjónvarpsins verður aðeins fyrr I ár en i fyrra. Nú hættum við 26. júni og hefjum aftur útsendingar 26. júli, þannig að útsendingar verða hafnar fyrir Þingvallahátiðina 28. júli. 1 sumarleyfinu sendum við þó út á kosninganóttina. Það sjónvarp hefst ki. 23. þann 30. júni og stend- ur svo lengi, sem ástæða þykir”. Þetta sagði Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarpsins, er Visir spurði hann um tilhögun kosn- ingasjónvarpsins og framboðs- sjónvarps. „Kosningasjónvarpið verður öðruvisi en vanter, þannig að nú verður eingöngu fjallað um tölur, en ekki flogiö um landið eða talað við kjósendur. Við verðum með tölvu til aðstoðar, og tölfróð- ir menn ræða um nýjustu tölurnar og gera sinar kosningaspár. Nú berast tölur hægar en i bæjar- stjórnarkosningunum, og við fyll- um þvi meir upp með skemmti- efni en þá. Þetta kosningasjónvarp verður sem sagt ekki eins viðamikið og siðast og fólkið, sem vinnur að þvi, hefur boðizt til að vinna i sumarfriinu sinu og fær greitt venjulegt timakaup fyrir. Um framboðssjónvarpið er það að segja, að það verður i þrennu lagi. Fyrst verða kýnntir hinir 10 flokkar, sem bjóða fram. Þeir 5 flokkar, sem bjóða fram i öllum kjördæmum, fá 30 minútur til umráða, en nýju flokkarnir 5 fá 15 minútur. Fyrirkomulagið verður nokkuð frjálst, flokkarnir ráða hvernig þeir verja timanum. Hvort þeir kynna einn mann eða fleiri, hvort þeir raða stólunum svona eða hinsegin, en kvikmynd- irog ljósmyndir og annað utanað- komandi efni verður ekki leyft. Þessi liður tekur sennilega tvö kvöld. 1 öðru lagi verður bein útsend- ing, þar sem stóru flokkarnir 5 sitja fyrir svörum hver hjá öðrum, og við vonumst til að það verði allliflegt efni. Þriðji liður kosningasjónvarps- ins er svo ákveðinn að kvöldi 26. júni. Þá mæta fulltrúar 5 flokka til hringborðsumræðna. Þar svara þeir i 1 1/2 klukkustundar beinni útsendingu spurningum Eiðs Guðnasonar”. —JB i frétt um varanlegan veg frá Sel- fossi aö Skeiðavegamótum á fimmtudaginn slæddist inn sú villa, að sagt var, að áætlaður kostnaður væri ailt að 200 milljón- ir. Hið rétta er, að kostnaður er talinn á 2. hundrað milljónir. Sigurður A. í baróttunni — ekki Jónas Hithöfundar hafa ekki Jónas stýrimann við stjórnvöl hins nýja launþegafélags sins, Kithöfunda- sambands islands, eins og fram kom i fyrirsögn i VIsi i fyrradag. Eins og fram kom, er Jónas Guð- mundsson formaður Félags is- lenzkra rithöfunda. Formaður H ithöfundasa m - bandsins er aftur á móti Sigurður A. Magnússon. Formaður Rit- höfundaféiags isiands er svo Vil- borg Dagbjartsdóttir. Félagar beggja félaganna eru aðilar að hinu nýja stéttarfélagi, Rit- höfundasambandinu. NÝJUNG í GESTAÞJÓNUSTU Hótel Valhallar á Þingvöllum. Ungur hljómlistarmaður, Sigurjón Ásbjörnsson frá Álafossi, leikur létta hljómlist á Jamaha-rafmagnsorgel í aðalveitingasal Valhallar alla daga kl. 16 til 17, 18 til 20, og 21 til 23,30 • ••• Njótið góðra veitinga í fögru umhverfi jÁS&l SStímS gpx m HÓTEL VALHÖLL, ÞINGVÖLLUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.