Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 7
Visir Laugardagur 8. júní 1974 cTVlenningarmál Þriðja grein eftir Ólaf Jónsson Með sinni miklu út- breiðslu á undanförnum árum hefur sjónvarp sjálfsagt að miklu leyti tekið við af útvarpinu sem helsti miðill af- þreyingar i tómstundum manna. í stað þess að kveikja á útvarpi setjast menn nú við sjónvarps- tækið að loknum kvöldverði i þann mund sem fréttir hefjast klukkan 8. Ætli það séu ekki ýmsir sem enn i dag sitja sem fastast uns dagskrá er lokið — á hverju sem gengur ,,á skjánum” eins og nú er vist móðins að segja? Burtséð frá hinum háu hlut- fallstölum um útbreiðslu sjón- varps og hlustun á sjónvarps- fréttir veitir hlustendakönnun út- varpsins, sem áður hefur nokkuð verið sagt frá, ekki nema takmarkaðar visbendingar um neysluvenjur og afnot manna af sjónvarpsefni. Ekki var spurt um hlustun á einstaka dagskrárliði og efnisþætti sjónvarps i likingu við það sem spurt var um útvarp- ið heldur leitast við að kanna al- mennari viðhorf við sjónvarps- efni. Spurt var um mat manna á fræðsluefni annars vegar, skemmtiefni hins vegar i sjón- varpinu, á hvaða dögum fólk vildi hafa besta efni sjónvarpsins, og ioks hvaða sjónvarpsefni fólk teldi best. Þótt svör þau sem fram komu við þessum spurningum séu á marga lund fróðleg segja þau ekki til um raunverulega hlustun á hverjum tima né á hvaða efni mest eða minnst sé hlustað, að- eins um tiltölulegar vinsældir og almennt efnismat hlustenda. En það segir sig sjálft, að hinar háu hlustunartölur útvarps sem til- færðar eru i könnuninni kæmu fyrir litið ef hún leiddi jafnframt i Ijós að á sama tima sæti meginþorri mögulegra hlustenda að jafnaði niðursokkinn i sjón- varpsefni. Að skipta verkum Hvað sem þessu liður sýnir hlustendakönnunin glögglega að útvarpið hefur að minnsta kosti möguleika á að ná áheyrn mjög verulegs hóps hlustenda sam- timis sjónvarpinu. En til þess að leiða i ljós raunverulega sam- keppni sem útvarpið veitir sjón- varpi þyrfti að grafast miklu nán- ar fyrir um ,,virka hlustun” á út- varp, sem svo má kalla, hversu stór hópur hlustenda taki jafnaðarlega eða oft tiltekið út- varpsefni fram yfir dagskrá sjón- varpsins á sama tima. Ætla skyldi maður að tveir hópar hlustenda væru útvarpinu sér i lagi hjartfólgnir, annars vegar þessi hópur sérstakra áhuga- manna um hinar ýmsu tegundir útvarpsefnis, hins vegar þeir hlustendur sem af ýmsum ástæð- um njóta ekki sjónvarps en búa einvörðungu að útvarpinu eins og áður. 1 könnuninni er allmikil rækt lögð við að greina hlustenda- fjöldann sundur i breytilega félagshópa eftir aldri og kynferði, búsetu eftir landshlutum, þéttbýli og dreifbýli, starfi og stöðu. Með þessum hætti koma fram ýmsar athyglisverðar ábendingar um stéttbundinn mun á smekk og neysluvenjum manna á ýmislegt útvarpsefni, sem ekkert ráðrúm er til að fara nánar út i hér. Og einnig reynist marktækur stétta- munur á útbreiðslu útvarps og sjónvarps. Samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar er það fólk, sem minni aðgangs nýtur að sjón- varpi en allur fjöldinn, og býr þá aðeins að útvarpi, einkum bænd- ur og sjómenn, sumpart elsta en AÐ HORFA EÐA HLUSTA Við stjórntækin i sjónvarpinu: sjónvarpið hefur tekið viö af út varpi sem aðalvettvangur frétta og miðill afþrevingar. sumpart yngsta fólkið sem könnunin tók til, 18-75 ára, eink- um búsett á Vestfjörðum, en einnig á Austfjörðum og Suður- landi og býr i dreifbýlum byggðarlögum með minna en 250 ibúum. Auðvitað má telja að i dag- skrárgerð sinni beri útvarpinu að sinna sér i lagi þörfum þessara hlustendahópa og öðrum sem i ljós kann að koma við nánari at- hugun að noti sér útvarp umfram sjónvarp. Það breytir ekki þvi að nú þegar er yfirgnæfandi meiri- hluti hlustendahópsins sameigin- legur útvarpi og sjónvarpi og sá meirihluti mun enn aukast með bættri tækni og aukinni útbreiðslu sjónvarps. Dagskrárgerð beggja fjölmiðla hlýtur i meginatriðum sinum að miðast við að þeir bæti hvor annan upp frekar en standa i samkeppni um hinn sama hlustendahóp. Það er lika ljóst af dagskrá út- varpsins, að það hefur brugðist rétt við þessari samkeppnis-að- stöðu á undanförnum árum: með aukinni og fjölbreyttari dag- skrárgerð siðdegis og um helgar, utan sjónvarpstima, og með þvi að nýta betur „besta hlustunar- tima” útvarps, milli klukkan 7 og 8, áður en sjónvarp hefst. Sjálf kvöld-dagskrá útvarpsins hefur hins vegar engum verulegum breytingum tekið á undanförnum árum þrátt fyrir samkeppni sjón- varpsins. Hvað sem öðru liður um hlustendakönnun útvarpsins er hún til þess fallin að ýta undir þessa stefnu — að báðir fjöl- miðlar haldi uppi sambærilegri alhliða dagskrá „til skemmtunar og fróðleiks” á sama dagskrár- tima. Hitt hygg ég að könnunin sýni miklu siður hvort einhvers konar verkaskipti, og hver þá, væru hugsanleg i kvöld-dagskrá útvarps og sjónvarps. Sjón og saga Frá þeim bæjardyrum séð, að vert sé að skipta verkunum, virt- ist það hins vegar rétt ráðið i haust að flýta útvarpsfréttum og stytta fréttatimann, en leggja i staðinn aukna áherslu á ýmis- konar fréttaauka, fréttaskýring- ar og annað timabært efni á „besta hlustunartima” út- varpsins. Með útbreiðslu og alls- herjar afnotum sjónvarps mátti ætla að sjónvarpsfréttir klukkan átta hefðu tekið við hinu fyrra hlutverki útvarpsfréttanna: að vera aðal-fréttamiðill lands- manna og jafnframt vettvangur fyrir margskonar meira og minna fréttnæmar upplýsingar, sem talið er að eigi erindi við landsmenn. Litilsháttar dæmi þess að hér er ekki alltaf um miklar beinar fréttir að ræða er sú ásókn, sem verið hefur að koma á framfæri i sjónvarpi ýmiskonar félagsfréttum og fundasamþykktum, eða til- kynningum um nýútkomnar bæk- ur og listsýningar o.s.frv. En við svo búið mátti ætla að beinum út- varpsfréttum klukkan sjö eða hálfsjö nægði til að veita ágrip helsta fréttaefnis sem nánari skil yrðu svo gerð i sjónvarpinu, en leggja mætti að þvi skapi aukið kapp á annað timabært efni fram að sjónvarpsfréttum og umfram þær. A hinn bóginn væri upplagt að auka útvarpsfréttir i aðra tima, hádegisfréttir, eins og 'raunar mun hafa verið gert, og kvöldfréttir klukkan tiu. Annar kostur var að visu alltaf tiltækur: að útvarpsfréttirnar héldu óbreyttu sinu gamla hlut- verki, en sjónvarpsfréttir væru siðar að kvöldinu og fjölluðu fyrst og fremst um fréttaefni, sem unnt væri að greina frá i myndum. Sjónvarpsfréttir eru þvi aðeins „betri” en útvarpsfréttir að um fréttnæmt myndefni sé að ræða. Það hygg ég lika að dyggir og tryggir áheyrendur útvarps og sjónvarps sem að staðaldri hiusta á fréttatima þeirra beggja komist brátt að raun um að útvarpið komi meira fréttaefni skýrar og skilmerkilegar á framfæri en sjónvarpið. Og þegar stórtiðindi gerast er það auðvitað útvarp sem fyrst og best flytur fréttirnar. Sjónvarpið kemur á eftir og eykur við frásögnina, styrkur þess að greina nákvæm- lega frá atburðum og öðru frétta- efni, sem myndavélum verður komið við. Og auðvitað eru bæði útvarp og sjónvarp langt á undan blöðunum. Aður var vikið að þvi að útvarp og sjónvarp hefðu reynst vel i fré11a f 1 utning i meðan prentaraverkfall stóð og blöð komu ekki út. Samt er ætlandi að þeir hlustendur hafi fengið um það bil nóg af „leikhúsi þjóðarinnar” sem i fyrsta lagi hlustuðu á beint útvarp af þingi þegar þingrofið var að ske i vor, hlýddu i öðru lagi á ýtarlegan út- drátt úr hinum sömu umræðum klukkan sjö og horfðu svo i þriðja lagi á langa kvikmynd af þingfundum i sjónvarpinu klukkan átta. Efni og hlustun En hvernig sem verkaskiptum útvarps og sjónvarps er eða ætti að vera háttað leiddi hlústenda- könnun útvarpsins það i ljós, að fjölda hlustenda féll ekki i geð breyting fréttatimans i haust. Meirihluti hlustenda, 47.7% taldi besta fréttatima útvarps klukkan sjö, 23,5% var sama um frétta- timann, en svipaður fjöldi, 13% og 11,7% kaus fréttir klukkan hálfsjö og hálfátta. Um sjónvarpsfréttir kom það á meðal annars fram, að um 40% þeirra sem nú horfa á fréttirnar mundu ekki horfa á þær á öðrum tima. Þegar spurt var hvort of stuttur timi væri milli út-" varps- og sjónvarpsfrétta töldu um það bil 70% úrtaksins að svo væri ekki, en 18,3% fannst timinn of stuttur. Þeir sem ekki vildu hafa fréttir klukkan hálfsjö voru látnir meta tilfærslu fréttatimans á móti þvi efni sem i staðinn var flutt klukkan 7-8 i útvarpinu. Þá reyndust 62.2% þeirra viija láta flytja fréttirnar aftur i sitt fyrra horf, 20.5% stóð á sama, en 17.5% kusu að halda i þetta efni og hafa þá fréttir áfram hálftimanum fyrr. En hitt er skaði að ekki skyldi i könnuninni reynt að mæla raunverulega hlustun á útvarps- efni á „besta tima”, klukkan 7-8, meðan fréttir voru klukkan hálf- sjö. Það má vera spursmál hversu ákveðinn „vilja” hlustenda þess- ar tölur þrátt fyrir allt leiða i ljós. Svo mikið er vist að þær sýna að útvarpinu hefur ekki tekist i þessu efni að bjóða upp á kosti, sem þorra hlustenda falli betur i geð en fyrri hættir. En auðvitað ber að gá að þvi að hámarkshlustunartölur eru eng- inn algildur mælikvarði á verðleika útvarpsefnis, val og meðferð þess, og mega ekki verða til að einhliða áhersla sé lögð á „vinsælustu" efnisþætti á kostnað hinna sem minni hlustunar njóta. Útvarp hefur auðvitað skyldu að gegna við smekk og viðhorf þeirra sem i minnihluta eru meðal hlustenda, einnig miklum minnihluta, og auðvitað geta meiriháttar breytingar orðið á hlustun á hvert tiltekið efni með breyttu og bættu vali og meðferð þess. Könnunin lætur aðeins i té viðmiðunartölur um hlustun eins og hún er, en segir ekkert um ástæður meiri eða minni hlustunar. Horft, lesið, hlustað Eins og fram hefur komið gefur hlustendakönnun útvarpsins til kynna að hámarkstala hlustenda sé um og yfir 100.000 manns þegar mest er horft og hlustað — á fréttatimana, helgarútvarp og væntanlega einnig vinsælasta sjónvarpsefni. Þetta auðvitað með þvi fororði sem á við könnunina alla, að hún tekur ekki til allra landsmanna.heldur fólks á aldrinum 18-75 ára. i fyrstu grein um útvarpselni, hér i blaðinu á þriðjudaginn. var til samanburðar getið um upplag blaðanna, samkvæmt þeirra eigin upplýsingum, og athygli vakin á hinu háa upplagi Morgunblaðs- ins, en það kemur að sögn út i meira en 40.000 eintökum á dag. Sé ráð fyrir þvi gert að ekki sé prentað verulega umfram þarfir, raunverulega útbreiðslu blaðsins, en 2-3 lesendur séu jafnaðarlega um hvert eintak, má eftir þessu ætla að lesendahópur Morgunblaðsins nemi eða geti numið 80-120.000 manns á dag og sé að minnsta kosti viðlika stór eða stærri en áheyrendahópur út- varps og sjónvarps þegar mest er. Þetta tók Morgunblaðið óstinnt upp á miðvikudaginn, taldi um dvlgjur að ræða i sinn garð og itrekaði að daglegt upplag blaðsins væri nú um 41.000 eintök. Auðvitað er þessi samanburður sem hér greindi grófur og óná- kvæmur, og skakkar augljóslega að þvi leyti til að börn og unglingar undir 18 ára aldri og eldra fólk en 75 ára gerir piargt hvert allt i senn að hlusta á út- varp, lesa Morgunblað og horfa á sjónvarp. Samt þarf Morgun- blaðið ekki að þvkkjast við þótt athygli sé vakin á þessum háu töl- um og menn undrist þær. Blaðinu er lika auðvitað i lófa lagið, ef þvi þykir henta. að birta nákvæmar tölur, ekki bara um daglega prentað upplag heldur einnig út- breiðslu sína. áskriftir og lausa- sölu á landsvísu og i hverjum landshluta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.