Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 7
ítalía út og allt á HM fölnaði í samanburði! — Töpuðu V-Þjóðverjar til að forðast Hollendinga? I/MM 74 Heimsmeistarakeppnin 13. júní - 7. júlí 1974 Olympíumeistarar Pól- lands/ sem ásamt Svíum hafa komið lang mest á óvart í 10. heims- meistarakeppninni, gerðu sér lítið fyrir í gær og stöðvuðu Itali — sendu það liöið, sem af nær öll- um sérfræðingum heims í knattspyrnu var talið hafa mikla möguleika að komast í sjálfan úrslita- leikinn, heim -liðið, sem ekki hafði fengið á sig mark í landsleikjum á annaðár, fyrr en á HM. Það var þjóðarsorg á italíu, eftir 2-1 sigur Pól- lands í Stuttgart— landið, sem átti heimsmeistara 1934 og 1938 og silfurlið í Mexíkó 1970 er ekki leng- ur með í HM í V-Þýzka- landi. Já, Pólverjar hafa komið á óvart — eina landið, sem hlaut fullt hús stiga i undankeppninni i riðlunum, sigraði Argentinu, Haiti og nú ttaliu — skoraði tólf mörk, en fékk aðeins á sig þrjú. Að italska liðið var slegið út úr keppninni er hið óvæntasta hingað til — tap Vestur-Þjóð- verja gegn löndum sinum frá Austur-Þýzkalandi fölnar i sambandi við það. Ýmsar getgátur voru eftir tap Vestur-Þjóðverja um, að þeir hefðu tapað af ásettu ráði — til að komast i „léttari riðilinn” i áframhaldi keppninnar. Það kann að vera að eitthvað sé til i þessu,en þá ástæðan eingöngu sú, að Vestur-Þjóðverjar vilja ekki lenda i riðli með Hol- lendingum, þvi liði, sem nú er talið hafa mesta möguleika til sigurs i keppninni eftir glæsileik þess i gær gegn Búlgariu. Það var mikil keppni i riðlun- um um sætin — nema þeim fyrsta, þar sem þýzku liðin réðu lögum og lofum. Skotar urðu aö bita það súra epli að komast ekki áfram eftir aö hafa verið betra liðið i leikjunum gegn Braziliu og Júgóslaviu. Já það nægði ekki þótt Skotar ættu 90% af leiknum gegn Júgóslövum á laugardag — jafntefli varð 1-1 og þar sem Brazilia sigraði Zaire með þriggja marka mun, komust heimsmeistararnir áfram i 2. riðli ásamt Júgóslaviu. Skotar féllu á markatölunni — já Skotar eiga eftir að naga sig i handarbökin vegna allra þeirra tækifæra, sem þeir misnotuðu gegn Zaire — og kæruleysis i þeim leik — skrifuðum við hér i Visi eftir leik Skota og Zaire. Þaö reynd- ust orð að sönnu. 1 3ja riðli var Holland aldrei i hættu og lék glæsilega, en frændur okkar Sviar stóðu vel fyrir sinu — já, miklu betur en nokkur þorði að vona. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark i keppninni —og það hafa heldur ekki heimsmeistararnir frá Bráziliu gert, svo að meira kann að vera i þvi liði en flestir vilja telja. Heppna, heppna Brazilia! hefur verið viðkvæðið alls stað- ar — Braziliumenn eru vissu- lega heppnir að fá enn tækifæri til að verja titil sinn. Algjört klaufamark Zaire — það þriðja i leiknum á laugardag — kom Braziliu áfram á kostnað Skot lands. 1 fjórða riðli voru það Pólverj ar, sem komu, sáu og sigruðu — sputnik-lið keppninnar hingað til og það huggar sennilega særð hjörtu Englendinga. Argentinu- menn fylgdu Pólverjum upp úr riðlinum — nokkuð, sem enginn reiknaði með eftir að landið hafði tapað fyrsta leiknum gegn Póllandi. Italia féll úr — hreint ótrúlegt eftir árangri liðsins sið- ustu tvö árin. Fall Itala var mikið og hrein örvænting þjálfarans bætti ekki úr. 1 gær setti hann þekktustu leikmenn Italiu úr liðinu, þá Riva og Rivera. Reyndi að „yngja” liöið upp — en það var of seint, og ekkert nema örvænting. Lokastaðan i riðlunum varð þannig: 1. riðill: A-Þýzkaland 3 2 10 4-1 5 V-Þýzkaland 3 2 0 1 4-1 4 Chile 3 0 2 1 1-2 2 Ástralia 3 0 12 0-5 1 2. riðill: Júgóslavia 3 12 0 10-1 4 Brazilia 3 12 0 3-0 4 ttölsku leikmennirnir, sem við svo miklu var búizt ■ af, geta nú haldið heim. Hér er einn þeirra, Chinaglia frá meistaraliðinu Lazio (fæddur I Wales), þegar hann ræddi við blaðamenn i Vestur-Þýzka- landi og gagnrýndi þjálfara Italska liðsins, Valcereggi. Skotland 3 1 2 0 3-1 4 Zaire 3 0 0 3 0-14 0 3. riðill: Holland 3 2 1 0 6-1 5 Sviþjóð 3 1 2 0 3-0 4 Búlgaria 3 0 2 1 1-4 2 Uruguay 3 0 1 2 1-6 1 4. riðill: Pólland 3 3 0 0 12-3 6 Argentina 3 1 1 1 7-5 3 ítalia 3 1 1 1 5-4 3 Haititi 3 0 0 3 2-14 0 Skotland og Italia féllu þvi út á einu marki hvort land með sömu stigatölu og löndin, sem komust áfram, — og tvö lönd skoruðu ekki mörk i keppninni, Astralia og Zaire. Og þá er það áframhaldið. Löndunum er nú skipt i tvo riðla eftir þvi i hvaða sætum þau urðu. 1 A-riðli eru Holland, Argentina, Austur-Þýzkaland, og Brazilia, en i B-riðli Júgó slavia, Vestur-Þýzkaland, Pól- land og Sviþjóð. Það verður varla miklu léttara fyrir Vestur- Þjóðverja i þessum riðli — þó svo þeir losni við Hollendinga. Keppnin heldur áfram á mið- vikudag.Þá leika i A-riðli Hol- land og Argentina i Gelsen- kirchen, (kl. 6.30), og Brazilia og Austur-Þýzkaland i Hannov- er (kl. 6.30). 1 B-riðli leika Júgó- slavia og Vestur-Þýzkaland (kl. 3) i Dusseldorf, en Svíþjóð og Pólland i Stuttgart kl. 6.30. Næsta umferð verður sunnu- daginn 30. júni. Þá leika i A-riðli Austur-Þýzkaland og Holland i Gelsenkirchen kl. þrjú, Argen- tina—Brazilia I Hannover kl. 3.1 B-riðli leika Vestur-Þýzka- land—Sviþjóð i Dusseldorf kl. 6.30 og Pólland—Júgóslavia i Frankfurt kl. þrjú. Siðasta umferðin i riðlunum verður 3. júli. Þá leika i A-riðli Holland—Brazilia I Dortmund kl. 6.30 og Argentina—A-Þýzka- land i Gelsenkirchen kl. 6.30. 1 B-riðli leika Sviþjóð og Júgó- salvia i Dusseldorf kl. 6.30 og Pólland—V-Þýzkaland i Frank- furt kl. þrjú. Tvö efstu liðin i hvorum riðli leika svo til úrslita um heims- meistaratitilinn i Munchen sunnudaginn 7. júli, en liðin, sem eru i öðru sæti i hvorum riðli, leika um 3ja sætið i Munchen 6. júni. Varúðarráðstafanir þýzku lögreglunnar aukast stöðugt eft- ir hótunarbréf, sem borizt hafa. Þannig hefur verið hótað að myrða alla leikmenn austur- þýzka liðsins og er talið að ara- biskir hermdarverkamenn standi að baki þeirrar hótunar. Einnig tvo leikmenn Skotlands vegna trúarbragða þeirra — mótmælendur — og eru þær hótanir reiknaðar Irum. Ekkert hefur þó komið fram, sem bend- ir til þess, að við þessar hótanir verði staðið — en lögreglan er við öllu búin og tekur enga óþarfa áhættu. — hsim. ALÞÝÐUORLOF TIL SÓLARLANDA Alþýðuorlof tilkynnir: Vegna mikillar eftirspurnar og fullbók- unar i ákveðnar ferðir til Mallorca og Costa del Sol hefur verið samið við Ferðaskrif- stofuna Sunnu um 40 sæta viðbót i tilteknar ferðir fyrir félags- menn þeirra félaga, sem eru i Alþýðuorlofi. Allar upplýsingar eru gefnar á Ferðaskrifstofunni Sunnu. ALÞYÐUORLOF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.