Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 24. júnl 1974. 9 Þrír íslenzkir piltar skozkir meistarar! Þrlr islenzkir piltar, allir innan við tvltugt, þeir Jón Sævar Þórðarson og Óskar Jakobsson, ÍR, og Guðni Sigfús- son, HSÞ, urðu skozkir meistarar f frjálsum Iþróttum á skozka meistaramótinu, sem háð var I Edinborg á laugardag. Jón Sævar, sem er 18 ára, sigraði I hástökki — stökk 1.90 metra, Óskar Jakobsson, sem einnig er 18 ára, varð sigurveg- ari I kringlukasti með 47.16 metra og annar i kúluvarpi, 15,08 metrar en þar SIGRAÐI Guðni Sigfússon með 15.53 metrum. Arangur sá, sem þeir Jón Sævar og óskar náðu I sinum greinum er þeirra bezti, en Guðni hefur áður varpað kúlunni tæpa 16 metra. Óskar kastaði spjóti 60.74 metra. Margir Islendingar tóku þátt i skozka meistaramótinu — allt iþróttafólk sem æft hefur hjá Guðmundi Þórarinssy ni, þjálfara, IR, en það er nú i keppisför um Skotland og Norður-England. Ágúst As- geirsson og Sigfús Jónsson, sem stunda nám á Englandi, undir- bjuggu keppnisförina og keppa með á mótunum. Hinn góði árangur þremenninganna á skozka mótinu á laugardag kom mjög á óvart — fæstir höfðu reiknað með, að islenzki hópurinn eignaðist skozka meistara, nema kannski i kúluvarpi — og þar áttum við svo tvo fyrstu. Veður var ekki sem bezt, þegar mótið var háð — talsverður vindur, og var hann á móti i spretthlaupunum. Ingunn Einarsdóttir hljóp 100 m. á 12.9 sek. — og Friðrik Þór Óskarsson stökk 6.22 metra i langstökki, og 14.01 meter i þri- stökki, en þarna dró vindurinn mjög úr afrekum. Guðrún Ingólfsdóttir varpaði kúlunni 11.50 metra, en átti „hárfint, ógilt”, 12,90 metra sem er vel yfir íslandsmeti hennar (12,61 meter). Dagný Pétursdóttir, kornung stúlka, hljóp 400 m. á 70.4 sek.. og Hafsteinn Óskars- son, sveinn, hljóp 800 m. á 2:11.0 min. Agúst Ásgeirsson komst i úr- slit i 1500 metra hlaupinu. Hann varð þar fimmti á 3:54.7 min., en I undanrás hljóp hann á 4:01.0 min. Timinn i úrslita- hlaupinu er sá annar bezti, sem Agústhefur náð. Hlaupið vannst á 3:47.9. Borgfirðingurinn Jón Diðriks- son keppti i 800 m. hlaupinu og varð þriðji i sinum riðli á 1:57.7 min., sem er hans bezti árang- ur. Gunnar Páll Jóakimsson, IR, varð fjórði i sinum riðli á 1:59.7 min. Þá keppti Sigfús Jónsson, IR, i 5000 metra hlaupinu og varð fjórtándi. Hlaupið vannst á 13:55.0 min. og timi var aðeins tekinn á sex beztu i hlaupinu. íslndingarnir reiknuðu með, að timi Sigfúsar hefði verið eitthvað úm 15 minútur, en þvi miður stanzaði klukka sú, sem þeir voru með til að taka,á honum sjálfir. Hópurinn keppir næst á Há- landaleikunum á Skotlandi — fer siöan til Englands og keppir i Durham, Middlesbro og Carlisle i vikunni, en næstkom- andi laugardag aftur i Edin- borg. -hsim. Sá fimmti á 9.9 sek.! — Frábœr árangur á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina Frábær árangur náðist á bandariska meistaramótinu I frjálsum fþróttum f Los Angeles um helgina — og bar þar hæst, þegar Steve Williams jafnaði heimsmetið I 100 metra hlaupi — hljóp vegalengdina á 9.9 sekúnd- um. Hann náði betra viðbragði en hann er vanur og varð þegar á undan keppinautum sfnum, Donald Quarrie, Jamaika, Ivory Crockett og Reggie Jones, en hinn sfðastnefndi hefur þrivegis sigrað Williams undanfarnar v i k u r . Jamikamaðurinn varð annar I hlaupinu á 10.0 sek. Tlminn á hinni hörðu tartan- braut jafnaði heimsmetið, sem fyrst var setti 1968 af Jim Hines, en síöan hafa þeir Ronnie Ray Smith, Charlie Green, Eddie Hart og Ray Robinson jafnað þann tlma. — Steve Williams var fljót- asti maður heims f fyrra og jafnaði þá heimsmetið i 100 jörd- um, 9.1 sek. 11. maí sl. bætti Ivory 10 KOPAVOGSBUAR ERFIÐARI EN 11! Leikmenn Breiðabliks fengu óskabyrjun I leiknum gegn Ár- manni i 2. deild á Armanns- vellinum á föstudagskvöldið, er Guðmundur Þórðarson skoraði, þegar rétt tvær minútur voru liðnar af lciknum. Ilann fékk boltann rétt við markið og var fljótur að korna honum yfir lfnuna, enda kunnað það fag bezt allra leikmanna Kópavogsliðsins. Við þessa byrjun sló heldur á Ármenninga, en nokkrum minútum siðar töldu þeir sjá bættan hag sinn, er einum leik- manni Breiðabliks var vfsað af leikvelli fyrir að sparka viljandi i Armenning, sem hafði tekið | hraustlega á móti honum I einu | upphlaupinu. En er á leið, sáu þeir, að litill ávinningur hafði verið af þessu — það var öllu erfiðara að ráða við þá 10, sem cftir voru, þvl þeir tvfefldust við þetta. i siðari hálfleik bættu þcir 1 öðru marki við — Gunnar Þórarinsson —en Bragi Jónsson minnkaöi bilið fyrir Ármann skömmu fyrir leikslok, og urðu þvi lokatölur Iciksins 2:1 fyrir Breiðablik. —klp— Crockett heimsmetið, hljóp á 9.0 kúluvarpi — varpaði rúmlega 70 sek. fet eða 70 fet 9 3/4, en ekki vitum 1 2:00 metra hlaupinu á laugar- við hvað það gerir nákvæmlega i dag varð Williams ekki nema metrum. George Woods varð fjórði. Quarrie sigraði á 20.5 sek. annar — varpaði einnig yfir 70 fet Janes Gikes, Guyana, og Reggie og tveimur og hálfri tommu bet ■ / Jones hlupu á 20.7 sek. og ur, eða um 21.50 metra. -hsim j Williams fékk sama tima. i 1 800 m. hlaupinu náði Rick ! Wohlhuter öðrum bezta heims m■ am ■ m m l tfmanum 1 *48 0 min 02 bah er ■ 1-1, ■ • iiiiicniuiu f x . iu.iiiiii. vj^ puu uí bandariskt met hjá honum. Met ma Heimsmet Italans Marcello ■ ■■ w ■ ■ i I l Fiasconaro er 1:43.9 min. Wohlhuter hafði mikla yfirburði i hlaupinu og hafði 3ja metra for- .111115 skoteftir fyrri 400metranna, sem ■■ ■ ■ 1 “ ■ hann hljóp á 52.8 sek. Annar i hlaupinu varð John Walker, Nýja- Lilja Guðmundsdóttir, Sjálandi, á 1:45.3 min. og 3ji lilaupakonun kunna i IR, James Robinson á 1:45.7 min. setti nýlega nýtt Islandsmet Byron Dica varð sjötti á 1:46.2 i 400 metra grindahlaupi á min. og gefur það góða hugmynd inóti i Sviþjóð. Hún hljóp um árangurinn. Eldra vegalengdina á 72.3 sek. og bandariska metið átti Dave varð sigurvegari i hlaupinu Wottle 1:44.3 min. en Wottle varð ásamt sænskri stúlku. Þær Olympiumeistari 1972. fengu sama tima — dæmdar jafnar. Rod Dixon sigraði i 1500 m. á Eldra tslandsmetið á 3:37.5 min. og var lokasprettur vegalengdinni átti Lilja hans frábær. Annar varð Tom sjálf, og var það 74.2 sek. Þá Byers á 3:37.9 min. og 3ji John hefur Lilja einnig keppt i 200 Hartnett á 3:38.1 min. metra grindahlaupi í Sviþjóð Af öðrum árangri má nefna, að og liljóp á 32.8 sek. Þegar John Powell kastaði kringlu 65.52 óskar Jakobsson, ÍR, náði metra. Jim Bolding hljóp 400 m. sinuni bezta árangri i grindahlaup á 48.9 sek. en Ralph Sviþjóð á dögunum i kúlu- Mann varð annar á 49.5 sek. varpi, varpaði hann 14.93 Maurice Peoples sigraði i 400 m. á metra, en þann árangur m 45.2 sek. og Jim Johnson i 3000 m bætti Óskar svo á skozka i hindrunarhlaupi á8:28.8 min. A1 meistaramótinu. hsim. Feuerback setti nýtt mótsmet i i SúTfyrstcri undir 50! ’ Hin 28 ára pólska hlaupa- kona, Irene Szewinska, sem varð önnur i 200 metra hlaupi á Olympiuleikunum í Mexikó fyrir sex árum, lætur nú vera skammt stórra högga á milli á hiaupabrautinni. Á móti f Varsjá á laugar- daginn setti hún nýtt heims- met i 400 metra hlaupi á 49.9 sek., og varð þvi kvenna fyrst til að hlaupa innan við 50 sekúndur — og reyndar sú fyrsta til að hlaupa innan við 51 sekúndu, þvi gamla heimsmetið var einmitt 51.0 sek. Það setti Marilyn Neufville, Jamaika 1970—en siðan höfðu þær Monika Zehr, Austur-Þýzkalandi, OI y ni p i u m e i s t a r i n n á Munchen-leikununi 1972 og Mona Lisa Pursiainen, Finnlandi, jafnað þann tima. Þetta er annað heimsmetið sem Irene Szewinska setur á nfu dögum. Hinn 13. júni hljóp hún 200 metra á 22.0 sek. og sigraði Olympiu- méistarann Renate Stecher með hálfri sekúndu. Daginn áður hafði hún sigrað Stecher i 100 m hlaupi og þetta voru fyrstu töp Olymp- iumeistarans i fjögur ár. Eldra heimsmetið 22.1 sek. átti Steacher. -hsim. Vatnslousir Selfyssingar unnu Hauka Haukar, sein hingað til hafa verið að kroppa stig af efstu liðunum i 2. deild, töpuðu óvænt fyrir Selfossi á heimavelli sinum í Kapla- krika á laugardagmn. Ekki var tapið stórt, — að- eins 1:0 — og koni markið, sem hálfgerður „rangstöðu- þefur” var af, snemma i siðari hálfleik. Var það Sel- fyssingurinn Sigurður Reynir, sem það gerði eftir að hafa fengið stungubolta inn fyrir vörn Hauka. Bæði liðin áttu tækifæri á að skora i fyrri hálfleik, en i þeim siðari urðu þau færri, enda þéttust þá varnir beggja liðanna að mun — sérstaklega þó Selfoss- vörnin. Tveir leikmenn Selfoss fengu „gula spjaldið” i þess um leik. Brot þeirra voru ekki stór f sniðum. Þeir höfðu yfirgefið völlinn til að svolgra í sig vatn úr flösku, sem var við hliðarlinuna, og þar sem þeir yfigáfu völlinn án leyfis dómarans, fengu þeir að sjá spjaldið góða og urðu að láta sér nægja að horfa löngunaraugum á flöskuna, það sem eftir var leiksins. -klp- PUMA — ÆFINGAGALLAR Verð frá kr. 3000 - 5400 Póstsendum. i verzlun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.