Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 5
I Vlsir. Föstudagur 12. júll 1974. 5 1ÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjon: BB/GP Búa sig undir að fœra ót í 200 mílur, hvernig sem fer í Caracas Bandaríkin lýsa yfir stuðningi sinum við 200 mílurnar á hafréttarráðstefnunni og þingmenn undirbúa einhliða útfœrslu Bandaríkin lýstu því yfir á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Caracas f gær, að þau væru því fylgj- andi, að efnahagslögsaga strandríkja yrði færð út í 200 mílurog landhelgi rikja yrði 12 sjómílur. Aldrei fyrr hafa opinberir talsmenn Bandarikjastjórn- ar lýst því yfir, að þeir styðji útfærslu í 200 mílur. Almennt er litið á stuðning Bandaríkjanna við þessa regiu sem tilraun til að sætta ólik sjónarmið á Bandaríkjaþingi og flýta fyrir þvi, að endanleg lausn náist á haf réttarráð- stefnunni. t AP-frétt frá Washington i gær- kvöldi segir, að Bandarikjaþing, búi sig undir einhliða aðgerðir til útfærslu f iskveiðilögsögu Bandarikjanna úr 12 milum i 200 milur, ef ekki tekst að ná sam- komulagi um þá reglu á hafréttar- ráðstefnunni. Fréttastofan hefur þetta eftir Thomas N. Downing, fulltrúadeildarþingmanni og nefndarmanni i Sjávarútvegsnefnd deildarinnar. Downing, sem er þingmaður demókrata frá Virginiu-fylki, sat undirbúningsfundi hafréttarráð- stefnunnar og mun taka þátt i störfum hennar fyrir Bandarikja- stjórn, þegar liður að þvi, að henni ljúki. Hann var einn af upphafs- mönnum þess, að lögsaga Bandarikjanna var færð úr 3 mil- um i 12 1966. Sagt er að tillaga sú, sem Down- ing og fleiri hafa lagt fram i full- trúadeildinni um útfærslu út i 200 sjómilur, njóti stuðnings 158 þing- manna. Warren Magnuson, demó- krati frá Washington-fylki, vinnur að þvi að afla stuðnings við svipaða tillögu i öldungadeildinni. Samtök rækju- og túnfiskveiðenda hafa mótmælt útfærslunni og bandariska utanrikisráðuneytið hefur lýst sig andvigt þvi, að gripið verði til einhliða útfærslu. Auk fulltrúa Bandarikjanna töl- uðu fulltrúar tsraels og Frakklands á ráðstefnunni i gær. Báðir lýstu þeir yfir stuðningi við 200 milna efnahagslögsögu. Starfsmenn forsetans snúast til varnar Aðstoðarmaður Richard Nixons, Bandarikjaforseta, hafa snúizt gegn nýjum uppljóstrunum I Watergate-máiinu af mikilii hörku. Þeir hafa tekið þá stefnu að hefja gagnsókn gegn þeim, sem birta hin nýju gögn. Svo virðist sem Nixon og samstarfsmenn hans ætli ekki að svara hverju atriði, sem fram er sett, íyrir sig, heldur gagnrýna þær aðíerðir, sem beitt er gegn for- setanum. Hvorki Ronald Ziegler, blaðafull- trúi forsetans, né Gerald L. Warr- en, aðstoðarmaður hans,vildu i gær svara nokkru um efni afritanna, sem dómsmálanefnd fulltrúa- deildarinnar hefur birt. Þeir neit- uðu einnig að segja nokkuð um þá staðhæfingu Watergate-nefndar 'öldungadeildarinnar, að Nixon hefði notað kosningasjóði I eigin þágu og til kaupa á gjöfum handa konu sinni. Ziegler sagði i gær: ,,Það er alls engin tilviljun, að skýrslur nefnd- anna koma því sem næst samtím- is.” Hann hélt þvi fram, að þetta væri tilraun til þess að móta al- menningsálitið með þvi að senda út eins mikið af óhróðri samtimis og unnt væri. Siðar i gær, gerði Warren harða hríð gegn þriðja aðilanum, sem rannsakar mál forsetans, starfsliði Leon Jaworski saksóknara. Sagði Warren, að aðstoðarmaður Jaworski hefði fremur verið að tala til blaðamanna en John Sirica dómara, þegar hann benti á i gær, að enn hefði fundizt 10 min löng útþurrkun á einni spólunni úr Hvita húsinu, sagði Warren að saksóknarinn væri að notfæra sér réttinn til að gefa almennar, niðr- andi yfirlýsingar um forsetann. Hunt grútt leikinn Mörgum hefur runnið til rifja, hversu grátt örlögin hafa leikið einn innbrots- og simhlerunar- mapnanna úr Watergatemálinu. Nefnilega E. Howard Hunt, jr. Lögfræðingur hans segir, að á- hyggjurnar af börnum Hunts fjór- um hafi hvilt á honum eins og mara, meðan hann var I fangels- inu. Eitt barnanna hafði nefnilega reynt i fyrra, meðan málaferlin stóðu sem hæst, að fremja sjálfs- morð. Eins og fram hefur komið i frétt- um, missti Hunt konu sfna i flug- slysi einmitt á erfiðustu stundu lifs sins, þegar hann stóð uppi fyrir iöndum sinum sem afbrotamaður. Hafði hún verið mesta stoð hans og stytta. t annan stað hafði eitt barn þeirra meiðzt á höfði i bilslysi og hlotið við það örkuml. — Og svo voru hin börnin undir miklu álagi, vitandi af föður sinum — fyrrum FBI-lögreglumanni — i fangelsi. Hunt á leið i réttarsal i fyrra. Geislavirkur úrgangur í Atlantshafíð Flutningalest með 208 vagna i eftirdragi, fulla af geisla- virku úrgangsefni, er á leið frá Siggenthal i Sviss til Hollands. Organgnum á að fleygja ein- hvers staðar i Atlantshafið, samkvæmt upplýsingum tals- manns svissnesku kjarnorku- rannsóknarstofnunarinnar. Úrgangurinn er á leið til Beverwij, sem er rétt norðan við Haag. Þaðan verður hon- um siglt 900 km á haf út og sökkt i sæ undir eftirliti trún- aðarfulltrúa frá OECD, sem eru Efnahags- og þróunar- samtök Evrópu. Sinatra sló af ,,Ég meinti ekkert með þessu almennt,” sagði i yfir- lýsingu, sem Sinatra lét frá sér fara, þegar hann sá sig i gær tilknúinn að draga i land, en hann kom alls staðar að læstum dyrum i Ástralíu, þar sem hann hafði móðgað gjörv- Frank Sinatra á flótta undan blaöamönnuin i Mclbuurne i Astraliu. alla þjóðina með þvi að kalla blaðamenn hennar ónefnum. Ekki las hann þó yfirlýs- inguna sjálfur eða kom fram til þess að biðjast afsökunar á ummælum sinum. — Hann hafði kallað ástralska blaða- menn ,,róna” og blaðakonurn- ar ,,hórur”. Af 'pvi leiddi, að verkalýðs- samtökin settu bann á alla fyrirgreiðslu honum til handa. neituðu meira að segja að af- greiða flugvél hans um bensin, svo að hann gæti ekki laumast úr landi án þess að biðjast af- sökunar. — A hótelunum fékk hann ekki afgreiðslu heldur. Nú getur hann fengið að fara allra sinna ferða. Blásturstilraunin bar ekki árangur Sundvörðurinn i Bradford i Jntario tók sér aldeilis munn- ýlli, þegar hann ætlaði að •eyna i fyrsta sinn blástursað- erðina og bjarga lifi. Þessi ívitugi læknastúdent rá Torontoháskóla dró upp á and hross, sem var að lrukknun komiö. eftir að það lafðifallið I Simcoevatn. Lok- iði hann siðan með lófanum nunninum á hestinum og ann- irri nösinni, en blés i hina. ,,Ég hélt, að við ættum góð- in möguleika á að bjarga hon- im.” sagði hann, þegar lög- eglan kom og losaði hann við lauðan' klárinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.