Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 12. jiíll 1974. VISIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: ''Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Ilclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Okkur er allt leyfilegt Fyrir skömmu gerðist sá einstæði atburður, að dómarar og dómarafulltrúar gengu ekki til vinnu sinnar i islenzkum dómstólum i einn dag. Með þvi vildu þeir mótmæla pólitiskum embættaveiting- um dómsmálaráðherra. Til þess að stemma stigu við þeim vilja dómararnir, að sérstök nefnd fjalli um hæfni umsækjenda um dómarastörf. Nefndin hafi að minnsta kosti tillögurétt um skipun i emb- ætti, en jafnvel skuli valdið til að skipa dómara tekið úr höndum ráðherra. Utanrikisráðherra, sem fer með æðsta vald á Keflavikurflugvelli, hefur nú skipað svo fyrir, að tveir opinberir starfsmenn i tollgæzlunni og fri- höfninni þar, sem játað hafa á sig saknæm brot i starfi og komizt undir manna hendur, skuli aftur taka við fyrri skyldustörfum. 1. desember s.l. var þáverandi bifreiðastjóri fjármálaráðherra skipaður afgreiðslumaður i frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Hann hefur aldrei komið til vinnu sinnar þar, hins vegar hefur hann i veikindafrii starfað á flokksskrif- stofu Framsóknarflokksins i Reykjavik. Að eigin sögn var hann einskonar aðstoðarkosningastjóri. Nú að loknum kosningum berast fregnir um það, að hann hafi verið hækkaður um nokkra launa- flokka i frihöfninni fyrir opinbera starfið, sem hann hefur aldrei sinnt. Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um embættis- færslu ráðherra i vinstri stjórn. Fyrsta tilvikið sýnir, að dómarar og dómarafulltrúar telja sér algjörlega misboðið eftir þriggja ára dómsmála- stjórn Ólafs Jóhannessonar. Tvö siðari dæmin sýna slikt blygðunarleysi i embættisfærslu, að það er nánast óskiljanlegt, hvernig mönnum dett- ur annað eins i hug. Nú er unnið að sérstakri úttekt á stöðu efna- hagsmálanna og glundroða þeirra eftir fall vinstri stjórnarinnar. Tvimælalaust er nauðsyn- legt að kafa ofan i fleiri mál, svo að almenningi verði ljóst, hvernig að þeim hefur verið staðið. Fróðlegt væri að vita, hvað raunverulega réð þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila Austur-Þjóðverjum að nota ísland sem miðstöð áhafnaskipta á togurum sinum. Þá væri ekki úr vegi, að öll gögn yrðu lögð á borðið um það, hversu langt samningaviðræður iðnaðarráðherra við bandariska auðhringinn Union Carbide voru á veg komnar, þegar hann baðst lausnar. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp ýmis tilvik, sem ekki aðeins sýna pólitiska mis- notkun æðstu embætta heldur einnig fráhvarf frá fyrri stefnu og fylgi við sjónarmið, sem talin hafa verið ámælisverð, þegar stjórnmálaandstæðing- ar eiga i hlut. Bandariskir þingleiðtogar hafa sakan Nixon Bandarikjaforseta um það, sem þeir kalla „tvö- falt siðgæði” i afstöðu hans til rannsóknar Water- gate-hneykslisins. Engu er likara en vinstri stjórnin á Islandi hafi á valdaferli sinum viljað koma á tvöföldu siðgæðismati i stjórnmálum undir kjörorðinu: Okkur er allt leyfilegt — aðrir verða að sætta sig við eðlilegar hömlur. —BB Leiðtogar spænsku þjóðarinnar. Frá vinstri talið: Soffla, prinsessa, Juan Carlos, prins.og .valinn eftir- maður Francós, kona Francós og einræðisherrann sjálfur. —Andstaða gegn herstöðvunum á Spáni hef- ur harðnað þar i landi. Vamarsamningur Spánar og USA Það hafði almennt verið búizt við því/ að Spánverj- ar mundu leggja fram harða kröfu á hendur Henry Kissinger, utan- ríkisráðher ra Banda- ríkjanna, þegar hann á þriðjudag kom til Madrid til að undirrita yfirlýsingu um forsendur nýs varnar- samnings milli Banda- ríkjanna og Spánar. Þegar nefnilega Kissinger og hinn spænski starfsbróðir hans, Pedro Cortina, ætluðu að undir- rita þessa yfirlýsingu i júni, meðan hinn siðarnefndi var staddur i Washington, þá var Cortina skyndilega kallaður heim fyrirvaralaust „vegna erfiðleika, sem spruttu upp við samninga- gerðina”. Þeir erfiðleikar voru siðan ekki skýrðir neitt frekar, en menn skoðuðu þennan afturkipp i ljósi harðnandi andstöðu, er gætir orðið á Spáni við hinn langa varnarsamning við Bandarikin, en samningstiminn rennur út á næsta ári. Sá samningur tók fyrst gildi 1953 og hefur verið endurnýjaður fimmta hvert ár. Siðast var hann endurnýjaður 1970 i ágústmánuði. Varnarsamningnum var þá breytt i vináttu- og samvinnusátt- mála milli Bandarikjanna og Spánar. — En meginkjarni gamla varnarsamningsins hélzt þó áfram óbreyttur. Þó skyldu samt herstöðvarnar á Spáni þaðan I frá verða i eigu Spánverja sjálfra, sem mundu leigja þær Banda- rikjamönnum. Hernaðarsér- fræðingar beggja landanna áttu svo að ráögast reglulega um notkun herstöðvanna. Eitt var það ákvæði i nýja samningnum, sem átti eftir að sýna sig fljótlega, hve þýðingar- mikið það var. Það var tekið fram, að vildu Bandarikjamenn nota herstöðvarnar til að mæta utanaðkomandi ógnun, þá yrðu þeir fyrst að ráðfæra sig við Spán. Eða með öðrum orðin nánast biðja Spánverja um leyfi fyrst. I októberstriði Israels við Araba hafði hernaðaraðstoð Bandarikjanna við ísraelsmenn nær strandað á þvi, að sumir bandamanna þeirra i NATO neituðu flugvélum þeirra um að millilenda á flugvöllum sinum á leið þeirra með hergögn til tsraels. Slikt hið sama gerðu Spánverjar, og báru þvi við, að Vesturlöndum stæði engin ógn af striðinu i Austurlöndum nær. Innan Bandarikjanna vakti þessa afstaða spönsku stjórnar- innar töluverða gremju. Kólnaði nokkuð vináttan á milli rikjanna, rétt eins og raunin varð lika á í sambúð Bandarikjanna og Evrópu skömmu siðar i sam- bandi við oliukreppuna, sem reyndarfylgdi októberstriðinu. Bandarikjamenn fækkuðu i liði sinu og drógu mjög úr starfsemi sinni i herstöðvunum. En siðan hefur þessi kali gengið hjá og vinskapurinn hefur verið endurnýjaður. Þrátt fyrir friðar- tilraunirnar i Austurlöndum nær telja stjórnirnar i Washingon og Madrid báðar öryggisráðstafanir við Miðjarðarhafið vera mjög þýðingarmiklar. Herstöðvarnar á Kissinger hefur orðið að ganga til móts við einhverjar kröfur Spánverja. Spurning er bara: „Hversu langt?” Spáni juku þýðingu sina svo til enn , meiri muna, þegar kommúnistar urðu aðilar að stjórn Portúgals. Mátti þá hverj um verða ljóst, að þvi kynni að fylgja breytt afstaða Portúgals til Bandarikjanna og Nato og nota þeirra af herstöðvunum á Azoréyjum. Allt þetta hefur Spánverjum verið áreiðanlega mjög ofarlega huga, þegar samningaþófið stóð yfir. Meðal þess, sem þeir hafa áreiðanlega leitazt við að knýja fram hjá hinum samningsaðilan- um, var stuðningur við kröfur Spánar um yfirráð yfir Gibraltar sem er nýlenda Breta og horn- steinninn i vörnum Nato við Miðjarðarhaf. Skammt frá Gibraltar er bandariska her- stöðin Rotan, sem er flotahöfn fyrir bandariska kjarnorkukaf- báta, vopnaða polariseldflaugum. Ennfremur hefa spænskir stjórnmálamenn látið i ljós nokkra óánægju upp á siðkastið með, hve litið Spánn ber út býtum fyrir leiguna á herstöðvunum. Efnahagsaðstoð Bandarikjanna llllllllllll við Spán I fyrra nam 6 milljónum dollara, eða 25 sinnum minna en efnahagsaðstoð þeirra við Júgó- slaviu,austantjaldsriki. Menn- ingarsamband rikjanna hefur á- vallt verið mjög takmarkað. Ekki alls fyrir löngu skrifaði Carlos Luaces i blaðið „Neevo Diario”, að bandariskt varnarlið á Spáni væri ógnun við sjálfstæði landsins og öryggi. Hann er þeirrar skoðunar, að Spánverjar eigi sjálfir að hafa umráð her- stöðvanna, sem halda eigi fjarri öllu þéttbýli. Um leið krafðist hann þess, að Bandarikin blandi sér ekki i innanrikismál Spánar, en veiti þó Spáni aukna efnahags- aðstoð. Sló hann á þá strengi, að lita ætti á Spán, sem raunveru- legan bandamann en ekki bara vandræðavin, sem væri nógu ágætur, þegar kæmi að endurnýj- un samningsins. Ef marka má skoðanakannanir, þá hafa þær gefið til kynna, að spænska þjóðin skiptist i jafna hluta og að annar vilji jafn- vel ganga lengra en hér að ofan er getið. Þeir vilja Bandarikja- menn burt af Spáni, þó vera aðilar að Nato, en halla sér meira að EBE en Bandarikjunum. Ambassador Bandarikjanna á Spáni hefur verið spurður að þvi, hvort Amerika væri illa séð á Spáni. Hann sagði, að fjárfesting- um Bandarikjamanna á Spáni væri t.d. mjög vel tekið, og engir fjárfestu þar meir, nema ef væru það þá Svisslendingar. — Banda- rikin eru einhver stærsti viöskipataðili Spánar, en viðskiptajöfnuðurinn er Spáni óhagstæður. Bandarikin hafa jafnan boðið Spáni að efla hann, svo að hann væri betur undir það búinn að gerast aðili að Efnahagsbanda- lagi Evrópu — og jafnvel útvega Spáni aðild. En Spánn hefur ekki verið sérlega ginkeyptur fyrir EBE-aðild, eftir að umsókn hans um inngöngu var hafnað á sinum tima á grundvelli þess/að þarna væri einræðisriki. Ekkert hefur verið látið uppi um, hverjar undirtektir þetta hef- ur hlotið hjá Kissinger á þriðju- daginn. Augljóslega urðu þeir starfsbræðurnir á eitt sáttir þó. Undirrituðu þeir báðir yfir- lýsingu, sem var mjög i anda Ottawayfirlýsingar Nato-ráð- herranna, er undirrituð var i Brú’ssel. Lýstu báðir þar yfir, að stefnt yrði að jafnvel aukinni hernaðarsamvinnu landanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.