Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 7
 Vísir. Föstudagur 12. júli 1974. 7 Umsjón: Cdda Andrésdóttir „Hvenær skyldu þeir koma með baðföt, sem hægt er að verða brúnn i gegnum?”, Þannig höfum við kannski spurt sjálf okkur, þegar tækifæri hefur loks gefizt til þess að taka baðfötin innan úr skáp og leggjast i sólbað. Sóma okkar vegna getum við ekki farið úr buxum eða brjóstahaldara eins og ekkert sé, og legið siðan, eins og Guð skapaði okkur, i sólinni. En hvað um það, við sættum okkur við það að vera i plnubað- fötum, enda eigum við nii kost á þvl að verða brún I gegnum þau. Baðföt þessi eru nú komin hing- að til lands og fást hér I nokkr- um verzlunum I borginni. Baðföt þessi komu hingað fyrst I vor, en það eru um fjögur árslðanfyrstfór að bera á þeim erlendis. Þessi tizka hefur þvl veriðheldursein að berast hing- að. Við höfum vlst lltil not fyrir baðföt oftast-nær, veðurguðirnir eru ekkert of örlátir á blessaða sólina. En fleiri og fleiri íslend- ingar bregða sér þó til sólar- landa. Sundföt þessi eru gerð úr þunnu efni, sem sólin nær að skina og lita I gegnum, þannig að nú er ekki lengur hætta á hvitri rönd eftir baðfötin. Baðfötin eru framleidd á kvenfólk, karlmenn og börn, og svo eru einnig framleiddir sari og hattar. Baðföt á kvenfólk kosta 2000 krónur hér, baðföt á karlmenn kosta 1500 krónur, sarl kosta 4000-5000 krónur og hattar kosta 1500-1700 krónur. — EA. EITT SJAL - MARGIR MÖGULEIKAR Það má með sanni segja, að við getum til ýmislegt notað eitt sjal, ef viö eigum það einhvers staðar i fór- um okkar. Það þarf ekki alltaf að hvila á öxlunum, ef það er úr nógu þunnu og þægi- legu efni. A meðfylgjandi myndum sjáum við nokkra möguleika. Að visu er ekki hægt að vefja sjali, sem heklað er eða prjónað úr þykku garni á þennan hátt, en þessi sjöl, sem eru á myndunum. hafa fengizt I verzlunum hér, og hafa verið afar vinsæl. A fyrstu myndinni sjáum við hvernig sjalið er notað um höf- uðið. Það er að vlsu nokkuð stórt, en samt er þetta skrautlegt og skemmtilegt. Sjalið er grænt með rauðum rósum, og peysan er einnig græn. Til þess að lifga enn meir upp á þetta, eru notaðir stórir og fyrirferða- miklir eyrnalokkar við. A annarri myndinni er svo sjalið notað sem bezti samkvæmis- klæðnaður. Þar er þvl vafið um brjóstin og látið ná niður fyrir mjaðmir. Það er svo nælt aftur I bakið. Sjal þetta er svart með rauðum rósum, og not- að er svart sltt pils við. Þetta er mjög skemmtilegur klæðn- aður og alveg til at- hugunar, þegar ein- hverja vantar blússu til þess að fara I. Þriðja myndin sýnir okkur svo, hvernig sjalið er notað um hálsinn, til þess að lifga upp á kjól eða peysu. Sjal þetta er rautt með grænum blómum, og eftir að hnýttur hefur verið hnútur I hálsinn, er komið fyrir stórri nælu. Og segið svo, að ekk- ert sé hægt að nota sjalið, sem liggur ó- hreyft inni I skáp.EA. Hvítt er líko litur Sumum fyndist kannski of mikið af þvl góða að hafa veggina hvita, teppið hvitt og ekki nóg með það, heldur húsgögnin hvit lika. En hvitt er lika Iitur,segja þeir.sem tóku að sér að stand- setja ýmis herbergi og allt i hvítu. Hér sjáum við eitt horn I stofu, þar sem allt er hvitt. Það.sem lifgar upp á eru blóm og kannski ein og ein lituð bók I hillu. En annað er það ekki. Sófinn er hvltur, sófaborðið er málað hvltt, og allar skálar eða kertastjakar,sem þar eru, er allt I hvitum lit. Myndin sem er fyr- ir ofan sófann er einnig hvit og hillurnar eru hvltar. A gólfinu er svo þykkt og mjúkt rýjateppi og það er að sjálf- sögðu I hvitu, og svo veggirnir I sama lit. Á myndinni virðist þetta vera hið glæsilegasta, en skyldi þetta ekki vera ákaflega viðkvæmt herbergi? — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.