Alþýðublaðið - 28.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ A u g 1 ý s i n g fyriv sjó^avendur. samkvæmt tiikynningu bæjarfógetins í Hafnarfirði hefir merkibaujan á Valhúsgrunni rekið inn milli skerjanna og eru því skipstjórar aðvar- aðir um að fara ekki eftir henni. Hún muh eins fljótt og ástæður leyfa verða tekin burt og ekki lögð út aftur. — VítamálawtjÓFÍnn. Árshátíð verkakv.fél. Framsókn sunnudaginn 29. jan. 1922 í Iðnó. Opnað kl 8 Byrjað kl. 8l/a. IítngöiaguDuiðar seldir i Iðnó á laugardaginn frá I—7 eftir hádegi. Koita tvær krónur. óskað að félsgskonur fjölmenni. Ágætt prógram. Nýkomið: Lille Sommerfugl — Skergárds- flickan — Tivoli-Revuen — Plötur Album — Nálar og varahlutar. fjðijzrikis R-viknr H.f. Verzlun „Hiíf“ Hve fi^gótu 56 A Tanhlámi 15 — 18 aura. Stivelsi, ágæt tegund, p^ á 0 65 Stanga- sápa, óvenju ódýr Sólsbinssáp- an alþekta Sápndnft, sónhr-ins andi, á 0,30 pakninn. Pvotta- bretti, n jög sterk. Tanblemmnr o. m. fl tii þrifnaðar og þægtnda Grsmmotónn til sölu, með 50 úrvalsplötum. Uppl. á Bergstaðastræti 8 (uppi). Oft var bjálp í nauðum næst nokkru fyr .en varðl og ekkert betra i búið fæst en baunirnar í .Garði". Alþbl. sr bi®ð alirar alþyðti. MuaiðT að altaf er bezt og ódýrast gert við gúmmfstfgvéi og aanan gúmmfskófatnað. einnig fæst ódýrt gúmmfiím á Gúmmí- vinnustofu Rvíkur, Laugaveg 76 Divanar, — fjaðramadressur, strigamadressur o. fl. Smiðað nýtt og endurbætt gamalt á Freyjug. 8 Vínnan vönduð, — Veröið iægst. VlðgeiAÍP á ptímusum, blikk og emailleruðum áhöldnm eru bezt af hendi leystar á Bergstaða stræti 8 — Guðjón Þorbergsson. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólajur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rtce Burroughs'. Tarzan. ópi miklu réðust óðir hásetarnir á þá fjóra sem eftir voru. Skipshöfnin hafði að eins sex skotvopn, svo flestir þeirra voru vopnaðir með krókstjökum, öxum og bareflum. Skipstjórinn var búinn með skotin úr byssu sinni og var að hlaða hana aftur, þegar áhlaupið var gert. Byssa annars stýriraanns var óhlaðin, svo að eins tvö vopn voru til að taka á móti uppreistarmönnunum, þegar þeir þustu fram, móti yfirmönnunum, sem nú hörfuðu undan bandóðum undirmönnum sínum. Blót og formælingar gengu stanslaust á báða bóga, og blönduðust saman við skothvellina og stunur særðra manna; svo þilfarið á Fuwalda var engu Ilkara en vitlausraspitala. Aður en yfirmennirnir höfðu hörfað nokkuð að ráði voru hásetarnir komnir fast að þeim. Exi, sem risavax- inn svertingi sveiflaði, klauf tkipstjórann í herðar nið- ur, og 'augnabliki síðar voru hinir fallnir, dauðir eða særðir ótal sárum. Stuttur og herfilegur hafði bardaginn á Fuwalda verið, og meðan á honum stóð, hafði John Clayton hallað sér fram á borðstokkinn og tottað pípuna sina kæruleysislega, eins og hann hefði verið að horfa á ómerkilegan knattleik. Þegar síðasti yfirmaðurinn féll, datt honum í hug, að réttast mundi fyrir sig, að fara til konu sinnar, til þess að vera henni hjálplegur, ef einhver ribbaldinn kæmi niður. Þó Clayton værí kaldur og rólegur á yfirborðinu, var hann imivortis bæði kvíðinn og æstur, því hann óttað- st um konu sína í höndum þessara hálfviltu manna, sem örlögin höfðu nú selt þau svo skyndilega í heud- urnar á. Þegar hann ætlaði niður stigann, undraðist hann stórum, er hann sá Alice standa í stigagatinu, því nær við hlið sér. „Hve lengi hefir þú staðið hér, Alice?" „Frá byrjun," svaraði hún. „Þetta er skelfilegt, John. Skelfilegtl Við hverju getum við búist af þessum mönnum?" „Morgunverði, vona eg,“ svaraði hann, brosandi til þess að reyna að draga úr ótta hennar. „Eg ætla að minsta kosti að spyrja þá,“ bætti hann við. „Komdu með mér, Alice. Við me'gum ekki láta á okkur sjást, að við búumst við öðru en hinu bezta af þeim.“ Mennirnir voru nú búnir að umkringja yfirmennina, og köstuðu bæði dauðum og særðum, miskunarlaust útbyrðis. Sömu örlög biðu þeirra eigin manna, bæði dauðra og særðra. Alt í einu tók einn hásetinn eftir hjónunum, sem nálguðiist þá, og réðist móti þeim með reidda exi, um leið og hann kallaði: „Hér eru tvö enn þá, handa fiskunum!“ En Svarti Mikael var fljótari til, svo maðurinn hné niður með kúlu í bakinu, áður en hann komst á hálfa léið. Með öskri miklu dió Svarti Mikael að sér athygli hinna, og um leið og hann benti á hjónin, kallaði hann: „Þetta eru vinir mlnir, látið þau 1 friði. Skiljið þið það? Nú er eg skipstjóri hér, og það sem eg segi stend- ur.“ sagði hann og snéri sér að Clayton. „Verið að eins út af fyrir ykkur, og enginn mun gera ykkur mein,“ og hann leit ógnandi til félaga sinna. Þau hjónin fóru svo nákvæmlega eftir ráðleggingu Svarta Mikaels, að þau sáu lítið til skipsmanna og vissú enn þá^minna um fyrirætlanir þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.