Vísir - 17.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 17.07.1974, Blaðsíða 5
'isir. Miövikuda’gur lfl. íúH'19741 ■'ÚY •.'.i ’ LÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: BB/GP Makaríos forseti ávarpar stúdenta i Nikosiu (eldri mynd) Nýja herforingjastjörnin á Kýpur heldur áfram aö heröa tök sin á eyjunni, á meöan Makarlos forseti feröast iandflótta til vin- veittra landa. t nótt dvaldist Makarios á Möltu hjá Dom Mintoff, forsætisráöherra eyj- unnar. t dag heldur hann til Lond on til viöræöna viö brezka ráöa- menn. Eftir þaö er búizt viö, aö hann fari á fund öryggisráös Sameinuöu þjóöanna I New York og biöji um hjálp til aö brjóta byltinguna, sem gerö var á mánudaginn, á bak aftur. Útvarpsstöö brezka hersins á Kýpur sagöi i morgun, aö nóttin heföi veriö róleg á eyjunni og aö- eins heföu heyrzt riffla- og vél- byssuskot á stangli. Hún sagöi, aö byltingarstjórnin heföi aflétt út- göngubanninu, sem sett var i gærkvöldi, en þaö kynni aö veröa fyrirskipaö aftur slöar I dag. Fréttir frá Nikósiu, höfuöborg eyjunnar, slöla I gær hermdu, aö skotbardagar væru háöir vlös vegar I þorpum. Hins vegar sögöu grískir heimildarmenn i Aþenu, aö hermenn hlynntir Makariosi heföu gefizt upp fyrir byltingar- mönnum I bænum Paphos, sterk- asta vigi forsetans.en þangaö flúöi hann á mánudag. Viröist þjóövaröliöiö þvi vera aö ná öll- um helztu stööum eyjunnar á sitt vald. MAKARIOS Á lílÐ Tll Ný rikisstjórn Byltingarmennirnir skipuöu i gær 7 menn I nýja rikisstjórn á Kýpur til aö starfa viö hliö Nikos Sampsons, sem skipaöur var for- seti á mánudag. Nýja stjórnin fylgir Enosis-stefnunni — eöa óskar eftir sameiningu eöa sam- runa viö Grikkland. Makarios Öryggisráðið öryggisráö Sameinuöu þjóö- anna kom til saman til sérstaks fundar I New York I gær til aö ræöa atburöina á Kýpur. Umræö- urnar leiddu ekki til neinnar niöurstööu og fundinum var frest- aö, þar til frekari upplýsingar bærust. Á fundinum sagöi Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri SÞ, aö hann heföi fengiö vitneskju um þaö, aö a.m.k. 30 manns heföu beðiö bana I Nikósiu einni og 100 manns slasazt. Á fundi ráösins hvöttu fulltrúar Breta og Bandarikjamanna til þess, aö beöið skyldi átekta. Sovétmenn sökuöu grlsku her- foringjastjórnina um að standa á bak viö byltinguna. Fulltrúi stjórnar Makariosar bað ráöiö aö beita sér fyrir vopnahléi, en Sam- einuöu þjóöirnar hafa gæzlulið á eyjunni til aö halda friö milli grísku og tyrknesku þjóöarbrot- anna. viö blaöamenn. I morgun beið brezk herflugvél tilbúin á Möltu- flugvelli til að flytja Makaríos áfram til London. Spenna milli Grikkja og Tyrkja Ekki virðist hafa komiö til neinna átaka I tyrknesku hverf- unum og héruðunum á Kýpur. Þar búa um 120.000 Tyrkir I skjóli gæzlusveita Sameinuöu þjóö- anna. Grikkir eru um fjórum sinnum fleiri á eyjunni. Frá Ankara, höfuöborg Tyrk- lands, berast þær fréttir, að tyrk- neska hernum yröi beitt, ef tyrk- neska þjóöarbrotiö á Kýpur yröi dregiö inn I byltingarátökin. Areiðanlegir heimildarmenn i Ankara segja, að tyrkneska stjórnin hafi verið að þvi komin aö senda liössveitir til Kýpur strax eftir byltinguna á þeirri for- sendu, að grlska herforingja- stjórnin stæði bak viö hana og hún væri brot á alþjóðlegu samkomu- lagi um sjálfstæði eyjunnar. 1 staö þess aö beita valdi birti Bu- lent Ecevit yfirlýsingu, þar sem sagöi, aö Tyrkir mundu ekki þola neinar aögeröir, sem miðuðu aö þvl aö koma Tyrkjum á Kýpur undir grlskt flagg. Grlska stjórnin lýsti þvl yfir I gær, aö hún ætti engan þátt I bylt- ingunni og hún héldi fast við þá stefnu sina að blanda sér ekki I innanrlkismál annarra landa. NATO Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins kom saman til sérstaks fundar I gærkvöldi til að ræöa um spennuna milli þessara tveggja bandalagslanda. Var það annar aukafundur ráösins um málið. Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, hefur hvatt Grikki og Tyrki til að grípa ekki til neinna örþrifaráða vegna byltingarinn- ar. En herir beggja landanna eru búnir til orrustu og tyrkneskur liösafli er kominn saman á strönd Tyrklands I aðeins um 80 km fjar- lægð yfir sundiö til Kýpur. Aður en Makarios gaf sig fram viö foringja annarrar brezku her- stöövarinnar á Kýpur I gær, flutti hann þjóð sinni þrjú út- varpsávörp. I þeim öllum hvatti hann til mótspyrnu við byltingar- mennina. Eftir stutta viðdvöl I herstööinni flaug Makarlos I brezkri herflugvél til Möltu, þar sem brezki landstjórinn og Dom Mintoff tóku á móti honum á flug- vellinum sem þjóðhöföingja. Viö komuna til Möltu kvaöst Makarlos of þreyttur til að ræða Nikos Sampson, sem þjóðvarölíðiö hefur sett I forsetaembætti I stað Makarlosar, sézt hér t.v á þessari mynd, sem tekin var I óeirðum grlskra og tyrkneskra I des. 1963. Heldur Sampson uppi tyrkneskum fána fyrir sigurmerki ÖRYGGISRADSINS Eitur í sœ Brezkt strandferðaskip kom I fyrradag til Brevervijk I Hol- landi með 1300 smálestir af geislavirkum úrgangi og á að taka þar til viöbótar um 500 smálestir og enn aðrar 500 lestir frá Sviss. — Allt á þetta geisla- virka eitur að sökkva I Atlants- hafiö. EBE vill lœkka kjöt- fjall sitt Landbúnaðarráöherrar EBE- landanna hafa kunngert nýja leiö til að lækka kjötfjallið hjá banda- laginu, og hún er sú að banna innflutning á nautakjöti fram til 1. nóvember. Ennfremur er ætlunin að reyna aö hvetja bændur til að draga slátrun stórgripa á langinn, og þeim lofaö I staöinn aö fá aö selja ódýrt kjöt til aldraöra, og til hers- ins og ýmissa stofnana og hæla.j 1 i w’ Deila um aðild Hollands að Nato Deilur hafa risiö milli aðalrit- stjórnar þýzka blaðsins Bild-Zeit- ung og Abraham Stemerdink, ráðuneytisstjóra I hollenzka varnarmálaráðuneytinu, út af viötali við hann I blaðinu, sem vakti mikla athygli og var meðal annars reifað I islenzkum fjöl- miðlum. Stemerdink segir, að þaö sé ekki rétt eftir sér haft, að Hol- lendingar ætli aö draga sig út úr sameiginlegu varnarkerfi NATO 1979, veröi ekki farið aö óskum þeirra um stöölun hergagna. Talsmaður Stemerdinks segir, aö Bild Zeitung hafi ekki haft þetta rétt eftir ráðuneytisstjóranum og gert alltof mikið úr orðum hans I uppsláttarskyni. Aðalritstjórn Bild Zeitung segist hins vegar hafa viðtalið á segulbandi og ekki fari á milli mála, hvað Stemerdink sagði. Tortryggja tilrauna- glasa-aðferðina Það hefur komið til orðakasts milli brezkra vlsindamanna, eftir að virtur brezkur læknaprófessor tilkynntiá dögunum, að fyrsta til- raunaglasbarnið þrlfist prýði- lega. Aðrir sérfræðingar á þessu sviði hafa lýst þvl yfir, að þeir viti ekki tii sllkra fæðinga, og skoruðu á prófessor Douglas Bevis við Leeds-háskóla að gera betri grein fyrir þessum tækniundrum. En Bevis hefur harðneitaö aö láta uppi, hvaöa þrjú börn um er aö ræða, til aö valda þeim eöa foreldrum þeirra ekki röskun I einkalifinu. Viö háskólann hafa menn sagt, að þeir séu að drukkna I simhringingum og skeytum með fyrirspurnum. Prófessor Bevis setti lækna- heiminn á annan endann, þegar hann upplýsti, að þrjú börn aö minnsta kosti hefðu veriö getin I tilraunaglösum á rannsóknar- stofu. Egg höföu veriö tekin úr eggjastokkum mæðranna, sæói frá eiginmönnunum, og eftir aö eggin höföu veriö frjóvguö, var þeim sprautaö upp I legiö aftur, þar sem þau höföu svo þroskazt eölilega. Ýmsir vísindamenn hafa látið I ljós efasemdir sinar, af þvi að þessi aöferö hafi verið reynd viða áöur, en aldrei boriö árangur til þessa. SADAT BARG LIFI 590 GYÐINGA í QE2 Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti sagði i sjónvarpsviötali i Lundúnum I gærkvöldi, að hann hefði neyðzt til að láta koma til sinna kasta á elieftu stundu til að hindra, að egypzkur kafbátur sökkti þvl fræga skipi Queen Eiizabeth 2. 1 viðtali viö Chalfont lávarð sagöi Sadat, að ónafngreindur Arabaleiötogi hefir fyrirskipað árás kafbátsins. „Mér var skýrt frá þessu kl. 1.30 um nóttu,” sagði Sadat. „Ég vakti til 3.30, meðan fyrirmælum vár komiö rétta leið til skipherr- ans á kafbátnum.” Þetta atvik á að hafa skeð, þegar QE 2 sigldi I april 1973 með 590 Gyöinga áleiðis til Israels til þess að taka þátt I hátiðahöldun- um vegna 25 ára afmæiis Israels- rikis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.