Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 18. júll 1974. visir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: ltitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Fréýtastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Kitstjórn: Keykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Fétursson Ilaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Alþýðufíokkurinn rambar á barmi vinstristjórnar Agnið hefur verið lagt fyrir Gylfa Þ. Gislason, formann Alþýðuflokksins. Stjórnarflokkarnir bjóðast til að styðja hann i embætti forseta Sameinaðs alþingis. Má lita á þetta boð sem fyrstu innborgun vinstristjórnarflokkanna i væntanlega þátttöku Alþýðuflokksins i uppvakinni vinstristjórn. Alþingi kemur saman i dag, án þess að neitt liggi fyrir um væntanlegt stjórnarsamstarf. Eðli- legast væri við slikar aðstæður, að þingflokk- arnir skiptu með sér forsetaembættum eftir stærð flokkanna. Með slikri skiptingu væru þing- menn ekki að spá neinu um niðurstöðu stjórnar- myndunar. Ef Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Samtökin og Alþýðuflokkurinn gera hins vegar með sér samkomulag um skiptingu forseta- embætta, eru þessir flokkar að gefa til kynna, að þeir séu allir að vinna að nýrri vinstristjórn. Talið er mjög freistandi fyrir Gylfa að vera forseti Sameinaðs alþingis á landnámshátiðinni á Þingvöllum. Hann yrði þá mjög i sviðsljósinu i þvi virðulega embætti. Auk þess væri á ýmsan hátt heppilegt fyrir Gylfa að vera þingforseti en ekki ráðherra i nýrri vinstristjórn. Hann bæri þá takmarkaða ábyrgð á ábyrgðarleysi útvikkaðrar vinstristjórnar. Á meðan freistingarnar sækja á Gylfa, er litið um áþreifanleg svör forustumanna vinstriflokk- anna við tilraunum Geirs Hallgrimssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, til stjórnar- myndunar. Bæði Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tala eins og véfréttir og forðast að gefa á sér færi. Tilraun Geirs er samt ekki gagnslaus, þótt hún leiði ekki til stjórnarmyndunar. Hagrannsókna- stofnun rikisins hefur gert úttekt á þjóðarbúinu, sem foringjar allra flokka geta haft til hliðsjónar i umræðum um stjórnarmyndun. Svo virðist sem bráðabirgðaaðgerðir rikis- stjórnarinnar hafi ekki megnað að draga neitt úr efnahagsöngþveitinu. Enn vantar fimm milljarða króna, til að fjárfestingarsjóðir og rikissjóður nái endum saman, tvo milljarða, til að sjávarútvegur og fiskiðnaður skrimti á jöfnu, og átta til niu milljarða upp á, að jafnvægi náist i viðskiptum við útlönd. Á næstu dögum reynir endanlega á, hvort einhverjir flokkar vilji taka höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn um nauðsynlegan uppskurð á þjóðarbúinu og rikisbúinu. Vandinn liggur ljós fyrir og spurt er, hverjir vilji taka til höndum. Ef timinn liður fram á næstu helgi, án þess að áþreifanlegur árangur náist i viðræðum þeim, sem Geir Hallgrimsson hefur frumkvæði að, fer að verða ljóst, sem marga grunar, að vinstri- flokkarnir vilji fá tækifæri til að reyna að endur- lifga vinstristjórn. Þá er eðlilegt, að forseti Is- lands feli Ólafi Jóhannessyni slika tilraun. Of snemmt er að spá þvi, hvort sú stjórnar- myndun takist. Eysteinn Jónsson leggur þunga áherzlu á, að svo megi verða, og komið hefur i ljós, að margir forustumenn Alþýðuflokksins eru veikir fyrir hugmyndinni. Ef tekst að veiða Gylfa á forsetaagninu, er endurlifgun vinstristjórnar komin hálfa leið i höfn. —JK ítalir mega horfa á erlent sjónvarp — dómstóll setur einkarétti ríkisútvarpsins skorður Stjórnarskrárdómstóll Italiu skar nýlega úr deilumáli út af rétti itala til að horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar. Með úrskurði sinum takmarkaði dómstóllinn einkarétt Italska rikisútvarpsins RAI/TV til sjónvarpssendinga og taldi itölum heimilt að magna sjónvarpssendingar frá öörum löndum með sérstökum milli- stöðvum. Æöstu dómarar Italiu mæltu svo fyrir, að rikið hefði aöeins heimild til að takmarka sending- ar útvarps og sjónvarps innan ítaliu að þvi markhsem nauðsyn- legt væri til að halda settar reglur um bylgjutiöni. Hins vegar gæti rikið ekki samkvæmt stjórnar- skrá landsins bannað ttölum að afla sér upplýsinga I gegnum sjónvarp og útvarp eftir leiðum, sem spilltu ekki einkarétti rikis- ins á ákveðnum bylgjum. Deilurnar um erlent sjónvarp á ítaliu hófust fyrir nokkrum vik- um, þegar italska rikisstjórnin bannaði tveimur einkaaðilum á Norður-Italiu að reka stöðvar, sem mögnuðu sendingar frá svissneska og júgóslavneska sjónvarpinu. Jafnframt var sett bann viö þvi, að fleiri slikar stöðvar yrðu reistar og gekk það i gildi skömmu áður en heims- meistaramótið i knattspyrnu hófst. Þessum fyrirmælum var mjög illa tekiö og I blööum var þeim likt við aðgeröir einræðisrikja til að koma i veg fyrir frjálsa skoðanamyndun með þvi að banna innflutning á blööum og bókum. ttalia er eina stórþjóð Evrópu, þar sem ekki hefur verið komið á litasjónvarpi. Stjórnvöld hafa fram til þessa talið slikt of mikinn munað fyrir þjóð, sem stendur á barmi gjaldþrots. Sjúkrahús og skólar séu nauösynlegri en lita- sjónvarp. Þessari skoöun er enn haldið fram, þótt litasjónvarp hafi nú breiðzt út allt suður á miöja ltaliu vegna milli-stöðv- anna, sem magna sendingar frá öörum löndum. Ef bannið hefði ekki verið sett fyrir heims- llllllllllll Umsjón: B.B. meistarakeppnina i knattspyrnu er talið liklegt, að net millistöðv- anna hefði teygt sig alla leið til Rómar. Það hefði i rauninni þýtt það sama og litasjónvarp væri komið um allt landið i andstöðu við vilja rikisstjórnarinnar. Nú er ekkert þvl til fyrirstöðu, að svo verði, eftir að stjórnarskrárdóm- stóllinn hefur hnekkt banni stjórnvalda. I tíu ár hefur veriö deilt um þaö á bak við tjöldin I Róm,hvort ekki eigi að koma á fót Itölsku litasjón- varpi. Þótt kostnaöarhliöin ráði einhverju, er hún þó fyrst og fremst opinber tylliástæða. Deilurnar snúast raunverulega um það, hvort Italir eigi heldur að taka upp þýzka PAL-litasjón- varpskerfið eða franska Secam- kerfið. Bæði Svisslendingar og Júgóslavar senda út með PAL- |j kerfinu og þvi hefur þróunin á ttaliu orðið sú, að slik móttöku- tæki — framleidd á ttaliu eru i eigu milljóna manna. Frakkar hafa hins vegar lagt mjög hart aö itölskum stjórnvöld- um að taka upp Secam-kerfið i útsendingum RAI/TV. Sjá Frakkar,að noti ttalir Secam, þá muni kerfið breiðast út alls staöar við Miðjarðarhaf. Þeir hafa þvi lofaö fjárvana Itölskum stjórn- völdum gulli og grænum skógum til að ná fótfestu á ttaliu. Nú virð- ast þeir þó hafa tapað fyrir Þjóð- verjum, þvi að italskur al- menningur hefur tekið fram fyrir hendur hikandi rikisstjórnar og valið PAL-kerfið. Gaullistar missa röddina Menn geta lifað góðu lifi, þótt þeir missi röddina. Hins vegar er það ekki dæmi um mikinn lifsþrótt stjórnmálaflokka, ef þeir gefast upp á útgáfu málgagna sinna og missa þannig sina rödd. Þetta hef- ur nú gerzt hjá Gaullistum i Frakk- landi, þvi að á föstudaginn hætti blað þeirra, La Nation, að koma út i Paris. Fylgismenn de Gaulle stofnuöu blaðið árið 1962, þegar hann var I fyrsta sinn kjörinn forseti til sjö ára I almennum kosningum. A þeim tíma voru Gaullistar alls staðar I sókn og höfðu komið sér vel fyrir i öllum valda- og áhrifastofnunum Frakklands. Þá vantaði ekkert nema gott mál- gagn, og þvi var fljótlega komiö á markað með styrk úr leynilegum sjóöum forsætisráðherra- embættisins. Ráðherra, blaðamanni og þingmanni var faliö að ritstýra blaðinu, sem gefið var út i nokkur þúsund eintökum og án auglýsinga og gat þvi ald rei lifaö án riflegra styrkja. La Nation hefur alltaf veriö lýst sem furöufugli i blaðaheiminum. Þótt þaö kæmi aldrei fyrir margra sjónir, var einna mest vitnað til orða þess bæði innan og utan Frakklands, þegar litiö er á frönsk blöö I heild. Menn tóku þaö, sem I blaöinu stóö, sem skoðanir de Gaulle og Pompidou, þótt þeir væru ekki nefndir á nafn I hinum og þessum greinum. Það er þvi ekki undarlegt, þótt grundvöllurinn hafi endanlega brostið undan útgáfu La Nation, þegar Valery Giscard d’Estaing var kjörinn for- seti Frakklands. Fjárhagur þess byggðist á hlið- hollum forsætisráðherra og áhrifin á beinu sambandi við forsetann. Enda sagði Pierre Charpy slðasti ritstjóri blaðsins sama daginn og það hætti að koma út: „Hefði Chaban-Delmas veriö kjörinn, hefðum við auövitað getað haldið áfram, en nú vantar okkur allt til þess.” Staðreyndin er sú, að Gaullistar eiga ekki lengur eina rödd til að láta málgagn sitt flytja. Flokkurinn klofnaði, þegar Chaban-Delmas bauösig fram til forseta. Þá fylgdu 43 þingmenn Jacques Chirac, núverandi forsætisráðherra I stuöningi hans við Giscard d’Estaing. Alls situr 181 þingmaður á franska þinginu undir merki UDR, flokks Gaullista. Þeir mynda stærsta þingflokkinn, en strax er byrjað að kvarnast úr honum vegna forystuleysis. Aldrei hefur verið kjörinn formaöur I flokki Gaullista, þar hafa menn fram til þessa lotið leiðsögn forseta ríkis- ins og forsætisráðherra. Sérstakur fram- kvæmdastjóri hefur verið kjörinn til að sinna flokksmálum en ekki til að móta heildarstefnu eða vera flokksleiðtogi. Nú er farið að gæta klofnings milli framkvæmdastjórans og þing- flokksins. Gamlir traustir Gaullistar eins og Couve de Murville, Michel Debré eöa Chaladon, sem allir sátu á sinum tima I ráðherraembættum, eru nú „eins og fiskar á þurru landi”, svo að vitnað sé til orða þýzka blaðsins Die Welt, þegar þeir hafa glatað þeim áhrifum, sem þeir höfðu I gegnum gamla valdakerfið. Fjórum árum eftir fall de Gaulle, er hreyfing- in, sem myndaðist i kringum hann og ráðiö hefur rikjum I Frakklandi siðan 1958 að liðast i sundur. Michel Jobert, fyrrum utanrikisráðherra, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk, sem hann vill, að sé til vinstri viö Giscard d’Estaing Fleiri Gaulþstar ætla að leggja út á sömu braut, en aðrir leita skjóls i þeirri nýju fylkingu, sem smám saman er að mótast á bak við Valery Giscard d’Estaing.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.