Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 6
6 Vfsir. Mánudagur 2«. jáll 1974. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: J"réttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Kitstjórn: Askriftargjald 600 kr. Keykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. „...En samhugur er/ vegur vorrar auðnu" Hvort var ei bjart um- Þingvöll þennan dag? Veglegri þingstað, vafinn ógn og dýrð, ei kusu góðir guðir neinni þjóð. Hér risa fjöll, sem raða sér i hring um velli, skóg og vatnið sumarbláa, og halda vörð um helgistað sins lands. En hugann grunar eld i undirdjúpum og hyljir gjánna stara stjörfu myrkri semaugufull af fornum, botnlausum svefni. Slikt er vort land og saga, islenzk þjóð! Þannig kemst þjóðskáldið Tómas Guðmunds- son að orði i ljóði þvi, sem hann flutti þjóð sinni á Þingvöllum i gær. Þar voru um fimmtiu þúsund íslendingar saman komnir til veglegrar land- námshátiðar á helgasta stað þjóðarinnar, sem skartaði sinu fegursta. Á Lögbergi samþykkti Alþingi gróðurverndaráætlun, sem breyta á vörn i sókn og tryggja varðveizlu landsins. Fremstu menn þjóðarinnar i andlegum og veraldlegum efnum fluttu ávörp og fulltrúar vina- og frænd- þjóða færðu kveðjur og góðar gjafir, tónlist var flutt og gengið til leika. Dagskráin öll var i anda þeirrar umgerðar, sem henni var búin. Þingvallahátiðin var verðug minningarathöfn allrar þjóðarinnar um ellefu alda byggð á íslandi, athöfn, sem verður hápunktur eftirminnilegs þjóðhátiðarárs. Margt af þvi, sem gert verður i tilefni landnámsafmælisins mun standa lengur en einn dag. Unnið hefur verið að undirbúningi margvislegra stórvirkja i tilefni þessa árs siðan 1967, þegar Þjóðhátiðarnefnd 1974 var skipuð undir formennsku Matthiasar Johannessen, skálds. Siðasta átakið hefur verið gert undir framkvæmdastjórn Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar. Að lokum munu allir sameinast um þá skoðun, að vel hafi verið að öllu staðið i störfum þjóðhátiðarnefndarinnar. Samhugur einkenndi hátiðahöldin á Þing- völlum i gær. Og við minnumst þess við slik tækifæri, að dægurþras og erjur eru gárur á þjóð- lifinu, eða eins og Matthias Johannessen sagði i inngangsorðum sinum að hátiðarhöldunum: „...Litilli þjóð er nauðsynlegt að minnast þess, sem sameinar hana ekki sizt á svo viðsjárverðum timum sem nú. Þó að ekki séu allir á einu máli um leiðir að markinu, eru Islendingar einhuga um takmarkið sjálfir: frelsi lands vors og sjálf- stæði, hagsæld þegnanna, varðveizla þjóðlegrar menningar, tungu vorrar og arfleifðar. En dægurbaráttunni fylgir, að margra dómi, meiri sundrung en góðu hófi gegnir. í lýðræðislandi hljóta að visu ávallt að vera átök, jafnvel um grundvallaratriði, en þó er hollt að staldra við og huga að þvi, hvort ekki sé ástæða til að leita þess heldur, er sameinar oss, en sundrar. í þvi skyni er þjóðhátið haldin. Og Þingvöllur er sá staður á landi voru, sem öðrum fremur minnir á það tvennt, sem mestu varðar: að forfeður vorir ákváðu snemma á þjóðveldisöld að sameina alla landsmenn i eina þjóð, íslendinga, og skyldu allir einum lögum lúta. Þjóðhátið íslendinga verður ekki haldin annars staðar en á Þingvelli.” Og allir geta tekið undir þessi orð Tómasar Guðmundssonar i snilldarlegu þjóðhátiðarljóði hans: Þvi frelsið eitt er háski og hefndargjöf án bróðurþels til allra og alls, er lifir, en samhugur er vegur vorrar auðnu. —BB. GOÐIÐ FLtTT KLÆÐUM Hagfræðingar hafa sagt, að margt mætti finna sameiginlegt með málefnasamningi vinstri stjórnarinnar hér á íslandi og ráðagerðum Salvador Allende heit- ins, forseta Chile, þegar hann ætlaði að „leiða Chile á til veg sósial- isma”. Þeir sömu mundu þvi ekki telja það neina til- viljun, hversu svipað horfir i efnahagsmálum hér eftir þriggja ára vinstri stjórn, og komið var fyrir Chile eftir þriggja ára Allende- stjórn. Hér kreppir hvarvetna að i við- skiptalifinu. Neytendur finna skortinn á nauðsynjum eins og kjöti (þótt þeir þurfi þó ekki að leita á svartan markað enn eftir þvi). Finna má hve afborgunar- viðskipti hafa dregist mikið sam- an, erfiðleikana á að fá skamm- tima lán i bönkum, að stærstu fyrirtæki eru hætt að veita greiðslufresti, eins og oliufélögin, eða steypuverksmiðjurnar, sem loka nú um vikubil til stórvanda fyrir húsbyggjendur Methafar í verðbólgu 1 stað 10% verðbólgu, sem hér haföi verið á milli ára i tið við- reisnarstjórnarinnar svonefndu, var verðbólgan i vor komin upp i rúm 32% og er spáð enn meiri þegar liður á árið, og með sama áframhaldi ætti að vera unnt inn- an næstu þriggja ára að ná heimsmeti Allende, sem leiddi þjóð sina inn I 130% verðbólgu á einu ári (að sögn stjórnar hans sjálfs). 1 nýútkomnu hefði Eimreiðar- innar er að finna grein um goð- sögnina Allende, sem fréttarit- stjóri Sunday Times — David nokkur Holden — hefur skrifað. Hann hefur ferðast mikið um Chile og ritað greinar um land og þjóð og skrifar reglulega I En- counter. Grein þessa hefur Her- steinn Pálsson þýtt. Hún er einkar athyglisverð fyr- ir ýmsar sakir. Þar tekst höfundi llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson býsna vel að pæla i gegnum flækjuvef þjóðsagna og blekk- inga, sem spunninn hefur verið umhverfis hinn látna forseta, og má af skilgreiningum hans ýms- an lærdóm draga — ekki sizt fyrir okkur Islendinga, sem sýnumst hafa beinzt langleiðina inn á svip- aðan farveg efnahagslegs öng- þveifis og Chilebúar undir stjórn Allendes. Skrif Holdens fréttaritstjóra bera óneitanlega vott dirfsku hans, þvi að hann gat átt vist að kalla yfir reiði aðdáenda Allende, sem litu á hann sem píslarvott eftir dauða hans og tóku hann i tölu byltingadýrðlinga á borð við hjáguðinn Che Cuevara. Þeir hlutu að lita á allar aðfinnslur eða gagnrýni á verk Allendes sem hreina og beina goögá. Heppinn maður „Allende dó maður heppinn,” byrjar Holden djarflega grein sina. „1 dauðanum hrósaði hann meiri sigri, en hann hafði látið sig dreyma um.” — Siðan segir hann frá þvi hvernig söfnuðurinn hafi verið farinn að búa sig undir upp- lyftingu hans að honum látnum. Alla valdatið Allende var eftirlæt- isumræðuefni vinstri manna i Evrópu „tilraunin I Chile”. „Margir sem höfðu hug á að gerast byltingarmenn i Evrópu eða Bandarikjunum höfðu raunar farið á fund sálufélaga sinna i Chile i nokkurn veginn sama til- gangi og jafnaldrar þeirra, sem gefist höfðu upp við skólanám, höfðu farið á þumalfingrinum til Nepal i þeirri von að kynnast þar Paradís i framkvæmd.” — Hér er höfundur að sneiða að pllagrims- ferðum hassneytenda til sælurik- isins, sem engar hömlur lagði á hassneyzlu. En hann heldur siðan áfram: „Þegar byltingin var gerð i september (s.l. haust) voru um 15 þús. útlendingar af öllu tagi i Chile og þeir veittu „hinni sósial- istisku byltingu” virkan stuðning — stundum með ofbeldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.