Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Mdnudagur 29. Júli 1974. 7 Þessir hópar eöa einstaklingar voru reiðubúiö kerfi til alþjóð- legrar áróðursherferðar, þegar Allende var allur. En viðbrögðin við valdaráninu, sem varð mönn- um viða slikt áfall, að stappaði nærri móðursýki, náðu langt út fyrir raðir slikra hópa,” skrifar Holden til skýringar á þvi, hve jarðvegurinn var orðinn frjór til goðsagnamyndunar um Allende. Holden tekur það skýrt fram, ,,að ég fjalla um Chile undir stjórn Allende, en ekki þaö, sem við hefur tekið. Ég hef ekki tekið að mér að verja herforingja- stjórn, skyndiaftökurnar, fjölda- fangelsanirnar, ritskoðunina eða annað, sem herforingjastjórnin hefur staðið að baki.” Goðsagnirnar Slðan leiðir Holden lesandann til að lita nánar á goðsagnirnar, sem umlykja afdrif Allende og hinnar frægu „tilraunar” hans, byrjar fyrst á þeirri, sem hrundið var á kreik um afskipti Banda- rikjamanna. „Eitraðasta útgáfa hennar var fólgin i samlikingu á falli Allend- es og svo Dubceks i Tékkóslóvak- iu. — En I Chile var ekki um að ræöa neina ameriska hernaðar- innrás, eins og Sovétrikjanna i Tékkóslóvakiu. Að ekki sé minnzt á, að þing Dubceks studdi hann, en meirihluti þingsins i Chile skoraði á Allende að segja af sér.” Bendir höfundur siðan á, að aldrei hafi fundizt neinar sannan- ir fyrir ihlutun Bandarikjamanna og hrekur ýmsar fullyrðingar um að þeir hafi átt þátt i samsærinu, og heldur áfram: „Washington var gefið að sök að hafa tekið fyrir alla aðstoð og lán til Chile, og það hafi verið meiriháttar vopn Bandarikjanna I köldu striði á hendur Allende. — Bandarikin hættu að veita All- ende viðskiptalán, þegar hann hafði þjóðnýtt koparnámur bandariskra fyrirtækja með slik- um skilmálum, að þær voru að kalla gerðar upptækar. ...Það var lika stjórn hans, sem gaf fyrirheit um að „segja upp öllum samningum miíli Chile og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,’’ áður en Bandarikin eða nokkurt annað „heimsdrottnunarsinnað riki” hafði gert neitt á hluta rikis- stjórnar Allendes. Það var með Ein af siðustu myndunum, sem tekin af af Salvador Aliende forseta. Myndin kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir að hann var allur, en hún sýnir forsetann með hjálm á höfði og byssu i hendi i hópi tryggustu stuðningsmanna. Eru þeir i dyrum forsetahallarinnar, sem herinn sat um. öðrum orðum Allende, sem átti upptökin að þessari deilu... Aðstoð félaganna Holden bendir þeim á, sem leita svars við þeirri spurningu, hvers vegna Allende naut svo litils stuðnings af hálfu flestra þeirra rikisstjórna, sem töldu sig meðal vina hans, að Kúba hafi að visu verið óspör á heilræðin, látið hon- um I té vopn og þjálfað herská- ustu fylgismenn hans, en hinar grónu marxistastjórnir hafi ann- ars sýnt harla litinn áhuga. Þrátt fyrir bónarför Allendes til Sovét rikjanna vildu þau t.d. ekki ganga lengra i að sýna umhyggju sina en veita 12 ára greiðslufrest — I rúblum svo að Chile gæti keypt af þeim rússneskan iðnvarning, og féllust bara á að taka takmarkað magn af chilenskum kopar i 1-2 ár upp i greiðslu. Ekkert rikið veitti nokkru sinni lán i hörðum gjald- eyri, sem Chile þarfnaðistmest af öllu. Þvi næst vikur Holden að full- yrðingum um, að byltingin I Chile hafi verið samsæri „forréttinda- lýðsins”, eins og það var kallað i sömu andránni og talað var um röð „forstjóraverkfalla”. Bendir hann á, að til grundvallar hafi legið sá reginmisskilningur, að Allende og Einingarfylking al- þýðunnar hafi verið „einstaklega lögmætur fulltrúi fyrir vilja þjóð- arinnar”. Holden rifjar upp, að þegar Allende náði kjöri sem for- seti 1970 (eftir að hafa reynt þrisvar framboð áður án árang- urs) hafði hann haft rúmlega 36% greiddra atkvæða, en næsti keppinautur hans hafði 34% og þriðji frambjóðandinn fékk 28%. Sá siöasti var úr Kristilega lýð- ræðisflokknum, sem studdi svo að siðustu kjör Allendeiforsetastól- inn i von um, að hann færi sér hægt I umbótastefnunni. „En andstæðingar forsetans höfðu mikinn meirihluta I þjóð- þinginu, og Kristilegi lýðræðis- flokkurinn hafði snúizt til algerr- ar andstöðu við hann,” skrifar Holden um ástandið 3 árum eftir kosninguna til ábendingar um, hve fjarri sanni það hafi verið, að Allende hafi verið fulltrúi þjóðar- viljans. „Róðastéttin" „Hafi verið til ráðastétt i Chile, ætti hún að hafa verið skipuð stjórnmálamönnum, og fámenn- um efri hluta efnaðra miðstétta, en I þeim hópi mátti ekki siður telja Allende sjálfan og marga stuðningsmanna hans. En það var kaldhæðni, að þetta var hóp- ur, sem varð oft fyrir minni skakkaföllum af sósialisma All- endes en aðrir, af þvi að aðilar hans i báðum herbúðum áttu næga fjármuni og fasteignir til að hagnýta sér svarta markaðinn,” enda var það fólk, sem mestan þátt átti I að steypa Allende, yfir- leitt ekki úr þessum hópi. Þegar talað er um forstjóra- verkföll sem undanfara valda- ráns herforingjanna og vörubil- stjórarnir, menntamennirnir, eins og læknar, lögfræðingar og atvinnuflugmenn þá teknir til, þá er ekki nefnt að mótmæli hinna siðasttöldu voru fullt eins af hug- myndafræðilegum toga spunnin, og bilstjórarnir töldu stjórnina vera að eyðileggja lifsskilyrði þeirra með eignarhaldi á at- vinnuvegi þeirra. Meðal mál- svara þeirra voru enda menn eins og Leon Vilarin, sem raunar var meðlimur sósialistaflokks All- endes. Meðal þeirra verkfalla, sem mest tjón varð af, voru þau, sem gerð voru af áhrifamestu verka- mönnum Chile — koparnámu- mönnunum. Þeim mönnum, sem Allende sagðist færa koparnám- urnar, þegar hann þjóðnýtti þær. Rétt áður en vörubilstjóraverk- fallið hófst, lauk 2 mánaða verk- falli E1 Teniente, stærstu námu landsins. Þrátt fyrir þessa stór- fenglegu gjöf Allendes voru þeir óánægðir með kjör sin, og gat jafnvel ekki 100% kauphækkun, sem Allende veitti launþegastétt- unum eitt árið, ekki bætt það upp. — „Enda urðu námamennirnir enn verr fyrir barðinu á hnign- andi efnahag þjóðarinnar undir handleiðslu Allende en aðrir verkamenn. Þeir gátu ekki aukið tekjur sinar, eins og landbúnaðar- eða iðnverkamenn, sem gátu haft með sér heim kartöflupoka, kjúklinga eða einhverja fram- leiðsluvöru og selt það á svarta markaðnum”. — Þessar hetjur Chile voru jafnvel berskjaldaðri en aðrar stéttir. Óðaverðbólga „Haldið hefur verið fram, að ýkt sé, hve verðbólgan var geig- vænleg. Aðeins 9 mánuðum eftir að Allende komst til valda — þeg- ar ég heimsótti landið i fyrsta sinn hafði gjaldmiðill þess „es- cudo” fallið úr 20 i 40 miðað við Bandarikjadal á frjálsum mark- aði. Þegar ég kom þangað öðru sinni 18 mánuðum siðar, taldi rik- isstjórnin sjálf, að verðbólgu- vöxturinn næmi 130% á ársgrund- velli, en jafnframt jókst seðla- veltan um 10% á mánuði og es- cudo var fallinn I 350 á móti daln- um á svörtum markaði. í ágúst 1973 var verðbólguvöxturinn orð- inn sem svaraði 323% árlega og jók hraðann óðfluga, en dollar jafngilti þá 2 þúsund escudos, svo aö raunverulegt gengishrun á hæpum 3 árum nam þúsund prós- ent! ” Ríkisreksturinn Menn taki eftir þvi, að þótt verðlag á aðalútflutningsvöru Chile, koparnum, hafi lækkað á fyrsta stjórnarári Allendes, þá fór það aftur hækkandi og var orðið 80% hærra við fall hans, en þegar hann tók við völdum. Hefði það ekki hækkað svona ört, þá hefði Allende áreiðanlega hrökíd- ast frá völdum fyrr. Þegar námurnar voru þjóðnýtt- ar, voru útlendu stjórnendurnir kvaddir heim, og hættan á sam- drætti i framleiðslunni mikil. Úr þvi mátti þó bæta með þvi að hækka i tign chilenska stjórnend- ur og starfsmenn, sem lært höfðu af útlendingunum. — „En þvi fór verr fyrir þjóðartekjur Chile, að Allende lét sér ekki nægja að þjóðnýta námurnar, heldur ákvað að nota þær i pólitiskum tilgangi. Þúsundir flokksgæðinga fengu störf við námurnar, en þjálfaðir námamenn fluttust úr landi unz svo var komið eftir þrjú ár, að starfsmannahald og kostnaður við námurnar hafði aukizt um þriðjung, en framleiðnin rýrnaði i sama hlutfalli.” Slgling um ísMjarBarajup, heimsóttar eyjarnar na<nfr*gu Æðcy cg Vigur og tleui markvureir stjóir. Ferðir á lancfi til naestu héraða, Bilferðir um Skaga- fjörö, forðir til Siglu- fjarðar og þaðan um ÓlafsfiorS, Ólafsi fjarSamiúia, Daivík ob Árskðgsslrond tll Akureyrar. HöfuBstaöur Narðurlancfs. Kynnlsferðir um gjorvalla Eyja- fjarðarsýslu og til nærliggjandi byggða. i Vaglaskógur og Goöafoss pryðd ^ 1 leiSina til Mývatnssyæitar _ - - ' " ! RAUfARHOFN \ HÚSAVÍK Nýtt og glæsilegt hótel. Þaðan eru skipulagðar feröir og steinsnar til Ásbyrgis, Hljóðakletta, Detti- foss. Mývatnssvoitar, Námaskarðs og Tjörness. ÞÓRSHÖFN ÍSAFJÖRÐUR ÞINGEYRIÍ PATREKSFJÖRDURÆ Hór er Uátrabjarg skammt undan og auðvelt er að feröast tíl nasstu fjarða. Ilillillli -YRI •. TÁ , { ^ - ; NESKAUPSTAÐUR Höfuðborgín Sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrír list og tnennt, stjórn, verzlun ctg mswieg viðskipfi. Hóðan ferðast menn á Þingvöll, til Hvera- gniði-. Gultfoss og Geyeís eða annáS, sem hugurínn leifar. Áætfunarforðir bif- relöa til nærliggjandi fjarða Fijótsdals- hérað, Lögurínn og Hallormsstaðaskógur fnnan seiiíngar. REYKJ Feiðir i þjöðgarðinn að SkaftafeUi, Örærfa- sveit og sfáið faf.n- Iramt Breiðannerkur- sand og Jökulsárlón. Skipulagðar kynnísferðír á landi og á sjó. ----- VESTMANNAEVJAR Og auðvilað qldstóBvarnar. sama hvar ferðin hefst. Sé isafirði sleppt kostar hringur- inn kr. 6.080. Allir venjuiegir afslættir eru veittir af þessu fargjaldi, fyrir hjón, fjölskylcfur, hópa o. s. frv. Kynnið yöur hinar tíðu feröir, sem skipulagðar eru frá flestum lendingarstöðum Flugfélagsins til nærliggjandi byggða og' eftirsóttustu ferðamannastaða. Stærri áætlun en nokkru sinni — allt með Fokker skrúfuþotum. Frekari upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof- urnarog skrifstofur flugfélaganna. Áætlunarflug Flugfélagsins tryggir fljóta, þægilega og ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðrið er bezt. í sumar fljúgum viS 109 áætlunarferðir í viku milli Reykja- víkur og 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að tengja einstaka landshluta betur saman höfum við tekiö upp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landiö með áætl- unarferSum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 getið þér ferðast hringinn Reykjavík — isafjörður — Akur- eyri — Egilsstaðir — Hornafjöröur — Reykjavík. Það er ÍSLAJVDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.