Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 1
Kári fékk líka verðlaun! Stúlkurnar úr handknatt- leiksbænum Hafnarfirði urðu islandsmeistarar f kvennaknattspyrnu i gær- kveldi er þær sigruðu kvennalið frá knattspyrnu- bænum Akranesi f úrslitaleik mútsins með fjúrum mörkum gegn engu. Sigur sinn i mútinu þökkuðu þær mest náunga að nafni Kára, sem þær fengu i verðlaun i Tivoii i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, en hann hefur setið á vara- mannabekknum hjá þeim i ailt sumar. Hann fékk líka sin verðlaun I leikslok — kossa frá stúlkunum og medaliu frá formanni KSÍ, Ellert B. Schram. Sjá nánar frásögn að þessum atburði og fleiri I opnunni i dag. Rússar beita neitunarvaldi um lið SÞ á Kýpur — sjá frétt á bls. 5 Fulbright hefur áhyggjur af Brezhnev — sjá bls. 5 Tyrkir taka tvð þorp — fara ránshendi um götur Kyreniu — sjá bls. 5 Bulent Ecevit — sjá grein á bls. 6 Tíu hring- vegsdagar — aukablað með ráðleggingum til ferðafólks - með VÍSI á morgun Peð, biskupar og riddarar — og alveg bráðlif andi! bls. 3 Þau voru að vinna við að mála miðasöluskúrana. þegar Visis- menn bar aö garöi og sýndu okkur búninga hinna iifandi tafimanna. Strákarnir tylltu hausunum á kollinn á sér. Frá vinstri eru Elin, Armann Harri, Emelia, Júnas Þúr og Erla. Ljúsm. Jún Björgvinsson. 64. árg. — Fimmtudagur 1. ágúst 1974 —138. tbl. Ari Magnússon öræfingur fúr létt meö aðhlaupa niður af húlnum þar sem öræfajökull gnæfði I baksýn. „Við erum vafalaust þeir fyrstu, sem höfum afklætt okkur i strætó," sagði Sveinn Björnsson, varaforseti l.S.I. Hlaupararnir hafa strætóinn á eftir sér til að hvilast i og skipta um hlhupara. Þeir ætla sér að æja i Vik i kvöld og i Hveragerði annað kvöld. A Kambabrún taka svo iþróttamenn.úr Reykjavik við kyndlinum og hlaupa með hann til Reykjavikur um hádegi á laugar- dag. • —JB Mikið var um að vera á Skeiðarársandi við Ingólfshöfða, þegar fyrsti boðhlauparinn lagði af stað. Viðstaddir voru nokkrir öræfingar, en þó mest frétta- menn sjónvarps og blaða. Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur hafði boðið þeim i flugferð austur til Fagurhólsmýrar i morgun og þar beið þyrla, sem flutti mannskapinn út i höfðann. • Höfðinn er umflotinn grunnu vatni, sem hlaupararnir urðu að busla i gegnum til að komast á þurrt land. Vegurinn út i höfðann er undir vatni, en merktur með stiku. Sigurður Sverrir Pálsson og Magnús Magnússon ætluðu landveginn út i höfðann. en þá vildi ekki betur til en svo, að þeir týndu veginum og jafnframt hluta af bilnum niður i sandinn. Þeir komust þó klakklaust en sveittir á leiðarenda. Strætisvagnar Reykjavikur gera það heldur betur viöreist á þessu þjóöhátiðarári. Um siðustu helgi var tekin upp leiðin Þing^ völlur-Reykjavik. En tiltefni þessa hlaups opnuðu strætis vagnar nýja leið, sem heitir Arnarhóll-Ingólfshöfði-Arnarhóll og stóð það framan á strætisvagninum. Þessi af- vegaleiddi strætisvagn fór með ýmsa starfsmenn við hlauþíð austur i gær og sváfu þeir i strætisvagninum i nótt. Reynt ,,Ég fúr fram á við fulltrúa gæzlumanna, aö þeir frestuöu vinnustöðvun sinni, til að heil- brigöisráöuneytiö gæti kannað, hvort ekki væri hægt aö miðla málum og leysa þennan vanda. Efviöfengjum þann möguleika, myndum við kanna leiöir til aö brúa þetta bil, sem hér er um aö ræða”, sagði Magnús Kjartans- son heilbrigðisráðherra I viðtali við Visi I morgun, eftir að full- trúar gæzlumanna á Kleppi höfðu setið á fundi meö honúm. „En menn verða að átta sig á þvi, að heilbrigðis- og miðla tryggingaráðuneytið hefur ekkert með kjaramál að gera. Þar er við fjármálaráðuneytiö að ræða fyrst og fremst. Okkur er mikið I mun að koma i veg fyrir erfitt ástand i þeim stofn- unum sem heyra undir okkur. Við erum þvi þolendur , en ekki gerendur i þessari deilu, og valdið til að skera úr um hana ei; ekki i okkar höndum á neinn hátt,” hélt Magnús áfram. Hann sagði, að þrátt fyrir það að deilan héyrði ekki undir heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- ið, hefði hann lofað að láta ráðu- málum neytið kanna möguleika á lausn hennar. „Gæzlumenn fetla að leggja þessa tillögu mina fyrir fund i starfsmannafélaginu i dag. Þeir vildu ekkert segja um, hvort sá frestur yrði veittur, fundurinn yrði að skera úr um það,” sagði Magnús. Ftmdurinn hjá starfsmanna- félaginu verður haldinn klukkan hálffjögur0 i dag. Hver sem ákvörðunin verður á þeim fundi, munu gæzlumennirnir ekki vinna fram að þeim tima. A baksiðu blaðsins er getið — heilbrigáisráðherra gerist milligöngu- maður í deilu gœzlumanna á Kleppi og fjármála - ráðuneytisins, eftir að gœzlumenn hœttu vinnu á miðnœtti í nótt um það ófremdarástand sem skapazt hefur á Kleppi, eftir að gæzlumenn hættu þar vinnu á miðnætti i nótt. — óH að Boðhlaupið mikla frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur hafið: „ÆFÐI MIG I SMALA- MENNSKUNNI ff ff — segir hlauparinn, sem fyrstur hljóp með kyndilinn Hann sagöist hafa æft sig I smalamennskunni, fyrsti boð- hlauparinn, setn hlaupa skal meö eld frá Ingúlfshöföa að Arnarhúli I Reykjavik. Hann lagði af stað frá Ingúlfshöföa kl. 8.30 i morgun. morgun. Ari Magnússon á Ilofi var fyrsti hlauparinn. A sama tima og hann lagði af staö afhjúpaði Sigurður Björnsson á Kviskerjum minnis- varða, sem reistur hafði verið uppi á Ingúifshöfða til minningar um landnánt Ingúlfs. „Okkur fannst, að ekki yrði undan þvi vikið að reisa minnis- varða um landnám Ingólfs,” sagði Indriði G. Þorsteinson við afhjúpunina, en jafnframt honum talaði Birgir Isleifur Gunnarsson við þetta tækifæri. Leiðin, sem hlaupin verður er 385 km. Ekki ætlar Ari Magnús- son að hlaupa alla þá vegalengd, heldur hafa ungmennafélagar i viðkomandi sýslum séð um að hlaupa fyrir sina sýslu, og þeir verða þannig tæplega 300 hlaup- ararnir, sem sjá um að koma eldinum til Reykjavikur. Þangað keínur eldurinn um kl. 2 á laugar- daginn, ef allt stenzt áætlun, og jafnframt verður þá þjóðhátið Reykvikinga sett.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.