Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 2
2 TÍSIft SPTft: Hefðiröu viljað vera vikingur? Emil Helgi Ingólfsson:— Já, já. Það hefði verið gaman að sigla um á skipunum þeirra. Ég hef að visu ekki lesið Islendingasög- urnar og trúi nú ekki öllu, sem sagt er um þessa kappa. Kristinn Þórólfsson: — Ég veit það eiginlega ekki. Það væri kannski gaman að reyna að kom- ast að þvi hvernig var að lifa á þeim timum. Ég hef lesið dálitið i Islendingasögunum en trúi ekki öllu þar. Jón Emil Halldórsson:— Nei, ég efast um það. Það hefur ábyggi- lega verið erfitt og hættulegt lif en spennandi þó að finna ný lönd og leita þeirra. En ég hefði ekki ver- ið neitt sérlega spenntur fyrir bardögunum. örn Traustason, iönnemi: — Já gjarnan. Það hlýtur að hafa verið skemmtilegt lif og spennandi að þvælast um höfin. Samt hugsa ég nú að ég hefði litið undan á með an ég hefði höggvið höfuðin af andstæðingunum. Drykkjusiði þeirra lizt mér hins vegar ágæt- lega á, þó ekki trúi ég nú öllum af- rekssögunum sem sagðar eru um vikingana. Páll J Pálsson sjómaöur: — Ætli það renni ekki eitthvert vikinga- blóð i æðum manns. Ég gæti vel hugsað mér að lifa þeiria lifi og trúi sögunum um þá svona i og með. Jón Guömundsson , iðnnemi:— Ég gæti trúað þvi svona eftir sögun- um að dæma, að þetta hafi verið spennandi og ævintýralegt lif. Svo hlýtur að hafa verið mjög gott að geta setzt að drykkju eftir allar þessar reisur. Visir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974. „Landamerkin alls ekki — segir Meyvantá Eiði ,,Ég held, að þessi landamæri Seltjarnarness og Keykjavíkur séu ekki nærri eins ruglingsleg og sumir vilja halda”, sagði Meyvant Sigurðsson á Eiði, er hann sýndi Visismönnum landa- inerki Seltjarnarness og Reykja- víkur. Fyrir skömmu komu fram tillögur um ibúðabyggð á Eiðs- granda, sem samkvæmt núver- andi skiptingu myndi standa beggja vegna landamerkjanna. ,,Það, sem ruglar fólkið helzt er, að þegar ekið er um Nesveg- inn, vestur fyrir húsið Vegamót, er það komið út i Seltjarnarnes- hrepp. Þegar það fer hins vegar um kaflann frá húsinu Odda (landamerki jarðanna Lamba- staða og Eiðis) að húsinu Brekku (landamerki Eiðis og Pálsbæjar), þá er það aftur á ferðinni i Reykjavik. ,,Á skilum jarðanna Eiðis og Lambastaða er skurður og i framhaldi af honum girðing, sem liggur alveg upp að strætis- vagnabiðstöðinni við húsið Odda við Nesveg”, segir Meyvant okkur og bendir á skilin. „Skilin liggja svo þvert yfir Nesveginn óg i beinni linu upp að landamerkjagarði, sem Thor Jensen byggði á sinum tima. Þar sveigja skilin norður á við, fara yfir suðurströnd, aftur yfir Nesveginn við vörugeymslu Ingv- ars Brynjólfssonar og að húsinu Brekku, sem stendur á skilum jarðanna Eiðis og Pálsbæiar. Þessum jarðaskilum fylgja þau siðan i sjó fram. Ég hef farið með verkfræðinga frá bænum að skilunum og út- BREFASTRIÐIÐ VIÐ BRETA Bréf og póstsendingar eru einn mikilvægasti þátturinn i nútima lifi, og réttilega siðan sögur hóf- ust. Allt viðskipta- og einkalif, stjórnmál og ástamál eru háð góðum, fljótum og öruggum póst- samgöngum. Með fáeinum pennastrikum eru örlög heimsins ráðin, ýmist með sannindum eða blekkingum er almenningur mataður á heimsviðburðum seni miklu máli skipta fyrir stórveldi sem smáþjóðir. Ritskoðun. Á striðstimum eða hjá einræð- isrikjum er ritskoðun gagnleg til að fylgjast með þvi sem skeður bakvið tjöldin, sjálfur set ég ekk- ert á prent sem ég ekki get staðið við og allir mega vita mér og minum að meinalausu. Allar þjóðir heims hafa sina sögu af póstinum. Sums staðar er skortur á starfsfólki og seinkar þá póstinum um nokkra mánuði eins og á Italiu sem er sögð hafa verstu póstþjónustu i heimi. Heil- ar járnbrautalestir hlaðnar' pósti aka i hringi, þvi hvergi er hægt að afhlaða þær, heilu bilhlössunum af peninga og ábyrgðarbréfum er ekið i pappirsmyllur, stöðumæla- sektir eru aldrei greiddar, þvi kærur koma aldrei fram. Viðast er þó mjög góð póstþjónusta, þar sem flest bréf koma til skila innan sólarhrings. Rhodesia og Raufarhöfn. Einhvers staðar las ég það i blaði að póstsamgöngur væru að minnsta kosti helmingi betri milli tslands og Rhodesiu, en frá Reykjavik til Raufarhafnar. Ég hefi fengið bréf póstlagt á mánu- degi i Rvik og fengið það 4 dögum siðar i Rhodesiu og S-Afriku i u.þ.b. 12 þús. km fjarlægð. Þetta gekk þó ekki erfiðislaust á tima- bili. Ég var i Rhodesiu þegar Ian Smith lýsti yfir sjálfstæði lands- ins. Af þvi að Smith vár hvitur maður, urðu Bretar vondir og settu hafnbann á landið árið 1965 og stendur það enn. Enginn skil- ur, og Bretar ekki heldur, hvernig Rhodesiubúar bjargast án þess að hafa viðskipti við Bretland, eftir nær áratug af refsiaðgerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Þessi smáþjóð hefur samt einhverja beztu stjórn og velmegún innan hins vestræna heims. Bréfið sem hvarf. Rhodesia hafði ekki verið sjálf- stæð margar vikur þegar mig fór að gruna að það væri eitthvað bogið við póstinn. Ég vissi uppá dag, hvenær flugpóstur átti að koma frá tslandi og i hvaða viku sjópóstur var væntanlegur, þegar ákveðin póstsending kom ekki fram, fór ég að leita, rakti ég leið póstsendinga frá Reykjavik til Englands, eða til Danmerkur til Englands, en þar hvarf slóðin. Ég skrifaði þvi mörg bréf til Norður- landa, yfirvalda i ýmsum löndum og sagði að Bretar stælu almenn- um póstsendingum til Rhodesiu, ritskoðuðu bréf, seinkuðu þeim með þvi að setja flugpóst i sjópóst o.fl. Eftir blaðaskrif og viðtöl við ráðamenn i Rhodesiu var flug- póstur sendur til Portúgal i stað „óvinalandsins” Englands. Bret- ar fengu bara þann póst sem þeim bar, en fengu ekki að gramsa i Rhodesiupósti um allan heim. A svörtum lista? Hvergi hefi ég eytt unaðslegri árum en i Rhodesiu, ég var send- ur þangað frá S-Afriku til að hjálpa til við kortagerð til skipu- lags og jarðræktar, auk þess sem ég gerði kort fyrir nærliggjandi svertingjalönd. Landsmenn voru svo alúðlegir og frjálslegir, hvitir sem svartir, gott loftslag og frið- sælt og fagurt. Þetta þótti Bretum slæmt. Þetta VARÐ að skemma. Með sömu ófyrirleitni og áróðri mörgum vikum eftir jól, þegar sérstaklega send jólakort, sem afgreidd voru i Þýzkalandi komu til skila á réttum tima. Minningargreinar. Kannski voru Bretar að reyna að stauta sig gegnum minningar greinar Morgunblaðsins, um kerlingar á Vesturgötunni og i Húnavatnssýslu, fundizt lesturinn dauflegur og ekki liklegt að slik skrif yrðu til að bjarga Ian Smith, þvi um siðir fékk Mogginn að sleppa, önnur bréf voru send til Kóreu „i misgripum”, þvi ein- KINGDOM O F DENMARK MINISTRY O F PtlBLIC WORKS GENERAL DI RECTORATE 0> POSTS AND TELEGRAPH f Tictgcnsgade 37J Kobenhavn V •a o0 i , LéTI LRb ‘whicU «0* __ iQuestion on °Pened mail IOJ!!í°^esia Corí<‘*poniient > Onlý VOR Lli'vl * V/ had tremcndnu R.-I UBVellh my mad froi Sí AU»ouí» N. E»rop» »'«“ J lo jiaodal; ana " lettcr8 JX atlU vcccWe 1 flUUsh r. handlcd l,y ettUer U' Officc) wUich inonVhs Idclaycd "’Jif drctc Mounrt 1 dtrcctcd ’SS'JZS&S! »>»fé.*rpít!»»>“3« ■»»seiSu «»i" ls°rsh;p: -rA: awf j-e i df f 'l • * _ tnie(í by Brit;uJ:mas Delavs iii mail between Rliodesia and; 1 t # _»hot in the my mall? Thla Is not my flr^ Scandinavia g-A-sssa - > 1966, há; r h for sancttons- Hurrah tor ^ ODDS? S2i Sjr, As a Scundlnovlan, working in Rhodesla for u Mjr íntcrnfttionál company Blnce before the Rhodeslan telcgrain ftbpní—llli—Rt indopendcnce. I had to atay fathcr's death- Somebod; on, and do not rcgret It. Rut Rhodesia had not bcen Indcpendcnt íor two months, when I notlced strange Ioss of mull trom rclatlvea in Europc. fnvcstlgations hy scndcrs and helpful post offices traced the lost mall to Éngland, but not futther. lnvcstlKatlons ín Rhodesla Wiminatcd thc posslbility that tlic inail had becn lost in Rhodrsia, so after warnlng evorybody at homc, even the ncwspapcrs, that futurc all mall to Rhodesla sliould bear the addltlonal Hddrcss: "Vlft Deomark and. German.v?. then, mall began to arrlve normalty to and from Rhodesla, apart from a tclcgrain ftbput IPy—Krfl.n.°: fathcr's dcath. Somebody in Kngiand found It an lrresls- tlblo plcasure to stop lt. Last Octoher I sent many Chrlstmas cards to frlends and relatives in Europc, by sca mall. Sonic cards were directed nway from England ,nnd ' arrlved ln tlme bcfore Christmas. But atl thc others came sevcn weeks after Chrlstmas to their addresscs, < than two months too Who pinchcd and my mall? Thls ..... Chrlstmns in Afrlca and pr1 vious Chrlstmas mall was n intcrfered with. Thc answe You can gucss. But I h my own ldeaa. J The desperoto Brl soclalists cannot evcn lis Chrtstmas and Easter out their sanctions íever. ln th ' effort to destroy Rhodesla; thcir knowledge of faUt. thev have become so dcspcr:' that they censor even Chrr mas cards. The truth abR Rhodcsla must be sour “ England. V.O. Sallsh" -j' '2'"* • ..... . ....^ps4h • 111 CHRISTMAS CARDS GOT TIIERE LATE SIR, — I have Just recelvt another letter from ft reli tlve ln Europe in which I lear thiit my Christmas cards posted well ln tlmc for surfát mail arrived up to four mont? aftcr Chrlstmas. ■■lWÉ’_:rnri But is It not stnrtllng thr registered letters I sent wlt the cards, wlth the same shij came in time before Chrlstmai speclally directcd via anothe country ? Is our mail s'.lll censored I England, or ls the Rhodesia Post Office unable ví find a saf way for our mail, 1 ' does eac indivldual have to si. uggle per sonal letters and cixds awa from England to bi at thos sllly sanctions? Is it .tecessar to reglster Chrlstmas curds? Sallsbury. v. O. stnð OZ bá of til vill af 1 þooBU saut’iantli skal \r iu or undantokningarlaust lor;t aO oitthvað ■•JBOJJESIA/V MAIL 'Ú IS OPENED IN I U.K. CASH IIUNTl -—----l'roni (Jiw é’(ir,n, jópóati hafi farið utn JÍn^lancl. imn póststofan royna að til póotur að allur til vcrði ocndur uni Kanpuiannaliöfn^ Uél luimiinuiiiiuiwi-'i" ----1 a „ ..TciioSED'-BUTWiý:. 'L„o s',-.»Úb cenoarerc joeten fro Ehodecia,, í.t AOE-.'X -JcG har h„rt om 4et ter. lyder ..io;:'Cvt trovr-rdin^ Pc ln*l» enEl»n4ere^Boner „óGct Aw>«' at de !»c» tllloilc olE «1'P .,.en cer.suron er _ u i—^ htif:rflQ Ln—iilULi og i þorskastriðunum var Rhod- esia nidd i brezkum áróðri. Ég held að ég hafi reiðzt og skrifað mikið i blöð og hnekkt þessum óhróðri viða um heim. Hvort það var tilviljun eða ekki, fóru erlend bréf til min að hverfa eða seinka úr hófi. Reglulegum sendingum af Isafold (útdautt vikurit Mbl.) seinkaði um 6 vikur sem benti til að þær væru færðar úr flugpósti i sjópóst, jólakort sem ég sendi samtimis komu hver með sérkennilega kimnigáfu i Englandi þótti þetta mjög fynd- ið. Simskeyti um andlát afa mins var gert upptækt, enda á „annar- legu ináli", og hafa Bretar talið sennilegt að þetta væri dulmáls vörupöntun eða eitthvað verra. Gifurlegar hefndir. Eins og nærri má geta, fengu Bretar aldeilis að heyra það. Brezka póststofan varð að birta yfirlýsingu á prenti að óþarfi væri að senda jólakort i ábyrgðar- pósti, en viðurkenndu þó að rit- skoðun á Rhodesiupósti væri kölluð „tollskoðun þar er reynt er að finna út hver fær bréf frá „byltingamönnum”og hversvegna Jafnvel Danirurðu að viðurkenna að eitthvað væri bogið við Breta eftir að ég benti þeim á að hundr- uð Norðurlandabúa væru við mik- ilvæg störf i Rhodesiu, á sviði trú- boðs, lækninga og tæknistarfa, þvi væri mikilvægt að samband við umheiminn væri i lagi. Ég var einn af þeim fyrstu með sannanir fyrir brezkum póstþjófnaði á okk- ar pósti. Réttlæti. Ég hafði bæði gaman og eftir- væntingu af þessu bréfastriði við Breta. Eins og i öllum góðum 's'ög- um, bar litilmagninn sigur af hólmi gegn ofureflinu, almenn- ingur naut góðs af, fólk sem er leiksoppur ógeðslegrar heims- pólitikur. Alls staðar þar sem nú- tima saga er skráð eru Bretar, þessi eyþjóð, til ófriðs og tjóns fyrir mannkynið. Pólverji i Ameriku skrifaði i blöðin: „Bret- ar sögðu Þjóðverjum strið á hendur til að „bjarga” Póllandi undan nazistum, en heilli heims styrjöld siðar með hálfa Evrópu i rúst og milljónir manna dauðir og limlestir, skildu þeir Pólland og Austur-Evrópu eftir i höndum kommúnista. Nú eru þeir að reyna að eyðileggja Rhodes'iu á sama hátt.” Sama skeði i fyrri heimsstyrjöld. Brezk „principles” voru i veði, þeir sögðu Þjóðverjunum aftur strið á hendur, án þess að vera menn til að leysa þann vanda sem til var stofnað. 1 báðum heims- striðum urðu Bandarikin að gripa i taumana til að bjarga Bretum. Það voru Bretar sem fundu upp útrýmingarfangabúðir i Búastriðinu þar sem 25 þús. konur og börn af Búaættum voru myrt um s.l. aldamót. Að tala tvær tungur. Enginn, sem nennir að lesa þessi skrif má misskilja þau sem Englendingahatur. Þótt Bretar og allur heimurinn sé svo óhepp inn að hver óhappamaðurinn velst i valdastól i Englandi á fæt- ur öðrum, eru Englendingar á- kaflega merk þjóð og ensk tunga gott tungumál, sem talað er um allan heim. 1 S-Afriku og flestum öðrum löndum Afriku er enska opinbert mál. Sumar þjóðir hafa 2 opinber mál. Mér finnst að rétt væri að allar þjóðir heims hefðu 2 opinber mál. Sitt heima- mál og ensku. Þannig geta allir, i öllum löndum gert sig skiljanlega og þannig útbreitt skilning og þekkingu um heíminn, hvað sem stjórnmálaþras segir. Það er fá- fræði og tortryggni, sem skapa heimsvandamálin, þvi alls staðar i heiminum er gottfólk, það vill fá að lifa i friði með sig og sina. Að- eins stjórnmálamenn reyna að gera illtaf sér og rijóta þess, þetta er bannsett ónáttúra. Viggó Oddsson, Jóhannesarborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.