Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 4
4 Viðlagasjóður auglýsir Viðlagasjóður hættir að greiða kostnað af flutningi búslóða Vestmannaeyinga til Eyja eftir n.k. áramót. y Kostnaður við flutning fram að n.k. ára- mótum verður þvi aðeins greiddur, að um hann sé tilkynnt og eftir honum óskað fyr- ir 1. sept. n.k. á skrifstofu Viðlagasjóðs i Reykjavik eða i Vestmannaeyjum. Viðlagasjóður. Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarstjóra Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir útsvörum til Kópavogskaupstaðar, álögðum 1974, sem falla i eindaga 15. ágúst 1974, samkvæmt d-lið 29. greinar laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga. Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa til tryggingar ofangreindum gjöldum, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs, nema full skil hafi verið gerð. 26. júli 1974. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Auglýsing um aðaU skoðun bifreiða í Reykjavík í ágúst 1974 Þriftjudagur MiAvikudagur Kiinintudagur Föstudagur Mánudat>ur Þriöjudagur Miövikudat'ur Fini mtudaf'ur Föstudaf'ur Mánudaf'ur Þriftjudaf'ur Miftvikudaf'ur Fimnitudaf'u r Föstudaf’ur Mánudaf'ur Þriftjudaf'ur Miftvikudaf'ur Fim mtudaf'ur F'östuilagur G.ágúst R-19201 7. ágúst R-19401 X.ágúst R-19601 9. ágúst R-19801 12. ágúst R-20001 H.ágúst R-20201 14. ágúst R-20401 15. ágúst R-20601 Ifi.ágúst R-20801 19. ágúst R-21001 20. ágúst R-21201 21. ágúst R-21401 22. ágúst R-21601 22. ágúst R-21801 20. ágúst R-22001 27. ágúst R-22201 28. ágúst R-22401 29. ágúst R-22601 20. ágúst R-22801 — R-19400 — R-19H00 — R-19800 — R-20000 — R-20200 — R-20400 — R-20G00 — R-20800 — R-21000 — R-21200 — R-21400 — R-21H00 — R-21800 — R-22000 — I? -22200 — R-22400 — R-22600 — R-2280Ó — R-22000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins. Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitiö er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskir- teini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur. Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1974, skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 29. júli 1974. Sigurjón Sigurðsson. ‘i.r. Vlsir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Aftalleikkonan Sylvia Krlatel I hlutverki slnu I ..Emanuelle” — klámmyndinni, sem slær I gegn i Frakk- landi. KLÁMMYND MEÐ NÝJU SNIÐI SLÆR í GEGN í FRAKKLANDI Umsjón: Ó.H. fjallar um unga eiginkonu franska embættismanns i Bang kok, sem með vitund eigin- manns sins á i ýmsum kynlifs- ævintýrum, bæði með karl- mönnum og kvenfólki. Myndin er byggð á bók, sem kom út I Paris 1957, og er sögð sjálfsævisaga konu, sem skrif- aði hana sjálf og sendi til fransks útgefanda. Leikkonan, sem leikur aðal- hlutverkið, Sylvia Kristel, hefur ákveðið að leika aldrei framar i klámkvikmyndum. „Mér finnst það asnalegt að liggja nakin og stynja og þykjast hafa kynmök. Þar að auki þótti mér ákaflega óþægilegt meðan á töku mynd- arinnar stóð, að verða alltaf að ganga um berrössuð”, segir hún. Menn finna upp á mörgum furöulegum hlutum til að vekja á sér athygli og ganga skrefi lengra en náunginn. Gott dæmi um þaö er þessi maður hér á mynd- inni, sem á heima í Bandaríkjunum...að sjálfsögðu. Hann smíðaði sér þennan bát, sem vakið hefur mikla athygli, þar sem hann hef ur siglt honum. Það er þó ekki fyrir sjóhæfnina, heldur fyrir lagið á honum. Það skal tekið fram, að þótt lagið sé laglegt, er samt.ekki hægt að taka lagið á strengina, sem liggja fram í stefnið. 4 Þótt aðeins séu liftnar þrjár vikur siðan farift var aft sýna kynlifsmyndina „Emanueile” i Frakklandi, hefur myndin sleg- ið öll aftsóknarmet. Uppselt er á hverja einustu sýningu, en þær eru viös vegar um landið, aðallega i Paris. Aldrei hefur nein klámmynd hlotið slikar vinsældir í Frakk- landi. Fólk úr öllum stéttum sækir myndina og leggur á sig að standa I löngum biöröðum til að fá að sjá. Samt er þetta ekki mjög harð- soðin klámmynd. Það er mikið um bera kvenmannskroppa, en litið af nöktum karlmönnum. Samfarir og samræður eru eftir „ameriskum klámstandard”, þ.e.a.s. ekki djarfari en svo að leyfilegt yrði að sýna myndina i Bandarikjunum — sums staðar a.m.k. Inn i myndina blandast svo ýmiss konar heimspekileg- ar hugleiðingar, eins og t.d. „Kynlifið er sjálf rás lifsins o.s.frv.” Hvað er það þá, sem veldur þessari miklu aðsókn? Talið er, að það sé vegna þess hversu vönduð myndin er og hversu mikið yfirbragð stórmyndar hún hefur. Myndin er framleidd þannig, að ekkert er til sparað. Ovenju mikið úrval af fallegu kvenfólki skartar kroppum sinum i við- kunnanlegu umhverfi. Tækni- legur frágangur myndarinnar er óvenjugóður af klámkvik- mynd að vera. Og siðast en ekki sizt dregur aðalleikkona myndarinnar á- horfendur að, þvi hún er stór- glæsileg og engin venjuleg klámkvikmy ndaleikkona. Hún heitir Sylvia Kristel og er fædd i Hollandi. Hún er há og tignarleg, dökkhærð, og hefur áður leikið i þremur kvikmynd- um, sem voru allar fjarri þvi að vera klámmyndir. Leikstjóri myndarinnar segir, að þetta sé eina klámkvikmynd- in sem menn sæki án þess að vera með sektarkennd. Gagn- rýnendur hafa tekið undir með honum. Enn ein ástæðan fyrir vin- sældunum er talin sú, að mynd- in er tekin i fjarlægum löndum, eða Bangkok og Indókina. Söguþráður myndarinnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.