Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Rakaraiðnin ó uppleið „Rakaraiðnin er á uppleið og auðséö, að karimennirnir eru farnir aö gera sér grein fyrir þvi, aö það þarf að snyrta hárið, hvort sem það er sltt eða stutt,” segja þeir félagar Benedikt Viggósson og ólafur Egilsson, sem opna á morgun nýja rakarastofu I Kefla- vík. Þeir hafa báðir unnið á rakara- stofum hér I Reykjavik og ólafur hefur einnig unnið við iðnina I Danmörku. Þeir fengu viður- kenningarskjai frá M-LORD fyrirtækinu, sem hélt námskeið I Iðnskólanum hér I vetur. Þeir Benedikt og Ólafur segja, að rakarastofan þeirra I Keflavik sé innréttuð eftir nýjustu tizku og aö viðskiptavinum verði boöið upp á aðhlusta á alls konar músik á meöan þeir sitja I stólunum og láta klippa sig. Þeim lizt svo vel á Keflávlk, að þeir hafa hugsað sér að setjast þar að og eru að ieita sér aö Ibúð þar. —EVI „MENN ORÐNIR VANIR ÞESSU..." — skriður ó benzín- sölu í gœrkvöldi Það komst skriður á benzinafgreiðslu I gærkvöldi, eftir að menn fregnuðu, að benzlniö væri rétt einu sinni að hækka. Hjá nokrum benzlnstöðvum fréttum við, að ös hefði verið. Benzínið hækkar I dag úr 33krónum i 36 krónur litrinn, en engin hækkun verður á ollu i sambandi við þessa hækkun. A einni benzinafgreiðsl- unni var okkur sagt, að litið hefði verið að gera i allan morgun, en svo væri alltaf eftir hækkanir. „Viðbrögð manna eru þó ekki slæm, og það er vegna þess, að menn eru að verða vanir þessu.” —EA STRAND - EKKI ALDEIUS! Strand? Nei, ekki aldeilis. Þeir notuöu aöeins tækifæriö I góöviðrinu og renndu Herjólfi upp á þurrt til að mála hann og laga til eins og annaö, — ekki I tilefni af þjóöhátiöarárinu, það þarf sifellt aö vera aö dytta að skipum til aö þau nái löngum lifdögum. (Ljósm. BG.) Hér er neyðarástand... — Gœzlumenn á Kleppsspítalanum gengu út á miðnœtti „Gæzlumenn hættu störfum á miðnætti, og hér er þvi neyðar- ástand. Læknastúdent- ar voru á vakt i nótt, en það er óhjákvæmi- legt að útskrifa alla þá sjúklinga, sem mögu- lega geta verið heima. verða þó um 20 Við reynum að hafa þá sem fæsta, en það manns . Þetta sagði Jakob Jónasson, sem gegnir stöðu yfirlæknis á Kleppsspitalanum i leyfi.Þórðar Möller, þegar við höfðum sam- band þangað i morgun. Gæzlu- menn hættu sem fyrr segir störfum á miðnætti i nótt. 1 morgun lögðu þeir leið sina niður i fjármálaráðuneyti til þess að huga að málum sinum. Jakob sagði ennfremur, að reynt yrði að hafa eina til tvær deildir opnar fyrir bráðasjúk- dóma svokallaða. Hann sagði, að það mætti orða það þannig, að „það væri algjört karl- mannsleysi á spitalanum”, þvi að karlmenn verða að vera á l þessum viðkomandi deilum. Það verður þvi að taka starfs- fólk af rólegri deildunum yfir á þessar, en þetta truflar að vonum alla starfsemi spitalans. Þá sagði Jakob, að það fólk, sem væri i langri meðferð, yrði að likindum sent heim. Jakob sagði, að sér skildist, að ekki væru góðar horfur á lausn mála gæzlumanna. Þá má geta þess, að1 gæzlumenn á Kópavogshæli höfðu samband við Visi i gær og kváðust hafa fulla samstöðu með kröfum gæzlumanna á Kleppi, „enda settum við fram kröfu um sams konar lag- < færingu á niðurröðun okkar i launaflokk fyrir siðustu kjara- samninga BSRB. Ef ekki verður tekið tillit til þessararkröfugerð- ar okkar, höfum við fullanhug á þvi að gripa til einhverra að- gerða, ef hefðbundnar baráttu- aðferðir duga ékki.” Þá vilja þeir vekja athygli á þvi að þeir eru ekki i 14. launaflokki. „Hið sanna i mál- inu er það, að starf gæzlumanna 1 á Kleppsspitala og Kópa- vogshæli er metið til sama launaflokks, þ.e. 12. launafl., og flokkað undir sama starfsheiti, enda sams konar störf.” é — EA Verður það blaut hátíð? ,,Við ætlum fyrst og fremst að treysta á það, að borgararnir sjái sóma sinn i, að þjóð- hátiðin i Reykjavik verði með jafnmiklum fyrirmyndarbrag og aðrar þjóðhátiðir hafa verið um allt land hvað varðar áfengisneyzlu,.” Þetta sagöi Stefán Kristjánsson framkvæmdastjóri Þjóðhátiðar- innar i Reykjavik, en hún stendur I þrjá daga og fer fram um næstu helgi, verzlunarmannahelgina. Nokkuð hefur borið á ótta hjá fólki um, að á þjóðhátíð i Reykja- vik verði mikill drykkjuskapur, sérstaklega siðasta kvöld hennar, mánudagskvöldið, en þá er dans- leikur i miðborginni. Þjóðhátiðin stendur þrjá daga, og eru dans- leikir laugardags- og mánudags- kvöld. Dansleikirnir á laugar- dagskvöldið eru dreifðir um borgina, likt og verið hefur undanfarið 17. júni. Góð reynsla er komin á slikt fyrirkomulag, að dreifa dans- leikjunum, og þvi énginn ótti i sambandi við þetta kvöld. En ef drykkjuskapur yrði al- mennur i miöborginni á mánu- dagskvöld, yrði þetta fyrsta þjóð- hátiöin á árinu til að hafa slikan brag. „Dansleikurinn þetta siöasta kvöld hefur vissulega verið til umræðu i þjóðhátíðarnefnd. En það hefur ekki verið rætt um það að fara fram á lokun áfengis- verzlana rétt fyrir hátiðina. Við ætlum aðeins að hvetja til góðrar umgengni, og eins og ég sagði, að treysta á borgarana sjálfa,” sagði Stefán Kristjánsson. Vænta má þess, að ef drykkju- skapur yrði, myndi mesta amstrið við hann lenda á heröum lögreglunnar, eins og venjulega. „Ef það verður sama stemmn- ingin á þessari þjóðhátið og á öðrum sem haldnar hafa verið, þá þurfum við ekki að hafa teljandi áhyggjur,” sagði Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn i viötali við blaðið. „Við rennum hinsvegar blint i sjóinn með hvað úr verður. Skipu- lag löggæzlunnar verður með venjulegu sniði, og fyrst' og fremst miðað við dagskrá hátiða- haldanna. Við munum ekki kalla menn heim úr sumarfrium til að hafa nógu öfluga löggæzlu. Slikt var gert I sambandi við Þjóð- hátlðina á Þingvöllum, og mæltist illa fyrir meðal þeirra sem voru kallaðir úr frii,” sagði Bjarki. Það má kannski koma á framfæri uppástungu lögreglu- varðstjóra eins sem Visir spjallaði við fyrir nokkru um þessi mál. „Höldum bara dansleikinn i stóra portinu hjá okkur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þá verða örugglega engin vandræði,” sagði hann — og hló dátt. —ÓH — eða sjá menn sóma sinn í að halda glœsilega þjóðhátíð í Reykjavík eins og annars staðar hefur gerzt Þannig voru Reykvikingar I eina tiö fluttir I einangrun, ef þeir létu ófriðlega eftir aö hafa fcngiö sér um of neðan I þvi. Myndina tókum viö á sýningunni ÞRÓUN i Laugardalshöll. Hún ætti aö minna Reyk- víkinga og aökomumenn á aö fara variega í notkun áfengis á þjóöhátiö, og helzt að sleppa notkun þess meö öllu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.