Tíminn - 17.02.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 17.02.1966, Qupperneq 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 1?. febrúar 1966 MARCAR PLOTUR VÆNT- ANLEGAR HJÁ FÁLKANUM FB-Reykjavík, miðvikudag. Hljómplötudeild Fálkans hefur á prjónunum að gefa út á plötu leikritið „íslandsklukkuna“ eftir Halldór Kiljan Laxness með þeim gömlu og vinsælu leikurum, sem léku í því leikriti hér áður fyrr. Verða þetta þrjár stórar hæggeng- ar plötur um 2 tímar og 40 mínút- ur alls. Verða þær gefnar út í vönduðu albúmi eða kassa ásamt m Hfn nýja blóðsöfnunarblfreið mm Rauða kross íslands og hin fyrs+a slnnar tegundar hér á landi. (Tímamynd G. E.) Rauði krossinn kaupir blóBsöfttunarbifreið GÞE-Reykjavík, miðvikudag. í dag hófst útbreiðsluvika Rauða Kross íslands, en henni lýkur á öskudaginn á hinum árlega merkjasöludegi féíags- ins, og verður þá haldið fjöl- breytt hóf að Hótel Sögu til ágóða fyrir hina merku starf- semi félagsins utan lands sem innan. 1 Kí Af Jessu tilefni boðuðu for- niaður og ' framkvæmdastjóri félagsins Jón Sigufðsson borg- arlæknir og Ólafur Stephen- sen, fréttamenn á sinn fund, og var þar skýrt frá starfsemi félagsins á síðastliðnu ári, og ýmsum nýjungum, sem félagið hefur á prjónunum. Ber þar helzt að telja blóðsöfnunarbif- reið, sem félagið hefur annazt kaup á og verið er að innrétta. Var bifreiðin keypt fyrir fjár- magn er bankar og sparisjóð- ar Reykjavíkur afhentu félag- inu, og verður bifreiðin rekin í samráði við Blóðbanka ís- lands þannig að blóðbankinn leggur til sérmenntað fólk, en deildir Rauða Krossins annist söfnun blóðs og skrásetninug blóðgjafa. Standa vonir til, að bifreiðin verði fullbúin innan skamms. Það helzta, sem mark- vert er í sögu félagsins á s.l. ári, er að ríkisstjórn íslands hef ur nú fyrir skömmu gerzt að- ili að Genfarsámþykktum AI- þjóða Rauða krossins. Svo sem kunnugt er heldur Rauði kross íslands upp öflugri líknarstarf- semi utan lands og innan, rek- ur félagið m. a. tvö sumardval- arheimili fyrir börn, er eiga þess ekki kost að komast í sveit yfir sumarmánuðina, og einnig heldur það uppi síauk- inni aðstoð við sjúklinga, er liggja í heimahúsum, m.a. við útlán á ýmiss konar sjúkraút- búnaði. Hefur félagið á prjón- unum áætlanir um, að koma upp birgðarstöð á sjúkraútbún- aði í kjallara húsakynna sinna að Öldugötu 4. Reykjavíkur- deild Rauða krossins hefur á sínum snærum þrjár sjúkrabif- reiðir, og standa vonir til, að sú fjórða verði keypt áður en langt um líður. Rauði kross- inn heldur einnig uppi hjálpar- starfsemi við Nígeriu í sam- vinnu við Rauða kross-félögin í Finnlandi, Nóregi ög Svíþjóð. ' Þá hefur Rauði kross fslands og innan sinna vébanda svo- kallaðan hjálparsjóð, og er veitt úr honum, þegar mikið liggur við, svo sem í sambandi við hjálparstarfsemi við tjón, sem varð af flóðum í Austur-Pakist- an, og víðar. Svo sem sjá má af þessari stuttu upptalningu kemur Rauði kross íslands víða við, og er starfsemi hans f sí- felldri aukningu. ÞRÍR LEiKÞÆTTiR SAMAN Á SÍÐDEGISSÝNINGU L.R. GB-Reykjavík, miðvikudag. Á laugardaginn kemur hefj- ast á ný síðdegissýningar Leik- félags Reykjavíkur í Iðnó, og verða þá frumfiuttir hérlendis 3 leikþættir eftir 3 „framúr”-höf- unda, af þrem þjóðernum, en rita á frönsku. Leikþættirnir eru .,Ég er komin til að fá upplýs- Fékk sting í kinnina KT-Reykjavík, miðvikudag. Það slys vildi til f Sandgerði í gær, að ungur piltur fékk fiski- sting í gegnum aðra kinnina og brotnaði við höggið tönn í pilt- inum og losnuðu nokkrar. Slysið vildi til með þeim hætti, að pilturinn, Gísli Tómas ívars- son, Hverfisgötu 16 í Reykjavík, var að skipa upp fiski úr vélbátn- 'tm Kristjáni, er hann fékk fiski- stinginn í kinnina. Gísli var þegar fluttur til læknis í Sandgerði, en mikið blæddi úr sárinu. Gerði læknirinn að sárinu og fór Gísli Jðan heim til Reykjavíkur. Hann er 16 ára að aldri. ingar“ eftir Tardieu (þýðandi Vig dís Finnbogadóttir, leikstjóri Sveinn Einarsson), „Skemmtiferð á vígvöllinn" eftir Arrabal (þýð- andi Jökull Jakobsson, leikstjóri Bjarni Steingrímsson) og „Leikur án orða“ eftir Samuel Beckett (leikstjóri Gísli Halldórsson). Leikmyndir hefur Sævar Helgason gert nú í fyrsta sinn fyrir L.R. Tekin var upp sú nýbreytni í fyrra hjá L.R. að efna til síð- degissýninga og þá flutt „Saga úr dýragarðinum" eftir Albee. Sagði Sveinn leikhússtjóri Einarsson fréttamönnum í dag, að reynt yrði að gera síðdegissýningar að hefð, og v§rða þessir leikþættir einung- is flutt á þessum síðdegissýning- um á laugardögum, enda er ekki hægt að koma því að á öðrum tíma, félagið er með fangið fullt af verkefnum og hefur aldrei sýnt svo mörg leik- rit samtímis, þegar eru fjórar sýn- ingar „í gangi,“ þrjár í Iðnó og ein í Tjarnarbæ, og ágæt aðsókn 1 að öllum NEFNDARSKIPUN Á ráðstefnu, sem Samband ísl. sveitarfélaga gekkst fyrir um fjár- mál sveitarfélaga í nóvember s.l. var samþykkt að fela stjórn sam- bandsins að oeita sér fyrir því við ríkisstjórnina að k >mi? verði á fót samvmnunefnd úkis og sveitarfélaga, er endurskoði lög- gjöf varðandi Jreiðslur vegna sam eiginlegra ver'ct'fnd bessar- aðila Af hálfu Sambands íslenzkra sveitarfélaga hafa nú verið til- nefndir til þessara starfa þeir: Gunnlaugur Pétursson, borgar ritari, Reykjavík. Uafsteinn Bald- vinsson, bæjarstjóri. Hafnarfirði og Vigfús tonsson oddviti Evr- arbakka Af háliu ríkisstjornarinnar bafa verið tilnefndir í nefndina: Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneyt isstjóri. féJagsmá'aráðuneytinu og Jón Sigurðsson deildarstjóri fjar- málaráðuneytinu. bæklingi. Er hér um að ræða eins konar framhald af útgáfu upp- lestrarplata þeirra, sem Fálkinn hefur þegar gefið út með nokkr- um þekktustu skáldum okkar og rithöfundum. Er í ráði að stilla verði mjög í hóf, að því er Har- aldur Ólafsson, forstjóri Fálkans tjáði blaðamönnum í dag. Þegar hefur verið fengið samþykki höf- undar og Félags íslenzkra leikara til þessa. Fálkinn hefur einnig áhuga á að gefa út eina stóra hæggenga plötu með eldri leikurum, þar sem á annarri síðunni yrðu ef til v.ill þættir úr „Gullna hliðinu," en á hinni síðunni þættir með ýmsum leikurum, þar á meðal Önnu Borg. Fyrir tveim árum gaf Fálkinn út plötu, sem fékk nafnið Gull- öld íslenzkra söngvara, eru þar á ýmsir kunnir söngvarar, en nú hefur fyrirtækið í hyggju að gefa út aðra plötu þar sem fram eiga að koma söngvarar^ sem ekki voru á fyrri plötunni. Á þessari plötu yrðu nýjar upptökur á annari síð- unni, en eldri upptökur á hinni. Þá hefur þess verið farið á leit við Tómas Guðmundsson skáld að hann lesi upp úr ljóðum sínum Stærðfræðinámskeið íslenzka stærðfræðifélagið mun gangast fyrir námskeiði til kynn- ingar á því nýja námsefni í stærðfræði, sem nú er farið að kenna við menntaskólana. Með- ferð efnisins verður miðuð við, að þátttakendur hafi loki stúdents- prófi úr stærðfræðideild. Stuðzt verður við kennslubókina „Princ- iples of Mathematics“ eftir Allen- dorfer og Oakley. Námskeið mun standa í 8--10 vikur og verður hald ið á mánudögum kl. 17—19 í fyrstu kennslustofu Háskólans. Kennslan hefst 21. febrúar n.k. Kennarar verða Guðmundur Arn- laugsson rektor og Björn Bjarna- son dósent. Innritun fer fram í fyrstu kennslustundinni en fyrirspurnum má beina til Verkfræðingafélags íslands. á eina plötusíðu eða um 28 mín- útna lestur, en á hinni síðunni hefur verið gert ráð fyrir að hafa þætti úr Fjallkirkjunni eftir Gunn ar Gunnarsson, lesna af skáldinu sjálfu. Hefur höfundur samþykkt þetta. Haraldur Ólafsson forstjóri Fálk ans gaf að lokum þær upplýsing- ar, að frá upphafi, eða árinu 1930, hefði fyrirtækið gefið út 230 plöt- ur, 78 snúninga plötur með um 495 lögum, þar af eru tveir þriðju hlutar sígild lög. Frá árinu 1959 hafa verið gefnar út 86 stórar, hæggengar og meðalhæggengar plötur með samtals um 540 lög- um, og eru þar af um þrír fjórðu hlutar sígild tónlist. f þessum flokki eru nokkrar hljómplötur með upplestri skálda og rithöf- unda. Stjórn Fél. ísl raf- virkja sjálfkjörin. Hinn 10. þ.m. rann út fram- boðsfrestur til stjórnarkjörs í Fé- lagi íslenzkra rafvirkja. Aðeins einn listi kom fram, bor- inn fram af trúnaðarmannaráði félagsins, svo og aðrir trúnaðar- menn, sjálfkjörnir. Stjórnina skipa: Formáður: ðskar Hallgrímsson, Varaform: Magnús K. Geirsson. Ritari: Sigurður Sigurjónsson. Meðstj: Sveinn V. Lýðsson, Krist- inn K. Ólafsson. Varastjórn Jón Á. Hjörleifsson, Kristján J. Bjarna son. Þetta er ellefta árið í röð sem stjórn F.Í.R. vérður sjálfkjörin. Er slíkt sennilega einsdæmi í verkalýðsfélagi hér á landi. Formaður félagsins, Óskar Hall- grímsson, er nú kjörinn í stjórn F.Í.R. í tuttugasta sinn, en í 18. sinn sem formaður félagsins. Af öðrum stjórnarmönnum hafa þeir Magnús K. Geirsson og Sveinn V. Lýðsson verið lengst í stjórn fé- lagsins, eða í 10 ár hvor. Aðalfundur F.Í.R. verður skv. lögum félagsins haldinn í marz- mánuði n.k. VIÐ M0RGUNSÓL Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja bók. Er það smásög- ur eftir Stefán Jónsson, rithöfund og kennara. og nefnist hún Við morgunsól. í þessari nýju bók Stefáns Jóns- sonar, Við morgunsól, eru 8 nýj- ar smásögur, sem fjalla um hin ýmsu efni. Bera þær nöfnin Rím, Blátt t;iald Halla d Krossi Status quo, Björn eldri. Björn yngri, Hinn rétti tónn, Á sólmánuði Fyrsta bók Stefáns var smá- sagnasafnið Konan á klettinum og kom sú bók út árið 1936 Hef- ur hann síðan ritað fjölda sagna. jafnt smásögur sem lengri skáld- sögur og aflað sér mikilla vin- sælda fyrir ritstörf sin. einkum þó fyn bækui um börn og banda börnum og unglingum þ.á. m. bækurnar um Hjalta litla. En þótt hann sé ef ti) vill kunnastur fyrir þau verk sín, er hann ritar f''rir vngri kvnslóðina. þá hefur hann einmg beinl penna sínum að þeim eldri, og í þeim hópi teljast þæi smásögur. sem ham sendir nú fra sér Við morgunsól er janúarból Almenna bókafélagsins og er 18( bls. að stærð, prentuð og bundir í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f Kápu og titilsíðu hefur Kristír Þorkelsdóttir teiknað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.