Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 2
2 rismsm-- Notarðu bilbeltin? Heiftar Guftmundsson, leigubil- stjóri:— Nei, það geri ég yfirleitt ekki. Maður hefur bara ekki van- iö sig á það. Þvi fer þó fjarri að ég hafi nokkuð á móti þeim, þetta er bara hugsunarleysi. Ég veit ekk” hvort ég reyni að venja mig á það. Oddur Gústafsson, hljóftupptöku- maður: — Ég geri það alltaf, þeg- ar ég man eftir þvi, en það er mjög sjaldan. En ég er þó alveg fyígjandi notkun bilbelta. Erna Gfsladóttir, húsmóftir: — Mér finnst ákaflega óþægilegt að sitja spennt i öryggisbelti. Ég fæ þá tilfinningu, að ég geti ekki hreyft mig, einskonar inni- lokunarkennd. Mér finnst meiri ástæða til að binda krakkana fasta i sina stóla i aftursætinu en sjálfa mig. Þórftur Eliasson, bflstjóri: — Nei, það geri ég ekki, ég er leigubil- stjóri. Ég veit nú ekki af hverju ég geri það ekki, þetta er gamall vani og svo er maður á þessu snatti I bænum. En ég nota beltin stundum, þegar ég fer út úr bæn- um. Valdimar EUasson garftyrkju- maftur: — Ég á nú 10 ára gamlan bil og hann er án allra öryggis- belta. Ætli hann sé ekki oröinn of gamall til að maður fari að hengja öryggisbelti i hann. En ef ég fæ mér nýjan bilbýzt ég við að ég muni nota öryggisbeltin. Hjá öðrum sit ég oftast aftur i og þar eru sjaldnast nokkur öryggis- belti. Guðbjörn Jónsdóttir, húsmóftir: — Þaft er nú litið um það, Ég veit nú eiginlega ekki af hverju.maður er bara sennilega ekki búinn að venja sig á þetta. Það kemur þó fyrir, ef maður fer út á land, að maður noti beltin. Vfsir. Mánudagur 26. ágúst 1974. Skoðanakönnun Vísis: Teljið þér tímabœrt að setja upp litasjónvarp ó Islandi? „Látum vérða á ekki Fœreyjar undan!" ,,Spörum okkur þann óþarfa", sagði meirihlutinn „Ég held að fólk hafi nóg með þessar átta þúsundir, sem það borg- ar fyrir svart-hvitt sjón- varp þótt ekki bætist hin ósköpin á,” svaraði kona ein, spurningu Visismanna um, hvort timabært væri orðið að setja upp litsjónvarp. ,,Að visu orðið tima- bært, en hins vegar svo dýrt, að þeim fjármun- um væri betur varið til einhvers þarfara,” sagði önnur kona. Þá sagði karl einn: „Það mætti nú reyna eitthvað fyrst að bæta þetta, sem við höfum, áður en ráðizt verður i litasjónvarp.” Eins og meðfylgjandi tafla hér sýnir glögglega, þá svaraði áber- andi meirihluti þeirra tvö hundruð og tuttugu manna og kvenna, sem blaðamenn Visis hringdu I, spurningunni neitandi. Þeir töldu það ekki timabært. Það varö annars bert af undir- tektunum, að þorrinn lét þetta mál mjög til sin taka. Nánast allir höfðu á þvi ákveðna skoðun, og svöruðu ýmist játandi eða neit- andi. Aðeins niu af hundraði voru óákveðnir. Og ekki aðeins það. Heldur færði einnig fólk ýmis rök fyrir þvi og þær ástæður helztar, sem það taldi mæla gegn þvi að ráöast I að setja upp litasjónvarp. Þar kenndi margra grasa að sjálfsögðu. Og ekki voru kannski öll nein beinlinis vegna þess, að svarafólkið teldi ekki orðið TIMABÆRT að setja upp lita- sjónvarp. Það taldi kannski ekki timann núna heppilegan til þess, og það i flestum tilvikum af efna- hagslegum ástæðum. — Nokkur dæmi: „Vegna dýrtiðar er ég andvig litasjónvarpi.” — „Nei, þetta, gamla má nú eitthvað skána fyrst.” — „Ég vil nú fyrst geta séð það tvilita almennilega,” svaraði maður einn á Flateyri. „Það má nota peningana til skynsamlegri hluta. Tja, eins og t.d. til að koma útvarpi og „lit- lausa” sjónvarpinu i almennilegt ástand. Það erukolómögulegar út- sendingar, sem ná til okkar hér I ekki einu sinni almennilega I ut- varpinu hér fyrir norðan, þá sé ég ekki ástæðu til að hlaupa af stað með litsjónvarp. Að minnsta kosti ekki fyrr en tæknimennirnir okkar hafa sýnt sig ráða við það, sem einfaldara á að heita.” — „Nei, nær væri heldur að sjá til þess að fá að hafa Kanasjón- varpið i friði. Það er þó okkur að kostnaðarlausu.” — „Ég vildi aumingjaskapur að hafa ekki verið kominn með litasjónvarp fyrir 20árum.” — „Nú er það ekki þróunin?” — „Já, alveg sjálfsagt. Það verður lika bráðum hætt að framleiða tæki fyrir svart-hvitt.” Og svo loks ein mjög veigamikil ástæða: „Nú! Er litasjónvarp ekki það sem koma skal? Rétt er að undir- búa það fyrr en siðar. Þeir mega ekki veröa á undan okkur með lit- inn I Færeyjum.” Það var annars áberandi i þess- ari skoðanakönnun, þegar niður- stöður voru bornar saman, að konur voru flestar mjög ákveðnar á móti litasjónvarpi. Þær horfðu flestar i kostnaðinn. í þéttbýli voru t.d. rúmlega 30 konur á móti litasjónvarpi meðan rúmar 23 voru með þvi. En riflega 30 karlar I 'þéttbýli voru með litasjónvarpi og 23 á móti. — í dreifbýlinu voru hins vegar hlutföllin jöfn á milli kynja og svipaður meirihluti á móti litasjónvarpinu. — Og þetta er ein af fáum skoðanakönnun- um, sem Visir hefur gert, þar sem ekki eru fleiri konur óákveðnar i afstöðu sinni, heldur en karlar. — Svo miklu lét fólk þetta mál sig skipta. Vel á minnzt — fyrst vikið er að þeim, sem óákveðnir voru I þvi, hvort þeir teldu litasjónvarp timabært. Tveir gerðu grein fyrir hlutleysi sinu I málinu: Annar sagði: „Mér finnst nú það svart-hvita hafa nógu spillandi áhrif á unglinga út af fyrir sig, þótt ekki þurfi hitt til lika. En af þvi ég hef nú þetta álit á sjón- varpinu, þá tek ég ekki afstöðu til þessa máls.” En hinn sagði: „Ég er nú að visu blindur og læt mér á sama standa um það — i hversu mörg- um litum útsendingar sjón- varpsins eru. Ég var bara að hugsa um hitt, hvort þaö yrði ekki óksöp dýrt að fleygja öllum gömlu sjónvarpstæk junum, þegar liturinn kemur.” Það var sem sé ekki beinlinis vegna þess, að þeir væru alveg skoðanalausir I málinu, að þeir tóku þennan pól I hæðina. Það er þvi ekki ofsagt, sem i upphafi var getið, að þorrinn hafi látið þetta til sin taka. -GP. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þess- ar: Já sögðu..............................40% Neisögðu..............................51% Óákveðnir..............................9% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, litur taflan svona út: Já . Nei .....44% .....56% Borgarnesi,” sagði einn sem sé I Borgarnesi. A Suðureyri sagði einn maður: „Þeir mega nú bæta fyrst út- varpsskilyrðin.” — Og fleiri mundueftir útvarpinu.... afsakið, hljóðvarpinu... þegar þetta bar á góma. Eða eins og einn sagði: „Fyrst má koma stereoútvarp.” „Timabært eða ekki tima- bært.... er það ekki fyrst og fremst kostnaðurinn, sem verður að hugsa um,” sagði ein- hver. „Það væri svo sem nógu skemmtilegt, en er það ekki of dýrt,” sagði einhver konan. Þannig létu margir kostnaðinn sér vaxa i augum. Kostnað fyrir nokkuð, sem menn kölluðu „lúxus,” „óþarfa”, o.s.frv. Svo komu hinar og þessar ástæður....: „Nei, ekki eins og er. Helzt ættum við að gera þetta smátt og smátt.” — Ég treysti mér ekki til að greiöa hærra af- notagjald.” — „Þegar það heyrist frekar halda Kanasjónvarpinu og fresta litsjónvarpi.” Einn vildi biða og velja heppi- legra augnablik: „Rétt að taka upp litasjónvarp, þegar þarf að endurnýja hvort eð er tækja- kostinn.” — annar var með svipað i huga: „Biðum þar til sjónvarpið hefur stajfað þann tima, sem búast má við að sjón- varpsnotendur þurfi að endur- nýja tækin heima hjá sér.” Svo taka hinir sem töldu það fyllilega timabært að taka upp lita sjónvarp, eða eins og maðurinn sagði: „...og auk þess heldur, sem það var aldrei neitt vit I þvi að byrja með svart-hvítt. Það var aldrei neitt annað en óðagot stefnt til höfuðs Kanasjónvarpinu, sem ákveðnir aðilar töldu sig geta lokað, þegar Islenzka rikið hefði sjálft byrjað einkarekstur á sjón- varpi.” — „Litasjónvarp átti að koma strax. Það er svo dýrt að skipta.” tt ftTKx Vi nf itot> ho^ a r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.